Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982.
Þessigrein erekki bara
ætlud iesbíum og hommum
„Lesbtur, hommar.
Komum á opinn fund laugar-
daginn 24. april k. 17. — Við efnum
aftur til hópfarar á Frelsisvikuna í
Stokkhólmi í ágúst. Verið með við
undirbúninginn og tryggið ykkur far í
tíma. — Munið simatímann, við
erum í símaskránni. Samtökin ’78.”
Þessi auglýsing er greinilega
einungis ætluð lesbíum og hommum
— og þess vegna synjar þetta blað
„Samtökunum ’78, félagi lesbía og
homma á íslandi,” um birtingu
hennar, lesandi góður.
Það vill svo til, að á þessum fundi,
sem félaginu er meinað að bjóða til
lesbíum og hommum, félagsmönnum
sem utanfélags, með auglýsingu í
Dagblaðinu og Vísi, verður
umræðudagskrá, sem nefnist:
„Réttur til réttinda! Hvaða réttindi
höfum við og hvaða réttindi höfum
við ekki? Hvaða umbætur viljum
við?”
Því er svo farið um flest þau
réttindi, sem við teljum okkur hvert
og eitt sjálfsögð, að þau eru undir
það seld að aðrir hafi siðferðisþrek til
þess að virða þau. Réttur okkar til
lífs og heilsu, velfarnaðar og
hamingju er ævinlega í hættu staddur
vegna þess að siíkt þrek er ekki ðllum
gefíð.
Eftir að hagsmunasamtök okkar
lesbía og homma tóku til starfa fyrir
fjórum árum, höfum við aflað okkur
gleggri vitneskju um misrétti, sem við
búum við í íslensku samfélagi, og
tímabært orðið að krefjast úrbóta.
Misrótti
Úrræði samfélagsins gagnvart
þeim, sem virðir ekki rétt annars, er
að mæla fyrir um refsingu í lögum.
Með lögum er einnig skipað þeim
reglum, sem ætlað er að greiða fyrir
því, að hver og einn fái sem best not-
ið þeirra réttinda, sem hann á rétt
til. Löggjöf skiptir því miklu máli,
þegar stefnt er að afnámi misréttis
gagnvart lesbíum og hommum.
Tengsl löggjafar og misréttis
gagnvart lesbíum og hommum má
greina í þrennt: Misrétti sem er bein-
línis ákveðið með lögum, misrétti
sem hlýst af því að réttindi lesbía og
homma hljóta ekki þann styrk af
settum lögum og reglum er kemur
öðrum til góða, og misrétti sem felst I
því að lesbíum og hommum er ekki
veitt slík almenn vörn gegn misrétti
er aðrir þjóðfélagshópar fá.
Af því tagi, er fyrst var nefnt, eru
ákvæði íslenskra hegningarlaga um
lágmarksaldur aðila að kynmökum.
Þau eru þannig, að verknaður, sem er
refsilaus fyrir aðra, kann að baka
lesbíum og hommum refsingu. Mis-
munun með þessum hætti hefur þeg-
ar verið numin úr lögum í mörgum
nálægum löndum.
Af annarri tegundinni er til dæmis
réttindaleysi lesbia og homma í sam-
búð, og vegna þess hvernig lög eru
túlkuð, réttindaleysi lesbía og
homma við ákvörðun um forræði
barna við skilnað og veitingu leyfís til
fósturs og ættleiðingar. — í Svíþjóð
stendur fyrir dyrum að afgreiða lög
er tryggja jafnrétti lesbia og homma í
þessum efnum, og í nokkrum löndum
öðrum stendur yfir athugun á því,
hvernig helst megi útrryma misrétti á
þessu sviði.
1 þriðja lagi kemur svo margvís-
legt misrétti, sem lesbíur og hommar
verða fyrir í samfélaginu, án þess að
lög veiti eðlilega vörn, t.d. skert at-
Kjallarinn
Guðni Baldursson
vinnuöryggi, skert húsnæðisöryggi á
leigumarkaði, skertur réttur til þess
að fá fundarboð í auglýsingu i þessu
blaði, og þannig endalaust. í apríl
1981 gengu í gildi viðbótarákvæði við
norsk hegningarlög, er eiga að vernda
lesbíur og homma fyrir slíku. í
Noregi sáu menn, að vinna yrði gegn
misrétti gagnvart lesbíum og
hommum á einarðan hátt með þessu
lagi.
