Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 17
17
16
DV — HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982.
DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982.
Jón Nordal ftvj, núvenmdi skótostjóri Tónhstarskókms I Reykfavik, er stnn af
nemendum Ama Kristjánssoner. Mynd þessl var á sinum tíme tekin fyrir tónlistar■
blaðið „Musica."
r
WMhekn Furtwángler tók við stjóm Filharmóníunnar í Beriin 1922, rótt áður on Ámí kom
til borgerinner. „Ég hristíst ekts og espileuf," segir Ámi um áhrifln ef nkmdu sinfóníu
Beethovens, sem furtwángler stjómeði
I Beriín Ufðu menn hátt á þriðje áretugnum, þvi að öryggisleysið ver fremunden. Hárer
virðuiegur skólestjóri i heimsókn hjá lóttúðarkvendi - kampevinið og silkitjökfin eru
einkennendi fyrir tíðerandenn. (Emii Jennings og Meriene Dletrich i Bláe englinum).
..... 1 i... ii. i ....... i . "ii.ii. ..
*
— segir Arni Kristjánsson píanóleikari, sem nú er 75 ára gamall en kennir
og spilar á fullu. Hann hlaut menningarverölaun DV á sviði tónlistar
fyrir áriö 1981
Varla er hægt að hugsa sér meiri
götuprýði en Árna Kristjánsson píanó-
leikara. Það stafar af honum fáguð
riddaramennska, þegar hann lyftir
hattinum í kuíteisisskyni við þá, sem
hann kannast við af vegfarendum. Og
þeir eru æði margir orðnir eftir nærri
fimmtíu ára kennslu í píanóleik.
Á þessum tíma hefur hann líka spilað
á ótal konsertum, bæði einn og með
öðrum. Hann hefur verið fenginn til að
vera samleikari margra frægra tónlist-
armanna og söngvara, sem hingað hafa
komið og það er rómað, hvað túlkun
hans er næm og þrungin tilfinningu. Þá
er hann mjög vel máli farinn eins og
tónlistarerindi hans í útvarpinu gegnum
tíðina hafa sannað. Hann var tónlistar-
stjóri útvarpsins frá 1959 til ársloka
1974, en kenndi alltaf með því starfi.
Þótt Árni sé nú 75 ára er hann síður
en svo setztur í helgan stein. Á síðasta
ári lék hann m.a. með fiðluleikaranum
Pinu Carmirelli, og Giselu Depkat
cellóleikara, svo og þeim Laufeyju
Sigurðardóttur og Gunnari Kvaran,
jafnframt því sem hann kennir hópi
nemenda i tónlistarskólanum.
Stóninn
frá Berlín
Árni Kristjánsson hefur engin skóla-
próf. Eina formlega bóknámið sem
hann hefur fengið var í Gagnfræða-
skólanum á Akureyri! Með allri
virðingu fyrir þeirri ágætu stofnun þá
hljómar það ótrúlega.
,,Ég lærði meira af lífmu en nokkru
öðru,” segir Árni.
Við sitjum á heimili hans við Hofs-
vallagötu, þar sem allt er jafn fágað og
hógvært og hann er sjálfur. En það má
þakka önnu konu hans, dóttur Stein-
grims læknis Matthíassonar Jochums-
sonar. Hún hefur staðið með honum
gegnum þykkt og þunnt, frá því þau
uppgötvuðu hvort annað sumarið 1932
á Akureyri. Hún er jafn ljúfmannleg og
hann. Ekki hygg ég að þau hjón hafi
mikið rifizt! Þau eru eins og samgróin.
Bæði eru Akureyringar. En Árni fór
til Berlínar sextán ára, feitur og feim-
inn unglingur. Þegar hann kom heim í
frí tveim árum seinna sögðu stelpurn-
ar á Akureyri við önnu: „Komdu að
skoða hann Árna. Hann er orðinn
mjór!”
Anna fór að skoða og leizt bara vel
á. En grunaði samt ekki að þessi sláni
frá Berlin ætti eftir að verða lífsföru-
nauturinn.
