Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 29. APRÍL-1982.
35
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Kosningabarátta
í uppsveitum
xMargt bendir til þess að
kosningabaráttan i Reykjavik
verði nú háð i uppsveitum og
útsveitum borgarinnar og
snúast um sprungur og
sprengingar.
Verða þá fylkingar með
vfgstöðvar ýmist i kindakof-
um á Rauðavatnshœðum eða
á sorphaugunum i Gufunesí.
Óvist er að þær hittist nokk-
urn tíma. Yrði þá nsesta
borgarstjórn skipuð að fyrir-
mynd Donkikóta og allir
orðnir hundleiðir á henni þeg-
ar hún tæki við völdum.
Raunsærri menn, sem
gieymdu að bjóða sig fram,
eru á þvi að byggðaþróun
höfuðborgarinnar sé í áiika
miklum ógöngum hvort sem
hún teygist i austur eða norð-
ur. Að minnsta kosti á meðan
i suðrinu er ónýtt gósenland,
þótt það sé Kópavogsmegin
við landamæri sveitarfélag-
anna. Fífuhvammsland biður
eftir 30 þúsund manna byggð
með fjölskrúðugu atvinnuiifi.
Og feilur eins og flis við rass
að hagrænum sjónarmiðum.
En hvað munar svo sem um
eina góða vömb i sláturtið-
inni?
Sagði hún
,jariinum"?
Guðrún Helgadóttlr barna-
bókarithöfundur hefur borið
til baka eitt orð sem haft var
eftir henni hér i DV frá fundi
með námsmönnum i Lundi i
Svfþjóð.
„. . .ég hef hvorki hér
heima né erlendis kallað
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra kari. . .,” biður hún
Þjóðviljann að hafa eftir sér.
Með þessu staðfestir hún
auðvitað fullyrðingar sinar
um að Gunnar muni boða tii
þingkosninga ef SJálfstæðis-
flokkurinn vlnni meirihlutann
á ný i borgarstjóm. Og einnig
að hún hafl sagt: „Og ég skal
viðurkenna að það yrði flott
hjá. . .” En hvað svo?
Þegar Ijóst er orðið að
fréttamaður DV heyrði allt
rétt nema orðið kari, ef hann
heyrði það þá ekki rétt, er
merkilegri spurníngu ósvarað.
Nú geta menn spreytt sig á að
geta i eyðuna.
Grfrta: — M gtiar tkU t«M »0
tf k«n Bfl , Juut fcw" wa kartlnn. . .
Hvenær varð svo karl tíl að
skammast sín fyrir?
Yfrvofandi
suttur í Sovét-
ríkjunum
Það er oft ieitað langt yfir
skammt i fréttaleit. Árviss
uppskerubrestur í Sovét-
rikjunum, sem ýmist stafar af
vondu eða of góðu árferði, er
ekki eina skýríngin á yfirvof-
andi sulti meðal Sovétmanna.
Auðvitað gefa þeir Kúbu-
mönnum af fátækt sinni til
hnifs og skelðar. Og nú las ég
það i Feyld i flennistórri aug-
lýsingu frá „kaupfélögun-
um” að jafnvel við islending-
ar erum meira eða minna
komnir á framfæri Sovét-
manna. Við étum frá þeim
undrahunangið, sulturnar,
grænu baunirnar og rúsin-
urnar. Það kórónar svo allt
saman að með hunanginu ét-
um við hugarró Sovétþjóð-
anna. Nema hvað við reykt-
um nú í ofanálag rækjurnar
af þcim og sjóðum þær oní
Dani og Vestur-Þjóðverja.
Minna mátti nú gagn gera.
Þetta er í og með ókeypis
auglýsing frá V/O Soju-
zkoopveneshtorg — eða
sovétsamvinnutombólunni.
Lóðaskorturinn
hagsmunamál
Annars grunar marga að
óhagkvæm landvinninga-
áform frambjóðenda til borg-
arstjómar séu fyrst og fremst
liður I samanteknum ráðum
sveltarstjóma á höfuðborgar-
svæðinu um að viðhaida lóða-
skorti og þar með skömmtun.
Lóðaskorturinn er stað-
reynd, þrátt fyrir ónotað úr-
valsland. Það þykir jafngilda
þvi að spila i stóru happdrætt-
unum að sækja um lóð. Síðan
ræðst það af ýmsum duttlung-
um hvort og hvenær menn fá
lóð og hvort þeir geta yfirieitt
nokkru sinni á ævinni búið
eins og hugur þeirra stendur
til. Úthlutanir eru birtar í
blöðunum sem vinningaskrá
og er það vafalaust einsdæmi
i viðri veröld. Alveg er litið
fram hjá iðnaði við húsbygg-
ingar, af hálfu sveitarstjórna,
og handverkið dýrkað, enda
eru engin alvöru-byggingar-
fyrirtæki til á íslandi.
Hiálegast af öllu er þó að ef
lóða- og húsnæðisskorturinn
yrði elnhvern tima yfirunninn
þýddi það ekki aðeins 25—
30% lækkun byggingarkostn-
aðar á höfuðborgarsvæðinu
heldur um leið sambærilega
lækkun á fasteignaverði. Þar
með myndu gervieignir gufa
upp og það kynni að koma
við kaun þeirra sem spila á
gerviöldina sem vlð lifum i.
Loks myndu fullveðsettar
eignir allt f einu ekki standa
undir veðum og alls konar
brask yrði naumast fram-
kvæmanlegt.
