Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982.
'immjwÐMmm
frjálst, aháá dugbluð
Útgáfufólag: Frjáls fjölmiðlun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson.
Framk væmdastjóri og útgáfustjóri: Höröur Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason.
Fróttastjóri: Sæmundur Guðvinsson.
Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og IngóHur P. Steinsson.
Ritstjóm: Síðumúla 12-14. Auglýsingar: Síöumúla 8. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa:
Þverholti 11. Sími 27022.
Simi ritstjórnar 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síöumúla 12.
Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10.
, ÁskrHtarverð á mánuði 110 kr . Verö í lausasölu 8 kr. HelgarblaðlO kr.
DýrskyldiPáll
Landsmenn borga nú 40 milljónir hið minnsta, og
vafalaust miklu meira, fyrir pólitíska heilsu Páls
Péturssonar, formanns þingflokks Framsóknarflokks-
ins.
Mörgum mun fínnast maðurinn dýr.
Þetta er sá kostnaður, sem við leggst, þegar Blöndu-
virkjun verður í upphafí miðuð við 220 gígalítra í stað
400. Að þessu stefnir nú eftir harðvítuga baráttu Páls.
Hann hefur sveigt þingflokk Framsóknar og ríkisstjórn
á þennan veg.
Kostnaðurinn verður að líkindum meiri en 40 millj-
ónir. Þar er aðeins um að ræða viðbótarkostnaðinn við
að skipta virkjuninni í áfanga að ósk Páls. Frekari
kostnaður fer meðal annars eftir því, hve há stíflan
verður í fyrsta áfanga. Ennfremur telja ýmsir sér-
fræðingar nú, að rafmagnsverð geti fyrir vikið orðið
um 12 prósent hærra en ella hefði orðið. Páll yrði þá
miklu dýrari en að framan greinir, og hvert varðveitt
ærgildi mundi kosta miklu meira en þær 66.700 krónur
sem nefndar voru í frétt DV í gær.
Páll PétuFsson hefur gengið hart fram. Hann hefur
sakað valdsmenn um að hafa beitt bændur kúgun.
Þingflokkur Framsóknar var í talsverðum vand-
ræðum, enda var málið rætt þar vikum saman, áður en
niðurstaða varð. Loks var afráðið að lúta Páli. Stækk-
un á miðlun umfram 220 gígalítra skyldi í framtíðinni
verða háð samþykki Alþingis. Með því var ákveðið að
fara af stað með minni virkjun en hagkvæmast hefði
verið.
Bardaganum um, hvort síðar skyldi stækka, var
frestað um óákveðinn tíma.
Menn sáu í sjónvarpinu í fyrrakvöld, í hvílíkum
vandræðum Steingrímur Hermannsson var, þegar
hann reyndi að verja þetta.
Steingrímur talaði „tveimur tungum” eins og Hjör-
leifur Guttormsson, starfsbróðir hans, benti á í sjón-
varpsþættinum.
Annað veiflð talaði Steingrímur um, hversu gott það
samkomulag væri, sem nú yrði byggt á samþykkt þing-
flokks Framsóknar. Af því hefði mátt ráða, að sú
lausnin væri bezt.
En inn á milli sagði Steingrímur allt annað. Hann lét
að því liggja, að menn hefðu leikið af sér með því að
hafa lónið minna en til stóð.
Menn venjast því, að landsfeðurnir segi eitt í dag og
annað á morgun, en býsna óvenjulegt er, að þeir tali
með og móti sjálfum sér í einu.
Páll Pétursson hafði lagt mikið að veði. Þingflokki
Framsóknar þótti að lokum ekki stætt á því að láta
hann „lúffa”.
Og reikningurinn fyrir Pál verður sendur öllum
landslýð.
Marka má af ummælum í blöðum, að fyrstu við-
brögð Hjörleifs Guttormssonar við samþykkt fram-
sóknarmanna hafí verið að fara í slag og standa á því,
að nú væri Fljótsdalsvirkjun orðin hagkvæmari en
Blönduvirkjun. Hjörleifur kaus þó að halda friðinn
eftir að hafa sofið næturlangt á málinu.
Öllum er ljóst, að hvert ærgildi verður svo dýrt, að
þjóðhagslega hefði mátt gera býsna vel við bændur,
fremur en að lúta kostum Páls Péturssonar. Sauðfjár-
búskapurinn er baggi á þjóðinni eins og nú háttar. Því
er staðan sú, að fyrst verða greiddir tugir miiljóna til
að varðveita nokkur hundruð ærgildi og síðan að lík-i
indum háar upphæðir í útflutningsbótum til að koma
kindakjötinu úr landi.
Haukur Helgason.
Pólitísk þreyta?
kosningar hér í höfuðborginni ára-
tugi aftur í tímann.
