Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Qupperneq 17
T DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. lur Lesendur Lesendur Ingimundur Sæmundsson telur að sjáv- arútvegur og landbúnaður ættu að nægja okkur íslendingum, ef vel er að staðið og afurðir ekki seldar óunnar úr landi. Lesendur Franzisca Gunnarsdóttir Við þurfum enga stóríðju — okkur væri nær að eff la landbúnaðinn og sjávarútveginn, segir lesandi Ingimundur Sæmundsson skrifar: Margt hefur verið spjallað um stór- iðju og álverksmiðjur, og vilja sumir að slikt risi sem víðast. Ekki er ég sam- mála þessum sjónarmiðum, þvi slíkum fyrirtækjum fylgja mikil jarðspjöll og mengun. Ef slíkur iðnaður þarf hins vegar endilega að vera hér, þá vil ég að við stöndum að honum sjálf, en leyfum ekki erlendum fyrirtækjum að búa um sig hér. Annars þurfum við enga stóriðju. Okkur væri nær að auka og efla land- búnaðinn og sjávarútveginn. Við eigum að vinna úr hráefnum þeim, sem þær atvinnugreinar skila, en ekki selja þetta óunnið úr landi, að mestu, öðrum til hagnaðar. Þjóðin hefur lifað af land- búnaðar- og sjávarafurðum frá fyrstu tið og getur það enn, ef vel er á haldið. Sjálfur hef ég stundað landbúnað og einnig hef ég verið til sjós á gömlu togurunum. Þá sváfum við átján menn í þröngum lúkar frammi í skipinu og eina upphitunin var kolaofn í miðjum lúkarnum. Síðan var ein vatnsfata, sem mannskapurinn þvoði sér upp úr. Var gólfiö þvegið úr vatninu, því þá þurfti aö spara vatnið. Maður vissi aldrei hversu lengi maður yrði í hverjum túr, sljkt fór eftir veðráttu og fiskiríi. En sama fatan var notuð til andlits- og gólfþvottar. Það þýddi ekki að reyna að bjóða mönnum upp á þær aðstæður í dag, sem betur fer. Nú eru kjörin önnur og skipin bæði stór og rúmgóð, búin öllum þægindum. En við, sem höfum þurft að vinna lúnurn höndum og gæta að hverjum eyri, eigum stundum erfitt með að horfa upp á hversu illa er farið með verðmæti og lítil fyrirhyggja sýnd f hvívetna. Hringið í si'm3 milli kl. 13 og 15, eðaskrifið Farið varlega, sýnið gætni Mér finnst því að þingmenn og ríkis- stjórn ættu að fara sér varlega, hvað stóriðjunni viðvíkur og kanna vel allar hliðar slíkra áætlana; kosti og ókosti. Þeir menn sem gefa sig í það að stjórna landinu verða að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem á herðum þeirra hvílir og vera gætnir i verkum sínum — og ekki aðeins með hliðsjón af at- kvæðasöfnun. Mér finnst ráðamenn okkar oft vera fljótir til þess að apa eftir öðrum þjóðum, sem reynast siðan ekki verðug fyrirmynd, þegar öll kurl koma til grafar. Sumt getur verið til bóta, en annað til óþurftar. Ég tel að landið okkar bjóði upp á einhver þau beztu skilyrði í veröldinni, ef allt er skoðað niður í kjölinn, en við verðum að sýna forsjálni og sjálfstæði í hugsun. í því sambandi dettur mér í hug hvort ríkisbáknið okkar er ekki óþarf- lega mikið og allt of dýrt fyrir svonalitla þjóð. Þurfum við t.d. svona marga alþingismenn? Væri ekki að skaðlausu hægt að fækka þeirn i 45 og minnka eitthvað þau fríðindi, sem þeir hafa og hafa verið duglegir að úrskurða sér? Vafalaust mætti finna hæfa og góða menn sem vildu vinna landi og þjóð til heilla í sölum Alþingis, án sumra þeirra fríðinda, sem nú fylgja starfinu. n Mannlaus bfll stóð hálf ur inni á Reyk janesbraut: Lögregfan gerói ekkert til að fjartægja stór- hættulega slysagildru —segir gramur vegfarandi 6636—6456 hringdi: Er ég var að aka til vinnu minnar suður til Keflavíkur sl. þriðjudag fór ég fram hjá mannlausum fólksbil sem stóð hálfa breidd sina inn á steypta veginn á Strandarheiðinni. Skyggni var mjög lélegt þennan dag. Þar sem þarna var um augljósa hættu að ræða, bíilinn ljóslaus og kyrrstæður, og vitandi það að mjög alvarleg slys hafa orðið á Keflavikur- veginum að undanförnu, stöðvaði ég i hliðinu á Keflavikurflugvelli og lét lögregluna vita af bílnum. Lög- reglumaður fór strax í sima, að þvi er mér skildist til að gera einhverjar ráðstafanir til að láta fjarlægja bilinn. Þegar ég var á heimleið úr vinnu um kl. 17.15ókégframásamabílinn aftur og enn stóð helmingur hans inni á steypta veginum. Lögreglan hafði sem sagt ekkert gert til að fjarlægja þessa stórhættulegu slysagildru. Sem vegfaranda blöskraöi mér sinnuleysi lögreglunnar. Mér finnst það verulegta gróft að gera ekkert i málinu, þó ekki nema bara þaö að ýtabílnum tilhliðar. 17 Nauðungaruppboð sem auglýst var 172., 75. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta i Æsu- felli 4, taíinni eign Rafns Benediktssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar i Reykjavik á eigninni sjáifri fimmtudag 21. janúar 1982 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. 2ja-3ja hcrbcrgja íbúð óskast á leigu sem fyrst, helzt í miðborg- inni, þó ekki skilyrði. Reglusemi, góðri um- gengni og skilvísi heitið. Vinsamlega hringið í síma 26457 eða 50339 eftir kl. 18 á kvöldin. BYGGINGANEFND SELJASKÓLA óskar eftir tilboðum í byggingu íþróttahúss við skólann. Húsið er byggt úr forsteyptum einingum og er hér um að ræða gerð hússins frá botnplötu og til þess að vera að mestu tilbúið undir tréverk. Útboðsgögn munu verða afhent á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12 frá og með þriðjudeginum 20. janúar nk. gegn 2500,00 króna skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað og verða þau opnuð þar 9. febrúar nk. kl. 11.00 f.h. SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir desembermánuð 1982 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20% en síðan eru viðurlögin 4,5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. febrú- ar. Fjármálaráðuncytið, 18. janúar 1982 0' FREEPORTKLÚBBURINN Aðaffundur Freeportklúbburinn heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 21. janúar nk. kl. 20.30 í Safn- aðarheimili Bústaðakirkju. Stjórnin. Afgreiðslumaður Óskum að ráða mann til afgreiðslustarfa í byggingavöruverzlun okkar. Æskilegt er að umsækjandi hafi góða þekkingu á byggingavörum, sé stundvís og reglusamur. Upplýsingar veittar á staðnum eftir kl. 17, ekki í síma. Bjfggingflvöruvertlun [BYæi^Æ^Rj Trygjvn Hnnnessonnr __" " ... Siðumúla 37 Simar 83290 — 83360

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.