Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Qupperneq 12
12
Útgéfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
sgómarformaflur og útgéfuatjóri: SVEINN R. EYJÚLFSSON.
Framkvœmdaatjórí og útgéfuatjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritatjórar: JÚNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aflatoflarritatjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttaatjóri: JÚNAS HARALDSSON.
Auglyaingaatjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P: STEINSSON.
Rltatjóm: SlDUMÚLA 12-14. SÍMI 88811. Auglýalngar: SÍDUMÚLA 33. SiMI 27022.
Afgralflala, áakrittlr. améauglýalngar, akrifatofa: PVERHOLT111. SÍMI27022.
Siml ritatjómar 88811.
Satning, umbrot, mynda- og piötugarfl: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.Prentun: ARVAKUR HF.,
SKEIFUNN119.
Aakriftarverð é ménufli 120 kr. Varð i lauaaaölu 9 kr. Halgarblað 11 kr. _
Offors
Grænfriðunga
Alvarlegir hlutir eru aö gerast varöandi hvalveiðar
íslendinga. Fyrst samþykkir Alþjóðahvalveiðiráöið al-
gjört bann viö hvalveiðum frá og með 1986, síðan lýsir
Bandaríkjastjórn því yfir að gripið verði til refsiaðgerða
gagnvart þeim þjóðum sem virða hvalveiðibannið að
vettugi. Refsiaðgerðimar yröu í því fólgnar að banna
fiskinnflutning frá þessum sömu þjóðum.
Af þessu hvorutveggja er ljóst að hér er ekki gamanmál
á ferðinni. Menn hafa auðvitað fylgst með baráttu Græn-
friðunga fyrir verndun hvalsins, og minnast tilrauna
nokkurra áhugamanna til að trufla íslenska hvalveiði-
báta við veiðar undanfarin ár. Af þessu hafa verið óþæg-
indi, en ekki bein hætta, og í raun og veru hefur varla
hvarflað að nokkrum manni að aðgerðir Grænfriöunga
leiddu til algjörrar stöðvunar á hvalveiðum hér við land.
Hvalveiðar hafa lengi verið stundaðar af Islendingum
en engan veginn í stórum stíl. Eitt fyrirtæki, Hvalur hf.
hefur einbeitt sér að þessum veiðum og hefur sá atvinnu-
rekstur verið myndarlegur og arðsamur. Tugir manna
hafa haft vinnu og afkomu ,,af hvalnum”, þjóöarbúið hef-
ur haft umtalsverðar tekjur af hvalafuröum og ekki ann-
að vitað en skipulega og skynsamlega hafi verið staðið að
öllum rekstri. Því er stundum haldið fram að veiðiaðferð-
in sjálf sé. villimannsleg og úr því þarf að bæta. Hvalur-
inn er skepna en hann er ekki skynlaus og ómannúðlegar
aðferðir við hvaladráp eru óþarfar ef önnur veiðitækni er
tiltæk.
Aðalatriðið er þó að íslendingar hafa virt veiðikvóta og
niðurstöður þeirra vísindamanna sem lagt hafa á ráðin
um hvalveiðar.
En friðarsinnar skeyta því engu hvað vísindamenn
segja, hvað þá að þeir taki tillit til atvinnu og afkomu
fjölda manns hér á norðurhjara. Smám saman hafa þeir
lagt undir sig Alþjóðahvalveiðiráðið og þar sitja nú í
meirihluta þjóðir, sem engra hagsmuna hafa að gæta,
sem hvergi hafa nálægt hvalveiðum komið. Nú síðast
gengu í ráðið níu ríki og ekkert þeirra stundar hvalveiðar.
Af fróðum mönnum er fullyrt að aðild að hvalveiðiráöinu
gangi kaupum og sölum enda virðast friðunarsinnar hafa
gnægð fjár og næsta auðveldan aðgang að ríkistjórnum
landa sinna.
