Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1982, Síða 27
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR12. JUNI 1982.
arr
Þær fjórar almennu skrár, sem
þegar hafa verið taldar, munu vera
helztar þeirra er gefnar hafa verið út
erlendis og varða Island, íslenzk
málefni og bókmenntir að verulegu
leyti. Vmsar smærri skrár eða bóka-
listar eru þó vel þess virði að þeim sé
haldið fram og verður nú getið
nokkurra.
Die Literatur fiber die Polar-Regionen|
der Erde. Von Dr. Josef Chavanne, Dr.
Alois Karpf, Franz Ritter v. Le
Monnier. Herausgegeben von der k.k.
Geographischen GesellschaR in Wicn.
(XIV, (2), 355, (1) s.). Wien, 1878:
(SamhljóAa tltilblað einnlg á ensku).
I formála þessa rits er frá því
greint að Dr. Chavanne hafi lengi
haft uppi áform um að safna saman
hinum ýmsu ritum um pólarsvæði
jarðar og skrá þau á kerfisbundinn
hátt. Hinsvegar hafi mjög árangurs-
ríkur austurrísk-ungverskur rann-
sóknarieiðangur í norðurhöf orðið
honum hvatning að hrinda þeirri
hugmynd í framkvæmd. Víða var
leitað fanga eftir efni og varð árang-.
urinn 6617 skráningar, hvert rit
skráð á númer en aftast registur yfir
höfunda þar sem vísað er til rita
þeirra. Sérstakur kafli (VII.) er yfir
Island, númerin 2128—2758 eða þar
alls 631 titill en auk þess eru á öðrum
stöðum ýmis rit varöandi Island að
meira eöa minna leyti. Hér er þvi
um allviöamikla heimild eldri bóka
og ritgerða að ræða, sem m.a. oft er
vísað til í erlendum bóksöluskrám.
Thomas William Lidderdale.
Catalogue of the Books Printed in Ice-
land from A.D. 1578 to 1880, in the
Library of the Brithsh Musernn.
Londonl885. (50) s.
Eins og nafn bókaskrár þessarar
sýnir hefur hún að geyma bækur
prentaðar á Islandi og því að lang-
mestu leyti íslenzkar bækur í eigu
safnsins fram til 1880. Hinsvegar er
enginn vafi á, að þjóðarbókhlaðan
hefur þá átt fjölda bóka á íslenzku og
um Island á öðrum málum,
prentaðar erlendis, sem hefur
ekki verið ætlaður staður hér. Telst
mér að hér séu skráðir 360 titlar
tímarita og bóka sem að sjálfsögðu
er verulegt magn í erlendu safni á
þessu tímabili. Er ritunum raðað
eftir útgáfutíma auk þess er ítarleg
höfunda- og ritaskrá þar sem vísað
er til aðalskrárinnar. Þá hefur
skráin að geyma nöfn prentara frá
upphafi og prentstaði, sem þeir
störfuðu á, svo og biskupa landsins
eftir siðaskiptin, en á þeirra vegum
var prentun hér á landi frá upphafi
og fram ef tir öldum.
Daniei Willard Fiske. Bibilographicai
Notices. I, IV-VI. Books Printed in Ice-
land 1578—1844. First-fourth Supple-
ment to the British Museum Catalogue.
Florence 1886, 1889,1890, Itahaca, New
York 1917. (Alls voru bæklingar þessir
sex talsins, en tveir þeirra, H.-III.,
f jalla um annaA efni.)
Augljóst er aö Willard Fiske hefur
hrifizt af hinni ágætu bókaskrá
British Museum, sem getið er hér
næst á undan, enda kemur það fram í
formála fyrsta heftis. Um þetta leyti
stóð söfnun hans yfir af miklum
krafti og við samanburð hefur
honum orðið ljóst að verulega mætti
bæta við skrá B.M. meö upplýsingum
úr hans eigin safni. Ákvað hann því
að gefa út slikan viðbótarlista sem
reyndist ekki lítill alls 139 titlar. Eins
og fram hefur komið urðu listarnir
alls fjórir og höfðu þeir að geyma
samtals 565 titla til viðbótar þeim
sem skráðir voru hjá B.M. Athyglis-
vert er einnig að Fiske taldi ekki þörf
á aö taka meö bækur eftir 1844 þar
sem auðvelt væri að afla upplýsinga
um rit eftir þann tíma og raunar bók-
anna sjálfra. Taldi hann þá (1886) að
í safni sínu væri næstum allt sem
prentað hefði verið á Islandi á þessu
tímabili og heföi sú viðbót orðið of
mikil. Fyrstu fimm bæklingana i
þessari ritröð samdi W.F. sjálfur en
við hinn síðasta lauk Halldór
Hermannsson aö honum látnum og
samdi registur yfir þá fjóra sem um
ræðir.
