Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ & VISIR
169. TBL. 72. og 8. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982.
RITSTJÓRN SÍMI 86611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIDSLA SÍMI 27022
Vanskil í bönkum
hafa aukizt mjög
- áberandi hve margir láta lán sín liggja unz allt er komið í þrot
Bankastjórar reyna að vera liprir
„Jú, það er rétt aö vanskil hafa
farið vaxandi að undanförnu, meira en
verið hefur. Sérstaklega er áberandi
hversu margir láta lánin liggja
ógreidd án þess aö reyna að semja
fyrr en allt er komið í þrot,” sagði
Stefán Gunnarsson, bankastjóri í
Alþýðubankanum, í samtali við DV.
„Við erum alltaf reiðubúnir að liðka
til fyrir þeim sem áhuga hafa á að
semja. Ymist er þá borgað inn á eða
lánin lengd eftir því sem hentar hverju
sinni. Það er afar sjaldan að farið sé út
í það að selja ofan af fólki. Þó kemur
þaðfyrir.”
Kristján Oddsson, bankastjóri í
Verzlunarbankanum, taldi vanskil
ekki áberandi mikið meiri nú en veriö
hefur. „Viö reynum að gera fólki grein
fyrir því þegar það sækir um lánin að
lánskjör eru erfið í dag. Það er
auðveldast fyrst, en þyngist svo þegar
líða fer á afborganirnar. Við reynum
að vera liprir, enda greinilegir efna-
hagslegir erfiðleikar jafnt hjá ein-
staklingum sem öðrum.
„Ég vil nú ekki viöurkenna að nein
stórkostleg aukning hafi orðið á
vanskilum, en hún er einhver,” sagði
Helgi Bergs, bankastjóri Lands-
bankans. „Fólk er auðvitað alltaf að
koma hér og biöja um breytingar á
lánum. Enda er það bönkunum fremur
áhugamál að hjálpa viðskiptavinum
sínum en að hanka þá.”
-JB.
Einn kemur þá annar fer. Togari Bæjarútgerðar Reykjavíkur kom inn í gmr-
morgun með afia en fyrr i nótt var Jón Baidvinsson dreginn út til Noregs.
Til hiiðar við Ottó er togarinn Vigri sem einnig kom inn i morgun. Vigri
nu emr að hafa komið með annan feng inn nýverið, skuttogarann
Ými frá Hafnarfirði.
DV-mynd S.
Jón Baldvinsson til Noregs
Jón Baldvinsson, togari Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur, hélt í nótt áleiðis
til Noregs til viðgerðar hjá Wichmann-
vélaverksmiðjunum. Togarinn verður
dreginn til Noregs af björgunarskipinu
Goðanum og er áætlað að ferðin taki
fimmsólarhringa.
Einar Sveinsson, framkvæmda-
stjóri BtJR, sagðist ekki geta sagt
hvemig tilboð verksmiðjanna hljóðaöi.
„Við fengum þau orð frá samninga-
mönnum okkar í Noregi að fengizt
hefði viðunandi tilboð og var sagt að
senda skipið af stað.”
-ÖEF.
Einvígisáskor■
unáSvein
Egilsson
— sjá bls. 3
Forsetinnfær
nýjan Cadillac
— sjá bls. 5
Égspáikyn-
slóðaskiptum
ískákinni
— segir Margeir
Pétursson
— sjábls. 11
Þurfum að víg-
búastgegn
þessari
Chicago-
stemmningu
— segja gullsmiðir
— sjá bls. 2
Engar aögeröir veriö ákveönar
— segir formaður Sjómannasambandsins eftirfund með sjávarútvegsráðherra
„Ráðherra gerði grein fyrir þeim til-
lögum sem hann hefur lagt fram í
ríkisstjóminni um lausn á vanda
togaraútgeröarinnar en við vorum að
leita eftir því á hvem hátt þær snerta
okkar umbjóðendur,” sagði Oskar Vig-
fússon, formaður Sjómannasambands-
ins, um fund þann sem hann átti með
Steingrimi Hermannssyni sjávarút-
vegsráðherra í gær. Oskar vildi ekki
greina frá í hverju tiUögur þessar væru
fólgnar en rætt hefur verið um að þær
geri ráö fyrir 6,5% fiskverðshækkun
sem ekki kæmi inn í skiptahlutfall sjó-
manna.
, .Ráðherra lofaði því að við myndum
fá að fylgjast með framvindu mála og
tók undir það að við ættum eðlilega
kröfu á því.” Oskar sagði ennfremur
að í framhaldi af þessum fundi þyrftu
aðildarfélög Sjómannasambandsins að
ræða sín mál en engar aðgerðir hefðu
verið ákveðnar enn.
Samningar sjómanna renna út 1.
september en ef þeim er ekki sagt upp
fyrir næstu mánaðamót framlengjast
þeir um 6 mánuði. Stjóm Sjómanna-
sambandsins hefur leitað eftir umboöi
til að segja þeim upp.
ÓEF.