Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 29
Menning Menning Menning Menning
Tónlist
Innsetning
á Akureyri
Nýstárleg sýning verður opnuð á
Akureyri í dag þar sem er sýning Gerlu
á „Installation” eða innsetningum eins
og það hefur verið nefnt á íslenzku. Þá
stillir listamaður upp hlutum, aðfengn-
um eða sjálfsköpuðum í ákveðið rými
og byggir samspil hlutanna upp ástand
eða andrúmsloft. Vefjist þetta fyrir ein-
hverjúm er lausnin auðvitað sú að
skoða sýninguna.
Gerla er Guðrún Erla Geirsdóttir.
Hún stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla íslands og hefur próf
þaðan sem teiknikennari, auk þess sem
hún nam frjálsan textíl. Gerla nam
lengi í Hollandi, m.a. í textíl leik-
mynda- og leikbúningagerð. Árið
1977—78 var hún á sérstökum náms-
styrk frá hollenzka ríkinu. Sýning
hennar á Akureyri nú er í Rauða húsinu
og hefst kl. 16.00 í dag. Þetta er fjórða
einkasýningOerlu, auk fjölda samsýn-
inga bæði hér heima og erlendis. Sýn-
ingin í Rauða húsinu varir til sunnu-
dagsins 7. marz.
Ms
„Samspll hlutanna vekur andrums-
ktft aða ástand... "
DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982.
Háskóáakórskis.
Tónlist um helgina og i næstu viku.
Tveir eru þeir aðilar sem halda
uppi merkjum í tónlistarlífi höfuð-
staðarins um helgina.
Edda Erlendsdóttir leikur franska
impressionista á Kjarvalsstöðum á
morgun kl. 17. Eddu má líta á sem
okkar helsta sérfræðing í franskri
píanómúsík og má vænta skemmti-
legra tónleika hjá henni.
Háskólakórinn hefur náð að
kþmast í fremstu röð íslenskra kóra.
Nú um helgina flytur hann þrenna
tónleika með alíslenskri efnisskrá.
Hinjr fyrstu voru á föstudagskvöld,
aðrir i dag kl. 17.00 og hinir siðustu á
morgun kl. 20.30. Háskólakórinn
hefur verið harðduglegur við að
syngja nýja íslenska músík og nú
hefur hann í hyggju að herja á írland
að þessari tónleikalotu lokinni.
Svo ber að endingu að minna á , að
Guðný Guðmundsdóttir, konsert-
meistari, og Mark Reedman, fiðlu-
og víóluleikari, leika á Háskólatón-
leikum í Norræna húsinu föstudag-
inn 5. mars,.
EM
Alþýðuleikhúsið:
Elskaðu mig eftir Vitu Anderson, sýnt i
kvöld kl. 20.30. Súrmjólk með sultu,
sænskt ævintýri, sýnt á morgun kl. 15.
Illur fengur eftir Joe Orton, enskur
farsi, sýndur annað kvöld kl. 20.30.
Simi 16444
Garðaleikhúsið: Karlinn í kassanum —
farsi eftir Arnold og Bach, sýndur í
Tónabæ annað kvöld kl. 20.30. Sími
46600
Kópavogsleikhúsið:
Leynimelur 13. Gamanleikur með
söngvum eftir Jón Hjartarson, sýndur í
kvöld og á mánudaginn kl. 20.30.
Aldrei er friður eftir Andrés Indriða-
son, fjölskylduleikur til gamans gerð-
ur. sýndur á morgun kl. 15. Sýningum
fækkar óðum. Sími 41985
Leikfélag Reykjavíkur:
Jói í kvöld kl. 20.30.
Salka Valka annað kvöld kl. 20.30.
Ofvitinn — næsta sýning miðvikudag.
Fáar sýningar eftir núna. Revían
Skornir skammtar í kvöld kl. 23.30.
Sími 16620
Þjóðleikhúsið:
Hús skáldsins í kvöld kl. 20. í gær var
frumsýning á Sögur úr Vínarskógi.
Næsta sýning annað kvöld kl. 20. Gosi
verður sýndur í dag og á morgun kl. 14.
Ath. KI. 14.Sími 11200. Islenzka óper-
an. Sigaunabaróninn, 24.sýning verður
í kvöld kl. 20. Uppselt. Sími 11475:
bregdast
stórkosdega
LlkMtag Akureyrar: prjár systur
Höfundur: Anton Tsákhov
TönRst OUvsr Ksntish
Lýslng: Ingvsr BJömsson
LsRtmynd og búningar: Jenny
Ouðmundsdóttir
LsHcstJóm og handrjt: Kári Halldór
Ég kann ekki á því skil í neinum smá-
atriðum, hvað ræður því að leiksýning
heppnast fullkomlega. Þótt sumir
menn virðist hafa þann hæfileika að
koma slíkum sýningum á fjalirnar, þá
leiðir ekki af sjálfu sér, að þeir geti Iýst
skilmerkilega fyrir öðrum, hvernig þeir
fari að því. Þennan hæfileika virðist
með öðrum orðum ómögulegt að læsa í
forskrift eða formúlu. Að koma upp
góðri leiksýningu er álíka leyndardóm-
ur og að skrifa góða bók. En þótt það
sé leyndardómur, þá átta flestir sig á
því, þegar þeir sjá góða leiksýningu. Ég
held að það hafi ekki farið framhjá
neinum, sem var á frumsýningu Leikfé-
lags Akureyrar á Þrem systrum eftir
Tsékhov, að hér var afburða sýning á
ferðinni.
Þrjár systur var næst-síðasta leik-
rit Antons Tsékhovs (1860—1904).
