Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Side 13
DV. MIÐVKUDAGUR 28. JULl 1982.
13
skipulag miöbæjar mun ég gera
grein fyrir hugmyndum mínum um
byggingar ofanjaröar á þessu svæði
þ.e. á hallærisplaninu og nágranna-
lóðum.
Fyrir 3—5 þúsund
manns
Miðað við erfiðar aðstæður hlýtur
að verða takmörkuö aðstaða til veit-
inga á bílastæðissvæöinu. Þar gætu
því aðeins verið gosdrykkja- og
áfengisbarir, en ég geri ráð fyrir að
þessar hvelfingar yrðu tengdar við
kjallara aöliggjandi húsa, t.d. kjall-
ara gamla Fálkahússins við Hafnar-
stræti, en hann er tilvalinn sem bjór-
stofa og pylsukjallari. Þá væri eðli-
legt að í kjöllurum fyrirhugaðra
húsa á nágrannalóðum yrðu veit-
ingahús, sem rekin yrðú daglega en
væru opnanleg íkjallarahvelfingam-
ar þegar þurfa þætti. Þá yrðu þessar
kjallarahvelfingar tengjanlegar við
þau veitingasvæði, sem hugsanlegt
er að reisa ofanjarðar á hallæris-
plani og Steindórslóð.
A þessu svæði ættu því að geta
veriö um helgar samtengjanlegir
skemmtistaöir og veitingastaðir sem
rúmuðu samtals, samtímis ca
3000—5000 manns. Slíkan f jölmennis-
stað vantar, ef til vill hér í bænum —
en vart er fjárhagslegur grundvöllur
fyrir honum, nema annað komi til
samtimis, t.d. hér um rædd fjölnýt-
ing. Já aukakostnaður sem leggja
þarf í til þess að gera mögulegt að
nota bílastæðið sem skemmtitorg:
neðanjarðar um helgar, er hverfandi
miðað við að byggja sjálfstætt slíka
samkomua ðstööu.
Þessi skemmtistaður yrði óefað
mjög vinsæll, sérstaklega hjá ungu
fólki og gerði miðbæ Reykjavíkur
miklu fallegri og skemmtilegri en
hannernú.
Ragnar Þórðarson
lögfræðingur.
Æska Reykjavíkur er heimilislaus
— og það er almennur skortur á
skemmtistaöaplássi á föstudögum
og laugardögum, en ekki aðra daga
vikunnar. Það er dýrt að byggja
samkomuhús og vart gerlegt miðað
við hinn takmarkaöa notkunartíma
slíkra staða hér í Reykjavík (sbr.
Tónabær).
Undir hallærisplani, Steindórslóð,
lóðunum Austurstræti 1 og 3, Sjálf-
stæðishússlóð við Austurvöll, Hótel
Víkurlóð og lóðinni Aðalstræti 7 svo
og undir öllum aöliggjandi götum
mætti byggja ca 2500—4000 fermetra
hvelfingu sem notaðar væru fýrir
bílastæði 5 daga vikunnar, þ.e. á
verslunartíma vikunnar, en hannað-
ar þannig að auðvelt væri á stuttum
tíma, að hreinsa þar og breyta þeim í
dansstað og samkomusal og nota
sem slíkt á föstudagskvöldum og á
laugardögum og sunnudögum.
Margt vinnst
samtímis
A þennan hátt yrðu slegnar marg-
arfluguríeinuhöggi: 1) Undirstöður
skapaðar fyrir ofanjarðarbyggingu,
sem þarna þarf að reisa. Þótt ekkert
húsnæði væri í kjallaranum yrði
samt að gera kostnaðarsamar fram-
kvæmdir til þess að skapa undir-
stöður undir byggingu á þessu svæði.
