Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Side 13
 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR12. JtJNl 1982. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Sjaldan hefur rmynt eins mikið á ofurhugana og við gerð Ben Hur myndanna, 1926 og 1959. var einmitt það sem gerðist, og því bara bjánaskapur hjá Fairbanks að ætlaaðreyna þetta sjálfur.” Lrtíð um æfíngar Á upphafsárum kvikmyndanna var ekki auðvelt að gabba áhorfend- ur með tæknibrellum því tækni- byltingin í kvikmyndagerð var ekki farin aö sjá dagsins ljós. Þegar áhorfendur sáu hetjur sínar standa uppi á þaki lestar á fullri ferð, eða klifra miiii flugvéla hátt uppi í skýjum, sáu þeir í flestum tilvikum raunverulega hluti framkvæmda af ofurhugum, en ekki tæknibrellur. Lítið var um æfingar og á þessum tima gilti þaö, aö eftir að kvikmyndatökuvélin fór í gang var hún ekki stöðvuð, hvað sem á gekk. Kom því fyrir að áhorfendur urðu vitni aö síöustu augnablikum i lífi ofurhuga, án þess aö hafa hugmynd um það. Og allt sem þessir menn fengu í sinn hlut á þessum tíma, fyrir að hætta lífi sínu, voru 5 dollarar. Eddie Sutherland er einn af þeim ofurhugum sem byrjaði fyrir hálf- geröa tilviljun að leika ofurhuga. Hann var að vinna sem leikari við gerð myndarinnar THE HAZARDS OF HELEN. I einu atriði myndarinnar er söguhetjan ásamt ástmey sinni stödd uppi á þaki lestar sem er á fullri ferð, og þar að auki hlaðin dýnamíti. Þau þurftu að komast ofan af lestinni og var ákveðið að útfæra það á all ævintýra- iegan máta. Reipi var strengt milli simastaurs og trés þvert yfir lestar- sporið sem lestin átti að fara um. Síðan voru ofurhugar látnir gripa í reipið þegar lestin fór undir það og hanga þar meðan lestin brunaöi áfram. Svo illa tókst til að báðir ofurhugarnir misstu takið og annar hruflaði sig svo illa á fæti að hann varð óvinnufær. Lestin sprakk í/oftupp Sutherland fór beint til leikstjórans og sagðist vita hvemig ætti að framkvæma þetta svo vel færi. Leikstjórinn bað um nánari útlistun, en Sutherland neitaöi aö láta nokkuö uppi nema hann fengi að reyna sjálfur. Hafði hann séð að ofurhugamir stukku beint upp til aö ná í reipið en taldi sjálfur að eöli- legra væri að kasta sér örlítið fram á við til að vega upp á móti því að lestinvaráferð. Sutherland sannfærði leikstjórann og fékk að reyna þetta. Hann náöi góðu taki á kaölinum og tókst að hanga þar meðan lestin bmnaði áfram. En nokkrum tugum metmm neðar var lestin sprengd í loft upp og við þaö myndaðist svo mikill loft- þrýstingur að Sutherland missti tak- ið, datt og brákaðist þaö mikið að hann varð að leggjast á sjúkrahús. Hér sést Lloyd / myndinni Safety Last (19231. Hór er um engar brellur að ræða og aðeins öryggisnet var milli hans og götunnar. Á fyrstu ámm kvikmyndanna var engin starfsgrein til sem nefndist ofurhugar. Leikarar í aukahlutverk- um fengu um 15 dollara á viku i laun og var algengt að þeir tækju að sér að framkvæma ýmsa hættulega hluti fyrir 5 dollara aukaþóknun til að drýgja tekjurnar. A/drei skortur á ofurhugum Aldrei var skortur á sjálfboðalið- um til að stökkva af lest á ferð yfir á hestbak eða færa sig miili flugvéla sem voru á flugi. En þegar fram liðu stundir fóm leikstjórarnir að leita æ meira til sömu