Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982.
15
Menning Menning Menning Menning
LÍKAMLEGT SAMBAND í
NORÐURBÆNLM
eflir Steinunni Sigurttardóttur
Leikstjórn: Siguróur Pálsson
Stjórn upptöku: Viöar Víkingsson
Myndataka: Vilmar Pedersen
Leikmynd: Baldvin Björnsson
Það voru alveg einkennilega vel-
virk leikatriði og myndskeið í sjón-
varpsleikriti Steinunnar Sigurðar-
dóttur á sunnudagskvöldið. Sumt
voru draumsenur: Margrét
Guðmundsdóttir á gangi úti á þjóð-
vegi og hittir þar Pétur Einarsson
akandi i bil, Margrét Helga Jóhanns-
dóttir að moka mykju í þvottavél í
hlaðvarpanum heima i sveit —
einhverskonar súrrealískar sýnir til
hversdagsleika og veruleika. Annað
var aftur á móti raunsæisleg lýsing
eða frásögn úr hversdagsleikanum,
veruleikanum — kvennakrans i
saumaklúbb, Guðbjörg Þorbjarnar-
dóttir í sjúkrarúmi, aflóga, gömul og
farin á sönsunum. Kannski var sena
Guðbjargar á sjúkrahúsinu meistara-
stykkið í leiknum, ein sér, grátbrosleg
lýsing átakanlegra örlaga. Bara
röddin í Guðbjörgu brá upp heilli
mannlýsingu.
Þannig mætti eflaust nefna fleiri
atriði sem vel takast, eða önnur sem
með einhverju móti skeikar, mistekst
sin tilætlun. Hver sem hún var. Pétur
Einarsson í byrjun leiks að hjúkra
ryksugu, samtal þeirra Margrétar,
Edda Björgvinsdóttir með bréf i
hendi á milli þeirra. í öllu falli voru
ýmsir endar lausir í frásögninni; af
hverju lætur Margrét pillurnar sínar
á spitalanum ofan í skúffu? Hvernig
er eiginlega sambandinu á milli þeirra
Péturs háttað, kaupmanns og kaupa-
nauts?
Áhorfandinn lendir sem sé brátt i
bobba þegar að honum kemur að
raða saman myndunum og senunum i
huga sér og eygja samhengið á milli
þeirra. Og hafi hann lesið smásögur
Steinunnar Sigurðardóttur frá í fyrra
HVAÐA SAGA?
Þegar grunnur veruleikans er grafinn undan fólkinu i sögu Steinunnar svifur það burt iikt og billinn i lokasenunni. Sem er
synd: svo velvirkt sem leikritið var i stöku myndum og senum.
fer ekki hjá því að samnefnd saga
fari lika að rugla hann i ríminu. Sjálf-
sagt að virða það sem margbúið er að
hafa eftir höfundi í blöðunum
undanfarna daga, að sagan og leik-
ritið séu tvö verk og óháð hvort öðru.
Það breytir ekki því að þau er
sumpart saman um frásagnarefni, að
sum efnisatriði og einstök atvik og
orðsvör ganga óbreytt úr sögunni
aflur í leikritinu. Ef þau Steinunn
Sigurðardóttir og Sigurður Pálsson
leikstjóri voru ekki að segja okkur
söguna úr bókinni — hvaða sögu
voru þau þá að segja? Því að sögu
vildu þau væntanlega sagt hafa í
sjónvarpinu?
Sagan i bókinni er nokkuð svo
einföld, furðusaga úr hversdagslífi,
reist á traustum grunni veruleika.
Hún segir frá konu sem reynir að
bæla upp sitt ófullnægða lif með
ofurást á heimilistækjunum sinurn
sem hámarki nær í bláum Fiat-bil
samtímis þvi sem konan er að dragast
upp af krabbameini i maga. Hún er
um siðir jarðsett i frystikistunni
sinni. í kaldranalegu skopi sögunnar
má jafnharðan greina skýra vitund
um raunverulega mannlega neyð. í
myndinni virtist mér Margrét
Guðmundsdóttir alveg merkilega
ósnortin af tækjunum sinum,
sambandið þeirra i millum var miklu
frekar andlegt en líkamlegt, eins og
raunar skýrt birtist af draum-
senunum. Það var engin eiginleg
ástríða í ryksugukonsertinum.
