Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Síða 14
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR12. JUNI 1982.
14
Jám brautnrferö um SkotUmd er ódýr og þægilegur
ferðamáti:
Shotar eru ósparir
á aes trisni ogalúö
„Hér eru feðgar á ferð, sýnist mér.
Og hvert er erindið til Glasgow?
Ferðast um Skotland, já. Það lízt mér
vel á og veriöi hjartanlega velkomn-
ir.”
Fulltrúi útlendingaeftirlitsins á flug-
vellinum í Glasgow, ungur og glaöleg-
ur maður, skellti stimpli ofan í passa
okkar feðga og ítrekaði óskir sínar um
heillarika ferðokkurtilhanda. Alúöleg
framkoma mannsins kom mér ekki á
óvart, því Skotar eru hiö bezta fólk. En
ég hafði aldrei komiö til Skotlands
áður og þaö kom mér á óvart hve
flugstöðvarbyggingin var glæsilegt
hús. En það átti fleira eftir að koma á
óvart, þægilega á óvart, á nokkurra
daga ferð um landið.
Það er bezt að taka þaö fram strax
að þegar talaö er um okkur feöga hér á
eftir er átt viö undirritaðan og 14 ára
gamlan son hans, Val, sem búsettur er
á Akureyri. Þetta var hans fyrsta
utanlandsferð og þótt noröanmenn láti
sér ekki allt fyrir brjósti brenna, enda
Akureyri merkisbær eins og þeir vita
bezt er þar búa, þá fór ekki hjá því að
honum kom líka ýmislegt á óvart í
Skotlandi. Mjög margt var meira að
segja enn stórkostlegra en á Akureyri,
og er þá mikið sagt.
Brezka ferðamálaráðið (British
Tourist Authority, skammstafað BTA)
og Flugleiðir höföu lagt sig fram um að
kynna okkur þá kosti sem í boði væru
til aö sjá sem mest á f jögurra til fimm
daga ferö og gert áætlun sem við
fylgdum í stórum dráttum. En við
höfðum ákveöiö aö nota lestir til að
flytja okkur milli staöa og AA Drive-
away kerfi við gistingu. Rétt erað láta
nánari skýringu fylgja.
Brrtrai/Pass
Mér finnst einn stærsti kosturinn við
að ferðast með járnbrautarlest um
Skotland vera sá að hægt er aö njóta
útsýnis ótrufaður í stað þess að þurfa
að hafa augun á veginum ef ferðast er
á bíl. Auk þess er að sjálfsögðu hægt aö
taka bílaleigubíl í bæjum, þar sem
staldrað er við, og skoða nágrenniö
eins og hver vill. Þar fyrir utan er
skemmtilegt aö virða fyrir sér sam-
ferðafólkið. Yfirleitt er það reiðubúiö
til aö skrafa um allt milli himins og
jarðar ef maöur gefur sig á tal viö það.
AUa vega er það mín reynsla af
Skotum. Brezku lestirnar eru um 16
þúsund talsins og fara milli tvö þúsund
stöðva á Bretlandi öllu á degi hverjum,
svo ekki eru vandkvæði á að komast
milli staða.
Brezku jámbrautimar bjóða ýmis-
konar afslátt frá venjulegu fárgjaldi.
En langhagkvæmasti kosturinn fyrir
útlendinga eraðkaupa Britrail Pass.
Hann er ekki til sölu á Bretlandi og
veröur því að kaupa passann áöur en
lagt er af stað. Söluskrifstofur Flug-
leiða annast alla • fyrirgreiðslu í því
sambandi. Britrail Pass er seldur með
8, 15, 22 eöa eins mánaðar gildistíma.
Ekki þarf aö ákveða fyrr en út er
komið hvaða daga passinn skal gilda.
Með þennan passa í höndum má
ferðast ótakmarkað á öllum leiðum.
Sem dæmi um hve Britrail Pass er
hagkvæmur kostur má nefna að átta
daga passi kostar svipaö og lestarfar-
gjald frá London aö landamærum
Skotlands og afturtil baka.
Svo er það gistingin og þar er AA
Driveaway kerfiö eitt það bezta sem
völ er á. Áður en fariö er aö heiman er
ákveöið hve margar nætur er áætlað
að gista og keyptir gistimiðar
(vouchers). Þeir eru greiðsla fyrir
hótelherbergi með baði og morgun-
veröi á miklum fjölda hótela á Eng-
landi, Wales og Skotlandi. Börn innan
Fátt er skozkara en Skotar i skotapilsum með sekkjapipurnar ómissandi. Þetta er þó ekki dagleg sjón i Skotlandi.
