Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 2
2 Einn mf ötuhatu sökjmönnum DV, Auöunn Gestsson, 6 afmœfí i dag. Auöunn hafur stundað blaðasötu ánan saman af miklum dugnaði og biaðéð santfír homm heiHaóstdr 6 afmæfísdaginn. (DV-mynd Einar) DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982. Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri Um helgina fer fram prófkjðr Sjálf- stæðisflokksins á Akureyri til bæjar- stjórnar. Verður kosið á skrifstofu flokksins í Kaupangi, 2. hæð i dag kl. 10—20 og morgun kl. 10—19. Frambjóðendur í prófkjörinu eru eftirtaldir: Margrét Kristinsdóttir, Jónas Þorsteinsson, Sigurður j. Sigurðsson, Björn Jósef Arnviðarsson, Bergljót Rafnar, Gunnar Ragnars, Nanna Þórisdóttir, Sigurður Hannes- son, Jón G. Sólnes, Karólina Guðmundsdóttir, Stefán Sigtryggsson, Eiríkur Sveinsson, Gísli Jónsson, Guðfinna Thorlacius og Jón Viðar Gunnlaugsson. Kosningarétt í prófkjörinu hafa allir þeir sem hafa hugsað sér að styðja Sjálfstæðisflokkinn í komandi bæjar- stjórnarkosningum og kjörgengi hafa á Akureyri, einnig félagar í Verði sem eru d6—19 ára og búsettir eru á Akureyri. -JSS. Skákstigin sýna ótvírætt styrkieikann hverju sinni — segir varaformaður Skáksambandsins „Alþjóðleg skákstig FIDE eru reiknuð til þess að menn sjái styrk skákmanna hverju sinni. Þau eru gefin út tvisvar á ári þannig að þau eru ekki úrelt. Þau sýna styrkleikann hverju sinni,” sagði Þorsteinn Þorsteinsson, varaformaður Skáksambands íslands, í samtali við DV í framhaldi af gagnrýni sem tveir ungir skákmenn, þeir Margeir Pétursson og Jón L. Árnason, hafa sett fram á val íslenzku skáksveitarinnar sem mætir Svium um helgina. ,,Að skákstigin séu úrelt er því rangfærsla í greininni. En það er fleira rangt sem kemur fram. Það fengu engir greiðslu, komuþóknun sem hægt er að kalla svo á islenzku, nema stórmeistar- ar. Alþjóðlegir meistararerlendir'fengu styrk vegna hótelkostnaðar og það er að sjálfsögðu óeðlilegt að greiða þeim íslenzku hótelstyrk. Slíkt hefur aldrei verið gert. Hjá Jóni L. Árnasyni kemur fram að hann er mjög óhress með það að við skulum ekki gefa ungum og efnilegum mönnum kost á að vera með í liðinu, sérstaklega þeim sem hefur gengið vel á nýafstöðnu Reykjavíkurskákmóti. Ef við færum inn á þessa leið ættum við að taka Friðrik Ólafsson úr liðinu af því að honum gekk illa á mótinu. Þess vegna verðum við að nota alþjóðleg skákstig sem sýna ótvirætt styrkleikann hverju sinni. Við gerum þetta eins og önnur skáksambönd víða um heim. Þetta er aðferð sem er vel þekkt,” sagði Þorsteinn. -KMU. Datsun Sunn/ Grand Luxe Nú koma DATSUN bílarnir beint frá Japan Vegna sérstakra samninga við verksmiðjurnar getum við boðið þennan fjölskyídubíl til afgreiðslu wæ aa rAA ímaín.k. á |\T. (Gengi 26.2. ’82) GREIÐSLUKJÖR: 40.000,— lánað til 8 mánaða — Aukin fyrirgreiðsla möguleg t.d. beðið eftir láni eða sölu á eldri bíl. Hvar færðu betri kjör? Fastir fylgihlutir • Digital klukka • Snúningshraðam. • Hnakkapúðar frainan. • Rafhituð bakrúða • Rúllu öryggisbelti • Teppi • Hanskahólf • Pakkahilla • Hólf m/framsæta. • Kveikjari • 2ja hr. þrurrkur m/bið • Rafm. rúðusprauta •Háþr. framlj.þvottur • Inniljós m/dyrarofa • Sólskermar • Armpúðar • Öryggisspegill • 3ja hraða miðstöð • Hiti á hliðarrúður • öryggisljós fyrir: • Hleðslu, • Oliuþrýsting, • Há Ijós, • Handbremsu, • Bremsuvökva, • Innsog. • Neyðarljós • Litaðar rúður • Læst bensinlok • Farangursrými opnað innanfrá • Gúmmiklæddir hliðarlistar. Datsun •“ umboðið INGVAR HELGASON Vonarlandi vid Sogaveg • Sími 33560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.