Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR12. JtJNl 1982 9 Verkföll og viðsjár Þaö er í meira lagi skrítiö þetta verkfall sem efnt var til í gær og fyrradag. Sextíu félög innan Alþýðu- sambandsins höföu boöaö til tveggja daga verkfalls þessa daga til aö þrýsta á um samninga. Viðsemj- endur ASI eru vinnuveitendur, og á þriöjudag og miðvikudag kvisaöist út aö grundvöllur hefði fundist til samkomulags og þær fréttir hafa síðar veriö staöfestar af báöum aðilum. Meö öörum oröum: forsendan fyrir verkfalli var úr sögunni, þaö þurfti ekki lengur aö þrýsta á vinnuveitendur, samkomu- lag lá nánast á boröinu. Þaö sem gerist hins vegar er aö aöilar utan ASI og VSI, samband byggingarmanna og meistarar, standa einnig í samningaviðræöum, og þar eru uppi einhverjar hugmyndir um betri og hærri samninga en hina almennu. Sú vitneskja eöa grunur, aö byggingarmenn kynnu að ná hagstæöari samningum, hleypti kjaraviöræöunum í strand. Þaö voru því ekki vmnúVSÍÍS.'idur og Alþýðu- sambandiö sem deildu, heiuur greindi þá sameiginlega á viö þriöja aðila, sem ekki átti aðild að verkfalli eöa verkfallsboðun. Samt var fariö í verkfall. Samt var atvinnulífiö stöövað, sem veldur tjóni fyrir fyrir- tækin og sviptir launþega launum verkfallsdagana. Verkfall vegna misskilnings Og til aö kóróna vitleysuna upp- hefst deila talsmanna þeirra samtaka, sem í hlut eiga, hvort yfirhöfuð nokkur samningsdrög milli meistara og byggingarmanna hafi legiö fyrir. Þaö er sem sagt hugsan- legt aö verkfalliö hafi skoliið á og samningar dregist vegna mis- skilnings! Sá misskilningur hefur sannarlega veriö dýrkeyptur. Eftir aö talsmenn meistarasam- bandsins og vinnuveitenda höföu haft fullyröingar uppi í fjölmiðlum, sem stönguöust algjöriega á, meðal annars um þaö, hvort „samnings- drög” byggingarmanna heföu veriö skráö niöur, fór DV fram á að fá að sjá hið meinta skjal, sem deilunni olli. Því var neitaö á þeirri forsendu, aö hér væri um trúnaðarmál að ræöa. Þaö svar orkar tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Þaö er ekki einkamál þeirra, sem í kjara- viöræðum standa, ef allt siglir í strand í þjóöfélaginu vegna misskiln- ings. Þaö er ekki trúnaðarmál eins né neins, ef til verkfalla kemur að tilefnislausu. Og það er ekki tveggja manna tal, þegar forsvarsmenn stórra hagsmunasamtaka bera sakir hverjir á aðra, þjóöinni til tjóns. Ekki spurðir álits Hitt er annað aö það er óverjandi meö öllu ef samningar um kjaramál eiga eina feröina enn aö ráöast á þann veg, aö þeir, sem best eru settir, beri mest úr býtum. Þaö dæmi er raunar enn alvarlegra, þegar á þaö er litiö, að reiknitölur í ákvæöis- vinnutöxtum í byggingariðnaðinum jru reikningar, sem allt aörir en þeir sjálfir þurfa ao grSIÖS; Meistarar í byggingariðnaði eru ekki aö semja um launahækkanir eöa bónustaxta, sem þeir sjálfir inna af hendi, heldur aörir sem byggt er fyrir. Hinn almenni vinnuveitandi stendur í þeim sporum aö taka ákvöröun um launataxta vegna þess, aö hann sjálfur þarf aö greiða launin af afrakstri fyrirtækisins, hann er að taka ákvörðun um sín eigin útgjöld. Byggingameistarinn gerir þaö ekki, vegna þess aö auknum útgjöldum, hærri ákvæðisvinnutöxtum, er velt út í byggingarkostnaðinn, sem á endanum er greiddur af húsbyggj- andanum, þriðja aðila, þeim aöila, sem aldrei er spuröur álits í kjara- deilum sem þessum. Hreinskilin játning Allar þessar vangaveltur um verkföll, kröfur um hærra grunn- kaup, óróleikinn á vinnumark- aönum, er grátbroslegur farsi, með hliðsjón af stööu þjóöarbúsins. Sjaldan, ef nokkurn tíma, hefur ástandið verið jafn alvarlegt. Viö skulum láta þaö liggja milli hluta hverjum sé um aö kenna. Ytri aöstæður, svo sem viðskiptakreppa, efnahagserfiöleikar erlendis, afla- leysi og lokaðir markaöir hafa vissu- lega gert okkur lífiö leitt. En þaö fer engu aö síður aö verða erfitt fyrir stálslegna stuöningsmenn ríkis- stjómarinnar aö halda því fram, aö hún hafi staðið sig vel. Viötaliö viö Steingrím Hermanns- son í Tímanum á þriöjudaginn