Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Blaðsíða 21
20 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982. DAGBLAÐIÐ& VlSlR. FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982. 21 íþróttir íþrótt íþróttir íþróttir fþróttir íþróttir íþrótt íþrótt íþróttir Hilmar velur 17 manna landsliðshóp! —til undirbúnings fyrir keppnisferð handknattleikslandsliðsins til Júgóslavíu Hilmar Björnsson Sigurður gefur ekki kost ásér Siguröur Gunnarsson, lang- skyttan sterka hjk Viking i hand- knattleik, gefur ekki kost á sér i landsliðiö i sumar, þar sem hann er á förum til Eskifjarðar, en hann hefur fengið vinnu þar í sumar. Sigurður mun einnig leika knatt- spyrnu með Austra í 3. deild. -SOS. Pállekkimeð Þrótti Páll Ólafsson, landsliðsmaður í handknattleik úr Þrótti, hefur ákveðiö að leika ekki knattspyrnu með Þrótturum i sumar, vegna æfinga með landsliðinu. Páll hefur verið einn marksæknasti leikmaður Þróttar undanfarin ár og hefur hann leikiö elnn landsleik i knatt- spyrnu. -SOS „Allar vildu meyjam ar eiga hann Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, valdi i gær 17 manna lands- liðshóp til æfinga fyrir keppnisferð lands- liðsins i Júgóslaviu, sem hefst 27. júni i sumar, en eins og hefur komið fram i DV, þá taka nokkrar af sterkustu handknatt- leiksþjóðum heims þátt i keppninni, sem fer fram í Trogar við Split — Rússar, Pólverjar, Júgóslavar og Svisslendingar. — Við munum byrja að æfa úti í næstu viku og verður þá byrjað að æfa lyftingar og kraftæfmgar, sagði Hilmar í viðtali við DV ígærkvöldi. _ 17 manna landsliðshópur Hilmars er sldpaður þessum leikmönnum: Markverðir: Kristján Sigmundsson, Víking Einar Þorvarðarson, HK Gísli Felix Bjarnason, KR Haraldur Ragnarsson, FH Línumenn: Steindór Gunnarsson, Val Jóhannes Stefánsson, KR Þorgils ÓttarMathiesen, FH Hnrnamenn: Ólafur Jónsson, Víking Guðmundur Guðmundsson, Víking Bjarni Guðmundsson, Nettelstedt Gunnar Gíslason, KR Útispilarar: Alfreð Gíslason, KR Páll Ölafsson, Þrótti Þorbergur Aðalsteinss., Víking Sigurður Sveinsson, Þrótti Þorbjörn Jensson, Val Kristján Arason, FH — Ég reikna fastlega með að fara með 14 leikmenn til Júgóslavíu, sagði Hilmar. -sos. Gunnsteinn Inglmarsson var mjög vinsæll hjá áhorfendum eftir leikinn gegn Austurriki og þá sér- staklega hjá stúlkunum, sem hrifust af þessum snaggaralega glókolli. Stúlkurnar þyrptust kringum hann eftir leikinn og báöu hann um eiginhandaráskrift. Einum gam-> ansömum félaga hans i landsliðinu, varð þá að oröi: — „Allar vilja meyjarnar eiga hann.” -klp- Torfimeð 75landsleiki Torfi Magnússon, landsliðs- maður úr Val, lék sinn 75. landsleik fyrir ísland — gegn Austurríkis- mönnum. -Idp- SjöUngverjar yfir2metra íslendingar mæta Ungverjum i EM i dag og eru Ungverjar með hvorki meira né minna en sjö leik- menn yfir 2 m, en íslendingar aðeinselnn —Simon Ólafsson.klp- England í úrslit Englendingar mæta Rússum eða V-Þjóðverjum i úrslitum Evrópu- keppni landsliða — 21 árs og yngri. Þeir gerðu jafntefli 1—1 gegn Skotum i Manchester i gærkvöldi, eftir að hafa unnið 1—0 i Glasgow. Graeme Sharp (Ipswich) skoraði mark Skota en Adrian Heath (Everton) mark Englendinga. Eins og lok værí ofan á körfunni hjá Austurríki — Skotnýtingin léleg hjá íslenzka liðinu sem tapaði 77:91 Frá Kjartani L. Pálssyni — frétta- manni DV á EM i körfuknattleik i Skotlandi: — Einar