Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Side 18
18 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982. DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982. 19 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir , íþróttir VERÐUR ANDERS DAHL-NIELSEN ÞJÁLFARIKR? KR-ingar fá endanlegt svar frá honum á næstu dögum — Við erum mjög bjart- sýnir á að Anders Dahl-Niel- sen komi til okkar og gerist þjálfari og leikmaður hjá okkur, sagði Gunnar Hjalta- lín, formaður handknattleiks- deildar KR. KR-ingar hafa haft auga- sað á Anders Dahl-Nielsen sem kom hingað til landsins til að ræða við KR-inga. Hann hélt til Danmerkur í morgun en síðan er ferð hans heitið til V-Þýzkalands þar Anders Dahl-Nielsen ásamt Jóhanni Inga Gunnars- syni, þjálfara KR. DV-mynd: Friðþjófur. sem hann verður fréttamaður danska sjónvarpsins í HM- keppninni. — Það kemur í ljós nú næstu daga, hvort Anders tekur tilboði okkar og kemur hingað i byrjun júlí. Hann skrifar þá undir eins árs samning við okkur, sagði Gunnar. Það þarf ekki að kynna Anders fyrir islenzkum hand- knattleiksunnendum. Hann er einn snjallasti handknattleiks- maður sem Danir hafa átt og lék lengi með Fredericia KFUM. Sagöi Gunnar að ef svo færi að Anders tæki ekki tilboði KR vonaðist hann eftir þvi að Jóhann Ingi Gunnars- son yrði áfram með KR-liðið næsta vetur — svo framarlega að hann gerðist ekki þjálf- ari erlendis, sagði Gunnar. -sos. Viljafá Rummenigge ogPassarella ítalska 1. deildarliðið Fiorentina hefur ákveðið að styrkja lið sitt verulega fyrir næsta keppnistímabil. Formaður félagsins tilkynnti í gær að hann mundi reyna að fá Karl-Heinz KummenÍRRe frá Bayern Miinchen og Daniel Passarella, fyrírliða argentínska landsliðsins, til að leika með Fiorentina næsta keppnistimabil. -SOS. Keflavík ermeð fullt hús Keflavik vann öruggan sigur á Borg- arnesi í I. deild körfuknattleiksins i Keflavik á laugardag. Orslit 105—87 eftir 51—39 i hálfleik. Keflavíkurli.'ið fór rólega af stað en jók svo hraðann og sigurínn var alllaf öruggur. Tim Higgins var að venju stiga- hæstur í Iiði Keflavikur með 45 stig. Þorsteinn Bjarnason var með 20, Björn Skúlason og J6n Kr. Gíslason 12 hvor. Hjá Borgnesingum var Carl Pearson stigahæstur með 41 stig. Hans Egilsson með 16 og Bragi Jónsson 10. Staðan í deildinni er nú þannig: Keflavík Haukar Grindavík Borgarnes 10 10 0 1014—780 20 9 5 4 791—819 10 10 3 7 891—933 6 11 2 9 941—1105 4 -hsím. Valsmenn mæta KR Kinn leikur verður leikinn i 1. deildarkeppninni i hand- knattleik í kvöld. Valsmenn og KR-ingar mætast í I.augar- dalshöllinni kl. 20. Claus Peters DV-mynd: Friðþjófur. Þjálfari Vals er kominn — til að leggja línurnar Claus Peter v-þýzki knatt- spymuþjálfarinn sem mun þjálfa Valsmenn i sumar, er nú staddur i Reykjavík til aö ræða við forráðamenn Vals og leggja línurnar fyrir sumarið. Peter mun fara aftur til V-Þýzkalands og koma síðan í marz og byrja þá að þjálfa Valsmenn af fullum krafti. -SOS. „Möguleikar okkar eru góðir” — að komast í 8-liða úrslit” sagði Karl Þórðarson — Við eigum mjög góða möguleika á að tryggja okkur sæti í 8-liða úrslitum bikar- keppninnar, sagði Karl Þórðarson, landsliðsmaður hjá Laval i Frakklandi. Laval dróst gegn 2. deild- arliðinu Calias i 16-liða úr- slitunum þcgar dregið var sl. föstudag. Leikið