2) Þama yrðu viðbótar bílastæði
fyrir miðbæinn á verslunartímum
vikunnar, en aðeins á þeim tímum
vantar bilastæöi þar. 3) Þama kæmi
um helgar fullnægjandi húsnæðisað-
staða fyrir unglingastarfsemi borg-
arinnar. 4) Stór dansstaður fyrir
bæjarbúa almennt, en staðreyndin
er, að fólk hér í bæ virðist helst vilja
vera allt á einum stað og þessi
tegund staðar ætti því að verða eftir-
sótt. 5) Lögreglugæsla yrði auðveld-
ari, ef sem mestu af samkomuhaldi
yrði safnaö á eitt svæði í bænum. 6)
Þá væri eölilegast að gera þessar
hvelfingar þannig úr garði, að þær
gætu verið loftvamabyrgi og eða
sjúkraskýli, þegar og ef á slíku þarf
að halda. — 1 næstu grein minni um
„Utlit þessa svsðis vekur undrnn og fyrirlitningu flestra utanbcjarmanna, sem koma hingað í bœinn.”
arsvæðisins sem höfundar bæjarins
hugsuðu sér að skapa, sbr. Lands-
bankahúsiö, Reykjavíkurapótek,
Eimskipafélagshúsiö, Pósthúsiö,
Hótel Borg og Landsimahúsið við
Austurvöll. En þaö má ekki beita
öllum kröftum og öllu fé i að
varðveita og endurbyggja það sem
aumast er í bænum. Þaö er ekki
heldur æskilegt að reisa 10—20 hæða
hús á einstökum lóðum í miðbæjar-
kvosinni jafnvel þótt þær lentu í eigu
Morgunblaösmanna eða í eigu innsta
hrings Kommúnistaflokksins—þótt
aukin nýting sé nauðsynleg. En það-
er æskilegt að byggja nýtingarhús-
næði neöanjarðar, þar sem því
verður við komið á hagkvæman hátt.
Kjallarinn
Ragnar Þórðarson
Aðstaða fyrir
skemmtiiðnaðinn
Eitt af því sem eöliiegt er að eigi
heima í miöbænum, er skemmtiiðn-
aðurinn. Víða í heimi þykir fara vél á
að dansstaðir, veitingahús og nætur-
klúbbar eigi heimili í kjöllurum og
neðanjarðarhvelfingum.
„Ennþá er aðildin að Atlantshafsbandalaginu helzta röksemd fyrir tilvist herstöðva hér á Iandl.”
Almenn orð um frið og afvopnun
hafa aldrei framkallað viðbrögð
stjórnvalda neins staðar. Það máttu
friðarsinnar í Hollandi reyna í tíu
löng ár. Svo sannarlega töluöu þeir
um frið og afvopnun, „útrýmum
kjamorkuvopnum úr heiminum”,
sögöu kirkjunnar menn þar í iandi.
Þessi friðarviðleitni gekk nokkuð vel
til að byrja með, margir voru áhuga-
samir og vildu skýra hugsun sína
varðandi vígbúnaðarmál. En stefnu-
miðin voru mjög almenns eðlis, það
var í raun aldrei hægt að sjá hvort
árangur hafði náöst. Áhuginn fór
dvínandi, Friðarráð hollensku kirkj-
unnar var að lognast út af, hugsjón-
irnar voru að falla í gleymskunnar
dá.
Hugsjónamennirnir hollensku gáf-
ust ekki upp, þeir gerðust í vissum
skilningi raunsærri. Þeir ákváöu aö
breyta stefnunni í þágu raunsæis-
manna og setja fram áþreifanlegar
og framkvæmanlegar kröfur. „Út-
rýmum kjamorkuvopnum úr heim-
inum — en byrjum í Hollandi,” sögðu
vinir okkar holienskir. Þessa kröfu
skildi ailur þorri hollensku þjóðarinn-
ar og menn vissu að þeir gátu tekið
undir hana. Atlantshafsbandalagið
hafði nefnilega gefið til kynna áform
um að koma fyrir f jölmörgum eld-
flaugum búnum kjamorkusprengj-
um í Hollandi.