14 ára fá fría gistingu í herbergi með
foreldrum.
Með því aö nota þessa gistimiða fæst
æskilegt frjálsræði með ferðatilhögun.
Þaö er nóg að panta gistingu fyrirfram
fyrir fyrstu nótt. Til dæmis ef flogið er
til Glasgow er pöntuð gisting þar fyrir-
fram. Eftir það ræður ferðalangurinn
sjálfur ferðahraðanum. Eftir einnar
nætur dvöl eða fleiri í Glasgow er
ákveðið hvert skuli fara næst, hafi það
ekki verið gert áður. Hótelið í Glasgow
sér um að panta gistingu á þeim stað
sem óskaö er eftir samvkæmt AA
Driveaway. Næsta hótel sér um að
panta gistingu á þar næsta stað og svo
koll af kolli. Þaö er því óþarfi að ríg-
binda sig ákveöinni áætlun áður en lagt
er af staö aö heiman. Ef margt er að
skoða á einum staö þá dvelur maður
kannski í þrjár nætur, en kemst af með
eina nótt á öðrum stað. Gist er á góðum
hótelum og þetta kerfi veitir verulegan
afslátt frá venjulegu gistiverði.
The City Chambers er ráðhús Glas-
gowbúa.
Hvarersótið
og sk'rturinn?
En látum þetta nægja um kerfið. Það
er hvort sem er svo einfalt og þægilegt
að engar áhyggjur þarf af því að hafa.
Eg sagði i upphafi að okkur hefði kom-
iö margt þægilega á óvart í Skotlandi/
Glasgow til dæmis. Satt bezt aö segja
stóð ég í þeirri trú að Glasgow væri
heldur leiðinlegur bær, hafði heyrt
sögur um að þar væri sót og skítur,
slömm og umhverfið heldur
óyndislegt. En þaö var nú eitthvað
annaðsem blasti viðsjónum: Fallegar
breiögötur, hver skrúðgarðurinn eftir
annan, golfvellir, reisulegar bygg-
ingar og hreinlæti á háu stigi. En
hvemig stóð á þessu?
,,Á síðustu árum hefur orðið gjör-
breyting á borginni. Við erum búnir að
þvo sótið af gömlu húsunum og það er
bannaö að kynda með kolum. Það er
búiö að rífa mest af gömlu hverfunum
og stórátak gert í að fegra umhverfiö á
allan hátt,” sagði Chris Day,
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR12. JUNI iM?.
15
stendur við George Square. Viktoria
drottning opnaði húsið með mikilli
viðhöfn árið 1888. Það er byggt í ítölsk-
um renaissancestíl og ítalskir meistar-
ar önnuðust skreytingar, meðal annars
með ítölskum marmara. Glæsileg og
sérstæð bygging sem allir ættu aö
skoða. Og Chris fór með okkur í „The
Museum of Transport”. Þar mátti sjá
einstætt safn gamalla bíla, jám-
brautarvagna, strætisvagna, reiðhjóla
og vélhjóla að ógleymdum skipalfkön-
um. Við fómm líka á „Pollok House”.
Þetta er gamalt óðalssetur og hefur að
geyma mikið af gömlum málverkum,
meðal annars eftir meistara eins og E1
Greco, Goya og Murillo. Ennfremur
eru þama dýrindishúsgögn, silfur og
postulín.
Garðar em margir í Glasgow, eða
samtals um 70. Þar em litlir golfvellir,
blómaskrúð og ýmis tæki til
afþreyingar, enda era garðamir
mikið sóttir af borgarbúum og gestum.
Ogrynni verzlana og veitingastaða er
að finna í Glasgow. Þótt af sé sú tíð er
Islendingar fóm hópum saman í
sérstakar verzlunarferðir til Glasgow
má enn gera þar góð kaup. I nágrenni
borgarinnar er mikið af sögufrægum
byggingum og fallegum stöðum sem
vert er að heimsækja. En sjón er sögu
ríkari og þeir sem vilja vita meira
verða bara að drífa sig á stað.
