Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982.
Útlönd
Utlönd
Utlönd
Útlönd
Grænlendingarganga til þjóðarat-
kvæðis í dag um hvort landið skuli á-
fram vera í Efnahagsbandalagi
Evrópu. Þykir mikill möguleiki á því
að þeir greiði atkvæði því að landið
dragi sig út úr bandalaginu.
Þótt þessi stærsta eyja heims (2,2
milljónir ferkm) hafi verið í EBE
síðan Danmörk gerðist aðili 1973
telja margir Grænlendingar sig eiga
litla samleið með Evrópu, og þá alls
ekki sem einhver hjáleiga. Þeirra
land er meira en helmingi stærra en
afgangurinn af EBE-löndunum tíu
samanlagður og það liggur langt frá
meginiandi Evrópu (3,200 km).
Fylgdu Danmörku
nauðugir
Þegar Danmörk gekk í EBE og
Grænland þar með höfðu 71% kjós-
enda á Grænlandi verið andvígir
EBE-aðild í dönsku þjóðaratkvæða-
greiðslunni þar um fyrir tíu árum. —
Grænlendingar eru um 50 þúsund og
hafa um 30 þúsund kosningarétt. —
Þau 71% vógu ekki þungt í heildarat-
kvæðafjölda þar sem meirihluti
kjósenda í Danmörku var fylgjandi
aðild. Grænland varð sem hluti af
danska konungsríkinu að lúta því.
Árið 1979 fór fram önnur þjóðar-
atkvæðagreiðsla og nú um heima-
stjórn á Grænlandi. Um 70% voru
fylgjandi heimastjórn. — Grænland
var áfram hluti af konungsríkinu og
með danska stjórnarskrá en danska
þingið lét heimakjörnu þingi
Grænlendinga, landsþinginu, eftir
löggjafarvald sitt í mörgum
mikilvægum málum.
Stjórnarfktkkurinn
gegnaöild
Frá því 1979 hefur„siu-
mut”flokkurinn (jafnaðarmenn)
farið með heimastjórnina, en hann er
ekki aðeins andvígur aðild að Efna-
hagsbandalaginu heldur og fylgjandi
auknu sjálfstæði Grænlands, eins og
frekast verður við komið án full-
komins aðskilnaðar við Danmörku.
— „Við erum staðráðnir í að stýra
Grænlandi út úr EBE. Við erum
fylgjandi svipaðri stöðu og Færeying-
ar njóta,” segja forkólfar „siumut.”
Færeyingar höfðu lengur haft
heimastjórn þótt þeir tilheyrðu
Danaveldi eins og Grænland og þeir
höfðu sjálfræði um það hvort
eyjarnar væru í EBE árið 1973.
Færeyingar höfnuðu.
EBE kvíðir fordæminu
í aðalstöðvum EBE í Brússel
beinist athygli manna mjög að
þjóðaratkvæðagreiðslunni á
Segir Grænland
sig iír EBE?
— Þjóðaratkvæðagreiðsla ídag um EBE-aðildina
málum þegar fiskveiðimálin eru tekin
á dagskrá. Þeim er engin þökk í því
að einhverjir Evrópumenn í Briissel
séu að skeggræða þeirra lífsbjörg,
eins og fiskurinn er þeim í jafnvel enn
meira mæli en okkur íslendingum.
Horfa meira til
N-Amerísku en Evrópu
í þessu landi, sem Eiríkur rauði,
einn slungnasti auglýsingaskrumari
fornaldar, kallaði Grænland til þess
að laða þangað fleiri til landnáms.eru
80% undir ís og snjó. fbúar eru
blanda af eskimóum og
Evrópumönnum og grænlenzkan er
eskimóamállýzka. Þeir finna sig
eiga meira sameiginlegt með
eskimóum Kanada og indíánum í
Alaska í Norður-Ameríku, sem liggur
þeim raunar miklu nær en Danmörk.
Vaxtaverkir veiði-
mannaþjóðfólags
Eftir að hafa verið dönsk nýlenda í
nær tvær aldir (til 1953) hafa örar
breytingar átt sér stað á Grænlandi
síðustu þrjá áratugina. Samfélagið
hefur þróazt úr því að vera veiði-
mannaþjóð í nútímaríki með
tæknivæddum iðnaði þar sem ber á
fiskiðjuverum og blý- og
sinknámum. Skólamálin hafa þróazt
eftir danskri fyrirmynd síðustu árin
og sömuleiðis sjúkrasamlag og heil-
brigðisþjónusta.