Stærstu hvalveiðiþjóðirnar, Japanir og Norðmenn,
hafa þegar lýst yfir því að þær muni að engu hafa bann
hvalveiðiráðsins, þær taki ekki þátt í slíkum skrípaleik.
I lengstu lög eiga Islendingar að taka tillit til alþjóða-
samþykkta. I þeirri von að viti og vísindum verði fylgt á
þessum vettvangi, eigum við ekki að hundsa samþykktir
hvalveiðiráðsins. Einkum og sér í lagi er það áríðandi ef
Bandaríkjastjórn er alvara í því að loka fiskmörkuðum
vestan hafs gagnvart þeim þjóðum sem virða bannið að
vettugi.
En við eigum að nota tímann til að sannfæra bæði
Bandaríkjamenn og aðra um þá staðreynd að Islendingar
virði veiðikvóta, hafi ekki og ætli ekki að ofbjóða eða eyða
hvalastofnum þeim sem við veiðum.
Við eigum að sýna fram á að það eru Grænfriðungar
sem sækja fram með offorsi gagnvart íslenskum hags-
munum en ekki við gagnvart hvalnum. Kunn er sú þjóð-
saga, þegar hvalurinn gleypti Jónas. En er það ekki full-
langt gengið ef íslenska þjóðin er öll komin í hlutverk
Jónasar?
ebs.
DV. MIÐVHCUDAGUR 28. JULl 1982.
Betri bær—betri miðbær
KJALLARAHVELF-
INGAR UNDIR
HALLÆRISPLANI
OG NÁGRENNI
Aukum nýtingu þessa svæöis um
8000—10.000 f ermetra gólfflöt.
Þetta svæði þar sem nú er hallæris-
planið, var áður fyrr einn þéttbyggð-
asti blettur landsins. Þarna var mið-
stöö bæjarlífsins — þama var Hótel
Island — þarna var Nýja bíó, þarna
var dansstaður og þarna var vegleg-
asti veitingastaður landsins. Vöru-
húsiö eitt glæsilegasta verslunarhús
hérlendis var einnig staðsett á þess-
ari lóð. Eg er á því að ef við viljum
endurreisa miöbæinn, gera hann að
alvöru höfuöborgarmiðbæ, þá sé eðli-
legt að 30-falda notkunarhúsnæði á
þessu svæði — hallærisplani og Stein-
dórs-lóð miöaö við þaö sem nú er. Á
þennan hátt einan yrði þetta svæði
hlutfalislega jafn þýðingarmikiö í
bæjarlífinu og áöur var. Þá fengi
þessi bæjarhluti aftur þann hlýlega
þéttbýlisblæ, sem áður ríkti, þar
sem vingjamlegt mannlíf gæti
þróast.
Þetta svæði er nú ömurlegasta og
eymdarlegasta svæðið í öllum mið-
bænum. TJtlit þessa svæðis vekur
undmn og fyrirlitningu flestra utan-
bæjarmanna sem koma hingað í
bæinn. Það er því nauðsynlegt að
uppbygging þama sitji fyrir öllum
öðmm skipulagsverkefnum og að fé
sé varið til þessarar uppbyggingar,
áöur en varið er fé af hálfu bæjarins
til nokkurra annarra framkvæmda.
Það mun vera staðreynd að hvergi í
hjarta höfuðborgar svokallaðs sið-
menntaðs ríkis finnist slíkur minnis-
varði um smekkleysi, spillingu og
sinnuleysi yfirvalda og þetta svæði
ernú.
Þótt lóð sé í eigu ríkis eöa bæjar er
það engin afsökun fyrir því að hún sé
ónotuð og óhirt. Auk þess að vera al-
gjört siðleysi er meðferö þessarar
lóðar, hallærisplansins, óforsvaran-
leg meðferð á almannafé. Það er
skylda borgarstjórnar, ríkisstjórn-
ar og bankanna að hlutast til um að
þarna verði endurbyggt á glæsilegan
hátt. Það verður að útrýma þegar í
stað þessu smánarmerki á Reykja-
vík og íslensku þjóðinni. Ástandið
eins og þaö er nú á þessu svæði, sýnir
fyrirlitningu ráðamanna á höfuð-
borginni og á íslenska rikinu, fyrir-
litningu á heiðri þjóöarinnar.