Á það hefir réttilega verið bent að
svo margir séu óákveðnir að ekki sé
leyfilegt að draga neina ályktun af
niðurstöðum könnunarinnar. Þetta
er hárrétt og allar líkur benda til þess
að „þrílembingarnir”, kratar,
kommar og framsókn, eigi mun
meira í þessu óákveðna fylgi þegar að
kosningunum kemur en sjálfstæðis-
menn. Margt af þessu óákveðna fólki
á vafalítið eftir að gera það upp við
sig hvern þríflokkanna það ætlar að
kjósa. Engu að síður er það sláandi,
að þá skuli svo margt fólk vera búið
að gera það upp við sig að ætla að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það bend-
ir óneitanlega til þess að fólk sé
ákveðnara til hægri en vinstri og það
hlýtur að valda leiðtogum vinstri
manna allnokkrum áhyggjum.
Ef svo er —
hvers vegna?
Hvers vegna hallast menn þá til
hægri, ef sú er raunin á? Til þess að
RAUBUR1. MAÍ
Fyrsta skoðanakönnunin sem gerð
er fyrir væntanlegar sveitarstjórnar-
kosningar bendir til pólitískrar
þreytu — jafnvel ofþreytu. Hvaöa
lærdóma sem stjórnmálamenn vilja
draga af hlutfallslegri skiptingu
þeirra, sem talað var við, milli
flokka, hljóta þeir allir að hafa mikl-
ar áhyggjur af því að aðeins rúmum
mánuði fyrir kjördag skuli helmingur
kjósenda annaðhvort neita að svara
eða segjast ekki hafa gert upp hug
sinn. Auðvitað þarf þetta ekki að
þýða minni þátttöku í kosningunum
eftir mánuð, en það hlýtur að tákna
minni pólitískan áhuga.
Hægri sveifla?
En til hvers bendir niðurstaða
könnunarinnar? Ekki er unnt að
komast hjá því að draga þá ályktun
af henni að kjósendur höfuðborgar-
innar hallist mun meira til hægri en
þeir gerðu fyrir fjórum árum. Raunar
er það ekkert óeðlilegt því þá varð
mikil vinstri sveifla, sem ávallt kallar
á nokkurt bakslag. Þótt sjálfstæðis-
Á fimmtudegi
Magnús Bjamfreðsson
menn efldu fylgi sitt frá því þá það
mikið að þeir næðu hreinum meiri-
hluta nú er það ekkert nema eðlilegt
ástand miðað við borgarstjórnar-
Það llður að 1. maí, alþjóðlegum
baráttudegi verkamanna. í tæpa öld
hefur verkalýðsstétt heimsins fylkt
liði þann dag, sýnt styrk sinn og
borið fram Itröfur sinar gegn auð-
valdsskipulaginu, kúguninni og þvi
að vera notuð sem fallbyssufóður i
styrjöldum heimsvaldasinnanna.
1 tæp 60 ár hefur reykvískur.verka-
lýður farið í kröfugöngur og haldið
fundi 1. maí, sýnt hatur sitt á auð-
valdsskipulaginu, vilja fyrir sósíal-
isma og frelsi og borið fram brýnustu
dagskröfur sinar, þar sem kröfuna
um 8 stunda vinnudag hefur borið
hæst.
Frá því að fyrsta kröfugangan var
farin (1923) hafa aögerðir á 1. maí
verið skipulagðar af fulltrúaráði
verkalýðsfélaganna. Þessar aðgerðir
voru herskáar og byggðu á vilja og
hagsmunum verkalýðsins en með úr
kynjun verkalýðsfélaganna hefur
verkalýðsaðlinum tekist að setja
meinlausan stéttarsamvinnu- og há-
tiðarblæ á göngur sínar og útifundi 1.
maí. Slíkt geta baráttufúsir verka-
menn og stuðningsmenn þeirra ekki
samþykkt. Margir þeirra hafa því
komið til aðgerða, skipulagðra af
samtökum sem gagnrýnt hafa stéttar-
samvinnu forystumanna verkalýðsfé-
laganna. Margir raunverulegir bar-
áttusinnar hafa tekið þátt í göngu
fulltrúaráðsins, fyrst og fremst vegna
þess að þar ganga þeir undir merkj-
um fagfélaga sinns. í ár er byltingar-
sinnaða hreyfingin ekki nógu sterk til
að hefja samningaumræður um eigin
kröfur og ræðumenn í göngu full-
trúaráðsins.
Á undanförnum árum hafa verið
farnar 3 göngur og haldnir 3 fundir 1.
maí í Reykjavík. Fyrir utan fulltrúa-
ráðsgönguna hefur maóistahreyfing-
in (sem nú er svo til liðin undir lok)
og samtök trotskíista, Fylkingin,
staöið fyrir þessum göngum ásamt
nokkurri þátttöku Rauðsokkahreyf-
ingarinnar.