Aviemore Centre
og /nverness
Við vomm snemma á fótum næsta
morgun. Lestin til Invemess átti að
fara klukkan 7.40. Það var bót í máli að
það ágæta hótel sem við gistum, North
British, Hotel, er fast við jámbrautar-
stöðina. Ekki mátti þó tæpara standa
aö við næðum lestinni, en þaö tókst og
við hreiðruðum um okkur í þægilegum
klefa. Farþegar voru fremur fáir svo
við höfðum klefann út af fyrir okkur. Á
leið til Invemess ætluðum við að
staldra við í Aviemore, en þar er mikil
ferðamannamiðstöð sem var byggð
upp af engu ef svo má segja. Eftir
tveggja tíma ferð um akra og engi,
þorp og bæi gerði lestin óvæntan stanz.
Kom í ljós að eimvagninn hafði bilað
og varð klukkutíma bið meðan annar
eimvagn var sóttur. En viö létum þaö
ekki á okkur fá frekar en aörir
farþegar. Fengum okkur snarl í
veitingavagninum og biðum rólegir.
Til Aviemore komum við um hádegi,
settum töskurnar í geymslu á
járnbrautarstöðinni og röltum að
Aviemore Centre. Allt fram til ársins
1960 var Aviemore bara smáþorp á
landakorti. Þá var hafizt handa um að
byggja annan bæ, ef svo má segja, rétt
við þorpið. Og þessi bær er sérbyggður
fyrir ferðamenn sem þangaö sækja
jafnt sumar sem vetur. Þama em
hótel, veitingahús, verzlanir, ráð-
stefnusalir, sundlaug, skautahöll og
hver veit hvað. Mörg leiksvæði eru
fyrir börn, þar á meðal jólasveinaland,
bílabrautir og raunar flest sem nöfn-
um tjáir að nefna. Heimamenn tjáöu
okkur að allmargir Islendingar hefðu
dvalizt þama um lengri eða skemmri
tíma á liönum ámm. Meðal annars við
skíðaiðkanir á vetrum og þótti þeim
það kyndugt að Islendingar sæktu til
útlanda á skíöi.
Er við vorum þama á ferð var frekar
fátt gesta, enda sumarumferðin ekki
hafin, en skíöafólk löngu fariö heún.
Allmargt fólk var þó í skautahöllinni
og lék leik þann er það nefndi
„curling”. Hann er í því fólginn að
þungu hringlaga stykki á stærð við
meðalpotthlemm er ýtt úr vör frá
öömm enda salarins. I hinum endan-
um er svo málaður hringur. Galdurinn
er fólginn í því að hitta í hringinn eða
sem næst honum. En ef einhver heldur
að þetta gerist án tilþrifa þá er sá illa
svikinn. Einn sér um að ýta stykkinu á
stað, en síðan eru einn eða tveir í því
að hlaupa með því vopnaðir nokkurs
konar kústum. Þeir fægja svellið eins
og óðir menn þá leið sem hlemmurinn
rennur og reyna þannig að sjá til þess
að hann renni alla leið í mark. Virtist
þetta óhemjuvinsæll leikur sem bæði
ungir og gamlir tóku þátt í af lífiogsál.
Já það var svo sannarlega nóg við að
vera í Aviemore, en við ætluöum til
Invemess og héldum því áfram ferð-
inni eftir að hafa fengiö okkur
risahamborgara á góðum veitingastað
í Aviemore.
inverness
Leiðin lá áf ram í norður fram hjá ám
Golfvöllurinn iSt. Andrews er velþekktur meðalgolfmanna víða um heim.
og vötnum, skógum og bændabýlum.
Til Invemess komum við um kvöld-
matarleyti, en sá bær er óopinber
höfuöstaður skozku Hálandanna.
Invemess er einstaklega fallegur
gamall bær sem stendur við ána Ness.
Þama er allt morandi í sögulegum
minjum og menn reiðubúnir að fræöa
gesti og gangandi um orrastur fýrri
daga þegar Cromwell og aörir kappar
riðu sem hetjur um hérað. Það er nóg
um að vera í og við bæinn, hvort sem
menn vilja leika golf, renna fyrir fisk,
skoða sig um á göngu eða fara í lengri
eða skemmri ferðir um nágrennið. Frá
Invemess em allar leiðir greiðar um
Skotland, meira að segja allt norður í
Orkneyjar. Og ekki er langt að fara ef
menn vilja freista þess að berja
skrímslið í LochNess augum.