Ályktun
Evrópuráðsins
Stjórn Samtakanna ’78, félags
lesbía og homma á tslandi, telur að
Alþingi og ríkisstjórn beri siðferðis-
leg skylda til að hefjast nú þegar
handa við að útrýma misrétti
gagnvart lesbíum og hommum. Fyrst
krefjumst við þess, að ályktun þing-
mannafundar Evrópuráðsins 1.
október 1981 um afnám misréttis
gagnvart lesbíum og hommum, verði
tekin til fullra greina. í ályktuninni er
skorað á þing og ríkisstjórnir aðildar-
landanna að bæta úr eftirtöldum at-
riðum, þar sem það er ógert.
1. Fella úr gildi lagaákvæði er gera
saknæm sjálfviljug mök ein-
staklinga sama kyns.
2. Láta ein aldurstakmörk gilda í
lögum um mök einstaklinga, óháð
kynferði þeirra.
3. Fyrirskipa lögreglu og öðrum
aðilum að hætta að halda skrár
yfir lesbiur og homma og að láta
eyðileggja allar slikar skrár sem til
eru.
4. Tryggja jafnrétti fyrir lesbíur og
homma í atvinnu, með tilliti til
ráðningar, kjara- og at-
vinnuöryggis, sérstaklega í
þjónustu opinberra aðila.
5. Koma því til leiðar að hætt sé að
neyða menn til að sæta læknis-
meðferð í því skyni að breyta kyn-
hneigð og að hætt sé öllum
rannsóknum, sem beinist að því
að breyta kynhneigð fullvaxins
fólks.
6. Tryggja að forræði barna,
umgengnisréttur og vistun barna
hjá foreldrum sé á engan hátt
takmarkað vegna samkyn-
hneigðar foreldis.
7. Beita sér fyrir því að fangelsisyfír-
völd og aðrir opinberir aðilar séu
vel á verði fyrir hættu á nauðgun,
ofbeldi og kynferðisafbrotum í
fangelsum.
Krafa um
lagavernd
Síðan ætlumst við til þess, að
ríkisstjórnin leggi fram á næsta þingi
frumvarp um ný ákvæði hegningar-
laga, er séu efnislega samhljóða
norsku ákvæðunum, og alþingis-
menn samþykki:
1. Hver sá er lætur í ljós, eða sér til
að komi í ljós, í ræðu eða á annan
opinberan hátt, ógnanir, háð,
róg, ofsóknir eða lítilsvirðingu í
garð manns eða hóps manna
vegna trúarbragða, kynþáttar,
hörundslitar, þjóðernis eða
uppruna skal sæta tiltekinni refs-
ingu. Sömu refsingu varðar að
veitast á slikan hátt að manni eða
hópi manna vegna samkyn-
hneigðar og samsvarandi lifshátta
og viðhorfa.
2. Synji maður í atvinnu sinni eða
sambærilegri aðstöðu manni eða
hópi manna um vöru eða
þjónustu með þeim kjörum er
gilda fyrir aðra vegna trúar-
bragða, kynþáttar, hörundslitar,
þjóðernis eða uppruna skal hann
sæta tiltekinni refsingu. Sömu
refsingu varðar það synji maður i
atvinnu sinni eða sambærilegri
aðstöðu manni eða hópi manna
um vöru eða þjónustu með þeim
kjörum er gilda fyrir aðra vegna
samkynhneigðar og samsvarandi
lifshátta og viðhorfa.
Guðni Baldursson.
Athugasemd DV:
Framangreind auglýsing var ekki
talin eiga heima undir „einkamál”,
fremur en aðrar auglýsingar félaga.
Samtökunum ’78 var boðið að birta
hana í dagbók og undir tilkynningar í
smáauglýsingum, en félagið vildi það
ekki.
„Eftir að hagsmunasamtök okkar lesbía
og homma tóku til starfa fyrir fjórum
árum, höfum viö aflað okkur gleggri vitneskju
um misrétti, sem viö búum við í íslenzku sam-
félagi, og tímabært oröiö aö krefjast úrbóta,”
segir Guðni Baldursson í grein sinni þar sem
hann fjallar um misrétti í garð lesbía og
homma.
I seinni tið hefur borið sífellt
meira á því að einstaka menn úti á
landi hegði sér eins og vanþroska
unglingar, fullir af minnimáttar-
kennd og heimtufrekju gagnvart
hinni stóru og fullorðnu Reykjavík,
sem þeir virðast sannfærðir um að
sitji á svikráðum við þá við hvert
tækifæri. Líkt og Reykjavík væri
einn líkami með einn huga og að auki
sömu þarfir fyrir allar frumur þess
líkama.
Þessir menn verða að fara að
skilja að svoer ekki.