Bollason, landsliðsþjálfari íslands, var þungur á brún og hann hristi höfuöið eftir leik íslands og Aust- urríkis i Edinborg. — Þetta er allra lé- legasti leikurinn, sem íslenzka lands- liðið hefur leikið undir minni stjórn. Það léku allir leikmennirnir langt undir geta, sagði Einar og var hann greinilega vonsvildnn. Þaö gekk svo sannarlega állt á aftur- fótunum hjá íslenzka landsliðinu, sem tapaði 77—91, eftir að Austurríkis- menn höfðu haft yfir 39—33 í leikhléi. íslendingar byrjuðu vel og leiddu leikinn, þar til staðan var 23—20 fyrir þá. Eftir þaö fór að halla undan fæti og um tima var eins og lok væri ofan á körfunni hjá Austurríkismönnum, svo illa gekk leikmönnum íslenzka liðsins að koma knettinum ofan í körfuna — skoruðu aöeins 3 stig á 9 min. kafla. Skotnýtingin var því aðeins 36% — á móti47% hjá Austurríkismönnum. Villuvandræði Ekki bætti það úr skák, að leikmenn íslands komust fljótlega i viliuvand- ræði í leiknum — voru komnir með 9 Ardiles ekki afturtil Tottenham? Frá Kjartani L. Pálssyni — frétta- manni DV i Skotlandi. — Vakið hafa mikla athygli hér á Bretlandseyjum ummæli Argentinumannsins Osvaldo Ardiles að hann komi ekld aftur til Englands til að leika með Tottenham. Það er haft eftir Ardiles i blaði í Argentínu, þarsem hann sagöi: — ,,Ég trúi ekki að ég fari aftur til Tottenham. Ég hef ekki áhuga á því.” Þetta hefur komið mikið á óvart, þar eðArdiles sagði áður en hann hélt til Argentinu, til aö taka þátt i undir- búningi Argentínumanna fyrir HM- keppnina á Spáni, aö hann vonaðist til að fá sig lausan til aö leika með Tott- enham gegn QPR á Wembley i úrslita- leik bikarkeppninnar. -klp-/-SOS. villur eftir 12 mín. og þar af var Jón Sigurðsson kominn með þrjár. Alls fengu leikmenn íslenzka liðsins 27 villur í leiknum. Torfi Magnússon fór útaf með 5 villur þegar 7 mín. voru til leiksloka og rétt á eftir þurfti Valur Ingimundarson að yfirgefa völlinn með 5 villur og síðan Rikharður Hrafnkels- son. Hæðina vantaði Það kom greinilega í Ijós í leiknum, að hæðina vantaði hjá islenzka liðinu, sem er skipað frekar smávöxnum leik- mönnum. íslenzku leikmennirnir náöu 19 varnarfráköstum gegn 28 Austur- ríkismanna og 11 sóknarfráköstum gegn 12. Simon Ólafsson náöi 8 varnar- fráköstum og 5 sóknarfráköstum og Guðsteinn var með 4 varnarfráköst. Þessir tveir leikmenn voru beztu leik- menn liösins, en það kom á óvart hvað Jón Sigurðsson og Valur Ingimundar- son voru daufir. Sagteftirleikinn: Lóleg nýting Þeir sem skoruðu stig íslenzka liðsins voru (skotnýting innan sviga, þegar vítaköst eru ekki talin með): Símon 29 (48%), Torfi Magnússon 14 (50%), Valur Ingimundarson 8 (28.5%),*Rík- harður 6 (37%), Guðsteinn 6 (20%), Axel Nikulásson 5 (50%), Kristján Ágústsson4 (40%), Jón Kr. Gíslason 2, Jón Sigurðsson 2 og Viðar Vignisson 1. Eins og sést á þessu, var nýtingin ekki góð. Leikmenn liðsins hittu mjög illa i upplögðum tækifærum. -Idp-ASOS Frá KjartaniL Pálssyni íEdinborg EM-keppnin í körfuknattleik Simon Ólafsson — var bezti leikmaður tslands gegn Austurríki. Hér sést hann skora körfu i landsleik. DV -mynd: Fríðþjófur lón Sig. ekki meirameð? Frú Kjartani L. Pálssyni — fréttamanni DV í Edinborg. — ÞaO bendir nú allt til afl Jón Sigurösson, fyririiOi íslenzka landsliOsins í körfuknattleik, leiki ekki meira meO liOinu hér i Evrópukeppninni. Jón varö fyrir þvi óhappi i leiknum gegn Austurriki