Margrét segir að vísu einstakar
setningar (,,Hún á svo góðan ofn.’’)
Leiklist
——— ■ ......
Ólafur Jónsson
þannig að beinlinis bergmálar
tómleika og ófullnægju hennar í
leiknum. En þar cru i rauninni engin
heil sarntöl sem sömu merkingar
njóla — sbr. samtöl eiginmanns og
sálfræðings, mæðgna á sjúkra-
húsinu, eiginkonu og hjákonu heima
í eldhúsi. Þessi atriði byggjast öll á
þeirri tilfyndni einni saman að fólkið
nærekki saman, talar-ekki sama mál.
Þar er hvorki andlegt né likamlegl
samband, né finnur neinn neitt til
þess að það vantar. í myndinni
var eins og alúð. áhugi beimlist
umfram allt að stökum orðsvörum,
myndum, senum en miklu minna
væri skeytt um samhengi þeirra i
frásögn, merkingu þeirra allra saman
i senn. Og þegar giunur veruleikans
er grafinn undan fólkinu i sögu
Steinunnar svifur það hurt út i tóman
bláinn — likt eins og billinn i loka-
senunni.
Sem cr synd: svo vclvirkt sem
leikritið var i slökum myndum og
senum.
Hættir sinfónían í útvarpinu?
Svo mælti ætla ef fram heldur sem
horfir. Nýlega barst inn á borð út-
varpsráðs tillaga þess efnis að hætta
lestri skipafrétta. Þessi fréttaþjón-
usta var orðin þyrnir i einhvers aug-
um.
Upprifjun
Á alþingi gerðist það fyrir rúmu ári
að verulegar umræður urðu um svo-
kallaðan félagsmálapakka sjómanna.
í jiessumumræðum kom fram að sjó-
menn hefðu verið sviknir um sinn fé-
lagsmálapakka. Þótti öllum miðurog
var lofað bót og betrun.
Ekki leið langur timi uns það gerist
að hætt er fréttasendingum á morsi
til sjómanna fjarri heimaslóðum.
Þessar morssendingar voru litill en
afar mikilsverður félagslegur þáttur i
lífi farmanna. Eftir mikil mótmæli
sjómanna voru morssendingarnar
aftur upp teknar. Hvort útvarpsmenn
hafa einhvað um vélað í þessu máli
veil ég ekki, en skömmu eflir að sjó-
menn fengu aftur morsið sitt í félags-’
málapakkann barst tillagan um að
hætla lestri skipafrétta á borð út-
varpsráðs. Fer þá að veltast fyrir
manni að einhverjir hafi talið sig
þurfa að hefna þess að verða að taka
aftur upp morsfréttirnar.
!
Utvarpsráð
Sú nefnd sent kallast útvarpsráð er
skipuð fullrúum stjórnmálaflokk-
anna. Stjórnmálamenn á alþingi við-
urkenndu að félagsmálapakki sjó-
manna væri rýrari en efni stóðu lil-og
rétt væri að bæla úr því. Þrátt fyrir
þetta gerðist slysið nteð morsfréttirn-
ar og svo núna óhappið að fella niður
skipafréttirnar og það frantkvæmdu
fulllrúar stjórnmálaflokkanna. í við
tali við einn útvarpsráðsmann fékk ég
rökin sem lágu að baki þeirri ákvörð-
un að fella niður skipafréttirnar og
voru þau eftirfarandi:
Það er hætt að útvarpa jarðaför-
um.
Það er hætt að útvarpa flugvéla-
fréttum.
Það er í gangi sú þróun hjá útvarp-
inu að fella niður dagskrárliði sem
fáir hlusta á.
Útgerðirnar hafa símsvara sem
gefur upp ferðir skipanna.
Kjallarinn
Kristinn Snæland
Niðurstaða útvarpsráðs varð sam-
hljóða. Skipafréttum skal hætt. Út-
för hins efnaða úlvarpað.
Vegna mismunar hins efnaða og
hins fátæka sem þar að auki gátu
verið mannkostamenn í öfugu hlut-
falli við auðinn, verður að telja skyn-
samlegt að hætla að útvarpa jarðar
förum.