Að vísu er til dæmi þess að um
tvö þúsund manns búi undir einu og
sama þakinu í Reykjavík. En það eru
tvö þúsund sjálfstæðir einstaklingar,
sem hafa sömu þarfir og einhverjir
aðrir tvö þúsund einstaklingar. Tvö
þúsund sálir undir sama þaki í
Reykjavík þurfa jafn mörg at-
vinnutækifæri og tveir Blönduósbæir
svo að við tökum einhverja sam-
líkingu. Jafn mörg sláturhús sem
standa auð 300 daga á ári, jafn
margar virkjanir eða stór-
framkvæmdir, jafn mörg barna-
heimili þar sem allir hafa aðgang,
jafn mörg félagsheimili, jafn marga
„verkamannabústaði”, í formi
Borgin og
landsbyggðin
raðhúsa, sömu fyrirgreiðslu við
íbúðarkaup, eða eigum við kannski
bara að segja að íbúar þessarar
blokkar þurfi jafn marga skuttogara
til að skapa sér næga atvinnu og þrjár
Skagastrandir. — Og jafnmarga
þingmenn.
Þvi er líka haldið fram að það sé
ódýrara að lifa í Reykjavík.
Kjallarinn
0 „Viö fengum barnaheimilispláss daginn
eftir aö viö fórum fram á þaö, og ég þurfti
ekki að setja bensín á bílinn nema einu sinni í
mánuói,” segir Helgi J. Hauksson í grein
sinni, þar sem hann fjallar um búsetu á
höfuðborgarsvæóinu og í þéttbýli á lands-
byggðinni.
HelgiJ. Hauksson
Ódýrara að lifa?
Við hjónin bjuggum fyrir
skömmu einn vetur í fyrirmyndar
bæjarfélagi úti á landi. Ég var þar við
kennslu en konan vann hálfan daginn
á skrifstofu. Við fengum barna-
heimilispláss daginn eftir að við
fórum fram á það, og ég þurfti ekki
að setja bensín á bílinn nema einu
sinni i mánuði á móti fimm til sex
sinnum á mánuði í Reykjavik, svo að
eitthvað sé nefnt. Og leiga virtist mér
almennt vera helmingi lægri en á
höfuðborgarsvæðinu.
Allir fóru í mat heim til sín í há-
deginu, þar sem aftur flestir
höfuðborgarbúar verða vegalengd-
anna vegna að snæða í misdýrum
mötuneytum. Og auðvitað gátum við
fengið lóð undir einbýlishús bara ef
við nefndum það. Þar sem börnin
hefðu getað leikið sér án hættu af
hraðri og mikilli umferð, farið niður í
hreina fjöru og þau stálpuðustu veitt
á bryggjunni og haft ótal fleiri
möguleika til útivistar sem við
vissuiega þráum líka fyrir okkar
börn og okkur sjálf (svo veltir fólk
fyrir sér af hverju borgarbúar ferðist
meiraen aðrir).
Varðandi kennslu er svo aftur
annað mál að líkt og smiðurinn sem
allir sækjast eftir, velur það
verkstæði sem bezt er búið
verkfærum og tækjum, þá velur
kennarinn eðlilega og ósjálfrátt að
lokuni þann skóla sem tryggir honum
mesta möguleika á að móta þann
efnivið sem honum er trúað fyrir.
Skólar á Reykjavíkursvæðinu veita
hver öðrum aðhald sem tryggir þeim
hæfari kennara til lengri tíma. Þessu
geta hreppar úti á landi vel séð við ef
þeir halda vöku sinni. En þá dugir
ekki að viðmiðunin sé skólinn í næsta
hreppi, sem ekki heldur á neina
„smásjá”, þótt göturnar séu vand-
lega malbikaðar.
Lífsgæðin á hverjum stað
Úr fyrirmyndarbænum fluttum
við hjónin síðan í Hafnarfjörð því ég
ætlaði til frekara náms. En það
strandaði á barnaheimilisplássi. Það
er nefnilega ekki öllum fært, auk
annars að borga 2.300 kr. af einum
„konulaunum” fyrir gæzlu fyrir eitt
barn hjá dagmömmu. Fyrirutannú
það að stór hluti barna á barna-
heimilum sem Reykvíkingar og
nágrannar byggja eru börn náms-
manna utan af landi.
Annars hljóta ibúar lands-
byggðarinnar að sjá eitthvað í sínu
héraði fram yfir önnur. Ella hlyti
þeim að fækka hægt og sígandi eins
og Reykvíkingum nú.
Af þessu má sjá að þó
Reykvíkingar hafi eitt hafa lands-
byggðarmenn annað. Og ég gæti
trúað að mismunandi flutningar milli
byggðarlaga sé vísasti mælikvarðinn
á heildarmagn lífsgæða á hverju sviði
áhverjum tíma.
Er ekki kominn tími til að hugsa
eins og ein þjóð í einu lagi?
Helgi J. Hauksson.