Vfð vers/um ekki
með grundvallaratriði
Fyrir skömmu var haldinn liðs-
mannafundur Rauðrar verkaiýðsein-
ingar. Þar voru mættir fulltrúar Bar-
áttusamtakanna fyrir stofnun komm-
únistaflokks, BSK, Fylkingarinnar,
maóistanna og Rauðsokkahreyfing-
arinnar. Þar náði Fylkingin fram
kröfum sínum með tæpum meiri-
hluta og þar með var ekki um frekari
samvinnu að ræða vegna þess að BSK
og fleiri sem staddir voru á fundinum
geta aldrei fallist á þá skoðun Fylk-
ingarinnar að Sovétríkin séu verka-
lýðsríki, sem standi vörð um friðinn
og hins vegar að Alþýðubandalagið
Eitt fjögurra meginstefnumála Sjálfstæöisflokksins:
Bflageymsluhöll í
gamla miðbænum
Kjallaragrein mín, „Hvernig
miðbæ viljum við?” í Dagblaðinu og
Vísi 6. apríl sl. hefur orðið þeim
Kjartani Stefánssyni, blaðafulltrúa
Verslunarráðs íslands og Þórarni
Hjaltasyni, arkitekt hjá Skipulags-
stofu höfuðborgarsvæðisins, tilefni
athugasemda í sama blaði 14. og 20
apríl. Reyndar er athugasemdir ekki
rétta orðið, því báðir leggja þeir i
greinum sínum áherslu á að þeir séu
mér sammála um að lausn á
umferðarvanda i gamla bænum megi
ekki kosta stórfelld spjöll á svipmóti
hans.
Kjartan Stefánsson tekur upp
hanskann fyrir vinnuveitendur sina
og segir að það sé ekki vilji
Verslunarráðs að breikka Fríkirkju-
veg og Sóleyjargötu út f Tjörnina og
Hljómskálagarðinn, að Versiunarráð
vilji ekki hraðbraut gegnum miö-
bæinn, að Verslunarráðið sé ekki aö
gagnrýna núverandi meirihluta sér-
staklega vegna þróunar miðbæjarins
og að Verslunarráðið vilji ekki að
skipuiagi Sjálfstæðisflokksins verði
hrint óbreyttu í framkvæmd. Er
nokkur furða þó Kjartan slái
varnagla við þeirri hugsun að
Verslunarráðið hafi opnað útibú í
Alþýðubandalaginu eða öfugt? Og
hvað skyldi formaður ráösins,
Ragnar Halldórsson, forstjóri
álversins, segja um það?
Kjallarinn
Átfheiður Ingadóttir
Sjáffstæðlsfíokknum
afheétað
Nei, auðvitað er Kjartan aðeins að
lýsa eigin skoðunum, enda kemur
ekkert af þvi sem hann nefnir fram í
ályktun ráðstefnu Verslunarráðsins
um málefni miðbæjarins. Engu að
síöur er ágætt að heyra að Kjartan
afneitar Sjálfstæðisflokknum í
þessu máli. En þar til Verslunarráðið
sjálft hefur lýst ofangreindum full-
yrðingum hans sem sínum, hlýt ég að
iíta svo á að stefna ráðsins fari í þessu
eins og öðru saman við stefnu Sjálf-
stæðisflokksins. Þar gengur ekki
hnífurinn á milli i nokkru máli.
Þórarinn Hjaltason frábiður sér þá
túlkun að hann sé „hrifinn af”
tvöfðldun Fríkirkjuvegar og
Sóleyjargötu á kostnað Tjarnarinnar
og Hljómskálagarðsins, en slíkt hef
H a.m.k. aldrei borið á hann.
Reyndar var nafn hans aldrei nefnt í
grein minni 6. april, aðeins sagt að á
ráðstefnunni „hefðu verið kynntar
hugmyndir um bilageymsluhús
hafnarmegin á horni Tryggvagötu og
Lækjargötu”. Síðan fjallaði ég um
það hvaða afleiðingar slíkt myndi
hafa og tók skýrt fram að þar væri ég
að lýsa umferðarskipulagi Sjálf-
stæðisflokksins. En það er ágætt að
einnig Þórarinn skuli afneita Sjálf-
stæðisflokknum í þessu máli.
Hversu margir mæla
með lausn íhaldsins?
Reyndar voru það orð Þórarins
Hjaltasonar á þessari ráðstefnu sem
urðu kveikja þess að ég stakk niður
penna. Hann lýsti afleiðingum bíla-
geymsluhússins á umferðarkerfi
miðbæjarins í löngu máli; 6
akreinum á Sætúni, umferðarbrú á
mótum Tryggvagötu og Sætúns,