Haninn vildifá
kleinuna mína
Árni er fæddur að Grund í Eyjafirði
i desemb. 1906. Þar vann faðir hans við
sveitaverzlun Magnúsar Sigurðssonar
og átti reyndar eftir að eignast hana og
stofna sjálfur verzlun inni á Akureyri,
við Hafnarstræti 86. Hét hún Verzlun-
in Eyjafjörður. Þar er nú kvennafram-
boðið til húsa á efstu hæð.
„Já, þar hefur alltaf verið fjörugt,”
segir Árni, þegar hann fréttir það.
En jafnframt var faðir hans organist-
i Grundarkirkju.
Og þegar maður spyr Árna hverjar
séu fyrstu bernskuminningar hans, þá
segist hann muna eftir sér sitjandi á
kirkjuloftinu að hlusta á kórinn, sem
faðir hans var að æfa.
„En min fyrsta minningerþessi: ,,Ég
sit í bæjardyrunum á Grund með
kleinu í hendi. Þá kemur til mín stór
hani, með rauðan kamb og heggur
kleinuna úr hendi mér.”
„Varðstu ekki hræddur?”
,,Jú, svo hræddur að ég hef munað
þetta ævílangt. Hræðslan varð eins
konar grunntónn í lifi mínu.”
Þurfti niður
á botninn
Hann segist hafa verið orðinn nærri
fimmtugur þegar hann loks læknaðist
af angistinni sem verið hafði svo sterk
i honum. En fyrst þurfti hann alveg
niður á botn — fékk taugaáfall, var
sendur á sjúkrahús í Danmörku. „Ég
var tæmdur af lífskrafti,” segir hann.
„Þetta var hræðilegur tími. í svartasta
skammdeginu.”
„Hvaðgerðist svo?”
„Einn morgun leið mér sérstaklega
illa. Það var svartamyrkur og jafnsvart
í sálinni minni.
Svo þokaðist sólin eldrauð upp fyrir
sjóndeildarhringinn. Ég staulaðist út
og lagðist fyrir i skógarrjóðri. Stein-
sofnaði. Þegar ég vaknaði sá ég litið
dádýr. . . Og þá gerðist eitthvert
kraftaverk innra með mér, sem ómögu-
legt er að lýsa. Það var eins og mín
hefði verið vitjað. Ég fór að rísa eins og
sólin.
Hálfmáttfarinn ennþá fór ég niður í
þorp rétt hjá. Þar var knæpa, því að
eins og þú skilur er nauðsynlegt að hafa
einhverjar freistingar nálægt heilsuhæl-
unum, til þess menn geti brotið af sér.
Þar fékk ég mér kaffi og koníak og
leit í eintak af Sunday Times. Þar var
frá 13. desember, ég man það svo
glöggt, og i því var ljóð eftir John
Donne, Luciumessia, óður til sólarinn-
ar. Mér fannst það eins og bcnding til
min.
Skyndilega óttaðist ég ekkert lengur.
Dauðinn skelfdi mig ekki lengur. Mér
fannst ég geta sagt eins og Hallgrímur
Pétursson: Kom þú sæll þá þú vilt.
Þegar maður sér dauðann eins og
takmark, þá fyrst getur maður lifað í
jafnvægi.”
ÍBeriín
skreiðóg
úrpúpunni
Svo tökum við upp léttara hjal.
Spyrjum Árna hvernig það hafi verið
að koma til Berlinar sextán ára gamall
beint frá Akureyri, haustið 1922. Það
var frændi hans, Stefán Pétursson, sem
hafði hvatt foreldra hans til að senda
hann utan.
Stefán var átta árum eldri
stundaði þá nám í Berlin i sögu og
heimspeki. Hann varð fóstri hans í
heimsborginni, leiðsögumaður og upp-
fræðari.
„í Berlín skreið ég úr hýðinu, eins og
þegar lirfa breytist I fiðrildi,” svarar
Árni. „Þessi ár milli sextán og tuttugu
eru afskaplega mótandi í ævi hvers
manns. Og það sem ég nam í Berlín á
þeim tíma gerði mig það sem ég er. Það
eru ekki minningar, kannski hef ég
gleymt þvi, en sálin hefur drukkið það í
sig. Það hefur breytzt í lifandi orku íi
mér.”