Hinn mikli hraði í fluginu sem gat
komið fram i því að sama flugvélin
var i Keflavík að morgni, í Kaup-
mannahöfn um hádegi, um kaffi afl-
ur í Keflavík og loks í New York um
eða eftir kvöldmat réttlætti fyllilega
að fella niður flugvélafréttir.
Skipafré ttirnar
Sé fyrst athuguð sú fullyrðing að
útgerðir skipanna hafi góða sím-
svara, þá mættu og ættu útvarpsráðs-
menn að gera sér grein fyrir því að þó
að flest kaupskipanna séu gerð út frá
Reykjavík, þá er fjöldi utanbæjar-
manna á áhöfnum þeirra, oft margir
á hverju skipi. Sé útvarpsráðsmönn-
um ekki kunnugl um það þá er sima-
koslnaður afar mikill hjá fólki á
landsbyggðinni og vissulega ekki
ástæða til að auka þar á. Þá má
benda á atriði, sem útvarpsráðsmenn
vita kannski ekki, en það er að út-
varpið er glettilega vinsæll cflir há-
degi a.m.k. allt fram að því er sinfón-
ían tekur að ymja. Á heimilum,
vinnustöðum, í bilum og á skipum er
hlustað grimmt á útvarpið og þannig
hafa skipafréttirnar fyrirhafnarlitið
náð eyrum landsmanna.
Þá kemur að þeirri röksemd að fáir
hlusti á skipafréttirnar. Af þessu til-
efni vil ég setja upp lítið og væntan-
lega auðskilið dæmi. Nú eru gerð út
um 50 kaupskip frá Íslandi. Lauslega
má ætla að meðaláhöfn sé 12 menn
sem gerir þá 600 manns. Af reynslu
minni meðal sjómanna ætla ég að
minnsta kosti 10 manns meðal ætt-
ingja, vina og kunningja fylgisl að
jal naði með ferðum hvers sjómanns.
Þá er hópurinn orðinn 6000 manns en
enn eru ótaldir fyrrvcrandi sjóntenn
eða sjómenn sem eru í fríi og svo
ýmsir þeir sent selja skipununt vöru
eða þjónustu og loks þeir sent eiga
von á vörum eða sendingu nteð til-
teknu skipi.
Væntanlega er nú öllurn Ijóst, jafn
vel útvarpsráðsmönnunt að álteyr-
endahópur skipafrétta er býsna stór.
Illkvittnisleg ánægja
Rökin að fella niður skipafréttir
vegna þess að þróunin væri sú að
lella niður efni sem ætti sér fáa hlust-
endur hafa kveikt nteð mér þá ill-
kviltnislegu ánægju og vissu að senn
verði sinfónískum tónleikum hætt i
útvarpinu. Ég þekki ekki úlvarps-
ráðsmenn að öðru en að þelta séu
rökvissir og greindir ágætismenn (þó
allir geti gert mistök) og því vænti cg
þess að þróunin haldi áfrant og mikil
breyling verði á tónlistarflutningi rik-
isúlvarpsins. Skipafrétlirnar hljóta
hins vegar vitanlega að koma aftur.
I.oks til athugunar. Sjómaður á
kaupskipi á son og tengdason á nela-
bálum á Suðurnesjum. Þeir fvlgdust
mcð ferðum hans í skipafréltunum en
nú er tekið l'yrir það. Hvernig eiga
þeir að lara að nú?
Kristinn Snæland
Útsölu-
niflrfefldiw*
Q .....kr. I95’-
...»■,85’-
...frá».
Dömubuxur.. • * * ....kr- \SD’’
Flauelsbuxurst. 28 -40 ■ .kr.ll0 -
Barnaflauelsbuxurst. •.kr. 75-
Barnabuxur st.4—1*. ......kr. 75,
Krraflannelsskyrtur
ssrsrs-*
BUXNA OG
BÚTAMARKAÐURINN
HVERFISGÖTU 82 - SÍM111258
^ „Rökin að fella niður skipafréttir ...
hafa kveikt með mér þá illkvittnislegu
ánægju og vissu að senn verði sinfónískum
tónleikum hætt í útvarpinu,” segir Kristinn
Snæland í grein sinni.