aO meiöast i bald og þurfti hann aO fara út af. Jón fór í læknisskoðun eftir leikinn og á hann siðan að fara aftur i fyrramálið en þá fæst úr þvi skorið hvort hann getur leikið með gegn Ungverjum. Allt bendir þó til að úr því verði ekki þar sem Jón er svo slæmur að hann getur ekki setið og þurfti að færa honum kvöld- matinn upp i rúm. Þess má geta að Jón getur þó gengið án þess að fá teljandi verki. Jón átti viö svipuð meiðsli aö striða sl. vetur og var hann þá frá keppni um tima. Þaö er mikil blóðtaka fyrir landsliðið að missa Jón. -ldp-/-SOS „D •a IVÍ ð vi inn lur ekki al II- ta f Gt »líi at” Frá Kjartani L. Pálssyni — frétta- manni DV i Edinborg: — Leikmenn islenzka HOsins eru of smávaxnir, þannig aO þeir eiga litla möguleika hér. Varnarleikur HOsins er góflur og hinir litlu leikmenn liösins eru snöggir og í góOrí samæfingu, en þaO er ekld nóg. DaviO vinnur ekki alltaf Goliat, sagOi Matyas Ranky, þjálfari ungverska landsliOsins, eftir leik íslendinga gegn Ungverjum. • — Það eina góöa sem var við þennan leik, er að viö náöum að vinna sigur. Þetta var lélegur leikur — leikur margra mistaka. Leikmenn íslenzka liðsins eru fljótir og ákveðnir, en sóknarleikur þeirra er bitlaus, þar sem fáir stórir leikmenn eru í liðinu, sagði Schwiker, þjálfari Austurríkis. • Við vorum óvenjulega óheppnir í þessum leik og lékum langt undir getu. Þaö var ótrúlegt hvernig strákarnir gátu misnotað upplögð tækifæri — það var eins og knötturinn vildi ekki ofan i körfuna hjá Austurríkismönn- um, sagði Jónas Jóhannesson. • Krístbjörn Albertsson, formaður KKÍ, sagði að leikurinn hefði verið lélegur hjá báðum liöum. Þetta er einn af lélegustu leikjum, sem fsland hefur leikið undanfarin ár. Það var ótrúlegt hvernig leikmenn liðsins gátu klúðrað góðum færum, sagöi Kristbjörn. • — Ég átti ekki von á að leikmenn islenzka liðsins gætu orðið svona dapr- ir, sagöi Paul Stevart, fyrrum leikmaður ÍR. -klp-/-SOS Framarar unnu Þrótt — ogtryggðusér aukastig Framarar tryggðu sér aukastig I Reykjavikurmótinu i knattspyrnu á Melavellinum i gærkvöldi, þar sem þeir unnu sigur (3—0) yfir Þrótti. Guðmundur Torfason (2) og Halldór Arason skoruöu mörk þeirra. Staðan er nú þessi i mótinu: Vikingur 4 3 1 0 8—1 Fram 4 2 2 0 8—2 KR 5 2 2 Þróttur Valur Fylkir 4 112 2—6 Ármann 4 0 1 1 7—2 4 2 0 2 6—8 5 0 3 2 3—6 9 8 7 6 3 3 3 2—10 1 Markhæstu menn: Heimir Karlsson, Víking GuðmundurTorfason, Fram Óskar Ingimundarson, KR 5 4 3 -sos. Ellert B. Schram var kosinn í stjóm UEFA til fjögurra ára: —sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, sem fékk 29 atkvæði af 33 mögulegum — Ég er mjög ánægður mefl kosninguna. Þetta er mildll styrkur og viOurkenning fyrir okkur íslendinga og sýnir aö islenzk knattspyrna er meö á blaOi og starf okkar undanfarin ár hefur veriO metið, sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, sem var i gær koslnn glæsilega i stjóm Knattspymu- sambands Evrópu — UEFA, er hann fékk 29 atkvæOi af 33 mögulegum á ársþingi UEFA í Dresden i A- Þýzludandi. Við getum nú sótt meiri styrk til UEFA, sem er sterkasta íþróttasam- band heims, sagði Ellert. Ellert var kjörinn til fjögurra ára í stjórn UEFA og eru miklar líkur á að hann verði kjörinn formaður unglingþnefndar UEFA. Stjóm sambandsins kemur yfirleitt saman þetta 5—6 sinnum á ári — viös vegar um Evrópu, til að ræða málin og fjalla um það sem er efst á baugi hverju sinni. ^GIæsileg kosning" — Þetta var glæsileg kosning hjá Guðrún setti íslandsmet íkringlukasti Guðrún Ingólfsdóttir, frjálsíþrótta- konan sterka úr KR var heldur betur í essinu sínu i gær á innanfélagsmóti KR I Laugardalnum.