Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. JULI1982.
7
Neytendur
Neytendur
Nokkur heilræði
handa dósakokkum
Þaö verður aldrei góöur kokkur úr
vondum kokki. 0, nei. Fyrst í staö
kunna allir lítið fyrir sér, varla rétt
nema aö sjóða hafragraut, laga kaffi
eöa spæla egg. En dósakokkamir, eins
og byrjendurnir veröa kallaöir hér eft-
ir, veröa með tímanum annaö hvort
góöir eöa slæmir kokkar. Þegar dósa-
kokkamir hafa náð þeim mikilvæga
áfanga aö geta soðið egg og bakaö
kartöflur, má meö réttu segja þá hafa
stigið fyrstu sporin í átt til góös kokks.
Ef á hinn bóginn eggin springa alltaf
hjá þeim og kartöflumar eru allar rún-
um ristar má fullvíst telja aö þeir nái
aldrei langt í matargerðarlistinni.
Sennilega hafa fáir ímyndaö sér aö
til væru bæöi góöir og slæmir dósa-
kokkar. Þegar öllu er á botninn hvolft
virðist heldur ekki vera mikill vandi að
búa til pakkasúpu, svo dæmi sé tekið.
En þeir eru margir sem alla sína ævi
eru aö hjakka á dósakokkastiginu. Og
þeir veröa að taka sínu hlutskipti meö
æðruleysi því þeir geta ekki leitað sér
sáluhjálpar í matreiöslubókum. Allar
matreiöslubækur eru nefnilegar skrif-
aðar fyrir góöa kokka, eöa a.m.k.
slæma kokka sem vilja veröa betri.
Þess vegna fylgja hér á eftir nokkur
heilræöi handa dósakokkum.
1. Byrjið alltaf á þvi aö þurrka óhrein-
indi af dósalokunum.
Hversu oft kemur þaö ekki fyrir þeg-
ar dós er opnuð aö vökvinn úr henni
rennur upp á lokiö. Þá er leiöinlegt aö
horfa á vökvann blandast ryki, ryði og
torkennilegum blettum á lokinu. Ann-
an kost hefur þaö að þurrka óhreinindi
af lokinu. Setjum sem svo að búið sé aö
opna dós af tómötum og lokið liggi ofan
á dósinni. Ef kokkurinn rekur sig nú í
lokið og þaö dettur ofan í súpuna sem
hann er aö laga þá er alltént huggun í
því aö vita af lokinu hreinu.
2. Reyniö aldrei að ná lokinu úr dósinni
Ef svo illa tekst til aö lokið dettur of-
an í dósina skuUö þiö frekar ýta því of-
an á botninn.
3. Lesið leiöbeiningarnar áður en þið
hendið pakkanum
Framleiðendur tilbúinna rétta hafa
oftast gert gaumgæfUega könnun á því
hversu lengi á aö hita réttina. Þess
vegna standa stundum dularfuUar
leiöbeiningar á pökkunum, eins og
t.d.: hitiö í fjórar og hálfa mínútu.
Venjulega gleymist aö athuga hversu
lengi á aö hita réttinn, og þegar búið er
að henda pakkanum er fuUseint í rass-
rnn gripiö. Þá er síöur en svo gaman aö
þurfa aö leita í ruslatunnunni og grafa
pakkann upp úr súpuleifum, tepokum,
fiskslori og öörum matarleifum.
Venjulega skiptir þaö Utlu máU þótt tU-
búnu réttirnir séu hitaöir aðeins meira
en átti aö gera, en það er aUtaf leiöin-
Sá sem kann að steikja pizzu er ekki lengur dósakokkur, heldur er sá kominn mun
lengra á þróunarbrautinni og orðinn annað hvort góður eða slæmur kokkur.
legt að vera í vondu skapi meöan góður
matur er boröaöur.