verður heima og heiman. — Calias er eitt af neðstu liðunum í 2. deild, þannig að möguleikar okkar eru góðir, sagði Karl. -SOS. • Karl Þórðarson Wieland Schmidt, markvörðurinn snjalli frá A-Þýzkalandi. Hans sæti er gullstóllinn. Verður „rússneski bjöminn” sterkastur? Keppnin um HM-titilinn verður örugglega hörð og spennandi Frá Viggó Sigurðssyni — frétta- manni DV í V-Þýzkalandi: — Rússar, A-Þjóðverjar, Júgóslavar, Ungverjar og Rúmenar eru þeir sem eru líklegastir til að taka heimsmeistaratitilinn i handknattleik frá V-Þjóðverjum. Við skulum til gamans líta nánar á þau lið sem taka þátt í HM-keppninni í V-Þýzkalandi. RÚSSLAND: Rússar eru með gott sambland af reynslumiklum og ungum leikmönnum, eins og íslendingar sáu, þegar þeir léku gegn íslenzka lands- íiðinu á dögunum i Reykjavík. Það má segja að valinn maður sé í hverju rúmi hjá Rússum. Antoli Evtúshebko, Þeir hafa orðið heimsmeistarar Þeir sem hafa orðið heimsmeistarar i handknattleik síðan fyrsta HM- keppnin fór fram — 1938, eru: 1938:—Þýzkaland 1954:—Svíþjóö 1958:—Svíþjóð 1961:—Rúmenía 1964:—Rúmenía 1967:—Tékkóslóvakia 1970—Rúmenía 1974:—Rúmenia 1978:—V-Þýzkaland HM-dómar- arnir á skólabekk Frá Viggó Sigurðssyni, fréttamanni DV i V-Þýzkalandi: — Það er vitað mál að dómarar þeir sem dæma f HM-keppninni í hand- knattleik koma til með að leika stórt hlutverk, eins og alltaf. Sérstaklega þó núna, eftir að nýju reglurnar voru teknar i notkun, en þær hafa verið mis- túlkaðar. Þvi urðu hin 12 dómarapör sem dæma hér á HM að koma saman um helgina á dómaranámskeið þar sem allar reglurnar voru yfirfarnar og samræmdar. Dómararnir voru mjög ánægðir með þessa ákvörðun alþjóða handknattleikssambandsins. þjálfari Rússa, vili örugglega bæta fyrir mistökin á OL í Moskvu, þegar Rússar töpuðu óvænt fyrir A-Þjóðverjum í úr- slitum. Með varnarrisa sína og frá- bærlega breytilegan sóknarleik, þar sem hraðinn er mikill, ætla þeir sér að sigra. Lokar Schmidt markinu? A-ÞÝZKALAND: — Paul Tiedemann, þjálfari A-Þjóðverja, kemur hingað með marga „gamla refi”, sem verða ekki auðunnir. Aðal- hlutverkið hjá þeim munu skytturnar GUnter Dreibrodt og Frank Wahl leika. Þá verður Krilger hættulegur í horninu og Peter Rost á miðjunni, að ógleymdum markverðinum snjalla Wieland Schmidt sem er bezti mark- vörður heims. JÚGÓSLAVÍA: - Júgóslavar eru stóra spurningarmerkið. Eftir að þeir urðu heppnir í riðladrættinum er þeim spáð því, að þeir leiki til úrslita um. HM-titilinn. Sterkustu leikmenn þeirra eru skytturnar Radjenovic og Elezovic, sem eru geysilega skotfastir. Rúmenar ætiasór stóra hlut RÚMENÍA: — Rúmenar unnu sigur 22:20 yfir Rússum fyrir stuttu í alþjóð- legu móti á Spáni og eftir þann sigur, sagði þjálfari þeirra — Nicolae Nedef, að Rúmenar ætluðu sér að verða heimsmeistarar. Beztu leikmenn þeirra eru Stinga, Munteanu og Dragnita, sem eru allt leikmenn á heimsmælikvarða. PÓLLAND: — Pólverjum er spáð því, að þeir leiki um eitt af efstu sætunum. Eins og svo oft áður byggist leikur þeirra i kringum stórskyttuna Jerzy Klempel. Reynslumiklir Ungverjar UNGVERJALAND: — Ungverjar eru með lið sem byggist upp á leik- mönnum með mjög mikla reynslu, hvorki meira né minna en 9 leikmenn þeirra hafa yfir 100 landsleiki að baki. Frægastan má nefna markvörðinn snjalla H. Bartalos, sem