þegar hún gerði sér lltið fyrír og setti nýtt íslandsmet i kringlukasti — kastaOi kringlunni 52,24 m, en hún áttl sjálf eldra metið, sem var 51,86 m. Ellert, sagði Ámi Þorgrímsson, varaformaður KSÍ, sem er ásamt Ellert og Gunnari Sigurðssyni, stjórnarmanni KSÍ, í Dresden. Árni sagði í stuttu spjalli við DV i gær að Hollendingurinn J.W. van Marle hafi fengið flest atkvæði af þeim mönnum, sem voru í kjöri um þau fimm sæti, sem kosið var um í stjórn UEFA: — Van Marle fékk 30 atkvæði, en Ellert fékk 29 atkvæði. Skotinn Thomas Younger fékk 28, A-Þjóðverj- inn Glinter Schneider fékk 26, Rússinn Nikoloy Ryashentsev fékk 25 og írinn Dr. Brendan Menton fékk 16. Þeir sir' Harold Thompson frá Englandi og Grikkinn Dr. Basile Hadzijiannis drógu framboð sitt til baka áður en gengiö var til kosninga, sagði Árni. SOS Ellert B. Schram, formaður KSÍ. Búlgaría, Sviss eða A-Þýzkaland — leika landsleik í Reykjavík Þegar það var Ijóst að ísland léld gegn Möltu á Sikiley en ekki i Reykjavik í sumar, eins og ákveflið var, fór Ellert B. Schram, for- maður KSÍ, Árai Þorgrimsson og Gunnar Sigurðsson, stjóraarmenn KSÍ, á stúfana i Dresden til aö fá landsleik i staðinn fyrir leikinn gegn Möltu. — Við erum búnir að ræða við forráðamenn Búlgaríu, Sviss og A- Þýzkaland og kanna möguleikana á, hvort landslið þeirra getur komið til fslands. Þeir tóku mjög vel í málið og ætla aö ræða það nánar þegar þeir koma heim til sin, sagði Ellert B. Schram. Ellert sagöi aö ef af landsleik gegn einhverri þessara þjóða yrði. þá yrði sá leikur i Reykjavík í lok ágúst í sumár. — Við munum gera allt til að reyna að fá landsleik í Reykjavík í staðinn fyrir landsleikinn gegn Möltu, sagði Ellert. -sos. Ásgeir ekki með Bayem „Mikil viður- kenning fyrir Islendinga” Miiller meiddist aftur V-þýzki landsliðs- maðurínn Hansi Muller hjá Stuttgart, meiddist aftur I hné, þegar hann lék gegn Bilefeld i gærkvöldi. Muller var skorinn upp fyrir stuttu og þá meö nýrri aðferð — aðeins hluti úr brjóski i hné var tekinn. Það bendir nú allt til að hann verði skorinn upp aftur og verði ekki meO V-Þjóðverjum í HM. — í staðinn fyrir Paul Breitner sem er meiddur Klaus Fischer, Tony Woodcock, Gerd Strack og Bernhard Cullmann skoruðu mörkin. frétta- Frá Viggó Stgurössyni manni DV i V-Þýzkalandi: — Ásgeir Sigurvinsson tók ekki stöOu Paul Breitner, sem er meiddur, þegar Bayera Múnchen lék í Duisburg í gærkvöldi, þar sem Bayern vann 3:2 með mörkum frá Dieter Höness, Udo Horsmann og Karl-Heinz Rumenigge, sem átti stórleik. 1. FC Köln skauzt upp að hliðinni á Hamburger SV, þegar félagið vann Werder Bremen örugglega 4:2 i Köln. Úrslit í v-þýzku knattspymunni urðu þessi i gærkvöldi: Frakfurt-Darmstadt 2:1 Duisburg-Bayern 2:3 Stuttgart-Bielefeld 2:3 Köln-Bremen 4:2 „Gladbach”-Bochum 4:2 Dortmund-Karlsruhe 4:0 Það má leika með auglýsingar — á búningum í Evrópukeppninni íknattspymu Það var samþykkt á ársþingi UEFA i Dresden i A-Þýzkalandi i gær aO framvegis megi félagslifl i Evrópu- keppnunum þremur i knattspyrnu leika mefl auglýsingar á búningum sínum i leikjum i Evrópukeppninni. fslandsmeistarar Víkings, bikar- meistarar