Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Síða 25
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR12. JUNI 1982
hnsveit er éins.
ítddarflokk99
Ian: „Þetta er ein ástæðan fyrir því að
við erum alveg ópólitískir í textum
okkar.”
Ætlaði í lögguna
Textinn aö laginu „I am the law” fær
sérstaka umfjöllun og Philip segist
hafa ort hann til fólks sem gagnrýnir
lögregluna án þess að hugsa út í það
hvemig ástatt væri án hennar. „Ég er
ákaflega ábyrgur piltur og ætlaði
meira að segja að ganga í Lundúnalög-
regluna.”
„Þessi er nú alveg nýr,” segir Jo-
anne og hlær lengi. Ian bætir við að ef
ætti að yrkja um þá ósk, að best væri
að lögreglumanna gerðist ekki þörf,
yrði kvæðið bæði langt og flókiö.
„Við erum öll raunsæ,” segir Philip
„og það eykur samstöðuna í hljóm-
sveitinni. I flestum hljómsveitum er til
fólk sem ekki getur haldið sig á jörð-
inni ”
„Strákamir komu heim til pabba og
mömmu,” segir Joanne, „Philip var
málaður og með hárið sítt öðrum meg-
in, en þeir töluðu lengi við foreldra
mína og þeim fannst þetta indælis
stráklingar. Foreldrar okkar Sus-
anne töluðu við kennara okkar og öll-
um fannst að við myndum hafa gott af
aö sjá okkur um í Evrópu. Við fórum
svo aftur í skólann til að ljúka próf-
um.”
Allir hljómsveitarmeðlimir em sam-
mála um að rík geti þau ekki talist enn
þrátt fyrir mikla sölu á plötunum.
Stelpumar búa enn hjá foreldrum sín-
um og strákamir leigja.
Joanne segir foreldrana vera orðna
vana heimshornaflakki sínu en auðvit-
að vilji allir foreldrar sjá dætur sinar í
aðstoðarmaður, sem mættur er til
skrafs og ráöagerða, segist þess full-
viss að Kláus láti sig ekki vanta á
hljómleikana.
„Eg hafði heyrt um þorskastríðin,”
segir Philip og Ian bætir við að frétta-
flutningurinn af þeim hafi bent ein-
dregið til þess að hér væri fólk haldiö
þó ndíkurri drápsfýsn.
I ljós kemur að Adrian, sem sér
meðal annars um myndræna hlið
hljómleikahaldsins, er menntaður í
kvikmyndagerð. Honum sýnist væn-
legt að gera kvikmynd á Islandi. Hér
segist hann hafa séð eyðimörk á leið-
inni frá Keflavík og hún hafi sem betur
fer verið laus við símastaura og annað
sem þvælist fyrir við gerð kvikmynd-
ar.
Spennandi vikur
og erfíð tímabil
Á milli þeirra sést ian og fyrir aftan hann eru Jo, Susanne og Joanne.
Hvað um hárgreiðslu Philips, sem
lengi vel var stuttklipptur öðmm meg-
inn en með sítt hár í hinni hliðinni? Var
hún ekki stæling á Screaming Lord
Sutch?
Philip: „Hef aldrei heyrt á manninn
minnst.”
Adrian: „Manngreyiðhefur ekki unnið
sér neitt til frægðar síðan 1963, og var
reyndar ekki mikill bógur í rokkinu þá.
Þegar Alice Cooper kom fram á
sjónarsviöiö sagðist Sutch hafa gert
ailt sem Cooper gerði áður. Nú reyndi
hann bara að fleyta sér á frægð
Philips.”
Innblásturúr
ýmsum áttum
Skrifið þið tónlistina eöa textana
fyrst?
„Það er allur gangur á því,” segir
Philip og Adrian kinkar kolli til sam-
þykkis.
Eru textarnir hlaönir boðskap og
tjáningu eöa er þetta bara orðagjálf-
ur?
Philip: „Ég held að í eyrum hlustenda
séu þetta ekki annaö en orð.”
Joanne: „Viö erum mjög ósammála
um þetta. Eg sat oft heima viö plötu-
spilarann með plötuumslag í höndun-
um og samdi mínar eigin sögur um Ieiö
og ég hlustaði og las textana. Oft emð'
þið strákarnir líka að skrifa um eigin
tilfinningar.”
Ian: „Þessum textum er ekki ætlað að
hrífa fólk neitt sérstaklega. Þetta er
ekki skáldskapur á borð viö gríska
harmleiki. Textamir eru bara skáld-
skapur frá brjósti okkar hér í hljóm-
sveitinni og hefur merkingu fyrir okk-
ur, — þetta höf ðar ekki til allra. ’ ’
Adrian: „Don’t you want me” er um
kvikmynd, „Seconds” er um Lee
Harwey Osvald, sem skaut Kennedy.
Allir textarnir fjalla um ákveðiö efni
nema ef til víll „Open your heart” sem
Philip samdi í einum hvelli. I viðlaginu
skellti hann bara inn einhverju sem
passaöi við laglínuna.”