er talinn einn af beztu markvöcðum heims. Þá er stórskyttan Kovacs hættuleg — leik- maður sem skorar yfirleitt yfir 9 mörk i leik. SVÍÞJÓÐ: — Svíar hafa verið með lið sitt i mótun og er það mikill styrkur fyrir þá að „Bobban” Anderson og Claes Ribendahl eru byrjaðir að leika að nýju með þeim. Svíar eiga enga leikmenn á heimsmælikvarða en styrk- leiki þeirra tiggur i samvinnu leik- manna og mikilli baráttu. SVISS: — Svisslendingum er spáð einnafsexefstu sætunum. Það þykir þó nokkur yeikleiki hjá þeim hvað leikur þeirra er oft fálmkenndur, þegar á móti blæs. Rétta Tókkar úrkútnum? TÉKKÓSLÓVAKÍA: — Tékkar eru ákveðnir að fara að rétta úr kútnum, eftir mörg mögur ár og vilja þeir aftur komast í hóp beztu handknattleiksliða heims. Þá vantar þó illilega lang- skyttur en aftur á móti eiga þeir einn bezta linuspilara heims, þar sem Kotrc er. DANMÖRK: — Danir hafa ekki sýnt neina snilldartaka að undanförnu og er ólíklegt að þeir nái að koma á óvart i HM, eins og þeir gerðu i Danmörku, þegar þeir höfnuðu í fjórða sæti. Júlíus íFylki Július Marteinsson, markvörður Skallagrims frá Borgarnesi, hefur á- kveðið að ganga til liðs við 2. deildar- liðs Fylkis og leika með Árbæjariiðinu i sumar. Július mun taka stöðu Ögmundar Kristinssonar sem fór til Vikings. Þá er nær öruggt að Ómar Egilsson verður áfram í herbúðum Árbæjar- liðsins. -SOS. Frá Viggó Sig- urössyni HM-keppnin í V-Þýzkalandi Spánverjar hættuiegir SPÁNN: — Spánverjar hafa sýnt mestu framfarirnar undanfarin ár sem sést bezt á því að þeir náðu fimmta sæti á OL i Moskvu. Þeir hafa nýlega tapað aðeins 21:22 fyrir Rússum og gert jafn- tefli 17:17 gegn Rúmenum. Spánverjar eru með lið sem aðrar þjóðir mega vara sig á. JAPAN: — Japanir eru með mjög tekniskt lið og eiga þeir marga létt- leikandi leikmenn. Það sem háir þeim er, að leikmenn þeirra eru ekki nægi- iega líkamlega sterkir. ALSÍR: — Alsirbúar eru eins og Japanir — leika hraðan og skemmti- legan handknattleik. En þeir eru ekki líkamlega sterkir til að þola mikil átök. KÚBA: — Kúbumenn eru með lið, sem gæti komið á óvart en annars er ekki búizt við miklu af þeim. KUWAIT: — Kuwait-menn eru tvimælalaust með lakasta liðið hér HM. -ViggóASOS. Expressen skrifar um Teit Þórðarson: „Islendingurinn okkar í Frakklandi glansar í Lens-myrkrinu” Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manni DV i Sviþjóð: Sænska blaðið Expressen, stærsta blað Svíþjóðar, fjallaði í gær um sænska leikmenn sem leika með erlend- um knattspyrnufélögum. Í greininni var mikil fyrirsögn: „íslendingurinn okkar i Frakklandi glansar i Lens- myrkrinu.” Teitur Þórðarson fær veg- legan sess i greininni enda er hann Svi- um að góðu kunnur frá þvi hann lék með Öster og varð þar sænskur meist- ari i knattspyrnu oftar en einu sinni. Greinilegt er að Sviar telja hann með „sínum mönnum”. Expressen skrifar: „Nú eru það tveir fyrrum Österleikmenn sem eiga mestri velgengni að fagna. Teitur Þórðarson hefur skorað 12 mörk fyrir Lens á leik- timabiiinu og Peter Nilsson hefur feng- ið „fljúgandi start” hjá FC Brugge i Belgiu. Hefur skorað fjögur mörk i sex leikjum. Bæði lið þeirra félaga eru í Viðar ekki með íbikar- leiknum? Valur mætir Keflavík íkvöld Bikarleikur í körfuknattleiknum verður í kvöld i Hagaskóla milli Vals- mannaog Keflavíkinga.Leikurínn hefst kl. 20 og má búast við fjörugum leik. Valsmenn eru ásamt Fram I 2.