Með þessu móti upphófst mikil
friðarhreyfing í Hollandi og hefur
kraftur þeirrar hreyfingar orðið
mikil hvatning öðrum samtökum
sem stefnt er gegn vigbúnaöi í Vest-
ur-Evrópu, Bandaríkjunum, Austur-
Evrópu og víðar.
Hverfa herstöðvaandstæð-
ingar?
Herstöðvandstæðingar hafa um
of hneigst til naflaskoðunar. Ein-
strengingsleg áhersla á — réttmætar
og sjálfsagðar — kröfur hefur tafið
fyrir samstöðu með öörum samtök-
um, stjórnmálaflokkum og kirkju-
samtökum. Fjöldafundurinn í júlí-
byrjun á Miklatúni markar timamót
iþessumefnum.
Þegar allt kemur til alls, eru þeir
fáir sem ekki aðhyllast markmið ís-
lenskra herstöðvaandstæðinga. Auð-
vitaö vilja allir landsmenn helst af
öllu vera lausir við hverskonar er-
lenda heri, fyrir fullt og allt. Það er
sjálfsögð grundvallarkrafa sjálf-
stæðrar þjóðar i eigin landi, krafa
þjóðar sem hyggst lifa í sátt við aðr-
ar þjóðir. Flestir Islendingar taka
því undir kröfuna „herinn burt”,
menn greinir bara á um leiðir.
Við skuium ekki gleyma því að
skömmu eftir aö islenska þjóöin
hafði á ný öölast sjálfstæöi sitt, árið
1944, sóttust bandarísk stjómvöld
eftir að fá landsvæði fyrir herstöðvar
til 99 ára. Allir máismetandi menn
þvertóku fyrir slíka fásinnu. En
nokkrum árum síðar var aðild Is-
lands aö Atlantshafsbandalaginu
notuð til að rótfesta hér bandarískar
herstöðvar. Andstaðan gegn her-
stöðvum tengdist á þann hátt and-
stöðu gegn Atlantshafsbandalaginu
— óhjákvæmileg afleiðing gerða
þeirra sem vildu hafa hér herstöðv-
ar. Ennþá er aðildin að Atlandshafs-
bandalaginu helsta röksemd fyrir til-
vist herstöðva hér á landi.
I Evrópu verður mönnum nú tíð-
rætt um nauösyn þess að losa gamla
heiminn úr viöjum hemaöarbanda-
laganna í austri og vestri. Auðvitað
geta allir tekið undir þá ósk að hern-
aðarbandalög verði lögð niður —
enginn heilvita maður vill að heimur-
inn sé skiptur í tvær fylkingar, gráar
fýrir atómbombum. Menn greinir á
um leiðir til að losna úr þessu
ófremdarástandi — herstöðvaand-
stæðingar vilja byrja heima fyrir,
með því að losa landið við herstöðv-
arogNATO.
Meginkröfur Samtaka herstöðva-
andstæðinga lýsa því ástandi sem
allir geta sæst á sem lokamarkmiö:
herlaust land. Samstarf samtakanna
með öðrum snýst um það að taka
skref í áttina að þessu endanlega
takmarki. I því skyni höfum við leit-
að eftir samstarfi út yfir íslensk
landamæri. Aðild okkar að samráðs-
nefnd, sem friðarhreyfingin í E vrópu
hefur sett á laggirnar, hefur ýtt
undir samstarf okkar með margvís-
legustu friðarsamtökum um alla
Evrópu. Sem dæmi skulu nefnd:
Friðarráð hollensku kirkjunnar,
dönsku samtökin Nej til atomváben
og norsku samtökin Nei til atom-
vápen.
Með því að f ylkja saman sem flest-
um Islendingum um kröfuna Kjam-
orkulaus Norðurlönd, hyggjumst við
í nánu samstarfi við frændur okkar á
Norðurlöndum ná fyrsta áfanga á
leiö að hinu endanlega óskaástandi:
herlausu landi og heimi lausum viö
Varsjárbandalagið og NATO.
Jón Ásgeir Sigurðsson,
blaðamaður.