Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR12. JtJNI' 1982. — Út um hvippinn og hvappinn — Hér sést listamaðurinri á tali við rithöfundana Þorgeir Þorgeirsson og VHborgu Dagbjartsdóttur. errótClkar ÁRIÐ 1980 Hinn góðkunni myndlistarmaður Erró hélt sýningu á verkum sinum nýveriö í Galierie Jan Six í París. Myndirnar á sýningunni eru frá undanfömum 3—4 árum. Listamaður- inn leitar víða fanga í verkum sínum t.a.m. notar hann myndskreytt sovézk og þýzk blöð til að rifja upp atburöi ársins 1980, svo sem ólympíuleikana í Moskvu, Mið-Austurlönd, Khomeiní, olíukreppuna o.f.frv. Þar er einnig aö finna myndsyrpu sem ber nafnið Vestrið séð úr austri. Listgagnrýnandi hins virta franska tímarits l’Express fór lofsamlegum oröum um listamann- inn í nýlegu hefti vikuritsins og segir meðal annars aö Erró sé einn af örfáum húrooristum í málarastétt og þó að hann standi á fimmtugu hafi hann öngvu tapaö af fjöri sínu og brjóti undir sig ný svæði eins og jarðýta. Gagnrýnandinn veitir því eftirtekt að eitt af einkennum verkanna á sýning- unni sé mergöin. Erró svaraði honum „Ég hef alltaf verið hrifinn af þeirri hugmynd að þekja stóran flöt. Ég finn til mikillar ánægju frammi fyrir mergðinni, eins og heima á Islandi Sölumennirnir úr syrpunni Vestrið séð úraustri eftir Erró. Próf. Regis Boyer verdlannadur Prófessor Regis Boyer fékk á dögun- um verðlaun f yrir beztu þýðingu ársins í Frakklandi. Það var félagið Societe des Gens de Lettres de France sem Balzac stofnaði 1828 sem veitti honum verðlaunin fyrir þýöingu hans á bók- inni Tónlist úr bláum brunni eftir Torborg Nedreaas. Litið er á verölaun- in sem viðurkenningu fyrir þýöenda- störf Boyers. Hann er prófessor í skandinavískum máium og bókmennt- um við Sorbonne-háskóla. Boyer hefur þýtt ýmis verka Halldórs Laxness á frönsku og auk þess verk Hamsuns og Ibsens, svo einhver séu nefnd. Aðspurður kvaðst prófessor Boyer hafa kynnzt hinum skandinavíska he mi með lestri Islendingasagna. „Þár. fann ég lífsviöhorf, heimspeki aö mínu skapi. Við hjónin bjuggum fyrst á Islandi og síðar í Svíþjóö og þannig lærði ég Noröurlandamál. I starfi mínu í Sorbonne komst ég að því að ómögu- legt er að kenna Norðuriandabók- menntir án þess aö hafa bækurnar viö höndina. Ég varð því að þýöa þær því að að öðrum kosti gætu hvorki nemendur né almenningur skilið þessar bókmenntir.” Prófessor Boyer vinnur um þessar mundir að þýðingu á Saxo Grammaticus úr latínu. Hann lauk nýlega þýðingu á Brúðuheimilinu og hefur gert samninga um þýðingar á verkum Hamsuns. ÁS Regis Boyer hefur áður ferið heiðraður fyrir störfsin. Þú ert sann- köllud kven- réttindakona ef... — hann biður þig um aö skipta um peru — ogþúgeturþað — þú ferð til að aðgæta hver sé að berja aö dyrum umhánótt — þér finnst það engu máli skipta hvort hann hefur útlit James Dean svo lengi sem hann hefur oröaforða Guöna Kolbeins — þú með eigin höndum veiöir silfur- skotturnar upp úr baðkerinu. — þú hættir aö látast fá fullnægingu — þú kaupir þér Kvennaframboösblað- ið, Forvitin rauð og 19. júní — þú lest þessi blöð sem þú hefur keypt — þú setur ekki upp sólgleraugu þó birgðir þínaraf augnfarða séu búnar — þig hættir að dreyma um að líta út eins og Jane Fonda eöa Bo Derek og ert fulikomlega ánægö yfir því aö vera bara þú — þú hættir að sitja og bíða eftir aö hannhringi — þú veist að „kvenlega dulúð” er ekki hægt að kaupa í ilmvatnsglösum — þú hættir að telja afturábak þó þú sért að verða þrjátíu og fimm — þér dettur aldrei í hug aö segja: „Ég erbarahúsmóðir”. Elskan min, ég fékk mér elskhuga vegna þess að ég hélt að þig vantaði einhverja hjálp við uppþvottinn. — þú hættir að leika hjálparlausa konu þó viömælandinn sé lögga/stööumæla- vörður/maðurinn á skattstofunni/ o.s.frv. — þér dettur ekki í hug að kaupa flat- botnaða skó bara vegna þess að hann erlægrienþú. EG/þýddi úr Cosmopolitan. Ut um hvippinn og hvappinn —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.