En breytt lífskjör og
lifnaðarhættir og óaðgæzla ný-
lendudrottnaranna dönsku áður
Sprottið hafa upp nýtizku fiskiðjuvcr
og námavinnslur, eins og sést á þessari
mynd frá byggingarframkvæmdum
námavinnslunnar að Marmorilik.
ólu af sér um leið ýmis félagsleg
vandamál og uppflosnun sem birtist
átakanlegast í áfengisvanda og tiðum
kynsjúkdómum. Að ekki sé minnzt á
Danahatrið sem þróazt hefur upp úr
nýlendustjórninni.
Þjóðerniskenndin
vöknuð
Grænlenzkir andstæðingar EBE-
aðildar segja að hún ógni
menningarlegri arfleifð Grænlend-
inga, þjóðareinkennum og sjálf-
stæði. Þjóðerniskennd hefur mjög
vaknað með Grænlendingum síðustu
árin.
Fylgismenn aðildar hafa á hinn
bóginn bent meir á efnaleg hlunnindi
aðildarinnar eins og birtist 1 meiri at-
vinnu, örari tækniþróun, markaðs-
hlutdeild og tengslum við Evrópu.
Grænlandi I dag. Margir þar kvíða
því, ef Grænlendingar fá sig losaða
úr bandalaginu, að það muni verða
fordæmi til hvatningar fleirum, eins
og brezka verkamannaflokknum, ef
hann kemst í ríkisstjórn, og
Grikkjum, þar sem sósíalistar
Papandreous hafa mjög haft slíkt á
orði, bæði áður og eftir að þeir
komust í stjórn á siðasta ári.
Danskir embættismenn segja að
danska ríkisstjórnin muni ekki leggja
stein í götu Grænlendinga ef þeir
kjósa að standa utan EBE. En þeir
halda því fram að það muni leiða til
þess að Grænland einangrist og úr-
sögn mundi kalla yfir Grænlendinga
þrengingar efnahagslega. — „Ef beir
ákveða að fara einförum geta þeir
komizt að því fullkeyptu,” er sagt í
Kaupmannahöfn.
Fiskurinn
efstábaugi
í efnahagsmálum hefur Grænland
verið mjög háð Danmörku. Græn-
lendingar njóta árlega 1.6 milljarða
danskra króna fjárveitingar af
dönskum fjárlögum. Til viðbótar
njóta þeir árlega frá EBE 185
milljóna danskra króna í ívilnunum
og styrkjum úr landbúnaðar-, félags-
og dreifbýlissjóðum.
í umræðum um EBE-aðild og at-
kvæðagreiðsluna er fiskurinn efstur á
Afþakka afskipti
é Grænlandsmiðum
Grænlendingar eru gramir yfir
því sem þeim finnst vera ágengni
EBE-þjóða á þeirra hefðbundnu
fiskimið sem íslenzkir togarar sóttu
hér fyrrum jafnvel meira en heima-
miðin. — Vegna ákvæða EBE njóta
Grænlendingar aðeins tólf mílna
fiskveiðilögsögu. í reynd hefur EBE
viðurkennt rétt Grænlendinga til að
veiða eins mikið og fiskveiðifloti
þeirra er fær um, án þess að binda
þá með veiðikvótum sem aðrar
EBE-þjóðir verða hins vegar að lúta á
eigin heimamiðum.
Grænlendingum finnst hins
vegar EBE, sem liggur þeim svo
fjarri, sýna hreinræktaðan
slettirekuskap í þeirra innanlands-
Fyrri tíma veiðimannaþjóðfélag á við
sina vaxtarverki að striða samfara
þróuninni til nútfma lifsmáta og
tæknivæðingar.
baugi í Godthaab (sem á eskimóa-
máli heitir Nuuk), hinni litlu
höfuðborg Grænlands, þar sem tíu
þúsundir manna búa á nánast berri
klöppinni. Þriðjungur vinnuaflsins
starfar að fiski, sel og skyldum starfs-
greinum. Fiskur er 55% alls út-
flutnings Grænlendinga og eigum
við íslendingar þá auövelt með að
setja okkur inn I þeirra þánkagang
um EBE.