Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Page 13
DAGBLADIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982. 13 „En þar sem mór er kunnugt að jafn gegn og grandvar maöur og þú ert vift aðal/ega hafa það sem sannara reynist, ef hægt er að koma því við, þá tekurþú væntanlega ekkiilla upp þó óg geri lítils háttar athugasemdir við eftirmælin..." launahækkanir. Ég tel það skyldu þeirra hópa launþega sem náð hafa betri árangri í kjarabaráttunni að hægja á sér í kröfugerð á meðan raun- verulegt láglaunafólk er að ná upp þurftartekjunr. Ég tel að sanngjörnum kröfum lág- launafólks hafi nú um langa hrið verið vikið til hliðar af betur settum hópum innan launþegasamtakanna með þeim afleiðingum að launamunur fer sívaxandi .með tilheyrandi stétta- skiptingu. í þessari þróun á Alþýðubandalagið ósmáan hlut enda hefur hin nýja stétt tekið þar öll völd með nýju siðferðis- og gildismati sem er óralangt frá því sem ég get sætt mig við og tel að sé heppilegt, enda komin reynsla á hina sósíalísku siðfræði hjá frændum okkar á Norðurlöndum, reynsla sem ég held að fáir telji eftir- sóknarverða. í blaðagrein á síðastliðnu sumri rakti ég nokkuð þróun launamála frá vor- dögum iy?8 og taldi mig færa fyrir því rök að samningarnir hefðu aldrei verið settir í gildi enda alltaf verið fyrir því efnahagsleg rök að það væri ófranr- kvæmanlegt. Þessu svaraði forysta Alþýðubandalagsins í sama dúr og gagnrýni minni á atvinnustefnu Alþýðu- bandalagsins Svavar talaði um rugl, Hjörleifur taldi að um sárindi í sálinni væri að ræða og þú mátt auðvitað ekki vera minni maður og kallar þetta stagl. Ekki er annað hægt að segja en að þið félagarnir lyftið umræðunni upp á hærra plan og röksemdafærslan væri auðvitað alveg pottþétt austan við járn- tjald. Ef grannt er að gáð þá þarf engan að undra þótt röksemdafærsla á borð við þá sem hér hefur verið lýst þyki góð og gild hjá forystusveit Alþýðubanda- lagsins, þar í flokki hefur tekið völdin hin nýja stétt, ntenn með skoðanir og lífsviðhorf miklu skyldari skoðunum og lífsviðhorfi kerfiskarla austan við tjald heldur en verkamanna austur á landi. Það er löngu orðið ljóst öllunt sent sjá vilja að Alþýðubandalagið hyggst í gegnum gríðarleg áhrif i mennta- og menningarlífi þjóðarinnar móta þjóð- félagið í viðráðanlegt fornt þar sem áhersla er lögð á heimtufreka og ábyrgðarlausa ntúgsál. Þarna eru skörpustu skilin á ntilli sósíalista og sjálfstæðismanna sem leggja áherslu á ábyrgð einstaklingsins til orða og athafna og skyldur hans til að taka afleiðingunt gerða sinna. „Ég held minni sálarró" Þú hefir á orði I eftirmælunum að við sveitarstjórnarmenn Alþýðubanda- lagsins á Eskifirði og Reyðarfirði höfum sniðgengið þig. Sannleikurinn er sá að okkur bar fyrst og fremst skylda til að taka mið af hagsntunum okkar byggðarlaga og lítill vandi að velja á ntilli þeirra og kreddupólitíkur Alþýðubandalagsins. Það er reyndar sorglegt að þú skyldir velja á hinn veginn. Á sama hátt og af sömu ástæðu lýsti ég yfir stuðningi við Hjörleif Guttormsson í orku- og iðnaðarmálum á sl. hausti enda ekki vanþörf á að óbreyttir kjósendur heima í héraði létu í sér heyra, ekki hefur hann verið svo burðugur stuðningur þingmanna kjördæmisins í þessu máli annarra en sjálfstæðismannanna. Það er grátlegt að Hjörleifur skuli þurfa að sækja aðalstyrk sinn í þessu lífshagsmuna- máli fjórðungsins til stjórnarand- stæðinga. Þér verður tíðrætt um að ekki hafi nú Alþýðubandalaginu tekist að brjóta mig niður. Rétt er það að ég hefi eftir föngum reynt að halda sálarró minni þrátt fyrir þá staðreynd að forystu- menn Alþýðubandalagsins hafi ítrekað komið þeirri skoðun á framfæri i fjöl- miðlum að eitthvað hlyti að vera bogið við andlega heilsu mína, önnur skýring gæti ekki verið á því að ég meðtæki ekki flokkslínuna. Á sama hátt hefur annað heiðursfólk fengið útrás í nafnlausum óhróðurs- bréfum sem vafalaust eru vel meint. Þessi sérkennilegi tjáningarmáti jafnt forystu Alþýðubandalagsins sem óbreyttra liðsmanna hefur orðið til þess að ég þakka guði fyrir að áhrif Alþýðu- bandalagsins eru þó ekki meiri en er í dag og eru þau þó langt um of mikil. Þessi reynsla, auk þeirrar staðreyndar að Sovétríkin hafa síðustu mánuði verið ötul við að breyta heimsmyndinni fyrst með innrás í hið hlutlausa Afganistan og síðar með setningu herlaga í Póllandi, hefur orðið til þess að ég hefi oi óið að endurskoða afstöðu mina til aðildar íslands að NATÓ og dvalar hers í landinu, en þar er ég ekki einn á báti. Þátttaka