mannanna sem höfðu sýnt og sannað að þeir kunnu vel til verka og skorti ekki kjarkinn. Þannig myndaðist harður kjarni í þessari atvinnugrein. Flestir ofurhugar voru ekki nema 5 ár í þessu því að þá höfðu þeir, annaöhvort unnið sér inn þaö mikia peninga aö þeir sáu engan tilgang í því aö hætta lífi sinu fyrir peninga, eöa þeir höföu slasast það illa að þeir voru ófærir um aö sinna ofurhuga- starfi sinu. Samt sem áður gefa tölur frá þessum tíma til kynna aö dauðs- föli í þessari grein hafi ekkert verið hærri en í öðrum greinum. Hlutverk ofurhuga við gerð kvik- mynda hefur tekið miklum stakka- skiptum frá því sem áður var. Nú era yfirleitt viöhafðar strangar öryggis- kröfur um búnað og aðstööu svo áhættan hefur verið minnkuð til muna. Einnig kemur hin aukna tækni til hjálpar sem auðveldar leik- stjórum og tæknimönnum að plata áhorfendur upp úr skónum. Samt sem áður era ofurhugar alltaf að reyna að koma fram með stórkost- legri og hættulegri atriði og eru sumar kvikmyndir, eins og t.d. James Bond myndimar, iítið annaö en samansafn áhættuatriða sem eiga að vera stórfenglegri og hættulegri en nokkuð annað sem sést hefur á hvíta tjaldinu. En einhvern veginn er það nú svo þegar horft er á ofurhuga þöglu myndanna, að manni finnst brögð þeirra, sem nú stunda þessa atvinnugrein hálf innantóm miðað viö þá ofurhuga sem miklu oftar lögðu líf sitt í hættu án öryggisbúnað- ar eða æfinga og það fyrir litla fimmcfollara. Baldur Hjaltason * Kimball verksmiðjumar í Bandaríkjunum balda upp á 125 ára afmcelisitt um þessar mundir. Við bjóðum þesst fallegu og vönduðu píanó á sérlega hag- stæðu verði. 10 ára ábyrgð á p|||l hljómbotni og bekkur í stíl fy/gir öllum píanóum. Allar nánari upplýsingar FRAKKASTÍG 16 - SÍM117692 Verðlækkun á nýjum og notuðum mótorgarðsláttuvélum. Verðfrá kr. 1.500.- Sláttuvélaviðgerðir og leiga Skemmuvegi 10 M — Simi 77045 Til sölu Scout Terra, árg. 1979, ekinn 10.000 km. Kom á götuna i desember 1981. Frábær bíll. Upplýs- ingar í síma 82843 e.kl. 118 á virkum dögum. Dalvík - bæjarstjóri Starf bæjarstjóra á Dalvík er laust til umsóknar. Upplýsingar veitir undirritaður á skrifstofu bæjarins eða í síma 96-61370. Umsóknir skulu skil- ast á bæjarskrifstofuna Dalvík og þurfa að hafa borizt fyrir 25. júní 1982. Dalvík 9. júni 1982 Bæjarstjóri 10. landsmót sambands íslenzkra lúðrasveita. 12. júní 1982 Hafnarfirði Dagskrá: Laugardagurinn 12. júní: kl. 13.30 Safnazt saman við gatnamót Reykjavíkurvegar og Flata- hrauns og gengið þaðan um Flatahraun, Sléttahraun, Amar- hraun, Smyrlahraun og Hverfisgötu að'Lækjarskóla. kl. 13.3C Safnazt saman við gatnamót Hvammabrautar og Hringbraut- ar og gengið þaðan um Hringbraut, Selvogsgötu, Suðurgötu og Lækjargötu að Lækjarskóla. kl. 14.00 Mótssetning: Eiríkur Rósberg form. S.í. L. Tónleikar Lúðrasveit Hafnarfjarðar, stj. Hans Ploder Lúðrasveit Akraness, stj. Lárus Sighvatsson Lúðrasveit Akureyrar, stj. Atli Guðlaugsson Lúðrasveit Selfoss, stj. Ásgeir Sigurðsson Lúðrasveit Stykkishólms, stj. Daði Þór Einarsson Lúðrasveitin Svanur, stj. Sæbjörn Jónsson Lúðrasveit verkalýðsins, stj. EliertKarlsson Lúðrasveit Vestmannaeyja, stj. Hjálmar Guðnason Allar lúðrasveitir saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.