Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Síða 12
12
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR12. JUNl 1982.
Læríð að fíjúga
GÓÐAR 'VÉLAR
Skemmtilegt sport
fyrir alla. Leitið
upplýsinga í síma 2897U.
Reykjavikurflugvelli
Skerjaifjarðarmegin
Loftpressa
Nýinnflutt, uppgerð loftpressa til sölu.
' Hamrar, fleygar og slöng-
ur fylgja.
Ath. gott atvinnutæki-
, fœri fyrir duglegan Gagnheiöi u, Selfossi,
mann. . . símar 99-11888 og2200.
Kvöldsími 99-1632.
Til sölu
BMW 520 érg. 1980 Ranauit 20 TS árg. 1978
BMW 518 árg. 1981 Renault 18 TS árg. 1979
BMW 518 árg. 1980 Renault 18 TL árg. 1980
BMW 323 i árg. 1980 Renault 14 71 árg.1979
BMW 320 árg. 1981 Renault 5 L árg. 1979
BMW 320 árg. 1980 Renault 5 TL árg. 1974
BMW 318 i automatic árg. 1981 Ronault 4 Van árg. 1981
BMW 318 automatic árg. 1979 Renault 4 Van árg. 1980
BMW 316 árg. 1978 Renault 4 Van árg.1979
BMW316 árg. 1877 Renault 4 Van árg.1974
Renault 20 TS Renault 20 TS árg. 1980 árg. 1979 Opið laugardag kl. 1 -5 I
<0> L KRISTINN GUONASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 j
HÚSBYGGJENDUR
Að halda að ykkur hita
er sérgrein okkar:
Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið
frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging-
arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu.
Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi.
Aðrar söluvörur:
Glerull — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar-
pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappír — Spóna-
plötur: venjulegar/rakaþolnar — Pípueinangrun: frauð-
plast/glerull.
BORGARPLASTHFl
Borgamesi simi 93-73701 f
Kvöldslmi og helgarslmi 93—7355
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
Ofurhugar þöglu
kvikmyndanna
Hér sést ofurhuginn Henry Victor fijúga fornfáiegum grip i myndinni
The Conquest OfAir en skömmu eftir oð þessi mynd var tekin iézt hann
við lendingu.
Hér stendur ofurhuginn Dick Grace fyrir framan vél sem hann var ný-
búinn að nauðienda. Varþað fyrir myndina Wings sem gorð var 1927.
Á þeim tíma var
hugrekkið ofar
öllu því lítill tími
var til æfinga og
eftir að kvik-
myndatökuvélin
för af stað var
hún ekki stöðvuð
hvað sem gekk á
Aö undanfömu hefur íslenska sjón-
varpið sýnt stórgóða þætti um tíma-
bil þöglu kvikmyndanna í Holly-
wood. Nýlega var einn þátturinn
helgaður hlut ofurhuga í kvikmynd-
um og lýsti vel því hættulega og
erfiða hlutskipti sem þeir búa við.
Hlutverk ofurhuga eða „stunt-
manna” er að framkvæma ýmis
hættuleg atriði í kvikmyndum sem
talið er óráðlegt að láta sjálfar kvik-
myndastjömurnar inna af hendi. Ef
sjálf stjarnan slasaðist í einhverju
erfiðu atriöi þá yrði að stööva fram-
leiöslu myndarinnar, en þótt einhver
ofurhugi yrði fyrir meiðslum, eða
jafnvel dræpist, mætti alltaf fá ein-
hvern annan til að hlaupa í skarðiö.
Einnig em ieikarar í fæstum tilvik-
um íþróttalega sinnaðir og því
dauöfegnir að fá staðgengla til að fram-
kvæma fyrir sig þessi áhættuatriði.
Undantekningar
En á þessu eins og öðru em til
undantekningar. Ein þeirra er
gamanleikarinn Buster Keaton sem
var ekki síöur fær sem ofurhugi en
gamanleikari. Keaton, sem starfaöi
áður m.a. sem loftfimleikamaður,
framkvæmdi ekki aöeins flest hættu-
legu atriöin sjálfur heldur hljóp
einnig í skaröið fyrir samleikara
sína. „Vissirðu að í atriðinu í mynd-
inni SHERLOCK JR. þegar ég var á
mótorhjólinu með lögregluþjóninum
og við ókum ofan í slæma holu á
veginum svo að hann datt af hjólinu,
þá var það raunar ég sem féll, en
ekki sá sem átti aö leika
lögregluþjóninn. Eg klæddi nefnilega
Emie Orsatti, umsjónarmann leik-
muna, í fötin mín og fór síðan sjálfur
í búning lögregluþjónsins.”