Lóðaskorturinn er þvi ekk-
ert smáræðis hagsmunamál.
| Herbert Guðmundsson
Kvikmyndir Kvikmyndir
Stjömubíó: Innbrot aldarinnar
Hið fullkomna
bankarán
Stjömubíó: Innbrot aidarínnar (Les egouts du
paradis).
Kvikmyndun: Wahor Bal.
Tónlist: Jean-Pierre Doering.
Aðattilutverk: Jean-Francol* Balmer, LUa
Kedrova og Berangere Bonvoixin.
Árgerð: 1979.
Ég hef aldrei verið sáttur við kvik-
myndir er gera afbrotamenn að hetj-
um og hafa þannig áhrif á kvik-
myndahúsagesti til hins verra. En
Innbrot aldarinnar fjallar einmitt um
hóp manna sem undirbúa og fram-
kvæma að því er virðist hinn full-
komna glæp. Myndin er byggð á
sannsögulegum atburði sem átti sér
stað í Frakklandi fyrir nokkrum ár-
um og er enn ferskur í minni megin-
þorraFrakka.
Albert Spaggiari, skipuleggjari og
höfuðpaur bankaránsins, hefur að
því er virðist sent frá sér bók um
framkvæmd bankaránsins sem
myndin fjallar um og er handritið
byggt á þeirri sögu.
Myndin segir frá því hvernig Al-
bert Spaggiari, sem er ljósmyndari í
byrjun myndarinnar og á litríka for-
tíð að baki, er orðinn leiður á til-
breytingarleysi því sem fylgir lífi ljós-
myndarans og hyggur á stærri hlut,
sem er að ræna úr bankahólfum í
Sociéte Généralbankanum í Nissa.
Hann fær til liðs við sig hóp manna,
glæpaflokk frá Marseilles og vini úr
ýmsum áttum.
Til að komast að bankanum þurfa
Kvikmyndir
þeir að fara langan veg um skolpræsi
borgarinnar, þar sem mannasaur
flýtur á yfírborðinu og rottur eru
einu íbúarnir, en það er til mikils að
vinna og allt erfiðið borgar sig því
ránsfengurinn var einn sá stærsti sem
sögur fara af og ef rétt er farið með í
myndinni hefur ekkert verið endur-
heimt.
Eftir að búið er að framkvæma
ránið hverfa glæpamennirnir hver í
sína áttina, nema hvað Spaggiari
verður eftir og er stuttu síðar hand-
tekinnogjátaraðild sínaað ráninu.
En ekki er sagan þar með öll því
við eina yfirheyrsluna tekst honum
með utanaðkomandi aðstoð að flýja
með því að stökkvaút um glugga.
Því er ekki að neita að ef rétt er
farið með í kvikmyndinni er þarna
um mjög snjallt og vel skipulegt
bankarán að ræða, en það sama er
ekki hægt að segja um kvikmyndina
sem gerð er eftir sögunni um ránið.-
Myndin nær aldrei að gera bankarán-
ið sannfærandi, bæði er að leikarar
eru mjög ósannfærandi í hlutverkum
sínum og einnig er leikstjórn og sviðs-
setning öll í molum og ekki bætir það
úr að enskt tal er sett á myndina.
Frakkar hafa oft gert ágætis saka-
málamyndir og kemur það því á
óvart hversu illa tekst að vinna úr
eins bitastæðu efni og Innbrot aldar-
innar býður upp á.
Hilmar Karlsson.
'
Kvikmyndir
Minningarsjóður Barböru Ámason:
Þorbjörg
Höskulds-
dóttir
færstyrk
Úthlutað var úr Minningarsjóði
Barböru og Magnúsar A.Árnasonar 19.
apríl sl. Sjóðnum er ætlað að styrkja
myndlistarmenn til kynnisferða vegna
listar sinnar. A þessu ári nemur styrk-
urinn 8000, — krónum og hlaut hann
að þessu sinni Þorbjörg Höskuldsdóttir
listakona.
í sjóðsstjórn eru Vífill Magnússon
ariktekt, Sigrún Guðjónsdóttir mynd-
listamaður, formaður Félags íslenzkra
myndlistarmanna, Þóra Kristjánsdóttir
listfræðingur, listrænn forstjóri Kjar-
valsstaða, og Þorkell Sigurbjörnsson
tónskáld, forseti Bandalags íslenzkra
listamanna.
Barbara og Magnús Árnason
r l l l l. ■ ll.l|.Ml.s w
FJÖLMENNUM í AÐGERÐIR
RAUÐRAR
VERKAL YÐSEININGAR
gegnauðva/cfi,kreppu og hervæðingu
Safnast verður til kröfugöngu á Hiemmi upp
úr 12.30. Eftir stuttar hvatningar verður
gengið niður Laugaveg og að Miðbæjar-
skóla.
Ræður flytja: Ómar Harðarson í Félagi bókagerðarmanna og Pétur Tyrfingsson
verkamaður í Dagsbrún. Ennfremur flytja Sigríður Albertsdóttir Rauðsokka
hreyfingunni og Birna Gunnlaugsdóttir í El-Salvador-nefndinni fundinum stutt
ávörp.
Fundarstjóri vcrður Ásgeir R. Helgason, gæslumaður á Kleppi.
LAUNAFÓLK - BARÁTTUSINNAR! Mætum ÖU og sýnum
styrk okkar og baráttuvUja 7. maí.
PÉTUR
ÁSGEIR
SIGRÍÐUR
BIRNA
m