Þaö er nauðsynlegt að varðveita
aö vissu marki þaö svipmót miðbæj-
FYLKJUM LIÐI
GEGN KJARN-
ORKUÓGNINNI
Það er í senn ánægjulegt og
áhyggjuefni að vita hve fjarlæg vopn
og vígbúnaður eru Islendingum. Við
höfum boriö gæfu ril aö setja aldreiá
stofn herogblessunarlega sloppið viö
áþreifanleg stríösátök. öll umræða
um vopn, gerð þeirra og beitingu, er
flestum landsmönnum f jarlæg — við
höfum ekki reynt nein striðsátök á
eigin skinni og er það vel
Það er jákvætt hve fjarlægðin
hefur aö þessu leyti gert islensku
þjóðina áhugalausa um vopn og
stríð. Við erum laus við allt það hug-
arvíl sem fylgir slikum hörmungum.
En það er galli á gjöf Njarðar.
Mörgum landsmönnum er fjandans
sama um þessar friðarumræður og
vangaveltur um vígbúnað. Islending-
ar hafa enga reynslu af vígbúnaði og
stríðsátökum og hafa af þeim sökum
engar áhygg jur. Menn segja sem svo
að þessi mál komi okkur ekkert við,
þau kosta okkur hvort eð er ekki
neitt.
Meðal landsmanna er aöeins fá-
mennur hópur hugsjónamanna sem
nennir að sinna friðarmálum og
stugga við samlöndum sínum þegar
blikur eru á lofti. Hugsjónamennirn-
ir sem andæfa gegn vígbúnaði eru
síður en svo f jölmargir hér á landi.
Það er svo sem ekki aö furða. Hug-
sjóna bíður ætíð annaö tveggja: að
hverfa að eilífu i gleymskunnar haf,
eða þær verða raunveruleiki (og þá
auðvitað ekki hugsjónir lengur). Af-
Kjallarinn
Jón Ásgeir
Si&urðsson
staða manna til málefna sldptist oft
eftir þessum nótum. Sumir eru hug-
sjónamenn og aðrir eru raunsæir.
Flestum lætur betur að vera raunsæ-
ismenn, þeir vilja hafa það sem er
fýrir hendi, áþreifanlegt og raun-
verulegt. Hugsjónamenn eru þess
vegna ætíð fámennur hópur, sama
hvert málefnið er.
Vex friðarhreyfing?
Fjöldahreyfingar vaxa einungis
fram vegna stjórnmálalegrar
óþreyju. Skilyrði fyrir slíkri óþreyju
eru kröfur eða stefnumið sem hug-
sjónamenn hafa sannfært fjöldann
um. Séu slikar kröfur greinilega rétt-
mætar og nægilega áþreifanlegar —
snerti þær fólk í landinu að ráöi — þá
skapast áður en langt um líöur
stjóramálaleg óþreyja. Fólk vill að
eitthvað gerist. Þá fyrst hafa skap-
ast skilyrði fyrir f jöldaaðgerðum og
öflugumþrýstingi á stjórnvöld.
£ „ Fj öldahreyfingar vaxa eintmgis fram
vegna stjóramálalegrar óþreyju. Skilyröi
fyrir slíkri óþreyju era kröfur eða stefnumiö
sem hugsjónamenn hafa sannfært fjöldann um.
Séu slíkar kröfur greinilega réttmætar og
nægilega áþreifanlegar, skapast áður en langt
um líður stjórnmálaleg óþreyja. Fólk vill að
eitthvað gerist,” segir Jón Ásgeir Sigurðsson.