Svo segir hann frá því hvernig Berlin
var þá, á þriðja áratugnum, áður en
nasistarnir trömpuðu allt niður.
Þetta var ein mesta lista- og menn-
ingarborg i heiminum. Aðeins París
stóð henni jafnfætis. Þarna störfuðu
frægustu tónlistarmenn og leikarar og
skáldskapur stóð með blóma.
Á veitingahúsum lifðu menn hátt,
því enginn vissi hvað gerast mundi
næsta dag. Markið féll svo hratt, að
þeir sem fengu peninga síðdegis flýttu
sér í búðirnar að eyða þeim fyrir lokun.* 1
Heimsendir var framundan. Var
annað að gera en teyga bikar lifsins í
botn?
„Hver dagur var ævintýri,” segir
Árni. „Og lengi á eftir hélt Berlín
áfram að draga mig til sin með ómót-
stæðilegu afli.”
Níunda sinfónían
og lögreglusekt
Fyrir sextán ára gamlan, hrifnæman
Akureyrarpilt var það stórkostleg upp-
lifun að heyra níundu sinfóníu
Beethovens flutta áf Filharmónnmni í
Berlín undir stjórn Furtwánglers. „Ég
hef aldrei gleymt þvi,” segir Árni. „Ég
hristist eins og espilauf af áhrifunum,
réðekkertviðmig.”
Á eftir gætti hann þess ekki, að hann
var farinn að púa sígarettu undir skilti
sem á var letrað „Rauchen verboten
(Reykingar bannaðar).
Hann var skrifaður upp og mátti
gjöra svo vel að koma á lögreglustöð-
ina daginn eftir og greiða sekt.
Listnautnin leiddi annars sjaldnast
til lögbrota. Sem betur fór, því að nóg
var að sjá og heyra. „Edwin Fischer
var minn uppáhaldspíanóleikari, en
þeir spiluðu lika mjög vel, Kempff,
Cortot, Rakhmanínoff og Scharwenka.
Til þess síðastnefnda fór ég strax og
ég kom til Berlínar og bað hann að taka
mig í tíma. Mér fell allur ketill i eld þeg-
ar ég kom í sal hans, þar stóð ekki einn,
heldur tveir risastórir æfingaflyglar.
Hann gat reyndar ekki tekið mig sjálf-
ur, enda var ég algjör byrjandi, en var
mér mjög góður og kom mér til dóttur
sinnar, Isolde, sem einnig var frábær
píanóleikari.
Árni brosir. Hann minnist spaugilegs
atviks sem gefur dálitla mynd af tryll-
ingslegu verðfalli marksins.
Fatage ymsian kostaði
4800mörk
„Scharwenka halðitekið mig með sér
á tónleika. 1 fatageymslunni sveif á
hann pelsklædd kona og hvíslaði ein-
hverju að honum. Hann leitaði í öllum
vösum, sneri sér loks að mér. Konan
átti ekki fyrir fatageymslunni — og
hann hafði ekkert fé á sér. Við útlend-
ingarnir, sem fengum gjaldeyri erlendis
frá vorum betur settir, og ég gat hjálp-
að upp á sakirnar. En það kostaði 4800
mörk að geyma pelsinn. ”
„Maður borgaði með seðlabunka
fyrir bíómiða,” segir Árni ennfremur.
„Fólk þurfti töskur undir peningana
sína. Eitt sinn fór ég til Bayern. Mér
hafði láðst að athuga, að þangað þurfti
sérstakan passa og fékk sekt fyrir að-
Sjá næstu sídu
Muniö páskaferðina
Atlantik býður upp á úrval gististaða, þar á meðal er íbúðahótelið vinsæla, Royal Playa de Palma.
Á Mallorka er nær allt sem hugurinn girnist, og ýmislegt um að vera. Pantið tímanlega, svo þér
missið ekki af óskaferðinni.
Brpttfarardagar:
Páskaferð 6. apríl 11. maí 15. júní 6. júlí 17. ágúst 7. september
18. apríl 29. maí 27. júlí 28. september
FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐA RHÚSINU HALFVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580