1 sömu mynd hálsbraut Keaton sig
án þess að komast að því fyrr en
löngu síðar. Keaton varð í einu
atriöinu að flýja upp á þak
járnbrautarlestar sem stóð á hliðar-
spori. Hann sá þar kaðalenda og
greip í hann en því miður var hann
tengdur vantsturninum sem miölaði
vatni til lestanna. I viðtali við Photo-
play 1927 lýsti Keaton því svona sem
gerðist. „Vatnssúlan lenti á mér af
svo miklu afli að ég missti takið á
kaðlinum og féll niður. Eg lenti
þannig að hálsinn skall á annan járn-
brautarteininn.Ég man ég hafði
höfuðverk í nokkrar klukkustundir.
Miidred Harris bjó ekki langt frá og
ég skrapp yfir til hennar og fékk mér
nokkragráa”.
Háttuppi
Keaton vaknaði siðan næsta dag án
þess að finna nokkuð fyrir fallinu og
hélt áfram að vinna. En nokkmm
árum síðar, þegar Keaton var í lækn-
isskoðun í Sawtelle, spurðu læknar
hann eftir að hafa skoöað röntgen-
myndirnar sem teknar höfðu verið af
honum hvenær hann hafði hálsbrotn-
að. Það var fyrst þá sem Keaton átt-
aði sig á því að hann hafði hálsbrotn-
að forðum, þegar hann datt ofan af
lestinni.
Tveir aðrir þekktir leikarar frá
timum þöglu kvikmyndanna fram
kvæmdu sjálfir mörg af sínum atrið-
um sem fólu í sér töluverða áhættu.
Það voru þeir Harold Lloyd og Doug-
las Fairbanks. Lloyd notaöi oft ör-
yggisbúnað þegar hann var að leika í
hættulegum atriðum sem voru tekin
hátt frá jörðu. 1 þeim atriðum sem
tekin vom á gluggasyllum eða flagg-
stöngum sem vom oft upp við þak-
brún háhýsa, þá lét Lloyd yfirleitt
byggja trépalla rétt fyrir neðan eöa
setja upp öryggisnet ef ske kynni að
hann félU.
Eitt sinn athuguðu samstarfsmenn
Lloyds hvað gerðist, ef þeir létu
brúöu detta ofan á pallinn. Hún lenti
að vísu á pallinum en þeyttist síðan
fram af og niður á götuna, sem var
margra metra fall. Hefðu það líklega
orðið örlög Lloyds ef eitthvað hefði
farið úrskeiðis. En það sem gerði
hugrekki Lloyds svo aðdáunarvert
var að hann vantaði hluta á tvo fing-
ur annarrar handar. Hafði hann
misst þá 1919 þegar sprengja, sem
notuö var sem leikmunir, reyndist
vera virk.
Hittiekki
á hestinn
Fairbanks var mikill íþróttamað-
ur, en ólíkt mörgum öðrum ofurhug-
um, undirbjó hann vandlega öll
áhættuatriði sin og naut þar góörar
aöstoðar ofurhugans Richard
Talmadge. Fairbanks lét oftast
Talmadge framkvæma viðkomandi
atriði fyrst, en horfði sjálfur á og
skráði niður hvað mætti betur fara.
Síðan framkvæmdi Fairbanks sama
atriði sjálfur.
I blaðaviðtali við Talmadge var
eitt sinn eftirfarandi haft eftir hon-
um. „Við notuðum aðeins ofurhuga í
stað Fairbanks í atriöum þar sem
líkur voru á að hann gæti slasast. 1
einni kvikmynd þar sem ég vann
ekki með honum, heimtaði Fair-
banks að fá að framkvæma atriði
sem ég hefði aldrei ljáð máls á að
hann fengi aö gera, og viti menn,
hann meiddist.
Fairbanks átti að stökkva yfir
svalir og lenda á hesti sern var fyrir
neðan. En eins og allir vita hreyfa
hestar sig oft úr stað, þegar þeir
skyn ja að einhver er að koma, ög það