Eins og önnur meistaraverk hans fjallar
það um dapurleg mannleg örlög,
brostnar vonir og veiklyndi og erfið-
leika. Þó er í því unaðsleg gamansemi,
og þrátt fyrir allt lifir örlítil vonarglæta
í lokin. Vladimir Nabokov, sem eyddi
mestum hluta ævi sinnar á
Vesturlöndum, lofar verk landa síns
Tsékhovs, þegar hann hrífst af „þessu
dapurlega myrkri, öllum þessum mann-
lega veikleika, allri þessari grámósku
heims Tsékhovs”. Hann bætir því við,
að hann sé sérstaklega verðmætur ,,f
glampa þessara sterku, sjálfum sér
nægu heima, sem dýrkendur alræðisins
lofa okkur”. Nú er það ekki ætlun mín
að leggja í þetta verk einhvern félags-
legan skilning, enda er ekki leitazt við
að gera það í sýningunni. Hún dregur
fram örlög persónanna, sem koma við
sögu, og sýmir þá kurteisi við áhorf-
anda að láta honum eftir að auka við
efni leiksins að vild sinni.
Það er ekki einfalt mál að rekja efni
þessa leikrits, vegna þess að það virðist
ekki mikið gerast i þvi. Þó er allt breytt
í lokin frá því, sem það var í upphafi.
Þá ræða systurnar þrjár, Olga, Írína og
Masja um dauða föður þeira, sem
hafði borið við ári áður. Það er sárt að
tala um þetta, og brátt kemur í ljós, að
þær hafa átt erfiða daga vegna þess að
þær hafa ekki gert það, sem þær vildu.
Allar þrjár dreymir þær um að flytja til
Moskvu. Þar á mannlífið að vera
betra, fullkomnara og umfram allt
skemmtilegra. Masja býr í óhamingju-
sömu hjónabandi með menntaskóla-
kennaranum Kúligin, enda hafði hann
ekki reynst eins gáfaður og hún hélt,
þegar þau giftust.' Olga og írina eru
ólofaðar.
Olga þráir hjónaband, en eng-
inn biður hennar, en um ástir Írínu
keppa Soljonij og Túsenbach barón.
Hún ann hvorugum, en ákveður að
eiga baróninn. En baráttan á milli
þeirra tveggja kemur í veg fyrir, að svo
verði. . . Þær systur eiga einn bróður,
Andrei, sem leikur á fiðlu og hyggur á
nám og frama í Moskvuborg. Þær tala
um að hann verði prófessor. f upphafi
leikritsins er hann ástfanginn af
Natösju. f lokin er hann giftur henni,
tveggja barna faðir og kominn í bæjar-
Hjónin Andrej (Guðjón Pedersen) og Natasja (Ingibjörg Björnsdóttir).
stjórnina. Þeim systrum lízt ekki vel á
konuefnið fyrst í stað, finnst hún gróf
og einfeldningsleg. En hún ræður
húsinu ein undir lokin, hefur ofurást á
börnum sínum og er hið versta flagð og
frekja. Það fer allt á versta veg i þessu
leikriti.
Inn í þessa fjölskyldusögu er fléttað
fágaðri gamansemi og snýst mest af
henni í kringum menntaskólakenn-
arann, Kúlígín. Ég held, að flestir
kennarar myndu geta kannazt við hann
sem ýkta skopmynd af einfeldnings-
legum kennara. Bezt þótti mér þó
ræðan um ,,ut consecutivum,” sem er
sérkennilegt sambland af barnaskap og
skepnuskap og sprenghlægileg. En það
á við um allar persónurnar, að þær
hafa geðfelld og ógeðfelld einkenni og
verða dýpri og sennilegri fyrir bragðið.
Sýning LA á þessu verki er stílhrein
og glæsileg. Leikmyndin er sérlega
haganlega gerð, og það sem er
skemmtilegast við þessa sýningu er, að
leikmyndin er notuð mjög vel. Sviðinu
er öllu beitt og göngunum sinú hvor-'
um megin við sætin; staðsemingar og
hreyfingar á leikurum voru mjög vel út-
færðar. Og það tókst að ná samræmi í
alla sýninguna, framsögn, hreyfingar,
sviðið og túlkun leikaranna. Það ,var
stíll yfir sýningunni. Leikstjórinn á
ómælt lof fyrir það.
Frammistaða leikaranna allra var
góð. Sýningin er fyrst og fremst sigur
hópsins. Mér finnst þó ástæða til að
nefna nokkra og bið hina, sem ekki eru
nefndir, velvirðingar. Það er ekki
vegna þess, að þeir hafi staðið sig illa.
Systúrnar þrjár, Írína, Olga og Masja,
Guðbjörg Thoroddsen, Sunna Borg og
Ragnheiður Elfa Arnardóttir, leika vel
saman og tekst að koma til skila innra
lífi systranna, en það er lykilatriði i list
Tsékhovs. Samleikur barónsins,
Andrésar Sigurvinssonar, og Soljonij,
Theodórs Júlíussonar var einn af bezt
heppnuðu þáttum sýningarinnar.
Guðjón Pedersen sem Andrej og
Natasja, Ingibjörg Björnsdóttir,
sköpuðu mjög eftirminnileg hjón. Ef
einhver hefur tekið öðrum fram á
þessari sýningu var það Þröstur Guð-
bjartsson í hlutverki Kúlígins. En aðal-
atriðið var, að öllum tókst vel upp.
Það var vel til fundið að leika tónlist
á celló með þessu leikriti. Lág-
stemmdur, tregablandinn tónninn
hæfir leikritinu. í því bregðast nánast
allar vonir öllum, en þær bregðast stór-
kostlega. Sýningin hæfir leikritinu; hún
er meistarastykki.
Guðmundur Heiðar Frimannsson.
Leiklist