Philip: „Við setjum nöfnin okkar við
textana því þeir eru mjög persónuleg-
ir. Við erum ekki sammála um neitt
nema það sem allir með heila geta ver-
ið sammála um. Þaö eru alltaf tvær
hliðar á hverju máli, og ef eitthvað er
slæmt þá er það fólk sem sér ekki
nema einn punkt og tekur harða af-
stöðu út frá honum.”
Hefur frægð og f rami reynst meðlim-
um hlj ómsveitarinnar erf iður?
Jo: „Nei, viö höfum aldrei gert neitt
sem viö vildum ekki gera.”
Philip: „Auðvitað hljóta þeir sem kom-
ast eitthvað áfram að geta gert hluti
sem þeir hafa gaman af.”
Adrian: „Við héldum nú einu sinni
hljómleika með alveg hryllilegri
bandariskri hljómsveit. Eg vil helst
gleymaþví.”
Philip: „Það er spennandi að vera í
hljómsveit. Áður vann ég í fjögur ár á
spítala, og starfið var ágætt, en ívið
andlaust, svo ég fór að hugsa um fram-
tíðina. Eg get sagt það satt að síðan ég
byrjaði í Human League hefur hver
vika verið spennandi. ”
Jo: „Þú leggur ekki af stað með fram-
ann í huga, heldur feröu af stað vegna
þess að þig langar til að gera hlutina.
Við myndum halda áfram með hljóm-
sveitina þó okkur yrði ekkert ágengt.
Annað væri tímasóun. En auövitað
koma erfið timabil hjá okkur.”
Philip getur ekki stillt sig um að
hnýta því aftanvið aö viss tímabil séu
alltaf erfið hjá Jo. Til dæmis hver ein-
asti morgunn. Ekki síst fyrir þá sök að
morgnar hans hefjast að jafnaði klukk-
an tvö eftir hádegL
íhljómsveit
með leyfípabba
ogmömmu
Frægðin kom reyndar beint upp í
hendurnar á Susanne og Joanne, eins
og Joanne lýsti í upphafi viötalsins.
Fyrir þær var erfiðast að fá samþykki
foreldranna til að ganga í hljómsveit
og að f á sig lausar úr skólanum.
Susanne hefur um tíma verið orðuð við Mike Noian i Bucks Fizx en óvist
mun hvort hún er á leið i höfn hjónabandsins.
öruggri höfn hjónabandsins. Susanne
tekur hjartanlega undir og Philip segir
þetta ekki gilda um stúlkur eingöngu;
svona hafi foreldrar sínir líka alltaf lit-
ið á málið. Við þessi orð skella allir
uppúr og milli hláturskviðanna segir
Ian að Philip hafi ekki haft langa við-
dvöl í þeirri höfn. Sannleikurinn er
nefnilega sá að Philip var giftur en
hjónabandið fór útumbúfur.
Sánkti Kláus
áhljómleika
í Höllinni
Nú er kominn galsi í mannskapinn.
Þegar umboösmaðurinn vindur sér inn
á Vínlandsbarinn, og segist hafa tekið
flugvél á leigu til útsýnisflugs og skoð-
unarferða, færist enn meira f jör í liðiö.
Þau vilja ræða um ísland og Joanne
segist hafa haft áhuga á að koma hing-
að vegna þess aö hún hafði aldrei séð
skerið. „Hér eru líka heimkynni jóla-
sveinsins og þegar ég var lítil hélt ég
að hér byggju eskimóar.”
Philip mótmælir þessum ummælum
Joanne og segir Sánkti Kláus búa á
Norðurpólnum. Skoðun hennar verður
hins vegar ekki haggaö og íslenskur
íslandi veitt athygli
Plata Human League komst
snemma hátt á vinsældalista hjá
Bretum, en Islendingar voru fljótir að
taka við sér og platan komst hér á
toppinn á eina opinbera vinsældalist-
anum, lista Dagblaðsins og Vísis.
Vinsældimar á Islandi segir Philip
hafa verið góð tíðindi fyrir hljómsveit-
ina og vakið áhuga hennar á landinu.
Löngu og ströngu hljómleikaferða-
lagi Human League lýkur í Laugar-
dalshöll. Að tónleikunum hér loknum
liggur leiðin heim til Sheffield.
Lokaspurningin er hvort ekki hafi
margt breyst í lífi fólks sem verður allt
í einu að stórstjörnum.
„Eg held að við tökum ekki eftir um-
skiptunumsjálf,” segir Joanne. „Mörg
smáatriði hljóta að hafa tekiö breyt-
ingum. Líklega taka aðrir en við betur
eftir þessu.”
„Bræður mínir verða oft fyrir því að
smástelpur banka uppá hjá þeim, ein-
göngu vegna þess að þeir eru bræður
mínir,” segir Philip. Við vonum að
bræðurnir fyrirgefi Philip þetta ónæði
sem hann veldur þeim og viötökumar
heima í Sheffield verði góðar. -SKJ.
^lllupP. ,»
Vidtal: Solveig K. Jénsdóttir