4. Hvernig á að nota gamlan rjóma
Ef til er rjómi inni í isskáp, sem
opnaður var fyrir viku er líklegt aö
‘vond lykt sé komin af honum. Það er þó
ekkert tU að hafa áhyggjur af. Venju-
lega stafar lyktin af því aö rjóminn efst
innan á femunni hefur þornaö og
komin er skán ofan á hann. Vandamál-
ið er hins vegar þaö, aö vegna þess að
fnyk leggur af rjómanum ertu sann-
færöur um að hann sé orðinn súr.
Ráöiö er aö heUa því af rjómanum,
sem sýnist vera nothæft, í glas og láta
síðan einhvem annan þefa af glasinu.
Gott er aö sá sem þefar sé niöursokk-
inn i eitthvað aUt annaö, t.d. aö lesa
bók eða leggja kapal. Stingið bara
glasinu undir nef tilraunadýrsins og
spyrjiö: Er nokkur ólykt af rjóman-
mn? I níu af hverjum tíu tUvikum mun
viökomandi svara? Nei, af hverju
spyrðu? Og þar meö er rjóminn úr-
skuröaður nothæfur.
5. Hafið skrúfjám við höndina þegar
þið takið upp dós
Á mörgum dósum er málmstrimUl
og lykUl. Lyklinum er stungiö í gegn-
um gat á enda strimUsins og dósin opn-
uö með því að snúa lyklinum. Oftast
tekst þó ekki aö opna dósina með þess-
ari aðferð. StrimUUnn sUtnar eða velt-
ur út af lyklinum og þá er nauðsynlegt
aö hafa skrúfjárn viö höndina. Reynið
heldur ekki aö ná innihaldi dósarinnar
út um litla gatið sem tókst að gera á
hana. Það er tímafrekt og miöur
skemmtileg iðja.
6. Hugið að bruna undir eins
Ekki bruna á höndum, heldur
brenndum mat. Að vísu má oftast
koma niöur brenndum mat og sumir
réttir veröa bara betri ef þeir brenna
dáUtiö við. En um pönnu meö
viöbrenndum mat gegnir öðru máU.
Pönnuna þarf aö þvo undir eins,
íslendingar í samanburði við aðrar
Norðurlandaþjóðir:
VIÐ REYKJUM MEIRA
EN DREKKUM MINNA
Hver Islendingur 15 ára og eldri
reykti aö meðaltali 2^3 kg af tóbaki
áriö 1980 og er þaö meiri neyzla en á
nokkru hinna Noröurlandanna, að því
er fram kemur í yfirUti yfir norræna
heUbrigðistölfræði fyrh- áriö 1980. Hef-
ur neyzla Islendinga samt minnkað úr
2,90 kg áriö 1975. Þá drukku Islending-
ar yfir 15 ára aldri aö meöaltali 4,33
Utra af hreinu alkóhóU og hefur neyzl-
an aukizt úr 4,04 Utrum áriö 1975.
Islendingar drekka samt minna en
aðrir Norðurlandabúar.
Þótt Islendingar hafi minnkaö
reykingar sinar töluvert, hafa Danir
gert enn betur og minnkaö reykingar
sínar um nær helming. Þeir reyktu
árið 1975 aö meöaltaU 2,65 kg af tóbaki,
en áriö 1980 aðeins 1,42 kg. Norömenn
reykja hins vegar meira áriö 1980 en
þeir gerðu 1975, eöa 1,56 kg í stað 1,44
kg. Neyzlan í Finnlandi er minni en á
hinum Norðurlöndunum og hefur
annars er henni bara ýtt til hUðar og
svö hent eftir nokkra mánuði.
Bezt er aö reyna ekki aö skrapa
pönnuna eöa skeUa henni undir heita-
vatnskranann heldur heUa dáUtlu
vatni á hana og láta sjóða. Brenndu
matarleifamar mýkjast oft upp og
blandast vatninu. Ef heppnin er meö í
spUinu mun einhver sem leið á fram-
hjá spyrja: En góö lykt, hvaö er í mat-
inn?
