Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Sameinast í hreinna Miöjarðarhafi Menn ala nú með sér vonir um, að það verði í framtíðinni minni daunn af Miðjarðarhafinu. í byrjun mánaðarins var undirritaður í Genf samningur, sem leggur grundvöllinn að vemdun Miðjarðarhafsins fyrir mengun og friðlýsingu ákveðinna svæða ásamt með gagnkvæmu eftir- liti strandrikjanna hvers með öðru 1 þvítilliti. Það búa um hundrað milljónir manna í þeim átján löndum, sem liggja að Miðjarðarhafinu, og á hverju ári bætist þeim annað eitt hundrað milljónir ferðamanna. Þar una sér einnig um fímm hundruð fisktegundir, auk munkaselsins, pelíkana, gleraugnasalamöndrunnar, ísraelsfroska, tyrkneskra svampa og fleiri tegunda, sem þykja vera í hættu á útrýmingu, hvort sem heimkynni þeirra eru við E1 Kala-ósana í Alsír, Palmierseyju Líbanons eða Monte- cristo-skagaítalíu. Þegar fullt skipulag verður komið á hlutina, er ætlunin að þessi umhverfisvemdarsáttmáli spanni einnig fornleifar og söguminjar, auk annarra staða, sem eru náttúru- verndarmönnum svo kærír. Þessi Miðjarðarhafsréttarsáttmáli, sem þarna er í uppsiglingu í kjölfar hinna mikilvægu samninga í Genf 3. apríl, er ekki einungis merkilegt framtak 1 umhverfisvemdarmálum, heldur og í leiðinni athyglisverður áfangi í milliríkjasamstarfi og alþjóð- legum samskiptum. Samninga- viðræðurnar i Genf fóru einhverra hluta vegna ekki mjög hátt í heims- fréttunum, en þó sátu þarna saman við samningaborðið lönd eins og Alsír, Marokkó, Tyrkland, Grikk- land, ísrael og Líbýa. — ísrael og Líbýa í friðsamlegum viðræðum! Griíckir og Tyrkir i bezta samlyndi! — Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar. Og samkomulagið tók ekki ein- vörðungu til orðalags um fyrir- myndarumgengni manna við lífæð og lifgjafa Miðjarðarhafsríkja heldur og um leiðir til þess að ríkin litu eftir því, hvert með öðru, að allir stæðu við sitt og fylgdu reglunum. Að þessari ráðstefnu stóð umhverflsverndarstofnun Sameinuðu þjóðanna. í uppkastinu að sáttmálanum er alls ekki lagzt gegn skynsamlegrí iðn- þróun, sem einatt hefur þó viljað bitna á náttúrulegu umhverfi jarðar- búa. Þvert á móti andar sá skilningur frá samningsdrögunum, að mengun sé náskyld vanþróun. Það er jafnvel litið á ferðamanna- iðnaðinn sem blessun í umhverfis- vemdarmálum. Að minnsta kosti hafi hann í stöku tilvikum ýtt á menn að fegra eða vemda umhverfið. Ef ekki hefði verið vegna ferðamanna- iðnaðarins þykir til dæmis vafasamt, að Aþeningar hefðu lagt í að fram- lengja skolpleiðslur sínar frá baðstrandarfjörum sinum og lengra út á meira dýpi. Afleiðingin birtist í hreinni fjörum og meiri næríngu fyrir fiskinn, sem liggur úti á meira dýpi. Þessi nýi samningur er til orðinn „til þess að auðvelda landsstjórnum að gera, það sem þær hefðu fyrir löngu átt að vera byrjaðar á,” eins og einn embættismanna Sameinuðu þjóðanna komst að orði. Um leið þykir hafa orðið vakning meðal þessara sambýlisríkja til auk- ins samstarfs og velvilja 1 stefnunni að þessu sameiginlega markmiði. Þykir það bjóða heim betri grann- skap með auknu samstarfi á fleiri sviðum. Það var aðeins eitt ríki, sem skarst úr leik. Nefnilega hin mjög svo einangraða Albanía. Þykir það huggun harmi gegn, að strandlengja Albaníu teygir sig stutt. Hver fagnar ekki þrifalegri baðfjörum við