Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982. Vigdis Finnbogadóttir i stofu sinniá Hyde-Park hótelinu i London. „Andartak datt mér i hug að þykjast vera tvífari Vigdísar forseta” — Viðtal við forseta íslands í lok Bretlandsferðar Forseti Íslands sneri aftur heim á sunnudaginn að lokinni velheppnaðri opinberri heimsókn til Brellands. Blaðamaður DV hilli Vigdisi að máli skömmu fyrir brottför af Hyde Park hótelinu, en þá var hún nýkomin úr kirkju. — „Kirkjuferðin var ekki opinber, mér datt aðeins í hug að fara mcð enska hirðfólkinu sem hefur verið hér með mér — þau voru bæði að fara í Westminster Abbey. F.g hafði ekki hugmynd um að þau höfðu þá tilkynnt komu mína þangað fvrirfram — það kann að hafa verið af öryggisástæðum. Það kom mér þess vegna mjög á óvart og snart mig djúpt þegar presturinn fór allt í einu að biðja fyrir Íslandi og íslenzku þjóðinni og bað kirkjugesti að hugsa til okkar i dag og um framtíð. — Þessi athygli og virðing, sem Íslandi liefur verið sýnt undanfarna daga hér i Bretlandi, er það sem mér hefur þótt allra vænst um.” (Hér má skjóta þvi inn að opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja frá smærri löndum vekja alla jafna fremur litla athygliu i Bretlandi — en heimsókn Vigdísar hefur verið afar vel kynnt hér, birzt hafa myndir af forsetanum á útsiðum allra stór- blaðanna. Það voru einkum heiðurs- viðurkenningin til björgunarsveit- arinnar og skautbúningur forsetans sem urðu blöðum drjúgt myndefni.). — Er nokkuð sem þér er minnis- stæðara en annað úr þessari för? „Allt verður þetta jafnminnis- stætt. Sérslök ánægja var að koma í skólann þar sem börn með 'sérgáfu fá umönnun. Það var lærdómsríkt fyrir fyrrverandi kennara og áhugamann um skólamál. Þarna er verið að ráða fram úr vandamáli sem ekki snertir aðeins hæfileikabörn heldur líka þroskaheft börn. Báðir hóparnir þurfa eins og öll börn á athygli okkar fullorðinna að halda og því var mér þessi skólaheimsókn afar fróðleg. Þá var ekki síður lærdómsríkt að skoða vísindastöðina í Oxford þar sem verið er að vinna að því hvernig bæta megi þær uppgötvanir sem þeg- ar hafa verið gerðar og finna nýjar leiðir til að sigrast á sjúkdómum. Við íslendingar erum alltaf hreyknir af Vigdis býr sig undir hádegisverð i Buckingham Palace. Myndin var tekin á herbergi forsetans á hótelinu og með henni er Þorbjörg Hjörvars, hárgreiðslukona forsetans i feröinni. Gunnar V. Andrósson tók attar myndirnar. Forsetanum var hoimsókn i enskan skóla minnisstæö — á myndinni sóst hvar skólastjórinn tekur á móti Vigdisi. því hversu langt við höfum náð, en það auðgar alltaf andann að sjá hvernig aðrir gera hlutina, ekki satt? Ég held líka að það sé rétt að beina alhyglinni að stöðum sem skólum og sjúkrastofnunum, þetta eru staðir sem eru iðulega kjarni málsins í lifi manna. Nú, svo er ég reynslunni ríkari eftir að hafa spjallað við Elíabetu Englandsdrottningu og Margréti Thatcher. Thatcher virtist mér hlýr persónuleiki — ólíkt því sem margir kunna að halda — og það fór vel á með okkur. Og við Elísabet drottning skemmtum okkur „konunglega” yfir sögu sem ég gat sagt henni af nöfnu hennar, Elísabetu I. af Englandi og dönskum sendiherra við hennar hirð. Þau ræddu um málefni ísland i dans- leik á meðan þau tóku sér snúning, sem Elíabet I. hafði boðið honum upp á! Þetta var á 16. öld og þó alls ekki elzta dæntið unt tengsl á milli Islands og Englands. — Já, þetta hefur allt verið til þó nokkurs gagns, trúi ég. En það furðulegasta og ólíklegasta gerðist e.t.v. í gær eftir að heimsókn minni lauk opinberlega. Þá gafst mér tími til að verzla svolítið og ég fór í Marks & Spencer, m.a. til að kaupa sokka- buxur handa Ástriði minni. Þar kom að mér fólk og spurði hvort ég væri virkilega forsetinn á íslandi — sagðist hafa séð af mér myndir í blöðum og vildi fá að taka í höndina á mér. Andartak datt mér í hug að þykjast vera tvífari Vigdísar forseta! Þetta kom mér reglulega mikið á óvart, en það gladdi mig jafnframt að heimsóknin hefur vakið slíka at- hygli, ekki á mér, heldur á íslandinu okkar.” Bændaþing næstádagskrá Skömmu eftir að þetta samtal fór fram í forsetastofunni á Hyde Park hófst heimferð Vigdísar. Löng bila- lest ók út á flugvöllinn þar sem vél Flugleiða beið forsetans og fylgdar- liðsins. Sendiherra íslands og kona hans, Sigurður Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir, fylgdu forsetanum til sætis og veifuðu bless ásamt með hirðkonu þeirri og hirðmanni sem hirð Englandsdrottningar lánaði for- setanum á meðan á dvölinni stóð, öryggisverði frá Scotland Yard og sérstökum fulltrúa brezku ríkis- stjórnarinnar. Sá hópur var einatt í fylgdarliði forsetans og bjuggu þau ensku á Hyde Park hótelinu allan tímann til að vera íslenzka fyrir- fólkinu til öryggis og aðstoðar í hvívetna. Næsta skylduverk forsetans var að vera viðstödd Búnaðarþingið sem hófst kl. 10 í gærmorgun. -Ms.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.