Vestmannaeyjar og Fram, sem ieikur i UEFA-bikarkeppninni, mega þvi leika með auglýsingar þar er þeir ieika meö hér heima á búningum sínum í Evrópukeppninni, en það hefur fram aö þessu verið stranglega bannað. -sos. Bum-kun Cha og Norbert Nachtweih skoruðu mörk Frankfurt. Þeir Manfred Burgsmuller og RUdiger Abramczik voru á meðal markaskorara hjá Dortmund. Staða efstu liðanna er nú þessi: Hamburger 29 18 5 6 76:37 41 Köln 30 17 7 6 62:29 41 Bayern 29 18 3 8 72:46 39 Dortmund 30 16 5 9 54:33 37 -Viggó/-SOS Stuttarfréttir: Sigur Perú íParís Frakkar töpuðu óvænt fyrir Perú i 0—1 í vináttulandsleik i París i [ gærkvöldi. 46.429 áhorfendur sáu j Juan Carlos Oblitas skora sigurmarkiO j á 81. min. Báðar þjóOirnar leika i HM. • ALSÍR — vann sigur (2—0) í I upphitunarleik gegn írum t Aisír. 60 j þús. áhorfendur sáuleikinn. • SPÁNN —lagði Sviss að velli 2—0 í Valencia. Tendillo og Alesanco skoruðu mörkin. 25 þús. áhorfendur. „Austurríkis- menn verða hættulegir” — sagði Jupp Derwall, landsliðsþjálfarí V-Þýzkalands — Austurríkismenn eiga eftir aO verða okkur j erfiðir á Spáni, sagði Jupp Derwall, landsliðsein- valdur V-Þjóðverja, sem var á meðal 15 þús. áhorf- enda í Vín í gærkvöldi, þar sem Austurrikismenn lögðu Tékka að veUi 2—1. ! Þetta var fyrsti sigur Austurríkismanna yfir Tékkum i 19 ár. Walter Schachner skoraði bæði mörk Austurríkismanna (30. og 43. min.), en bakvörð- urinn Jakubec skoraði mark Tékka á 89. mín. Hansi Krankl átti stórieik mefl Austurriki. -SOS. Worthington Jafntefli íBelfast N-írar og Skotar gerðu jafntefli 1—1 í Belfast i gærkvöldi. 20 þús. áhorf- endur sáu John Wark skora mark Skota, en Sammy Mcllroy skoraði mark N-íra — hans fyrsta mark í meira en ár. Leik- urinn var i Bretlandseyja- keppninni. Leikmenn Leeds íbanastuði — og unnu góðan sigur 4:1 yfir Aston Villa Allan Clarke, fram- kvæmdastjóri Leeds, brosti breitt á Villa Park i Birmingham i gærkvöldi, eftir að lelkmenn Leeds höfðu skotifl Aston Villa á bólakaf — unnið 4—1. Það voru leikmenn Aston Villa sem byrjuðu á að skora, David Geddis, en leikmenn Leeds gáfust ekld upp. Skotinn Arthur Graham jafnaði 1—1 fyrir leikhlé og síöan skoraði Leeds þrjú mörk á 15. min. kafla i seinni hálfleik — Frank Worthington (2) og Terry Connor. Mike Harford skoraði 1—0 fyrir Birmingham á White Hart Lane í London, en Ricardo Villa jafnaði 1—1 fyrir Tottenham. Úrslit urðu þessi í ensku knattspyrnunni i gærkvöldi: 1. dcUd: Aston Vtlla-Leeds 1—4 Toltenham*Bimilngliun 1—1 2. deild: Chaiiton-Bolton 1—0 Derby-Barnsley 0—1 Oríent-Cardiff 1—1 3. dcild: Oxford-Plymoulh 1—0 4. deild: Harllepool-Blackpool 2—2 Afall hjá Belgfumönnum Belgíumenn unnu sigur (2—1) yflr Búlgörum i vináttulandsleik i Brussel i gærkvöldi og virtist belgiska liflifl aðeins skuggi af þvi liði, seiti hefur staðlð sig svo vel að undanfömu — tapað aðeins þremur af síðustu 30 landsleikjum Belgíu- manna. Erwin van der Bergh skoraði fyrra mark þeirra á 3. mín., en Mladenov náði að jafna 1—1. Það var svo gamla brýnið Wilfried van Moer (37 ára), sem skoraði sigurmarldð. Aðeins 7 þús. áhorfendur sáu leikinn. Belgíumenn urflu fyrir áfalli, þegar hinn snjalli varaarleikmaður Rene van der Eycken þurfti að yfirgefa völllnn i byrjun, eftir að hafa meiflzt illa á hné og bendir allt til að hann leiki ekld i HM á Spáni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.