—3. sæti i úrvalsdeildinni en Keflavíkingar hafa mikla yfirburði f 1. deild. Unnið þar alla sina leiki. Ekki er vist að landsliðsmaðurinn Kefiavikinga, Viðar Vignisson, geti leikið með Keflavikingum vegna meiðsla. Úr þvi fæst skorið síðar i dag en hins vegar verður Axel Nikulásson með Keflvíkingum á ný eftir tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. -hslm. fallhættu.. Téitur Þórðarson er þegar fyrsta keppnistimabilið sem atvinnu- maður orðinn stórt nafn í Frakklandi. Ennfremur segir i grein Expressen að Teitur sé skyttu-kóngur Lens með 12 af 26 mörkUm liðsins í |. deild, hafi skor- aði tvö glæsimörk i mjög mikilvægum sigri Lens-liðsins, 3—2, á fjórða efsta liðinu, Sochaux, um helgina. Expressen birtir einnig viðtal við Teit Þórðarson. Þar segist Teitur vera ánægður með byrjunina á atvinnu- mannaferli sinum i Frakklandi. Það sem skiptir máli er að skora mörk, segir Teitur, en bætir þvi við að lið hans sé i fallhættu. Ef liðið falli vonast hann til að fá tilboð frá 1. deildarliði. Segist ekki vera spenntur fyrir þvi að leika i 2. deild. Þá segir blaðið frá gengi Ralf Steve Foster Edström, fyrrum félaga Asgeirs Sigur- vinssonar hjá Standard Liege. Segir að Edström hafi átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Hann hefur skorað 14 mörk fyrir Monaco en 13 þeirra voru skoruð fyrir jól. Benny Wendt hefur skorað 12 mörk fyrir Standard Liege, sem er efst í 1. deild í Belgíu. í Þýzka- landi eigi þeir Hasse Borg og Ronnie Hellström við meiðsli að striða en séu byrjaðir að æfa með liðum sinum. GAJ/hsim. Brasilíumaður þjálfarNew YorkCosmos Brasiliumaðurinn Julio Mazzei var i gær ráðinn þjálfari New York Cosmos i staðinn fyrir Hannes Weisweiler, sem var rekinn í sl. viku. • Teitur Þórðarson hefur leikið vel meðLens. F0STER NYLIÐI HJÁ GREENW00D Ron Greenwood, landsliðseinvaldur Englands, hefur valið einn nýliða i lið sitt fyrir leikinn gegn N-írlandi í kvöld á Wembley en leikurinn er liður í keppninni um brezka meistaratitilinn. Nýliðinn er Steve Foster — 24 ára miðvörður hjá Brighton — sem tekur stöðu Phil Thompson. Foster mun leika við hliðina á Dave Watson — 35 ára miðverði Stoke, sem hefur náð að endurheimta landsliðs- sæti sitt. Það hefur vakið athygli að Greenwood valdi aðeins tvo leikmenn sem léku siðasta landsleik Englendinga — sigurleikinn (1:0) gegn Ungverjum, til að leika gegn N-írum. Þá Bryan Robson og Kevin Keegan. Þá hefur það einnig vakið athygli, að blökkumaðurinn Cyrille Regis, sem hefur skorað mikið af mörkum fyrir WBA að undanförnu, hefur ekki fengið tækifæri til að leika. — Regis verður á bekknum og mun ég gefa honum tækifæri til að koma inn á ef ég sé ástæðu til þess, sagði Greenwood. Enska landsliðið er skipað þessum leikmönnum: Clemence (Tottenham), Anderson (Forest), Watson (Stoke), Foster (Brighton), Sansom (Arsenal), Hoddle (Tottenham), Robson (Man. Utd. Wilkins (Man. Utd.), Keegan (Southampton), Francis (Man. City? og Morley (Aston Viila). -sos. HM-keppnin íhandknattleik í V-Þýzkalandi: Hvað gerir töfra- maðurínn Stenzel V-Þjóöverjar tefla fram yngsta liðinu í keppninni og hefja vörn HM-titilsins með þvíað leika gegn Kuwait • Vlado Stenzel. Þarf hann aó skila kórónunni eftir HM? Riðlaskiptingin