En þótt fagurt sé á þessum slóðum
stefndi hugur okkar feðga áfram í
norður og hærra í Hálöndin. Næsta dag
stigum við upp í lest sem flutti okkur
vestur yfir þver Hálöndin allt til
bæjarins Kyle of Lochalsh.
Isle ofSkye
Lestin silaðist upp Hálöndin og
þræddi dali og skorninga þar sem því
var við komið. Eftir því sem ofar dró
minnti landslagiö meira á Island,
heiðar og hálsar,klettarog mýraflákar
á víxl, lækir og ársprænur. Þarna var
víða fagurt um að litast og nægur tími
til að virða fyrir sér útsýnið. Ekki
höföum viö langa viðdvöl þegar til
Kyle of Lochalsh kom. Fengum okkur
bilaleigubil og ókum rakleitt niður að
ferjulæginu. Eyjan Skye var þama
skammt undan landi og þangað
höföum við ætlað okkur áður en kvöld-
aði.
Brátt lagði ferjan að, en hún er í
stöðugum ferðum þama á milli og
tekur siglingin innan viö hálfa klukku-
stund. Við ókum rakleitt til þorpsins
Broadford, þegar út í eyjuna kom, en
þar áttum við pantaða gistingu á
Broadford Hotel. Þetta var gott hótel
en gestagangur ekki byrjaður. Fyrir
utan okkur feðga virtust einu gestimir
vera öldruð brezk hjón með hund sinn.
Isle og Skye er af mörgum talin feg-
ursta eyja Skotlands og ég hefi enga
ástæðu til að rengja þaö. Þama em
nokkur þorp og bæir og flest húsin virð-
ast ævagömul. Við ókum norður til
bæjarins Portree þar sem höfnin er
umlukin háum klettum og minnti helzt
á þær hafnir er smyglarar fyrri daga
sóttust eftir að hafa bækistöðvar í,
samkvæmt þeim ævintýrabókum sem
Valurkunni utanað.
Náttúrufegurð er víða einstök á Skye
og auðvelt að ferðast þarna um.
Áætlunarbifreiðar ganga milli staða og
nóg er af litlum og þægilegum hótelum
fyrir nú utan tjaldstæði, nánast hvar
sem er. Eyjaskeggjar stunda búskap
og fiskveiðar og virðast lítt gefnir fyrir
að taka nýjustu tækni í þjónustu sína á
öllum sviðum. En þeir eru gestrisnir
og stoltir af eyjunni sinni. Hótelhaldar-
inn á Broadford Hotel sagði aö straum-
ur feröamanna færi minnkandi, að
minnsta kosti um stundarsakir. Hann
tilgreindi einkum þrjár ástæður: Hátt
bensínverð (hvað megum við þá
segja!) mikið atvinnuleysi, sem drægi
úr feröalögum, og svo var eitt til við-
bótar: Sú gamla kynslóð Breta sem
hafði það fyrir sið að koma norður til
Skotlands á hverju sumri og dvelja þar
vikum saman, er að deyja út. Yngra
fólkið hefur ekki tíma til slíks eða
sækir annaö. En þaö var auöséö að
hótelhaldarinn var ekki á þeim buxun-
um aö leggja árar i bát og vann að
endurbótumá hótelinu af kappi.
„Afhvorju
ti/London?"
Nú var runninn upp fjórði dagur
Skotlandsheimsóknar, fimmtudagur.
Við feðgar ákváðum að reyna að ná til
London um kvöldið og eiga þar einn
dag áður en flogið yrði heimleiðis. En
þaö er löng leiö frá Isle of Skye suöur
til London.
Við skildum bílinn eftir í Broadford
og ókum með áætlunarbíl um fögur
sveitahéruð til ferjustaðarins Arma-
dale.ÞaðanvarsigltyfirtilMallaig á
vesturströnd Skotlands og eim stigið
upp í lest sem flutti okkur til Fort
William. Þaðan ætluöum við að taka
aðra lest til Glasgow eða alla leið til
Lundúna.
Leiöin frá Mallaig til Fort William er
einstaklega fögur. Skógi klæddar
hlíöar, stöðuvötn og firðir þar sem
f jöllin spegluðust í víkum og vogum.
Þama hefði verið gaman að dóla um á
bíl og stanza þar sem hugurinn gimt-
ist. En lestin hélt sínu striki þótt hægt
færi.
