Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 15
15
DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982.
d sent
:U kann
Konur t stjómmálum.
'‘jjHkjákvætt misréttí íausnin?
Miklar deilur eiga sér nú staö innan Jafnaðarmannaflokksins í
Bretlandi um það hvort tryggja skuli hlut kvenna í flokksstarfinu
með sérstökum flokkslaga-ákvæðum. Úrslitin verða ráðin í bréf-
legum kosningum flokksfélaga. í grein, sem nýlega birtist í The
Times, gerir einn félaganna skilskoðunum stnum á þessu máli:
Ættu stjórnmálaflokkar að tryggja
jafnan hlut kvenna í flokksstarfinu
með sérstökum ákvæðum 1 stefnu-
skrá og lögum? Þetta var sú spurning
sem mesta heift og lengstar umræður
vakti á ráðstefnu nýja brezka
Jafnaðarmannaflokksins um næst-
síðustu helgi. Á ráðstefnunni var
fjallað um starfskipulag flokksins.
Hana sóttu um 300 manns, þar af
16% konur. Þrennt var einkum til
umræðu 1 þessu sambandi: lögbundin
lágmarkstala kvenna í framkvæmda-
stjórn, jafn hlutur kvenna á próf-
kjörslistum og jafn hlutur kvenna og
karla á fulltrúaþingum. Þegar gengið
var til kosninga um þessi atriði, náðu
tvö hin fyrrtöldu fram aö ganga með
góðum meirihluta. Hið síðasta þurfti
að kjósa tvisvar um og féllu atkvæði
jafnt í bæði skiptin. Nú liggur fyrir
að láta fara fram bréflega kosningu
meðal allra flokksfélaga sem eru um
78.000 talsins.
Einn karlogein kona
Þrætueplið var jafnrétti á fulltrúa-
þingum. í drögum þeim að stefnu-
skrá sem lágu fyrir ráðstefnunni var
stungið upp á að hvert fulltrúasvæði
sendi jafnan tvo fulltrúa á þingin,
einn karl og eina konu. Þessi ákvæði
munu runnin undan rifjum starfs-
hóps á vegum flokksins, sem fjallar
um konur í stjórnmálum — málefni,
sem gömlu flokkarnir hafa látið fara
fyrir ofan garð og neðan að sögn
greinar 1 The Times um ráðstefnuna.
Starfshópurinn var settur á fót fyrir
tilstuðlan þeirra David Owen og
Shirley Williams, sem bæði hafa lýst
þeirri skoðun sinni, að aukin hlutur
kvenna í stjórnmálum myndi verða
til að áherzlur og forgangsröðun
breyttist til hins betra. í starfshópn-
um eru bæði konur og karlar af
öllum gráðum menntunar og launa.
Nokkrar kvennanna eru þegar í 300
— hópnum, en það er allra — flokka-
nefnd, sem berst fyrir auknum fjölda
kvenþingmanna.
Fréleit rökgegn
í fyrrnefndri grein í The Times,
kemur fram að starfshópur
Jafnaðarmannaflokksins einbeitir sér
nú að því að reka áróður meðal
flokksfélaga fyrir því að jöfn tala
karla og kvenna á fulltrúaþingum
verði tryggð 1 stefnuskrá flokksins.
Yfir 42% félaga eru konur, en þær
munu ekki allar styðja þetta ákvæði
fremur en fulltrúar þeirra gerðu á
ráðstefnunni. Þó er gert ráð fyrir að
meirihluti flokksbundinna kvenna
muni greiða atkvæði með því. Þegar
rætt var um þessi mál á ráðstefnu
flokksins* á dögunum snerist
mörgum hugur við að hlusta á hin
„fáránlegu rök” gegn ákvæðinu,
segir í greininni í The Times. Þá segir:
,,Fyrir einu ári voru margar þeirra
kvenna, sem nú berjast fyrir jafnri
tölu karla og kvenna á flokksþingum
á andstæðri skoðun. Þeim féll ekki
þess konar „jákvætt misrétti”,
fannst það niðurlægjandi, ónauðsyn-
legt og smávægilegt. Þegar
Jafnaðarmannaflokkurinn var í
burðarliðnum virtust svo margar
konur taka þátt í stofnun svæðafé-
laga, sem hæfar sýndust til frekari
starfa. Embætti innan flokksins áttu
jú eftir að koma til kosninga og engin
hætta sýndist á að konurnar yrðu
undir í þeim kosningum.