Miðjarðarhaflð? Guðmundur Pétursson Eitt ár er liðið, síðan fyrstu dauðs- föllin urðu á Spáni vegna eitruðu matarolíunnar, sem lagt hefur tvö hundruð sjötfu og fimm manns í gröfina. Enn er ekki séö fyrir enda þessa hryllings, því að heilbrigðisyfir- völd kvíða því, að frekari eftirköst eigi eftir að koma fram 1 mikilli krabbameinstíðni. Niðurstöður tilrauna á rann- sóknarstofum gefa til kynna, að olían valdi skemmdum á litningum 1 bakterium og rottum. Börn fædd af konum, sem neyttu olíunnar á meðgöngutímanum, sýna merki vaxtartruflana, sem aftur vekur grun um erfðafræðilegar skemmdir. Slík truflun á frumustarfseminni er einmitt talin liggja til grundvallar hinnar óstöövanlegu þróunar á ill- kynjuðum æxlum. Þessar athuganir eru enn á frum- stigi, því aö hinn strangi vandvirknis- skóli vísindamanna krefst þess, aö til- raunir séu endurteknar mörgum sinnum við breytilegar aðstæður og skilyrði, áður en dregnar verði álykt- anir af niðurstöðum. Samt eru sér- fræðingar heilbrigðisyfirvalda og vísindamenn farnir að viðurkenna hættuna á krabbameinsmyndunum í sjúklingum, sem veikzt hafa af hinni eitruðu matarolíu. í viðtölum við fréttamenn Reuters hafa margir læknar á Spáni sagt, að krabbamein séu líklegustu eftirköstin og>afleiðingar þeirrar röskunar, sem olían hefur orsakað í frumustarfsemi líkamans. Dr. Victor Conde, forstöðumaður heilbrigðismálastofnunar Spánar, sagði í viðtali á dögunum, að sann- anir væru enn óljósar fyrir lífeölis- fræðilegum skemmdum 1 þeim átján þúsund Spánverjum, sem eitrazt hafa af oliunni. Aðspurður sagði hann, að krabbamein væri þó eitt aðal- áhyggjuefni þeirra í eftirmeðferð og athugunum þessara sjúklinga. Upplýsti hann, að heilbrigðisráðu- r e\ ið hefði þegar veitt fjörutíu millj- ó. ir kró.ia til þess að fylgjast með sjuxiingunum næstu tíu árín. Aörir læknar hafa tekið dýpra í árinni, orðnir þegar nær sannfærðir. Einn, sem sæti á í sjúkrahúsanefnd heilbrigðisráðuneytisins — ai hún hefur fylgzt náið með tvö þúsund þessara sjúklinga allar götur frá því síðasta október — hélt því fram, að þeir, sem verst höfðu orðið úti af eitruninni, ættu krabbamein vist. Annar sagði, að æxlismyndun væri óhjákvæmilegeftirköst. — Hvorugur vildi láta nafn síns getið í viðtölum við fréttamenn Reutersfréttastof- unnar, því að oliueitrunin og þján- ingar fórnarlambanna er hið viðkvæmasta hitamál á Spáni. Olían, sem martröðinni olli, hefur ekki verið á markaðnum siðustu níu eða tíu mánuðina. Hún var seld með ólögmætum hætti í ómerktum plast- brúsum úti á strætum og við eldhús- dyr húsmæðra. Menn hafa ekki enn getað einangrað eða borið kennsl á eiturefnið, sem hún ber í sér. Þetta var olía, sem blönduð var litarefninu „anilín” til auðkenningar fyrir iðnaðarnotkun, en innflytjendur höfðu eimað hana eða skilið litar- efnið frá til þess að selja hana sem matarolíu. Það er talið, að olían hrindi af stað efnabreytingum í miklu. Dæmi voru til þess að þeir, sem kvefuðust ofan í þetta, lifðu það ekki af. En margir sjúklingar eru snúnir aftur til starfa, og lifa til þess að gera eðlilegu lífi. Einn læknir orðaði það þannig: „Margir hafa veriö útskrif- aðir, en enginn læknaður.” Margir eru með innvortis ör, stór- kostlegar vefjaskemmdir, og hæfni líkamans frá náttúrunnar hendi til þess að sigrast á öðrum algengum sjúkdómum