í HM Riðlaskiptingin er þannig í HM- keppninni i handknattleik sem hefst i V-Þýzkalandi í dag: A-RIÐILL: Leikið í Essen og Dortmund: 1. V-Þýzkaland 2. Rússland 3. Tékkóslóvakia 4. Kuwait. B-RIÐILL: Leikið i Homburg, Eppelheim, Berlin og Ludwikshawen: 5. Ungverjaland 6. Spánn 7. Alsir 8. Svíþjóð. C-RIÐILL: Leikið i Hamborg, Bremen og Kiel: 9. A-Þýzkaland 10. Pólland 11. Japan 12. Sviss D-RIÐILL: Leikið í Göppingen, Eppelheim, Berlín ogSindelfinger: 13. Rúmenia 14. Júgóslavía 15. Danmörk 16. Kúba Þrjár þjóðir komast úr hverjum riðli I milliriðlana tvo og leika þjóðirnar úr A og C-riðli saman og þjóðirnar úr B og D riðli saman. Innbyrðis úrslit úr riðlunum verða látin standa í milliriðlum. Frá Viggó Sigurðssyni, fréttamanni DV á HM-keppninni i V-Þýzkalandi: Heimsmeistarar V-Þjóðverja hefja vörn sina á heimsmeistaratitlinum i handknattleik i dag þegar þeir mæta Kuwait. Tekst V-Þjóðverjum að verja meistaratitilinn sem þeir tryggðu sér í Danmörku 1978? og hvað hefur gerzt i herbúðum þeirra að undanförnu? Svör við þessum spurningum fást hér i V- Þýzkalandi. Það hafa orðið miklar breytingar á landsliði V-Þjóðverja siðan þeir unnu heimsmeistaratitilinn. Eins og menn muna slasaðist aðalstjarna þeirra i Danmörku, Joachim Deckarm, svo illa í Evrópuleik með Gummersbach að hann hefur ekki leikið handknattleik siðan. Nú eru aðeins þrir leikmenn eftir sem voru með í Danmörku en það eru þeir Wunderlich hjá Gummersbach, Meisinger og Freisler hjá Grosswall- stadt en þessir leikmenn léku ekki stórt hlutverk í Danmörku. Vlado Stenzel, landsliðsþjálfari V- Þjóðverja, hefur átt i stöðugum erjum við þá leikmenn sem léku i HM í Danmörku 1978 og hafa þeir sagt að Stenzel sé sá eini sem hefur eitthvað grætt peningalega séð á HM í Danmörku. Fyrir aðeins rúmlega tveimur mánuðum tilkynntu fjórir af máttarstólpum landsliðs V-Þýzka- lands, þeir Waltke, Nettelstedt, Niemeyer, Dankersen, Spengler, Hiittenberg, fyrrum fyrirliði landsliðs- ins og Ehret hjá Hofwder að þeir lékju ekki framar með landsliðinu undir stjórn Stenzel. Áður höfðu þeir Hoff- mann og Klilhspies hjá Grosswallstadt og Brand hjá Gummersbach hætt að leika með landsliðinu. Þetta eru allt leikmenn sem myndu styrkja landsliðs V-Þjóðverja mikið i HM-keppninni. Stezel varð þvi að byrja að byggja upp algjörlega nýtt lið aðeins tveimur mán. fyrir HM-keppnina og er landslið hans það yngsta i keppninni. Meðalald- ur leikmanna er aðeins 23,3 ár. Þessu unga liði er ekki spáð mikilii velgengni hér i blöðum, en töframaðurinn Stenzel er ákveðinn i að koma enn einu sinni á óvart. Hann er þó varkárari nú en fyrir HM-keppnina í Danmörku. Fyrir hana sagði hann að V-Þjóðverjar myndu fara til Danmerkur til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Hann segir nú að markmið V-Þjóðverja sé að .. vera í einu af sex fyrstu sætunum. Þegar dregið var í riðla i HM-keppn- inni og ljóst var að V-Þjóðverjar myndu leika í riðli með Rússum og Tékkum og mæta síðan A-Þjóðverjum og Pólverjum í milliriðli sagði Stenzel: „Þetta er siæmur riðill þar sem Rússar og Tékkar eru með sterk landslið og einnig A-Þjóðverjar og Pólverjar. En til að verða heimsmeistarar verðum við að sigra alla þá beztu. Það er eins gott að gera það i byrjun. -Viggó/-SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.