Það hefur þó komið 1 ljós síðan, að
konum 1 Jafnaðarmannaflokknum
nýja hefur ekki orðið betur ágengt en
konum 1 gömlu flokkunum. Á ráð-
stefnunni um stefnuskrá voru engar
sérstakar ráðstafanir gerðar til að
tryggja jafnan hlut karla og kvenna
þar — en ráðstefnugestir voru valdir 1
héraði. Eins og áður sagði voru
konur 16% þeirra fulltrúa sem sendir
voru á þá ráðstefnu. Þess vegna eru
nú margir þeirra sem áður voru á
móti lögbundinni tryggingu jafn-
ræðis innan flokksins, á þeirri
skoðun að hann kunni að sitja uppi
með algjör karlafulltrúaþing og lízt
því ekki lengur á blikuna.
Rökingegn
Mörg rök komu fram á ráðstefn-
unni gegn lögbundnum réttindum
kvenna. Sum komu frá körlum,
önnur frá konum. Nokkrir spurðu
hvort ekki væri skylt að tryggja hlut
annarra minnihlutahópa líka, svo
sem svertingja, fatlaðra o.s.frv. Því
var (auðvitað, innskot blm.) svarað á
þá lund, að konur væru ekki minni-
hlutahópur heldur rúmlega 52%
brezku þjóðarinnar.
önnur rök hnigu að manngildi —
þó nokkrar konur risu úr sætum
sínum til að segjast fremur vilja vera
kjörnar á fulltrúaþing vegna ágætis
en ekki kynferðis. „Bezti maðurinn á
að sigra,” var sagt. Margar þeirra
kvenna, sem héldu fram þessari
skoðun, voru hámenntaðar eða
komnar ofarlega í launa- og metorða-
stiganum og væru ekki í neinum
vandræðum í hópi þrautreyndra
stjórnmálamanna. Þessar konur
kærðu sig ekki um að sá skuggi félli á
frama þeirra að þær hefðu aðeins
komizt svo og svo langt vegna „tíma-
bundins misréttis”.
En hvað felst til ágætis á stjórn-
málasviðinu? Hver er „bezti”
maðurinn þar? Þeirri spurningu er
ekki gott að svara eftir að hafa
skoðað þá sem nú eru á toppnum í
pólitíkinni. Hefur núverandi kerfi
fleytt rjómann í raun og veru? Lítum
á þingmennina okkar: Hvað eiga
þessir menn allir sameiginlegt þrátt
fyrir mismunandi bakgrunn? Jú,
fæstir þeirra hafa nokkru sinni
komið nálægt því sem helmingur
þjóðarinnar gerir mestan part ævi
sinnar: ala önn fyrir börnum, .fjöl-
skyldum og finna mest fyrir þeim
ákvörðunum sem teknar eru í þing-
inu. David Owen hefur margsinnis
haldið þvi fram í þingræðum, að ef
fleiri konur væru á þinginu, væri for-
gangsröð framkvæmda, ekki sízt á
sviði félagsmála, allt önnur.
Mœlikvarði
á stjómmálamenn
En þegar kemur til þess að velja
fólk til starfa í stjórnmálaflokkum
eða frambjóðendur þeirra, verður
karlinn — sem hefur oftast fleiri
próf, meiri fræðilega þekkingu, ofan
á konunni og hennar reynslu. Það
virðist ekki hvarfla að neinum að
spyrja sjálfan sig hvort það að geta
stjórnað skrifstofu, skipulagt verka-
lýðsfélög og haldið hvetjandi ræður
séu þeir eiginleikar, sem góður
stjórnmálamaður þarf að hafa.
Hvort það sé rétti mælikvarðinn.
Uppstillinganefndir haga sér oft
eins og þær séu prófanefndir háskóla
eða vinnuveitendur í leit að starfs-
manni. Fræðileg þekking og tungu-
lipurð fær hæstu einkunn. Er
nokkuð undarlegt við það hversu
margir af þingmönnum okkar eru
lögfræðingar? Menn, sem hafa
enga reynslu af lífinu eins og það
gengur fyrir sig í raun og veru og
þekkja lítið annað en skólagöngu,
réttarsali og ungliðastarf innan
flokks sem oft leiðir beint út í stjórn-
málastörf á þingi.
