Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Blaðsíða 37
DAGBLAÐIÐ & VtSIR. FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Sambandsmenn geta tíka skemmt sér Þegar jafnmargir vinna undir einum og sama hatti eins og gerist hjá Sambandi islenskra samvinnufélaga, fer vart hjá því að oftar sé hitzt en bara við stimpilklukkuna. Enda er reyndin sú að hjá SÍS er öfl- ugt starfsmannafélag í gangi, sem fitjar upp á einu og öðru til gamans og fróð- leiks. Um síðustu helgi mætti fjölmennt lið til skemmtikvölds sem haldið var í Átthagasalnum á Hótel Sögu. Yfir- skriftin var að visu sú, að kynna átti sérstakar ferðir sem starfsmannafélag- inu bjóðast hjá Samvinnuferðum- Landsýn i sumar, en flestir voru auð- sjáanlega mættir í þeim tilgangi að gera sér glaða stund i hópi góðra starfs- félaga. Fyrrum starfsmaður Afurðasölunn- ar, Þórður Magnússon, flutti í bundnu máli frásögn af siglingu sem farin var um sundin fyrir skömmu. Var meining- in sú að afla þar fisks í mál, en ,,teg- undir flestar sér forðuðu burt”, svo heldur varð afraksturinn rýr. Starfsmenn Holtagarða sigruðu eftir stranga viðureign, kollega sína frá Sölvhólsgötu í spurningakeppni og gengu út með boðsmiða á skemmti- kvöld hjá Samvinnuferðum- Landsýn. En ekki létu allir svo búið standa, þvi að Karl Gunnarsson, starfsmaður Skipadeildar og einn úr liði Sölvhóls- götu, gerði sér Iitið fyrir og vann topp- vinninginn í bingóinu sem á eftir fór. Það var Sigurður Haraldsson, sem kvöldinu stjórnaði, og i lokin var stiginn mismunandi villtur dans með hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar. -JB Þrátt fyrír góð tilþrif, tapaði lið Sölvhóbgötu f spurningakeppninni... Við látum það nú ekki ergja okkur þótt strákarnir séu eitthvað tregir til. Dansað með tilþrifum ... en Karl Gunnarsson i Skipadeild bxtti það upp i bingóinu. Fimm spjöld — fimmfaldur möguleiki, eða hvað? „Segðu SlS fyrir Ijósmyndarann.” Engar annir of miklar... Eins og allir vita var Meyjaskemm- an frumsýnd í Þjóðleikhúsinu um siðustu helgi viö mikinn fögnuð leik- húsgesta enda er Meyjaskemman bæði létt og ljúf og vel til þess fallin að lyfta mannskapnum upp úr drunga hversdagsins. Ótal margir Ieikarar og söngvarar koma fram á sýningunni, bæði ungir og gamlir. Sumir þeirra ungu koma nú i fyrsta sinn á svið og virðast gagn- rýnendur sammála um að þar sé efni- legt lið á ferðinni. Einn ungliöanna er Bergþór Pálsson, en hann syngur lítið hlutverk, von Schwind, félaga Schuberts. Er hann þar einn fjögurra kumpána tónskáldsins, hinir eru sungnir af Júliusi Vifii Ingvarssyni, Kristni Hallssyni og Halldóri Vilhelmssyni. Sviðsljósið fregnaði að kona Bergþórs, Sólrún Bragadóttir, syngi líka með og þótti slík rómantík vel við hæfi í Meyjaskemmu. Þeim var því báðum boðiö í kaffi hér i Siðumúlanum og innt eftir söng o.fl. í ljós kom að Sólrún er ráðin til að syngja hlutverk Hönnu, stúlkunnar, sem Schubert verður svo skotinn i, en það hlutvcrk er annars i höndum Katrinar Sigurðardóttur. Við spurðum Sólrúnu hvemig þessu sam- starfi væri háttað — ,,Ég er ráðin til að syngja á þremur sýningum og til að hlaupa í skarðið fyrir Katrinu ef hún forfallast.” Bæði Sólrún og Bergþór stunda nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, hún i söngdeild, en hann í tónmenntakennaradeild. Söng- kennari þeirra við skólann er Elísabet Erlingsdóttir. Bergþór hefur aðeins verið í söngnáminu í eitt ár en Sólrún öllu lengur eða 5 ár. , ,Það var hringt til okkar og við beðin að taka þátt í prufusöng í haust og svo vorum við bara beðin um að vera með. ” Mikil vinna? Óskapleg. Maður hugsar varla um annað,” svaraði Bergþór að bragði og hló viö. ,,En mjög gaman,” bættu þau bæði við. Hvað um framhald, ætla þau að halda áfram aðsyngja? Sólrún kvaðst hafa mikinn áhuga á að halda áfram söngnáminu — Bergþór stefnir aöeins að því aö klára tónmenntakennaradeildina, ,,en hver veit, e.t.v. heldur maður áfram i söngnum líka.” — Þið hafið e.t.v. kynnzt í gegn um sönginn? „Tja, nei, eiginlega ekki. Við höfum að vísu sungið saman i kórum, bæði Polyfón og Langholts- kirkjukórnum, en við kynntumst þó ekki þar.” Þau Sólrún og Bergþór stöldruðu ekki lengi viö, þurftu á æfingu og svo heim aö sinna barninu sínu. En engar annir virtust þeim of miklar þegar söngurinn erannarsvegar. MS „Hugsum varla um annað an sönginn," segja þau Sólrún og Bergþór, sem bæði syngja i Meyjaskemmunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.