Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 11
DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982. 11 Rickogllsa - Bogart og Bergman. Casáblanca „Miðnætursýning” sjónvarpsins í kvöld er kvikmyndin „Casablanca” með Humphrey Bogart og Ingrid Bergman — kunnugir segja að þetta sé ein þeirra bíómynda sem sjá má aftur og aftur. Casablanca var gerð árið 1942. Leikstjórinn var Michael Curtiz, handritið gerði Howard Koch. Aðal- hlutverkið er Rick (Bogart), Kani sem barðist 1 spænska stríðinu með lýðveldissinnum en rekur nú kaffihús í Casablanca, Marokkó og neitar að taka afstöðu til yfirstandandi styrjald- ar. Hann virðist bitur út I allt stríð þótt erfitt sé að segja hvort það sé vegna afdrifa Spánar eða bara vegna þess að kærastan hans sveik hann þar. Og kærastan llse (Ingrid Berg- man) birtist einmitt í Casablanca, nú i fylgd með elskhuga sínum, sem er hetja i neðanjarðarhreyfingunni gegn nasistum. Elskhuginn er drepinn og Rick og llse ná saman. Ekki bara rómantík Þessi einfaldaði söguþráður gefur í skyn að Casablanca sé e.t.v. ástar- saga. Svo er þó ekki nema einum þræði. Stríðið stjórnmál, spilling og hamingja eru hinir þræðirnir. Kaffi- hús Ricks er fullt af allra þjóða kvik- indum, sem flest óska þess heitast að koniast burt frá Marokkó.Færir leik- arar af mörgum þjóðernum koma fram: Peter Lorre, Sidney Green- street — gamalkunnug andlit úr öðrum Bogart myndum — Marcel Dalio, Conrad Veidt o.fl. i rullum út- lendinganna. Þeir sýnast andstyggi- legir sem slíkir en reynast beztir þegar þeir eru að undirstrika þjóðerni sitt, svo sem þegar Frakkinn syngur franska þjóðsönginn í opið geðið á nasistum. Alþjóðleg samvinna eða þjóðrembueinangrunarstefna? spyr kvikmyndin. Og segir svo: enginn þessara manna hefði sloppið lifandi ef þeir hefðu ekki verið svona spilltir, rétt eins og striðið sjálft. Heimurinn er spilltur eins og spilabankinn á kaffihúsi Ricks. Siðgæði er afstætt. Bogartog Bergman Ekki er þó víst að siðgæðisyfirlýs- ingarnar einar hafi orðið til að halda nafni Casablanca á lofti. Andrúms- loftið, kvikmyndatakan, leikurinn, sviðið og ekki sízt Humphrey Bogart sjálfur hafa orðið til að draga áhorf- endur á þessa bíómynd aftur og aft- ur. Og Bergman. Ingrid Bergman hefur nýlokið við að leika Goldu Meir i samnefndri kvikmynd er nú fársjúk af krabba. A.m.k. tvelr kvikmyndagerðar- > menn hafa orðið til að leggja út af Casablanca, Jean-Luc Godard í „Breathless” og Woody Allen í „Play it again Sam” (ódauðleg setning Bergman í myndinni) þar sem Woody leikur gaur með Bogart-dellu og sér sjálfan sig í atriðum úr Casablanca. Humphrey Bogart lézt úr krabba- meini árið 1957. ->S Nauðungaruppboð annað og siðasta á eigninni Ásbúð 41, Garðakaupstað, þingl. eign Kristjáns Rafnssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 2. mars 1982 kl. 13.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 70. og 72. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Heiðangur 10, Hafnarfirði, þingl. eign Eiriks Jónssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar og Sigurðar H. Guðjónssonar, hdl., á eigninni sjáifri miðvikudaginn 3. mars 1982 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 74., 77. og 83. töiublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Laufvangur 9, 3. h.t.h., Hafnarfirði, þingl. eign Jóhannesar Georgssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar og lnnheimtu ríkis- sjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3. marz 1982 kl. 14.00. Bæjarfógetinn i Hafnarfírði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 26., 31. og 33. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Dvergholti 8, efri hæð, Mosfellshreppi, þingi. eign Árna Árna- sonar, fer fram eftir kröfu Toilstjórans i Reykjavik, á eigninni sjálfri þriðjudaginn 2. mars 1982 kl. 15.30. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og siðasta á spildu úr Reykjadal, Garðyrkjustöð Mosfeilshreppi, þingl. eign Erlings Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 2. mars 1982 kl. 15.00. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 103., 106. og 109. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981, á Furugrund 72 — hluta—, þinglýstri eign Indiönu Eybergsdóttur o. fl., fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3. mars 1982 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. -----------------------------------------V Aóalfundur Hf Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 2. apríl 1982, kl. 13.15. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá og með 26. mars. Reykjavík 20. febrúar 1982 STJÓRNIN EIMSKIP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.