Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982. 11 Vönduðu barnaskórnir frá JIP C í úrvali M.a. þcssi vinsæla gcrð Teg.623 m/leðursóla eða hrágúmmísóla og með innleggi Lrtir: hv'rtt, blátt, rautt, vínrautt og beige Stærðir: 18-24 Verð frá kr. 270.- ___ ____________ Póstsendum Domus Medica, Egilsgötu 3. Sími 18519 VIÐTALSÐ: ASAHI RD-BOO ** ÓDÝRASTA FERÐA-STEREO TÆKIÐ Á MARKAÐINUM 1 ÁRS ÁBYRGÐ FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Viðar Vildngsson, sá sem stjórnaði upptökunum á þáttaröðinni um Halldór Laxness áttræðan. DV-mynd Einar Ólason. liliiilllii ...- UlUUUlUUUUUUUUUn !««*«! 551*1 Vcrð aðeins Kr. 2.295 æ * * ««* „Draumurinn eraö gera kvikmynd” — segir Viðar Víkingsson, dagskrárgerðarmaður hjáSjónvarpinu „ Það var gaman að kynnast skáldinu. Hann er svo alúðlegur og þægilegur í framkomu og tók öllu er að höndum bar með hinu mesta jafnaðar- geði,” sagði Viðar Vikingsson, dag- skrárgerðarmaður hjá Sjónvarpinu, en hann stjórnaði þáttaröð Sjónvarpsinr um Halldór Laxness áttræðan, sem sýnd var í síðustu viku og þótti takast með mestu ágætum. Viðar er lærður kvikmyndagerðar- maður og leikstjóri. „Ég fór til Parísar eftir stúdents- prófið og var þar í átta ár, reyndar er ég tiltölulega nýkominn heim. Fyrstu fimm árin var ég í bókmennanámi og eftir að því lauk var ég um þríggja ára skeið í kvikmyndagerðarnámi og út- skrífaðist sem leikstjórí. Eftir að ég kom heim réð ég mig sem klippara að kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik og þegar því verki lauk fór ég á Sjónvarpið og er búinn að vera hér í tæpt ár.” — H ver hafa verkefni þín verið þar? „Fyrri hluta vetrar stjómaði ég Vöku-þáttunum. Þá var ég og með leik- rit Steinunnar Sigurðardóttur, Likam- legt samband í Norðurbænum, á mínum herðum og svo hef ég undan- farið verið i Laxness þáttunum.” „Það var mjög skemmtilegt, kannski ekki sízt fyrir það, að mér þótti fengur í að kynnast Laxness, hann er svo alúðlegur og þægilegur. Það var með ólíkindum hversu lítið hann-kippti sér upp við ýmis óþægindi sem komu upp, og eru óhjákvæmileg þegar tíu, ellefu manns eru hinum megin við mynda- vélina, eins og var í þessu tilviki.” — Voru þessir þættir í einhverju frábrugðnir öðrum þáttum sem þú hefur unnið að? ,,Já, ég held ég megi segja það, þvi að þættirnir voru allir teknir upp á myndsegulband, sem gerir það að verk- um að við getum tekið upp miklu lengri viðtöl en ella. Þess vegna náðist miklu betri stemmning. Þegar við hins vegar tökum viðtöl upp á venjulegar filmur þarf alltaf að vera að stoppa því að filmurnar eru svo stuttar.” — Hversu lengi voru þessir þættir í vinnslu? „Það var nú býsna lengi, allur undir- búningur og svo vinnan á eftir, en upptökurnar voru fyrst í þrjá daga á Gljúfrasteini og svo fóru um tvær vikur i upptökur á öðrum viðtölum.” — Nú ert þú lærður kvikmynda- gerðarmaður og leikstjóri, hyggur þú ekkert á sjálfstætt starf á þeim vett- vangi? ,,Ég vona að það komi að því, það er draumurinn að gera kvikmynd.” — Eitthvað á næstunni? „Ég vil ekki vera með neinar yftrlýsingar þess efnis á þessu stigi málsins.” — Ferðu s jálfur mikið i bíó? „Þegar ég bjó í París var það mín helzt dægrastytting að fara í bíó enda framboðið þar hreint ótrúlega mikið. Hér heima er því miður ekki eins í pottinn búið svo ég bíð í ofvæni eftir vídeódiskunum,” sagði Viðar Víkings- son. -KÞ MOTOROL A Alternatorar Haukur og Ólafur Ármúla 32 — Sími 37700. de©imin tn megiunar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.