Uno von Troil. Brei rörande en resa tíl
Island. MDCCLXXII. Uplagde af
Magnús Swederus, Bokhandl. I Upsala
MDCCLXXVn. ((2), 20, (2), 376, (2) s.,
kort, 11 myndir, 1 tafla).
I lok ágúst 1772 kom hér skip að
landi í Hafnarfjörð, „Sir Lawrence”
og með því nokkrir sænskir og
brezkir vísinda- og menntamenn.
Var leiðangursstjóri og raunar
kostnaöarmaöur ferðarinnar Sir
Joseph Banks, enskur hefðarmaður,
sem oft síðar tengdist íslenzkum
málum en um það verður ekki nánar
fjallað hér. Hinsvegar var með í
ferðinni ungur sænskur mennta-
er um aö ræða nokkrar skrár yfir
söfn einstaklinga, aö vísu mikilla
bókasafnara, og aöeins eina sem
gerð er hliðstætt þeim erlendu er
nefndar hafa verið. Á þessu verður
hinsvegar ráöin mikil bót, áður en
langt um líður, með útgáfu nýrrar
skrár á vegum Landsbókasafns
Islands um allar kunnar íslenzkar
bækur frá upphafi til 1844 en það ár
var eina þáverandi prentsmiðja
landsins flutt úr Viðey til Reykja-
víkur, sem almennt eru talin mikil
tímamót í íslenzkri prentsmiðju-
sögu. Vona allir bókamenn, að síðan
verði skammt í næsta áfanga
islenzkrar þjóðbókaskrár.
I Helgafelli — tímariti um bók-
menntir og önnur menningarmál, II.
árg., 4.-6. hefti, apríl-júní 1943,
birtist grein eftir Þorstein
Þorsteinsson, sýslumann:
Bókasöfnun og bókamenn (bls. 186—
194). Er þar gefið glöggt yfirlit yfir
ýmsa mestu bókamenn landsins frá
fyrstu tíð og fram til samtímamanna
Þorsteins. Að vísu eru hverjum
einstökum gerð mjög lausleg skil, en
þó er mikill fengur að upplýsingum
þessum, sérstaklega varðandi afdrif
hinna ýmsu safna. Þá hafa núlifandi
í bókamenn við lestur þessarar
greinar Þ.Þ. tækifæri til að rifja upp
og kanna afdrif þeirra bókasafna
sem á hans tima þóttu hvaö mest og
merkilegust. Hinsvegar verður nú
vikið að þeim bókaskrám sem boð-
aðarhöfðuverið.
Skrár yfir bókasafn Jóns Þorkelssonar,
rektors. Reykjavík. PrentsmiAja
Reykjavíkur. 1904.176 s., k.
I fyrmefndri grein Þ.Þ. um safn
þetta segir svo: „Jón Þorkelsson
(1822—1904), rektor latinuskólans,
mun hafa átt stærst bókasafn hér
búsettra manna á 19. öld en allmikill
hluti þess voru útlendar bækur, og
— Böðvar Rvaran
skrlfar um
bækur og bókmenntlr
maður, Uno von Troil, er ritaði
merka bók um f erðina. V ar hún fljót-
lega þýdd á helztu tungumál Evrópu-
lailda, ensku, frönsku, þýzku og holl-
ensku en á íslenzku kom hún fyrst í
þýðingu Haralds Sigurðssonar, Rvk.
1961. Því er þessarar bókar getið að
í sænsku frumútgáfunni var birtur
listi yfir 105 rit varðandi Island frá
upphafi til þess tíma og í öllum
fjórum ensku útgáfunum, London
1780 (tvær úg.), og 1783, ennfremur
Dublin 1780, var sami listi en nokkru
lengri eða 120 rit. Var þess jafnframt
getið að þessi listi næði til allra höf-
unda er nokkurt gildi hefðu fyrir
Island eða málefni sem á einhvern
hátt tengdust því landi.
