Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982. Bodil Sahn menntaskólakennari lézt 22. apríl. Hún var jarðsungin frá Dómkirkjunni í morgun klukkan 10.30. Sólveig Guðmundsdóttir lézt 17. apríl. Hún var fædd 29. apríl 1901 á Indriðastöðum í Skorradal, foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmunds- son og Hólmfriður Björnsdóttir. Sólveig giftist Magnúsi Vigfússyni húsasmíðameistara sem lézt áriö 1976. Þau eignuðust 3 börn. Sólveig verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag klukkan 13.30. Björn Ketilsson, Skipasundi 7, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, á morgun 30. apríl, kl. 13.30. Karlott S. Þorsteinsdóttir verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði á morgun 30. apríl, kl. 14. Katrin Oddsdóttir,Rauðalæk 73, lézt í Landspítalanum 27. þ.m. Una Sigfúsdóttir, Hávallagötu 7, lézt að morgni 28. apríl í öldrunardeild Landspítalans að Hátúni 10B. Stefán Bjarnason verkfræðingur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, á morgun 30. april kl. 3. Steinunn Guðbrandsdóttir, Njarðvikurbraut 19 Innri-Njarðvík, verður jarðsungin frá Innri- Njarðvíkurkirkju, laugardaginn 1. maí, kl. 2. Þorbjörg Guðmundsdóttir, fyrrv.j ljósmóðir frá Ólafsvik, Háagerði 67, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun föstudaginn 30. apríl, kl. 10.30. f.h. Sigríður Jóna Jóhannsdóttir frá Hleiðargarði, Einholti 8B, Akureyri, sem andaðist 22. apríl, verður jarösungin 30. april frá Saubæjar- kirkju, Eyjafirði, kl. 14. Tilkynningar Húsmœðrafólag Reykjavfkur heldur sýnikennslu í félagsheimilinu Baldursgötu 9 fimmtudaginn 29. apríl klukkan 20.30. Mat- reiðslumenn frá Goöa sýna glænýjar geröir af pinna- mat og brauðtertur. Konur, fjölmennið. Húnvetningafólagið (Reykjavfk Föstudaginn 30. april heldur Húnvetningaféiagiö í Reykjavík sinn árlega sumarfagnaö í Domus Medica kl. 20.30. Átthagasamtök Hóraðsmanna halda sinn árlega vorfagnaö í félagsheimili Raf- magnsveitunnar laugardaginn 1. maí. Húsiö opnað kl. 20.00. Dagskrá: Eysteinn Jónsson flytur ávarp, Margrét Guttormsdóttir les skemmtilestur, Margrét Pálmadóttir syngur létt lög og hljómsveitin Slag- brandur leikur fyrir dansi. Mitt Faðirvor Þriöja útgáfa af laginu ,,Mitt Faöirvor” eftir Kristján frá Djúpalæk og Árna Bjömsson er komin út. önnur útgáfa var m.a. gefin á stofnanir o heimili fatlaðra og er nú uppseld. Þriöja útgáfa veröur fáanleg í íslenzkri tónverkamiöstöö og í nokkrum bókabúöum. I gærkvöldi I gærkvöldi íslenzkar kvikmyndir og þögul Hollywood Það var mikið fjallað um kvik- myndir í sjónvarpinu i gærkvöldi. í Vöku var aðalefni þáttarins tvær nýj- ar íslenzkar kvikmyndir, sem að und- anförnu hafa verið sýndar í kvik- myndahúsum Reykjavíkur og strax á eftir Vöku var skyggnzt um í Holly- wood þegar þöglu myndirnar voru upp á sitt bezta og líf frægra leikara tekið fyrir. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir stjórnaði nú í fyrsta sinn Vöku og fórst þaö ágætlega úr hendi, en hún hefur aðallega fengizt við kynningu á léttum tónlistarþáttum. { byrjun þátt- arins var hún með smáspjall við Guð- mund Emilsson sem vann sér það ný- lega til frægðar að stjórna íslenzku sinfóníuhljómsveitinni, en að því er virðist eru mjög fáir íslendingar færir um það, alla vega er mikið flutt inn af útlendingum til þessa starfs. Sóley, kvikmynd Rósku og félaga, hefur mikið verið á milli tannanna á fólki frá því að hún var frumsýnd um páskana, og þá helzt fyrir óvand- virkni við hljóðgerð, og hef ég ekki enn hitt neina manneskju sem hefur hælt henni, en þaö má kannski segja um okkur íslendinga að við séum of kröfuharðir þegar fjallað er um ís- lenzkt efni sem tengist þjóðtrú okkar. Róska mætti í Vöku ásamt Guð- mundi Bjartmars, spjölluðu þau um gerð myndarinnar, peningavandamál í upphafi og þegar Asta Ragnheiður spurði Rósku um þá gagnrýni sem myndin hefur fengið gat Róskaekki á sér setið og lét gagnrýnendur heyra að