Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982.
23
Verkamannabústaðir:
Húsnæðisstofnun
leggur mat á íbúðir
Húsnæðisstofnun ríkisins hefur nú
að fullu tekið við framkvæmd á verð-
lagningu félagslegra íbúða og yfir-
stjóm á sölumeðferð þeirra hjá sveit-
arfélögum. Kostnaður við matsgerðir
verður alfarið greiddur af Byggingar-
sjóði verkamanna. Þessar breytingar
eru samkvæmt reglugerð sem félags-
málaráðherra gaf út 23. marz. sl. en
sem kunnugt er hafa sveitarfélög for-
kaupsrétt og kaupskyldu á félags-
legum íbúöum og er sú takmörkun á
ráðstöfunarrétti eigenda íbúðanna
rökstudd með framlagi ríkisins og
sveitarfélaga til þeirra og ríflegri
lánafyrirgreiðslu. f reglugerðinni er
réttur íbúðareigenda enn frekar
tryggður með ákvæði um yfirmat ef
málsaðilar una ekki úrskurði mats-
nefndar.
Um þessi mál héfur verið i gildi
reglugerð frá 1980.en með henni skip-
aði félagsmálaráðherra tvo íbúða-
matsmenn sem einnig var falið að
móta starfsreglur um framkvæmd
þessara mála. Einnig hefur verið leit-
að álits stjórna allra verkamannabú-
staða og hefur nú verið lagt fram
frumvarp á Alþingi þar sem gerðar
eru nokkrar breytingar á þeim grein-
um laga nr. 51 frá 1980 sem fjalla um
verðlagningu og endursölu íbúða í
verkamannabústöðum.
Húsnæðismálastjórn hefur skipað
starfshóp til að annast þessi verkefni
samkvæmt reglugerðinni frá 23.
marz. Hann skipa Skúli Sigurðsson,
lögfræðingur stofnunarinnar, Hall-
dór Backman, fulltrúi í lánadeild fé-
lagslegra íbúða, og Guðmundur
Gunnarsson, forstöðumaður tækni-
deildar.
JÉH ó - & 1
11 ' --mm —L..
Lögreglan fær sérbyggðan SA AB
Lögreglan í 3 bæjum hefur nú nýlega
tekið nýja lögreglubíla í sína þjón-
ustu. Þessir bæir eru Kópavogur,
Hafnarfjörður og Keflavik. Hér er um
að ræða sérbyggða SAAB bíla til þess
að sinna þörfum löggæzlunnar. Bilarn-
ir eru af gerðinni SAAB 900 GLI, sjálf-
skiptir, með vökvastýri, 118 hestafla
vél og styrktri fjöðrun. Meðfylgjandi
mynd var tekin fyrir skömmu þegar
komið var með þá til reglubundinnar
skoðunar hjá umboðinu.
Smáauglýsingadeild
7^
verður opin til kl. 22 í kvöld og birtist
auglýsing í blaðinu á morgun — föstudag.
D V kemur ekki út laugardaginn 1. maí og verður
smáauglýsingadeildin L OK UÐ þann dag ^^
Opið verður jostudaginn 30. apríl tilkl. 22
og sunnudaginn 2. maí kl. 18—22
fr
HEITIR POTTAR
við sund/augina, heimahús og
sumarbústaðinn.
Frá 1000-15000 lítra, til
afgroiðslu strax. Ýmsar
gorðir og stærðir af garð-
og busMaugum fyrir-
liggjandi.
Þcssar sctlaugar eru úr trefja-
plasti og hannaðar af Trefja-
plasti hf. Blönduósi Eflum inn-
lendan iðnað.
TREFJAPLAST HF.
Ve/jum ísienzkt
Blönduósi,
Sími 95-4254.
Vanur tamningamaður
óskast á komandi sumri til tamninga hjá hestamannafélaginu Þyt V-
Húnavatnssýslu.
Umsóknir þurfa að hafa borizt fyrir 15. maí.
Upplýsingar fást hjá Jóni i sima 95-1579 og Steina í sima 95-1562 á kvöld-
in.
Golfsett til sölu
Til sölu nýtt Wilson 1200 LT golfsett, einnig hálft
kvennasett.
Gott verð. Uppl. í síma 30533 til kl. 5 og eftir kl. 5 í
síma 84994.
Esslingen
dísillyftari
til sölu er dísillyftari, 3,2 tonn, innfluttur
notaður.
Upplýsingar hjá K. Jónsson í síma 26455.
I 270 ferm skemma -
I Kranamót
■ Tilboð óskast í 270 ferm skemmu, miðað við
! niðurrif og brottflutning, einnig óskast tilboð í
Breiðfjörðs kranamót 40 lengdarmetra ásamt
fylgihlutum.
■ Uppl. á skrifstofu BSAB, Suðurlandsbraut 30,
S sími 33699.
Auglýsing
um aðalskoðun bifreiða í lögsagnar-
umdæmi Keflavíkur, Njarðvíkur,
Grindavíkur og Gullbringusýslu fyrir
árið 1982.
Mánudaginn 3. maí Ö—976 - -Ö—1075
þriðjudaginn 4. maí Ö—1076 — Ö—1175
miðvikudaginn 5. maí Ö—1176 — Ö—1275
fimmtudaginn 6. maí Ö—1276 — Ö—1375
föstudaginn 7. maí Ö—1376 — Ö—1475
mánudaginn 10. maí Ö—1476 — Ö—1575
þriðiudaginn 11. maí Ö—1576 — Ö—1675
miðvikudaginn 12. maí Ö—1676 — Ö—1775
fimmtudaginn 13. maí Ö—1776 — Ö—1875
föstudaginn 14. maí Ö—1876 — Ö—1975
mánudaginn 17. maí Ö—1976 — Ö—2075
þriðjudaginn 18. maí Ö—2076 — Ö—2175
miðvikudaginn 19. mai Ö—2176 — Ö—2275
föstudaginn 21. maí Ö—2276 — Ö—2375
mánudaginn . 24. maí Ö—2376 — Ö—2475
þriðjudaginn 25. maí Ö—2476 — Ö—2575
miðvikudaginn 26. maí Ö—2576 — Ö—2675
fímmtudaginn 27. maí Ö—2676 — Ö—2775
föstudaginn 28. maí Ö—2776 — Ö—2875
Skoðunin fer fram að Iðavöllum 4, Keflavík, milli kl. 8
og 12 og 13 og 16.
Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun annarra
skráningarskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á eftirfarandi
einnig við um umráðamenn þeirra.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram
fullgild ökuskírteini. Framvísa skal og kvittun fyrir greiðslu
bifreiðagjalda og gildri ábyrgðartryggingu.
í skráningarskírteini bifreiðarinnar skal vera áritun um
að aðalljós hennar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1981.
Vanræki einhver að færa bifreið sína til skoðunar á
auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum
og bifreiðin tekin úr umfcrð, hvar sem til hennar næst.
19. apríl 1982.
Lögreglustjórinn í Keflavík,
Njarövík, Grindavík og
Gullbringusýslu.