Alþýðubandalagsins í tveimur ríkisstjórnum sem hafa haft á stefnu- skrá sinni aðild að NATÓ og varnar- samning við Bandaríkin sýnir svo ekki verður um villst að flokkurinn hefur í raun hafnað andstöðu við herinn og NATÓ þótt moldinni sé rótað á hátíðis- dögum svona til að sýnast. Það er líka þannig komið að bægslagangur formanns þingflokks Alþýðubanda- lagsins er almennt aðhlátursefni. Læt ekki munstra mig Að lokum þetta, Helgi. Ég hefi alla tíð reynt að móta mér skoðanir eins og ég hefi haft vit til og síðan reynt að Kjallarinn Hrafnkell A. Jónsson verja þær eftir mætti. Þetta mun ég reyna framvegis sent hingað til en mun ekki Iáta munstra mig i mismunandi arnia Sjálfstæðisflokksins enda andstæðingum flokksins einum lil framdráttar ef menn skipa sér í striðandi fylkingar til að þóknast metorðagirnd einstaklinga innan flokksins en láta niálefnin lönd og leið. Geir Hallgrímsson hefur kynnt sig sem drengilegur og hreinskilinn stjórnmála- maður og ég tel forystu flokksins i góðum höndum, alla vega ekki ástæða til að Alþýðubandalagið skipi þar málum enda ef ég man rétt nóg að sýsla á því heimili til að viðhalda heimilis- friðnum þótt þið séuð ekki að vasast i annarra málurn. Svo aðeins þetta i restina. Enn er það svo og verður vonandi áfram að það er verkafólk á Eskifirði sem velur forystu i verkamannafélaginu Árvakur en ekki Alþýðubandalagið. Vertu siðan ævinlega margblessaður. Hrafnkdl A. Jónsson, Eskifirði. ^ „Þátttaka Alþýðubandalagsins í tveimur ríkisstjórnum, sem hafa haft á stefnuskrá sinni aðild að NATÓ og varnarsamning við Bandaríkin, sýnir svo ekkiverðurum villst að flokkurinn hefur í raun hafnað andstöðu við herinn og NATÓ þótt moldinni sé rótað á há- tíðisdögum svona til að sýnast,” segir Hrafn- kell A. Jónsson í svargrein sinni til Helga Seljan. Tii menningariegs mótvægis Menningariegt mótvægi Nú skal ekki haft á móti þessu efni eingöngu vegna þess að það er erlent. Auðvitað er það aðeins af hinu góða að fylgjast með straumum samtíðarinnar erlendis frá, og þar verður hver að velja og hafna eftir vild. Hins vegar er það óviðkunnanlegt og ekki við hæfi, að almenningur hér á landi eigi þess ekki kost að fá leigt eða keypt íslenzkt efni á ntyndböndum. Nauðsynlegt er að skapa íslenzkt menningarlegt mótvægi, þannig að eigendur mynd- bandstækja geti einnig átt kost á því að skoða íslenzkt úrvalsefni i tækjum sínum, t.d. leikrit, sent sjónvarpið hefur flutt, og innlenda skemmti- og fræðsluþætti. Eins og lögunt og reglunt er nú háttað, þá er þetta ekki hægt vegna þess, að engir samningar eru í gildi við höfunda og llytjendur um það hver skuli vera þeirra hlutur þegar hugverk þeirra eru handleikin með þessum hætti, þ.e.a.s. fjölfölduð á myndsnældur. Það er því mjög brýnt, að settar verði hið fyrsta reglur um hvernig að þessu skuli staðið, og hafa þingmenn Alþýðuflokksins því flutt tillögu til þingsályktunar á Alþingi, þar sem menntamálaráðherra er falið að beita sér fyrir því að upp verði teknar viðræður við eigendur höfundaréttar íslenzks efnis, sem flutt hefur verið í sjónvarpinu. Viðræðurnar hafi það markmið að setja reglur, er gefi almenningi kost á að fá íslenzkt sjón- varpsefni lil láns eða kaups á mynd- snældum. Auðvitað er það bæði hags- munamál höfunda og almennings að slíkar reglur verði settar. Reglur verður að setja Það er hagsmunamál höfunda og flytjenda vegna þess, að verði ekki settar slíkar reglur, má búast við vaxandi ólöglegri fjölföldun á hug- verkum þeirra því sú hefur raunin orðið á, býsna víða. Þetta er hags- „Auðvitað erþetta efnl upp og ofan, eins og gengur og gerist Innan um er ágætisefni, en því mun þó ekki að neita, að verulegur hluti efnisins eru ýmiss konar ofbeldis- og glæpamyndir, og dæmi munu um það, sem á venjulegu máli er kallað klámmyndir. munamál almennings, vegna þess að ég tel ntig hafa orðið áþreifanlega varan við að fólk vill eiga þess kost að geta eignazt íslenzk verk á myndsnældum. Eðlilegast sýnist að Ríkisútvarpið sjónvarp tæki að sér að fjölfalda myndsnældur til almenningsnota sem síðan yrðu á boðstólum í almennings- bókasöfnum og myndbandaleigum þar sem fólk gæti valið um að fá efni leigt eða keypt. Þótt þannig sé nú háttað að það séu kannski helzt hinir efnameiri, sem hafa eignazt myndbandstæki, þá verður þess áreiðanlega ekki langt að bíða, að slíkt tæki verði sem næst í allra eigu. Þess vegna er brýnt að unt þetta verði hið fyrsta settar reglur. Eiður Guðnason, alþingismaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.