eða kvillum er talin hafa stórum minnkað. Einn læknir að minnsta kosti hefur þó látið í ljós bjartsýni. Dr. Angel Pestana, sem yfirumsjón hefur með rannsóknum ríkisins á hinni eitruðu olíu, telur hugsanlegt, að sumar vefjaskemmdirnar eigi eftir að gróa um heilt, og þeir sjúklingar orðið jafngóðir og áður. Dr. Antonio Noriega, yfirlæknir eins stærsta spitalans í Madrid — og einn þeirra, sem sökkt hefur sér i rannsókn á olíueitruninni — segir, að margir sjúklingar, sem verst urðu úti, spjari sig betur en hann hefði þorað að spá. Nokkrir sem liggja í gjör- gæzlu á spítala hans, hafa þraukað í þrjá mánuði. „í fullri hreinskilni sagt, hefði ég í febrúar ekki ætlað þeim líf nema fáeinar vikur til viðbótar. En þeir þreyja.” — Hann segir, að dánartíðnin hafi gengið mjög niður á síðustu mánuðum, en spurningin nú væri eftirköstin, þegar til lengri frambúðar væri litið. Dr. Noriega var hinsvegar svartsýnn á, að margir sjúklingar mundu sleppa viö krabbamein. Þessi yfirlæknir hefur undirbúið fámenna ráðstefnu sérfræðinga í lausum sameindapörtum (free radi- cals), sem koma skal saman í byrjun júní. Vonast hann til þess, að þegar þeir hafi lagt fram sína þekkingu til málsins, kunni spænskum læknum að aukast skilningur á þessari nýbólu. „Hin sjúklegu afbrigði, sem við finnum 1 þessum sjúklingum, eru svo umfangsmil.il, að stappar nærri hinu ótrúlega,” segir dr. Noriega. „Þetta fólk varð fyrir heiftarlegri sýkingu í maí 1 fyrra, og rðskunin á lífeðlislegri starfsemi þeirra beinir huga manns straxað æxlismyndun.” Eitt einkenni hjá mðrgum þessara sjúklinga er hart og gljáandi hörund, sem um margt minnir á scleroderma- tilfelli. Menn þekkja ekki orsakir scleroderma, en ætla að það verði helzt rakið til erfðafræðilegra breyt- inga. Tjónið, sem olíueitrunin hefur valdið Spánverjum, er ómælanlegt. Sölutregða hefur orðið á jafnvel hinum hreinustu af spænskum olíum. Niðursuðuiðnaður landsins liggur nánast í rúst, eftir að grunur vaknaði — sem aldrei hefur verið sannaður — um að eitthvað af hinni eitruðu olíu hefði ratað ofan í niðursuðuvörur. Eitrunin hefur kostað heilsugæzl- una nú þegar um fimm hundruð milljónir króna í beinum fjárútlátum, og áætlanir hafa verið gerðar um eftirmeðferð og eftirlit þessara sjúkl- inga næstu tíu árin. En aðspurður um, hvað unnt væri að gera fyrir þetta fólk, svaraði einn spænskur læknir: „Setjast niður og gráta.” Fólk gefur sig fram með olíu, sem það hafði keypt bakdyramegin vegna vildarkjara, er reyndist hinn versti hryllingur. líkamanum, eins konar sjálfseyði- leggingu. Rannsóknaraðilar segja, að eiturefniö leysist sennilega strax upp í eindir við meltinguna, sem geri mjög erfitt um vik að finna samsetningu þess. Svo virðist sem viðbrögð likamans við eitrinu séu á þá leið að framleiða mjög virk efnasambönd, sem kölluð eru lausir sameindarpartar (free radicals), en þeir tæta sundur frumu- himr.urnar. Frumurnar bregða við og mynda örvefi, sem hjá verst leiknu sjúklingunum hindruðu starfsemi stærri líffæra. Harðast úti urðu taugar og vöðvar. Sumir sjúklingar lömuðust algerlega. önnur sjúk- dómseinkenni birtust í háum hita, máttleysi og menn hriðhoruðust. Slíkir sjúklingar máttu ekki við Eiturolían á Spám: Krabbamein tík- leg eftirköst olíueitrunar i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.