Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982. 5 Búa 49ÍslendingaríKrístjaníu? HELD AÐ ÞESSI TALA SÉ MJÖG ÝKT — segir séra Jóhann Hlíöar, sendiraðsprestur í Kaupmannahöfn „Ég held að þessi tala sé mjög ýkt, að minnsta kosti hef ég aldrei heyrt svo háa tölu nefnda um íslendinga sem búa í Kristjaníu,” sagði séra Jóhann Hlíðat er DV bar undir hann upplýsingar sem fram komu í skýrslu landlæknis sem sagt var frá í blaðinu miðvikudaginn í síðustu viku. Þar kom fram að 49 Islendingar séu nú búsettir í Krístjaniu samkvæmt manntali frá því i júni á síðasta ári. Segir í skýrslunni að í Kristjaníu sé heilbrigðisástand mjög slæmt og aðbúnaður allur bágborinn. „Að því er ég bezt veit hafa verið þarna búsettir 7 til 8 fslendingar á vetrum en þeim fjölgar vanalega eitt- hvað á sumrum eftir að skólum lýkur. Á síðast sumri var fjölgunin þó óvenju lítil. Þetta er fólk á aldrinum 20 til 30 ára og nokkrir þeirra starfa í Kaup- mannahöfn þótt þeir búi í Kristjaníu. Annars hef ég frekar lítil samskipti við þetta fólk,” sagði séra Jóhann Hlíðar. „Þaðhefur aldrei leitað tilmín og enginn spurt um það að heiman, um nokkurn tima, en ég á helzt erindi út í Kristjaníu þegar ég fæ beiðni að heiman um. að bera kveöjur eða afla upplýsinga um einhvern sem þar býr. Það eru nokkrir mánuðir síðan ég fór þangað síðast, líklega hálft ár.” En hvernig er aðbúnaöur þeirra íslendinga sem búa þarna? „Það fer mest eftir fólkinu sjálfu. Þeir sem eru sæmilega hirðusamir geta búið vel. Ég hef komið inn í íbúðir nokkurra fslendinga og þær voru bara sæmilegar. Það var ekki nein vesöld hjáþví fólki sem ég hef komið inn til. Þetta er ef til vill lífsflótti hjá sumum sem vilja búa þarna, en hjá öðrum er það viss lífsstíll og þeir sem vilja geta lifað ágætu lífi,” sagði séra Jóhann Hlíðar að lokum. -ÓEF. UNDIR KJÚLL frá VANITY FAIR moö tcygjutoppi og afraf- mögnuðu pilsi, hlírar fylgja. Stærðir: 36—42 Litir: hvítt eða bcigc Vcrð kr. 233.00 Póstsendum samdægurs Miðbæjarmarkaðurirm Sími 13577 Kvartettinn sem leikur I DJúpinu I kvöld er sldpaOur þeim Þorleifi Gisla- syni, GuOmundi R. Einarssyni, Krístjáni Magnússyni og Bjarna Svein- bjornssyni. Jazzað á fullu í Djúpinu íkvöld Enn er jazzað af fullu fjöri í Djúp- inu, Hafnarstræti, en í kvöld er það Kvartett Kristjáns Magnússonar sem blæs lffi i staðinn. Kvartettinn skipa Bjarni Sveinbjörnsson (kontrabassi), Guðmundur R. Einarsson (trommur), Þorleifur Gíslason (tenórsaxófónn) og Kristján Magnússon (píanó). Þess má geta að hér er bæði um unga og eldri menn í hljómlistinni að ræða og munu þeir væntanlega leika hinn eldfjöruga jazz fram eftir nóttu. Spilamennskan hefst kl. 21. -ELA Aðalfunduráhuga manna um fjölmiðlarannsóknir — flutt eríndi um frum- raun f jölmiðlakennslu í framhaidsskólum hériendis Samtök áhugamanna um fjölmiðla- rannsóknir halda aðalfund sinn í kvöld, fimmtudag 29. april, þar sem Guðbjartur Gunnarsson mun fjalla um reynslu sína af fjölmiðlakennslu í fram- haldsskólum. Fjölmiðlafræði hefur verið kennd í vetur í Fjölbrautinni á Suðurnesjum svo og í Flensborg sem valgrein. Er þetta í fyrsta sinn sem fjölmiðlun er kennd hér á landi á þessu skólastigi. Fundurinn hefst klukkan 20 og verð- ur haldinn í Ásmundarsal við Freyju- gðtu. _KÞ Helgarskákmót á Raufarhöfn: Margeirog Helgi efstir Margeir Pétursson og Helgi Ólafsson voru sigurvegarar á Helgarskákmóti sem haldið var á Raufarhöfn um síðustu helgi. Margeir og Helgi hlutu 8 1/2 vinning hvor af níu mögulegum. Á hæla þeirra kom svo Ásgeir Árnason með sjö vinninga. Veitt voru sérstök kvennaverðlaun og hlaut þau Ólöf Þráinsdóttir. Vil- hjálmur Hólmgeirsson frá Raufarhöfn og Óli Valdimarsson hlutu svokölluð öldungaverðlaun. -GB. örbylgjuofnarnir bjóða þér upp á hina ótrúlegustu möguleika í matseld. Komdu og spjallaðu við okkur og við skulutn sýna þér möguleika Toshiba ofnanna, hvers vegna svo gott erað baka í þeim og hvers vegna maturinn verðursvo góður. rímTmT Heimilisörbylgjuofninn ER 649 er búinn örbylgju- snúningsspegli aö ofan og stórum snúningsdisk að neðan — þetta býður miklu betri ogjafnari dreifingu á ör- bylgjunum. Þessi ofn er skör framar í jöfnum bakstri og góðri steikingu. Mynd úr tímarítinu Gestgjafinn 1. tbl. 1982. Dröfn matreiðir fylltar svínakótelettur Sérfræðingur okkar í örbylgjuofnum Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennari, lœrð hjá tilraunaeldhúsi TOSHIBA í Englandi, er yður til reiðu varðandi hverskonar fyrir- spurnir um matreiðslu í ofnunum eða val á hinum fjölbreyttu áhöldum sem fást hjá okkur. Og svo þú fáir fullkomin not af TOSHIBA ofninum þínum býður Dröfn þér á matreiðslunámskeið án endurgjalds. Vertu velkominn til okkar, hjá okkur færðu réttar upplýsingar um örbylgjuofna. TOSHIBA ofnarnir kosta frá kr. 4.510.- Greiðsluskilmálar. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI 10 A Sími 16995. RAF HF. Glcrárgötu 26 Akurcyri. Sími25951.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.