er ef til vill einhver hreinskilnasta játning, sem um getur í stjórnmála- sögunni. Viötaliö er sönnun þess að jafnvel ráðherramir sjálfir eru búnir aö gefast upp viö aö halda f ram sínu eigin ágæti. I þessu sögulega viötali kemur fram aö taprekstur er mikill í togaraútgerö, fiskvinnslu og út- flutningsiðnaði. Viöskiptabankarnir em komnir í 500 milljón króna skuld viö Seðlabankann. Gjaldeyris- eyðslan er langt umfram tekjur. Viðskiptahallinn eykst, erlendar lán- Laugardags- pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar tökur hafa keyrt úr hófi. Verðbólgu- hraöinn er vel y fir 50% Engum hlátur í huga Þessi upptalning ber ekki vott um styrka efnahagsstjórn eöa árangurs- ríka niðurtalningu. Játningar Steingríms bera heldur ekki vott um aö ráðherrann geti eöa vilji státa af miklum afrekum. Af því leyti má virða þaö honum til betri vegar, að hann gerir ekki tilraun til að loka augunum f yrir staöreyndum. Það er meir en aörir gera. Þótt einhverjir kunni aö hlakka yfir ófömm ríkisstjómarinnar og sjá fyrir endalok hennar, þá getur engum ábyrgum manni verið hlátur í huga. Hér er ekki líf einnar ríkis- stjórnar í húfi, þjóðarbúiö allt rambar á barmi öngþveitis. Þaö þarf meira en hálfkák og hugguleg viðtöl til aö bjarga málum. Barnahjal um niöurtalningu, skrumkenndar yfir- lýsingar um milliliðagróöa eða heit- strengingar í verkalýðsbaráttu eiga ekki lengur viö. Eltingaleikur viö vísitölu á þriggja mánaöa fresti, blekkingar meö niðurgreiðslu, gengissig og erlendar lántökur eru ráöstafanir sem tjalda aðeins til einaar n®tur. Allsherjaruppstokkun Ef íslenska þjóöarbúið á ekki aö kollsteypastí gjaldþroti og efnahags- kreppu, veröur að stokka algjörlega upp. Sú uppstokkun krefst alls- herjarendurskoðunar í viöhorfum og vinnubrögðum. Þar mega hvorki for- dómar stjómmálaflokka, né heldur rígskorðaöar kenningar villa okkur sýn. Nafngiftir eins og leiftursókn eða niöurtalnmg eiga ekki við, heldur ekki sósialismi eða kapi- talismi. Þaö veröur engin lausn fundin á efnahagsvandanum með kreddum, útþvædlum slagoröum eöa rígskorðuðum flokksstefnum. Gamlar reglur, úrelt löggjöf, virðu- legar stofnanir, allt verður þetta aö víkja ef nauðsynkrefur. Sá maöur er blindur, sem ekki sér og skilur, aö viö getum ekki lengur hjakkaö í sama fari vítahrings ■vísitölu og verðbólgu. Þrætur um prósentur í kjarasamningum eru til einskis, hugmundafræöilegar deilur, karp milli landshluta, þrætubók milli þingmanna, allt er þetta nudd og nagg um keisarans skegg. Heim- speki og hagfræöi koma aö litlu gagni í setustofum þegar eldurinn brennur úti fyrir. Meiri kjark en vilja Vilji er allt sem þarf, sagöi forsætisráðherra í frægri ræðu. Það hefur komiö á daginn, að þaö þarf meira en vilja. Þaö þarf styrk og þrek, þaö þarf hreinskilni, einurð; það þarf hugarfarsbreytingu til að stjórnasvovelfari. Þeir stjómmálamenn em lítils megnugir, sem sífellt þykjast geta leyst allan vanda án þess aö nokkur finni fyrir því. Þeir sem þannig vilja leiöa lýðinn hafa kannski vilja til aö gera gott, en þá skortir kjarkinn til aðframkvæma sinn góða vilja. Þeir verkalýðsforingjar, sem telja umboö sitt fólgið í því að heimta hærra kaup og hafa hátt á fundum, eru ekki starfi sínu vaxnir. Þeir fá kannski fleiri krónur í launa- aumsiagiö, en þá skortir þrek til að viðurkenna, aö lífskjörin eru ekki fólgin í krónum og kröfum. En ef'stjómmálamenn og verka- lýösforingjar bera mikla sök, þá er kannski stærsta sökin hjá okkur sjálfum, almenningi og alþýöu þessarar þjóðar. Viö höfum sjálf dansaö í kringum gullkálfinn, lifaö um efni fram og flotið sofandi að feigðarósi. Það erum viö sjálf sem verðum aö vakna af vondum draumi og horfast í augu viö veruleikann. Engumlslend- ingi, sem finnur til ábyrgöar, getur staðið á sama um hætturnar sem eru framundan. Öll hlj ótum við að gjalda þess fyrr eða síöar, ef kreppa skellur yfir, aflaleysi heldur áfram og stjórnleysi situr við völd. EUert B. Schram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.