Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Page 4
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR12. JtJNl 1982 4 AUGLÝSING UM LÖGGILDINGU Á VOGUM Athygli skal vakin á því að óheimilt er að nota vogir við verzlun og önnur viöskipti, án þess að þær hafi hlotið löggildingu af Löggildingarstof- unni. Sama gildir um fiskverkunarstöðvar og iðnað, þar sem vogir eru notaðar í þessum tilgangi. Löggildingarstofa ríkisins, 12. iúní 1982. VIST Á STÚDENTAGÚRÐUM Umsóknir um vist á stúdentagörðunum Gamla Garði, Nýja Garði svo og Hjónagörðum fyrir veturinn 1982—1983 skulu berast skrifstofu Félagsstofnunar stúdenta á þar til gerðum eyðu- blööum fyrir 25. júní nk. Á Gamla og Nýja Garði eru samtals 100 herbergi og á Hjónagörðum 54 íbúðir. Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu F.s. í stúdentaheimilinu v/Hringbraut, Reykjavík, sími 16482. Pósthólf 21. FLEETWOOD FLEETWOOD ÚTGERÐARMENN Látiö vita tímanlega hvaöa dag þiö viljiö landa. Leitiö upplýsinga um markaöshorfur og annaö sem þiö hafið áhuga á, eins ef ég gæti á einhvern hátt veriö ykkur til aðstoðar. Beztu óskir um góöa veiði. Vinarkveöja til ykkar allra. Helgi H. Zoéga 1 Newby Avenue Larkholme Fleetwood, Lancs., England Telex: Símar: 03917—4411 67485 03917-79331 (heima) B/acks. Oecken GARÐSLÁTTUVÉLAR Aflmesta garðsláttuvélin frá Black & Decker RM—1 með 1100 W mótor. 12 tommu sláttubreidd, 4 sláttuhæöir. Tvöfalt meira grasrými en áður, slær upp að húsveggjum og út yfir kant. Hlífin öll úr ABS plasti sem brotnar ekki og ryðgar ekki. Tvöföld einangrun. Ars ábyrgð. T—1, tólf tommu loftpúðasláttuvél. Lauflétt loftpúöasláttuvél, sem líður yfir grasflötinn, slær bæði rakt, þurrt og hátt gras af snilld. Tvöföld einangrun. Verð kr. 2.443.20. Kr. 2.443.20 Handíð VERZLUN MEÐ TÓMSTUNDAVÖRUR Laugavagur 29 - 101 Raykjavík - Simi 296*6 opið 10-12 laugardag Svalir verða meðfram norOurvegg i framhaidi af vestursvö/um. Akureyri: NÝR OG BETRISJALU OPNAÐUR Á ÞRIÐJUDAGINN Að undanförnu hafa akureyrskir iðnaöarmenn unnið nótt sem nýtan dag viö endurreisn Sjallans, þannig að þar verði hægt að stíga dans á lýð- veldisdaginn í næstu viku. Og iðnaö- armennirnir ætla sér raunar að gera gott betur því Sjallinn verður að lík- indum opnaöur á ný þriðjudags- kvöldiö 15. júní. I gær voru múrarar, pípulagninga- menn, rafvirkjar og málarar meðal annarra í miklum vinnuham í Sjall- anum, en smiðimir voru í verkfalli. Þeir koma aftur til vinnu, hvíldir og endurnærðir, um miðnætti föstu- dagskvöld. Miklar breytingar hafa verið gerð- ar á húsinu, þannig að hætt er við að gamlir ,,SjaUaistar” þekki sig þar ekki. Nýr inngangur hefur verið gerður á norðurhlið hússins og jafn- framt hefur verið steyptur nýr stiga- uppgangur, allt frá kjallara og upp á 3. hæð. Þegar opnað verður á þriðjudags- kvöldiö verður aðalsalurinn nær til- búinn, þó búast megi við að einhver handtök verði eftir t.d. við ljósabún- að og annan frágang. Settar hafa verið svalir með norðurvegg salar- ins, í framhaldi af þeim svölum sem voru fyrir, þvert á vesturendann. Verður hægt að ganga niður af svöl- unum í norð-austur horninu, þar sem . sviðiö var áður, en það hefur verið fært nær miðjum sal við suðurvegg. 1 fljótu bragði minnir þessi skipan á gamla Glaumbæ. Veggir og loft verða hraunuð, en síðan verða þau máluð í svörtu og hvítu. Glimmer verður einnig áber- andi ásamt speglum. Á dansgólfið og víðar verður lagður marmari en á önnur gólf verða lögð rauð teppi með hvítum stjömum. Það á sem sé að gera aöalsalinn, ásamt svöium og tilheyrandi, kláran fyrir þriöjudagskvöld. Síðan verður haldiö áfram við að fullgera anddyr- ið, en þar verður bar og hugguleg- heit. A efstu hæðinni verður síðan innréttaður ráðtefnusalur sem rúm- ar um 100 manns. Þá er einnig áformað að innrétta litinn „kósí” matsal í kjallaranum. Þegar þessu verður öllu lokið mun nýi Sjallinn rúma 800—900 manns sem er nær því helmings stækkun. Sjallinn heitir fullu nafni Sjálf- stæðishúsið, en nú hafa ráðamenn Sjálfstæðisflokksins selt hlut flokks- ins í Akri hf., sem á og rekur húsið. Kaupendur eru nokkrir einstakUng- j ar, m.a. ÞórðurGunnarsson, JónKr. 1 Sólnes og Aöalgeir Finnsson. Ráða- menn Sjálfstæðisflokksins munu hafa mælzt tU þess að húsið fengi nýtt nafn. Þrátt fyrir það getur Sjalia nafnið staöið áfram, en nöfii eins og Stjaman og Hvíta húsið hef- ureinnig borið á góma. Eins og áður sagði, þá má búast við að nýi SjalUnn verði nokkuð „hrár” á þriðjudagskvöldið, þó ball- fært verði orðiö. En áfram verður unnið við lokafrágang af fuUum krafti og um helgina 19.—20. júní verður nýr og betriSjaUi væntanlega opnaöur með pompi og prakt. Rekstrarstjóri hússins verður Sig- urður Þ. Sigurðsson, yfirþjónn verð- ur HaUa Sigurðardóttir og Valmund- ur Ámason verður yfirmatsveinn. GS/Akureyri. UnniO er af kappi svo hægt verði að opna fyrir þjóOhátíO. (DV-myndir Gísli Sigurgeirsson). ÞaO er engu likara en /OnaOarmenn sóu farnir aO æfa barstöður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.