Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR12. JUNI 1982.
Eyjamenn fjölmenna jafnan á bryggjuna er bátarnir koma að landi með þátttakendur og afla þeirra úr hvitasunnumóti sjóstangaveiðimanna.
D V-myndir (juðmundur Sigfusson.
„Þó þótti ehhi vei Aishapu r
að veiða þorsh á stöng...
en viðhorfin hafa mthlð breytzt”
— rætt við ferska reiðihappa á sjóstangaveiðimðtinu
er fram fór í Vestmannaeyjum um hvítasunnuna
Sjóstangaveiðimenn í Vestmanna-
eyjum héldu um liöna hvítasunnu sitt
árlega sjóstangaveiðimót. Veður var
mjög óhagstætt mótsdagana, eða
suöaustan átta til tíu vindstig. En
sægarpamir létu það ekkert á sig fá og
sóttu stíft báða dagana sem mótið stóð
yfir.
Hvitasunnumót sjóstar.gaveiði-
manna er orðið árviss viðburður í
Eyjum. Fjöldi þátttakenda mætir
ávallt til leiks, víðs vegar af landinu.
Að þessu sinni voru þátttakendur
fimmtíu talsins og var róið á átta
bátum.
Gaman að
koma til Eyja
„Þaö er ákaflega gaman að koma
hingaö til Eyja. Hér er gott fólk og
staöurinn heillar mig,” sagði Andri
Páll Sveinsson frá Akureyri. Hann
reyndist aðalsigurvegari mótsins að
þessu sinni.
„Við stundum þetta sport grimmt
fyrir norðan. Erum enda með öflug-
asta sjóstangaveiðifélag landsins.
Mótin hjá okkur fara fyrirleitt fram út
frá Dalvík og er aðallega veitt í
kringum Hrísey. Dalvíkurmótin eru
alltaf á haustin og eru ein tuttugu ár
frá því þauhófust.
Hér í Eyjum eru mun fleiri fisk-
tegundir veiddar en nyrðra og gerir
það mótin hér eftirsóknarverðari,”
sagði Andri ennf remur.
„Eg stunda einnig laxveiðar, en það
er ekki hægt að líkja þessum tveimur
greinum saman. Þaö er auövitað mjög
gaman aö veiöa laxinn, en maður fær
keppnina að auki á sjóstangaveiði-
mótum. Þar er oft mikil keppni, jafn-
vel viö erfiöar aðstæður eins og til
dæmis að þessu sinni — vitlaust veöur
allan tímann.”
Evrópumót
hérlendis é næstunni
Á hvítasunnumótunum í Eyjum er
keppt um ýmsa titila. Er keppni bæði
milli einstaklinga og sveita. Aflahæsti
báturinn fær einnig sín verðlaun. Þá
eru veitt verðlaun fyrir stærsta fiskinn
sem veiðist, auk þess stærsta fiskinn af
hverri tegund.
Andri var spurður hvað væri fram-
undan hjá sjóstangaveiðimönnum á
næstunni.
„Það sem er efst á baugi hjá okkur
er aö fá hingað til lands Evrópumót
einhvem tíma á næstunni.
Mótið yröi væntanlega haldiö á Eyja-
fjarðarsvæöinu. Þess má geta að þrjú
Evrópumót hafa þegar farið fram hér
á landi, síðast hérlendis árið nítján
hundruð sjötíu og fjögur. En þá fór það
fram á Akureyri.
Það er því kominn tími tO að glíma
við það verkefni á ný,” sagði Andr;
PáU Sveinsson aö lokum.
Maöurinn á bak við hvítasunnumót
sjóstangaveiöimanna undanfarin ár er
án efa Magnús Magnússon í Eyjum.
DV náði tali af honum í glæsilegu
lokahófi sjóstangaveiðimótsins sem
haldiö var að kvöldi hvítasunnudags-
ins.
Bæjarbúar hlógu
að tiltækinu...
„Eg byrjaði í þessu áriö nítján
hundruð sextíu og eitt.
Þá hélt Flugfélag Islands hér mót
og e'innig á árunum par á eftir. Þau
mót voru fyrst og fremst auglýsingar-
herferö hjá Flugfélagsmönnunum.
Aðalskipuleggjendur þá voru þeir
Njáll Símonarson og Sveinn Sæmunds-
son, þá starfsmenn hjá Flugfélaginu. I
beinu framhaldi af þessu móti, eöa
vorið nítján hundruð sextíu og tvö, var
stofnað hér Sjóstangaveiðifélag Vest-
mannaeyja. Það er óhætt að segja að
sá hópur er stóð aö stofnuninni hafi
ekki verið tekinn alvarlega í fyrstu,
Englendingurinn Rex Fearnehough
sá ekki aðra leið færa til að komast
inn fyrir tvö hundruð mílurnar en að
taka þátt i sjóstanga veiðimótinu.
Texti: Friðbjörn O. Valtýsson