Ég gaf mig á tal við lestarvörð og
spurði um líkur á að ná til London um
kvöldið. Vöröurinn, sem var maður
nokkuð við aldur, horfði á mig undr-
andi og spurði: „Hvað ætlið þið að gera
til London? Er eitthvað að því að vera
hér? Ekki sjáið þið þessa fegurð í
London,” og hann benti út um glugg-
ann. En ég sagði að við þyrftum nú
samt að komast til London því þaðan
færam við fljúgandi heim. Vörðurinn
hristi sitt gráhærða höfuð og sagði með
samúöarsvip: „Þið getiö tekið kvöld-
lest í Fort William og veriö komnir til
London snemma í fyrramálið. Það
hlýtur að nægja ykkur. Þetta er
brjáluð borg,” sagði Skotinn og dæsti.
En við ákváöum að breyta til.
Stigum upp í áætlunarbíl í Fort
William og ókum með honum til
Glasgow. Þar náðum við síðustu flug-
vél til London um kvöldið. Ekki gafst
tími til að skoða Fort William þennan
vinalega bæ sem kúrir undir fjallinu
Ben Nevis en það er hæsta fjall Bret-
lands. Heimsókn þangaö verður að
bíða betri tíma.
Skotiand
ferðamannsins
Skotland hefur flest að bjóða sem
ferðamenn sækjast eftir. Þar er úrval
gististaða, mikil náttúmrfegurö,
urmull veitingastaða og sérstætt
mannlíf, ekki sízt til sveita. Islend-
ingar eru sérstaklega velkomnir í
Skotlandi og litið á þá sem vini og jafn-
vel frændur. Sú ákvörðun Flugleiða aö
hefja aftur flug milli Keflavíkur,
Glasgow og Kaupmannahafnar hefur
vakið mikla ánægju skozkra feröa-
málamanna. British Airways höfðu
bolað Islendingum burt af leiðinni frá
Glasgow til Kaupmannahafnar, en
gáfust svo upp á að halda uppi flugi
þarna á milli.
Góðir golfvellir Skotlands eru
þekktir um allan heim. En það er hægt
aö gera miklu meira en leika golf. Það
er hægt að sigla, veiða, fara í
útreiðartúra, skoða náttúruna, spjalla
við innfædda á vinalegum krám og
yfirleitt láta sér líða vel á hvem þann
hátt er menn kjósa. Sennilega er leitun
að jafnglæsilegum sveitahótelum eins
og sjá má í Skotlandi, gamlar bygging-
ar með stórum herbergjum þar sem
hátt er til lofts og vítt til veggja, en
jafnframt séð fjrir öllum þægindum
nútímans. Skotlandsferð verður öllum
ógleymanleg.
Það var skemmtileg tilviljun, að
þegar við komum heim og afhentum
f öggur okkar til tollskoðunar sagði toll-
vörðurinn brosandi: „Er þaö sem mér
sýnist, feðgará ferð?”
-SG.
. M,
INVERNESS
Chris Day, ferðamálafulltrúi i Glas-
gow. Þeir sem hafa komið á skozku
vikurnar á Hótel Loftleiðum muna
eflaust eftir Chris, iklæddum skota-
pilsi.
Ferðamál
Sæmiindur
Guðvinsson
ferðamálafulltrúi í Glasgow, er hann
sýndi okkur borgina. En Glasgowbúar
hafa ekki bara rifiö niöur og skúraö.,
Þeir hafa líka gætt þess að raska ekki
heildarsvip borgarinnar. Gamlar
reisulegar byggingar eru rifnar niður
innan frá, en forhliðin látin standa
óbreytt. Til dæmis mátti sjá ákaflega
virðulegt hús við eina aöalgötuna, en
þegar nær kom sást að það var
framhliðin ein sem uppi stóð eins og
leiktjöld. Bak við hana var verið að
undirbúa byggingu á nýju húsi, en nota
átti sömu framhlið. Ef einhver heldur
að Skotar geri þetta af annálaöri spar-
semi þá er það á misskilningi byggt.
Þetta kostar meira, en Glasgowbúum
er annt um að varðveita það bezta af
því sem gefur borginni gamla reisn og
erþaðvel.
Svipazt um
íGlasgow
Það er innan við tveggja klukku-
stunda flug frá Keflavík til Glasgow
sem er stærsta borg Skotlands. Það er
því ekki vegalengdinni fyrir að fara.
Við dvöldum daglangt í borginni og
reyndum að sjá sem mest. „The City
Chambers” er ráðhús borgarinnar og