7. Þvoið matarskálar katta og hunda
a.m.k. einu sinni i viku
I fiski og beinum er ákveðið efni sem
notað er í Um. Þess vegna festast
matarleifar gæludýranna viö skálam-
ar og það getur verið býsna erfitt að
þvo skálamar ef langur tími Uður á
mUliþvotta.
8. Látið ekki raka komast i instant-
kaffibaukana
Á einhvem einkennUegan hátt nær
raki ætíö að dreifa sér um aUan bauk-
inn sem instant-kaffi er geymt í. Kaffiö
virðist vera aUt í lagi þangaö tU lokið
er tekiö af bauknum. Þá blasir
hryggöarmynd viö. Kaffið er aUt límt
saman, Ukt og leir. Þaö eina sem hægt
er aö gera er aö heUa sjóöandi vatni í
baukinn og drekka biksvart kaffið.
9. Látiö framleiðsluleiöbeiningar lönd
og leið
Á mörgum pökkum eru myndir af
ýmsum réttum sem búa má tU úr inni-
haldi pakkans. Einnig er sýnt hvaö
bera má fram með réttinum. Skeytiö
engu um þessar leiöbeiningar. Þaö eru
aöeins slæmir kokkar sem fylgja
leiöbeiningunum, dósakokkamir sjá i
gegnum þessa lævísu gUdru fram-
leiöandans. GrundvaUarregla dósa-
kokkanna er sú aö elda sem minnst og
hætta sér ekki út á refUstigu matar-
geröarinnar. I mesta lagi má bæta
tómatsósu út á, en alls ekki má gera
neitt meira td aö lífga upp á innihald
pakkans eöa dósarinnar.
—(Þýtt og endursagt
—SA þýddi og endursagöi,)
Kennara vantar
að Tónskóla A-Skaftafellssýslu, Höfn, Hornafirði,
næsta vetur. Aðalnámsgrein píanóleikur. Hús-
næði á staðnum.
Uppl. gefa skólastjóri í síma: 97-7162 og formaður
skólanefndar í síma 97-8185.
örtíí
Ótrú/ega hagstæðir
greiðs/uski/málar
20%
Allt niður i
útborgun
og eftirstöðvar allt að
(5 mánuðum
• FLÍSAR • HREINLÆTISTÆKI
• BLÖNDUNARTÆKI • BAÐHENGI
• BADTEPPI • BADMOTTUR
MÁLNINGARVÖRUR 'VERKFÆRI
• HARÐVIÐUR • SPÓNN
• SPÓNAPLÖTUR • VIÐARÞILJUR
• EINANGRUN • ÞAKJÁRN
• SAUMUR • FITTINGS O.FL.,O.FL.
B
m
mánudaga — fimmtudaga kl. 8—18.
Föstudaga kl. 8—19. Lokað laugardaga.
IU
I
I BYBGINGflWOBPB I
Hringbraut 120 — sími 28600
(aðkeyrsla frá Sólvallagötu).
minnkað á þessu fimm ára timabUi úr
I, 72 kg í 1,32 kg. Svíar reyktu hins veg-
ar jafnmikiö 1980 og 1975.
Árið 1980 drakk hver Islendingur aö
meðaltali 7,60 lítra af brenndum vínum
og 8,15 lítra af léttum vínum. Þá var
bjórneyzla 21,75 lítrar á mann. Fimm
árum áöur drukku Islendingar að
meðaltali minni bjór eöa 18,39 litra og
minna af léttum vínum, eöa 4,27 litra.
Brennivinsdrykkja var hins vegar
meiri eöa 8,27 lítrar.
Danir drekka langmest Noröur-
landaþjóðanna af hreinu alkóhóli, eöa
II, 64 lítra. Hefur neyzlan minnkaö úr
11,74 lítrum árin 1975 til 1980. Danir
drekka mest Norðurlanda af bjór og
léttum vínum, en minna af brenndum
vínum. Finnar drekka mest af sterk-
um vínum, en þar hefur neyzlan
minnkaö lítUlega. Hún var 1975 9,61
lítrar á íbúa en er nú 9,24 lítrar.
-SA.