þeir fjölluðu ekki nóg um listrænt gildi kvikmynda, hvað svo sem það er. Rokk í Reykjavík hefur einnig að undanförnu verið mikið til umfjöll- unar meðal fólks og ekki að ástæðu- lausu. Enn einu sinni hefur kvik- myndaeftirlitið okkar orðið sér til skammar með því að láta banna krökkum innan fjórtán ára inngöngu á myndina sem er bæði fræðandi og skemmtun fyrir unglinga. Friörik Þór og Ari Kristinsson komu fram 1 Vöku og ræddu aðallega um tilurð og gerð myndarinnar, sem nú hefur verið klippt, kvikmyndaeftirlitinu til geðs. Þættirnir um bernsku Hollywood eru í beinu framhaldi af þáttum sem sjónvarpið sýndi fyrir nokkru um hvernig ljósmyndin varð til og einnig þáttaröð um frumherja kvikmynda- vélarinnar. í þættinum í gærkvöldi var aðallega fjallað um eina skærustu gamanmyndastjörnu þöglu kvik- myndanna, Fatty Arbucle, hvernig hann flæktist í morðmál, sem að öll- um líkindum var ekkert morðmál, en endaði með því að hann var ákærður fyrir morð og allt hans líf lagt í rúst, þrátt fyrir það að hann var sýknaður. Einnig var sýnt hvernig kvikmynda- eftirlit getur haft grátbrosleg áhrif á gerð kvikmyndanna og oftast eyði- lagt meira en gert gagn. Þessir þættir um Hollywood eru mjög skemmtilegir og fræðandi og ekki sakar að hafa jafnágætan mann við kynningarnar og James Mason. Hilmar Karlsson Aðatfundur Laugarnessóknar verður haldinn í Laugarneskirkju sunnudaginn 2. maí kl. 15.00 aö lokinni guösþjónustu. Laugarneskirkja: Opið hús fyrir aldraða á morgun, föstudag, klukkan 14.30. Sýndar verða litskyggnur frá kristinboðinu í Konsó. Kaffiveitingar. Húsmæðrafólag Reykjavíkur heldur sýnikennslu í félagsheimilinu Baldursgötu 9 fimmtudaginn 29. apríl, klukkan 20.30. Matreiðslu- menn frá Goða sýna glænýjar gerðir af pinnamat og brauðtertur. Konur, fjölmennið. Hlutavelta Drengirnir þrír, Ólafur Eiríksson, Jón Heiðar Jónsson og Valur Hauksson, eru á aldrinum 8—9 ára. Þeir héldu hlutaveltu við Álfhólsveg. Alls söfnuðust 675 krónur sem þeir gáfu til Styrktar- fclags lamaðra og fatlaðra. Jarðvinna - vélaleiga TRAKTORSGRAFA til leigu í stór og smá verk. Vclalciga Njáls Harðarsonar, símar 78410-77770. Til leigu Broyt X2. Þorbjörn Guðmundsson, Suðurhólum 20, sími 74691. Tok að mór húsgrunna og cfniskcyrslu. Jarðvinna—Vélaleiga—Broyt X 20 Seljum fyllingarefni og moid. Holtsbúð 22 Sími 43350 Garðabæ Loftpressur og sprengingar Tökum að okkur allt múrbrot, sprengingar og fleygavinnu. Margra ára reynsla í sprengingum. Þórður Sigurðsson, sími 45522 Traktorsgrafa til leigu, vanur maður. Uppl. í síma 83762. Bjarni Karvelsson. TRAKTORSGRÖFULEIGA Geri föst verðtilboð. Opið alla daga, vanir menn. GÍSU SVEINBJÖRNSSON. SÍMI i7415. s s LOFTPRESSUR - GRÖFUR Tökum að okkur allt múrbrot, spreng- ingar og fleygavinnu í húsgrunnum og holræsum. Einnig ný „Case-grafa” til leigu í öll verk. Gerum föst tilboð. Vélaleiga Símonar Símonarsonar, Kríuhólum 6. Sími 74422 LOFTPRESSUR TRAKTORSGRÖFUR SPRENGIVINNA Tökum að okkur allt múrbrot, sprengingar og fleygavinnu í húsgrunnum og holræsum. Margra ára reynsla. Simi 52422 TÆKJA- OG VÉLALEIGA Ragnars Guðjónssonar Skemmuvegi 34 — Símar 77620 — 44508 Loftpressur Hrœrivélar Hitablásarar Vatnsdælur Háþrýstidæla Stingsagir Heftibyssur Höggborvál Ljósavái, 31/2 kilóv. Beltavólar Hjólsagir Kafljusög Múrhamrar LOFTPRESSUR OG TRAKTORSGRÖFUR Múrbrot, fleygun, borun og sprengingar Einnig traktorsgröfur í öll verk. Sigurjór Haraldsson, sími 34364. VÉLALEIGAN HAMAR SÍMI 36011 Loftpressur í múrbrot og sprengingar, traktorsgröfur í öll verk. Gerum föst tilboð ef óskað er. VÉLÁLEIGAN HAMAR. If APOLLfl SF LÍKAAVSI'AllkT !\J\ Brautarholti 4, Sími 22224 Ef þú ert meðal þeirra sem lengi hafa ætlað sér í líkams- rækt, skalt þú líta inn til okkar, því í Apolló er lang- bezta aðstaðan. ÞÚ NÆRÐ ÁRANGRI1APOLLÓ Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu BÍLARYOVÖRNhf Skeifunni 17 s 81390

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.