Árum saman hafa konur með
stjórnmálahæfileika helzt úr lestinni,
ekki sizt í flokksstarfinu sjálfu og þá
vegna fordóma gegn þeim. Karlmenn
hafa beztu störfin í atvinnulífinu og
þeir líta á forsvarsstörf innan stjórn-
málaflokkanna sem sín réttindi.
Það er fjöldinn allur af hæfum
konum í góðum stöðum, sem að auki
hafa reynslu af heimilisrekstri. Sú
reynsla ætti að teljast til kosta þeirra,
ekki lasta. Ef við i í raun og veru
viljum að Parliament vinni í umboði
allrar þjóðarinnar, þá nægir ekki að
halda því fram að þessi 86,3%. þing-
manna, karlarnir, geti starfað í
umboði meira en helmings lands-
manna.
Uppstillinganefnd Jafnaðar-
mannaflokksins er að gera liðskönn-
un meðal flokksbundinna félaga í leit
að væntanlegum frambjóðendum.
Einn af hverjum fimm, sem gefið
hafa kost á sér, eru konur. Að sögn
nefndarinnar, eru þær konur allar í
hópi frambærilegustu manna flokks-
ins. Vegna þess, að engin kona lætur
sér detta i hug að gefa kost á sér nema
hún viti fyrir víst að hún sé hæf í
starfið.
Karlarnir, hins vegar eru öruggari
með sig. Fæstir þeirra hafa nokkuð
sérstakt fram að færa en efast þó
aldrei um hæfileika sína. Þeir spyrja
ekki, eins og konurnar, sem stungið
er upp á, gera: „Hvað ég? Ertu alveg
frá þér, ég get það aldrei!” Það þarf
að hvetja konurnar, ýta á eftir þeim,
ota þeim. Þær ota sér aldrei sjálfar.
Vegna þess hversu lítinn áhuga
gömlu flokkarnir hafa sýnt konum,
eru afar fáar konur til með pólitiska
reynslu að baki. Konur hafa verið
látnar sleikja frímerki, hella upp á
kaffi, gángast fyrir flóamörkuðum
og dreifa bæklingum. Þessu þarf að
breyta. Flokkarnir eiga að byggja
konurnar upp, gefa þeim sjálfstraust
til að auðvelda þeim leiðina inn í
þingheimana. Þingmenn verða ekki
til á einni nóttu, þeir hafa fengið sína
þjálfun inni í flokkunum fyrst. Sjái
nýi Jafnaðarmannaflokkurinn ekki
til þess að hlutur kvenna verði
tryggður með stefnuskrárákvæðum,
mun hann seint verða fær um að geta
af sér marga kvenþingmenn.
Það er undir flokksbundnum
meðlimum hans komið nú, hvers
konar flokkur þetta verður. Hvort
hann verður framsækinn umbóta-
flokkur á vinstra kanti brezkra
stjórnmála eða varkár og íhalds-
samur á miðjunni. Hér ræður ekki
aðeins sú afstaða, sem flokkurinn
kann að taka til þeirra málefna, sem
greina gömlu flokkana hvern frá
öðrum. , Hitt, hvernig Jafnaðar-
mannaflokkurinn tekur á málum,
sem gömlu flokkarnir hafa sameinazt
í, skiptir líka höfuðmáli. Gömlu
flokkarnir hafa sameinazt í afstöðu
sinni til málefna kvenna, þeir hafa
sameinazt í afskiptaleysinu. Úrslit
kosninganna um lögbundna trygg-
ingu fyrir jafnrétti innan Jafnaðar-
mannaflokksins geta þvi lika ráðið
úrslitum um það, hvers konar fiokki
er verið að hleypa af stokkunum. Það
er verið að kjósa um það hvort losa
skuli úr viðjum þá orku og reynslu
sem konur búa yfir. Hvort breyta
skuli þvi gildismati, sem verið hefur
ráðandi allt of lengi. Ein kona í
Downing Street nr. 1Ö breytir litlu.
Bretlandi hefur alltaf verið stjórnað
af körlum — og það er svo sem ekki
eins og árangurinn sé nokkuð til að
hrópa húrra fyrir!”
Polly Toynbee
The Times
Ms-þýddi.
Ct&tí
Shirley Williams, einn af stofnendum nýja Jafnaðarflokksins í Bretlandi. Konur í flokknum
berjast nú fyrir því sem kalla mætti ,Júkvætt misrétti” til að auka hlut sinn íflokksstarfinu.