Þegar hér er komið sögu hefur
verið minnzt á flestar helztu
almennar skrár útgefnar erlendis
sem ekki eru bundnar við ákveðin
afmörkuð tímabil eöa bókmennta-
svið og því nánar tengdar öðrum við-
fangsefnum en þessu. Liggur því
næst fjTÍr að gera lauslega að
umræðuefni nokkrar hliðstæðar
íslenzkar bókaskrár en þar er enn
sýnum fátæklegra umhorfs. Er
staðan raunar þannig nú að einungis
bar þar einkum mikið á hinum róm-
versku og grisku höfundum. I safni
hans var einnig mjög margt fágætra
íslenzkra bóka, en ekki virðist þó
rektor hafa safnað íslenzkum bókum
markvisst, nema málfræði. Átti
hann hið ágætasta safn orðabóka og
íslenzkrar eða norrænnar málfræði
og málfræði annarra tungna sem
Islendingar höfðu gefið út. Bókasafn
þetta var selt á uppboð nokkru eftir
aldamót (1909), og hygg ég, að flest
betri bókasöfn hér, opinber og ein-
staklinga, eigi fleiri eða færri bækur
úr því búi, og sumar þeirra eru þær,
sem þar þykja einna merki-
legastar.”
Um bókaskrána er það að segja, að
henni er skipt í tvo megin flokka;
I. Islenzk og norræn rit og n. Utlend
rit. Er fyrri flokknum síðan skipt í 10
undirflokka og þeim aftur flestum í
nokkrar greinar. Er sá hluti alls 1749
titlar en síðari megin hlutinn 1147
titlar eða alls 2896 skráðar bækur og
verk. Skrá þessi ber öll einkenni þess
að hafa verið samin vegna sölu
safnsins, enda kom hún út sama ár
og eigandi þess lézt. .
Böðvar Kvaran.
27
GARÐPRÓFASTAR
Stöður garðprófasta fyrir stúdentagarðana
Gamla Garð og Nýja Garð, svo og Hjónagarða,
eru lausar til umsóknar.
Umsóknir skulu berast framkvæmdastjóra
Félagsstofnunar stúdenta fyrir 1. júlí nk.
Rannsóknastofnun
landbúnaðarins
auglýsir eftir ritara. Enskukunnátta æskileg.
Laun skv. launakerfi ríkisstarfsmanna.
Umsóknir sem tilgreini fyrri störf sendist fyrir 22.
júní nk.
Upplýsingar í síma 82230.
ö Dagskrá Llstahátíður ,
íReykjfavík,
Laugardagur 12. júni kl. 16.00 Norræna húsið TRÚÐURIIMN RUBEIU Siðari sýning sænska trúðsins Rubens. UPPSELT kl. 20.00 Þjóðleikhúsið BOLIVAR RAJATABLA-leikhúsið frá Venezuela. Leikstjóri: CARLOS GIMÉNEZ Síðari sýning. kl. 21.00
Laugardalshöl! HLJÓMLEIKAR
Brezka popphljómsveitin THEHUMAN LEAGUE Siðari hljómleikar. Sunnudagur 13. júní kl. 15.00 Hóskólabió TÓNLEIKAR KAMMERSVEIT LISTAHÁTÍÐAR skipuð ungu islenzku tónlistarfólki er leikur undir stjórn Guðmundar Emilssonar. kl. 21.00
GAMLA BÍÓ
AFRICAN SANCTUS Passíukórinn ó Akureyri Mánudagur 14. júní kl. 20.00
Þjóðleikhúsið FORSETI LÝÐVELDISINS
Rajatabla-leikhúsið frá Venezuela. Leikstjóri CARLOS GIMÉNEZ
Fyrri sýning. kl. 20.30
Laugardalshöll SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Stjórnandi: DAVID MEASHAM. Einleikari: IVO POGORELICH. Rossini: Forleikur. Chopin: Pianókonsert nr. 2 i F-moll. Joseph Haydn: Sinfónia nr. 44 í E-moll. Francic Poulenc: Dádýrasvita.
KLÚBBUR LISTAHÁTÍÐAR í FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA VIÐ HRINGBRAUT.
i Matur frá kl. 18. Opið til kl. 01.00.
5 Sunnudagur: Rajatabla — suður-amerísk tónlist. ✓ Mónudagur: Tríó Jónasar Þóris.
4- V)
8 H- k. (0 Midasalan í Gimli vid
s ♦3 '<ö Lækjargötu Opinalla
s (0 dagafrá kl. 14.00-19.30
□ ‘W I- Sttiti Listohótíöar
O) (0 Q 29055
\RALLYl
CROSS
Islandsmeistarakeppni i Rallycross hefst sunnudaginn 13.6. kl.
14.00 i landi Móa á Kjalarnesi.
Aðgöngumiði (kr. 35.00) gildir sem happdrættismiði. Hinn
heppni gerist keppandi ó Railycross-bil BÍKR.
Dregið kl. 13.50.
Verður þú með?
(Ath. börn 12 óra og yngri fó ókeypis aðgang í fylgd með
fullorðnum).
IVjAVVS