Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Qupperneq 31
DV. MIÐVKUDAGUR 28. JULI1982. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Afteiðingar harkalegra aðgerða Kyrrsetning Júmbóþotu Cargolux i Bombay á dög- unum, i fjóra sólarhringa samfleytt, dró dilk á eftir sér eins og búast mátti við. Meðal þeirra sem urðu að dúsa lengst af í farþegarými flug- vélarinnar var f ulltrúi þekkts viðskiptavinar Cargolux sem sagt er að sé Quelle. Raunar mun fyrirtækið ekki lengur meðal viðskiptavina flug- félagsins, eftir hinar harka- legu innheimtuaðgerðir Ind- verjanna. Cargolux mun nú eiga í sams konar eldsneytisvanda og islenzka útgerðin og þá einkum togaraútgerðin. Ekki er fyllt á tankana nema gegn staðgreiðslu. Almennum... Amór til Byggingaþjón ustunnar Nýlega hóf Arnór Pálsson störf hjá Byggingaþjón- ustunni á Hallveigarstíg 1 sem aðstoðarframkvæmda- stjóri. En framkvæmdastjóri er sem fyrr Óiafur Jensson. Arnór var óður deildar- stjóri hjó Almennum trygg- ingum hf. og hafði unnið ein 17 árhjá þvifélagi. Auk fasta starfans rekur Arnór siðan bilaleigu og loks var hann kosinn 5. bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi núívor. Það hefur því vorað vei hjá Amóri, loksins þegar hann fórað hreyfasig. Evrópa eða Akraborgin Hið geysistóra þýzka farþegaskip, Evrópa, var stöðugt að koma tii Reykja- vikur og fara aftur um tima fyrir nokkrum dögum. Ýmist skrapp það norður fyrir cða það kviknaði í því. En alltaf kom það aftur. A sama tima var nýja Akraborgin nýbyrjuð að sígia milli Akraness og Reykja- vikur og mikið látið með það skip i fjölmiðlum og manna á milli. Einn snáðinn sem átti leið um Skúlagötuna, með pabba sinum, horfði hrifinn á Evrópu og spurði: „Er þetta nýja Akraborgin?” Lengsta orð í íslenzku? Af því að sandkornin verða á köflum eins konar tóm- stundaþáttur i gúrkutiðinni yfir hásumariö, er ekki úr vegi að spyrja um iengsta orðið í islenzku. Það lengsta sem ég kann er: Vaðlaheiðarvega- mannaverkfærageymsluskúr.- Vissulega má búa til ýmis löng orö en flest verða þau klúðursiegur samsetningur. Þetta hér að ofan hljómar hins vegar þokkalega og er raunar orðið gamait og einnig gott fyrir það. Látið vangavelturnar hins vegar ekki trufla ykkur um of — alla vega ekki undir stýri. Ekki maður í pólitík Þótt væntanleg skáldsaga Jóns Orms Halldórssonar, aðstoðarmanns forsætisráð- herra, sé enn sveipuð leyndarhjúpi er aUtaf ettt- hvað að leka út um hana, sumt þá meiri eða minni vitleysa. TU að mynda er það tómt rugl að bókin fjaUi á elnhvern hátt um póUtíkina sem höfundur hrærist i. Og má vera að ýmsum finnist það skaði. Aðalpersónan er starfs- maður í ráðuneyti, framtaks- laus og slakur embættis- maður. Hann lætur lífið strax í öðrum kafla. Við komuna tU himnaríkis blasir við honum mikUl kontór. Þar gera þeir Sankti Pétur og hinir í bók- haldinu úttekt á komumanni sem reynist hafa veriö mis- heppnaöur í jarðlífinu. Þeir ákveða að senda hann tU baka. Nú ákveður manntetrið að taka sig á og verður skyndi- lega dugmikfll og framtaks- samur. Kerfið reynist hins vegar ekki í stakk búið tU þess að þiggja dugnaðinn og hafnar aUri umbótaviðleitni mannsins. Ekki er að efa að þeir skUji sneiðsem eiga. Umsjón: Herbert Guðmundsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Peter Fonda, mistækur kvikmyndagerðarmaður. Tónabíó—WANDA NEVADA: RUGUNGSLEGOG YFIRBORDSKENND Heiti: Wanda Nevada. Leikstjóri: Peter Fonda. Handrit: Denis Hackin Kvikmyndun: Michaol Butler. Tónlist: Ken Lauber. Aóaihlutverk: Peter Fonda, Brooke Shields og Fiona Lewis. FeriU PeterFonda hefurí gegnum árin verið skrykkjóttur og hefur hann ýmislegt reynt fyrir sér í kvik- myndum með yfirleitt slökum árangri, og hefur greinUega komið fram aö hann er ekki sömu hæfUeik- um búinn og faðir hans, Henry Fonda, eða eldri systir hans, Jane Fonda. Minnisstæðastur er hann fyrir gerð kvikmyndarinnar „Easy Rider”, sem hann bæði framleiddi og lék aðalhlutverkið í, en hún sá dagsins ljós árið 1969 og virkaði sú kvikmynd sem vítamínsprauta á hippakynslóðina sem þá hafði sig mikið i frammi aUs staðar, enda naut sú mynd mikUla vinsælda og gerði Peter Fonda ríkan. En eftir það hefur hann aðaUega leikið í og stjómaö sínum eigin myndum sem flestar hafa verið mis- lukkaðar og nú er verið að sýna síð- ustu mynd hans tU þessa „Wanda Nevada” og ekki viröist piltinum hafa farið mikið fram í kvikmynda- gerðarlistinni. Ef vægt er til orða tekið er hægt að kaUa myndina ruglingslega og yfirborðskennda. Myndin segir frá BeaudrivU Demeril (Peter Fonda) sem er fjár- hættuspilari aö atvinnu í kringum 1950 og í einu pókerspUi vinnur hann af mótspilara sínum þrettán og hálfs árs gamlan stelpukjána, Wöndu Nevada (Brooke Shields) og situr uppi með hana sér tU mikils angurs tilaðbyrjameö. En hún á eftir að reynast jafnvirði þyngdar sinnar í gulU, því á meðan DemerU tapar í biUiardspUi kemst hún yfir uppdrátt af gullnámu í MiklagiU og hefst nú ævintýraför þeirra tU að komast yfir giUð, því að auövitað eru þarna líka tveir vondir karlar sem veita þeim eftirför og gera þeim lífiö leitt á einn og annan hátt. En á leið þeirra tU guUsins verða ýmsar ótrúlegar verur á leið þeirra og í endann er myndin orðin það ruglingsleg og þvælukennd að aUur áhugi á að fylgjast með myndinni er horfinn og maður vonast eftir að hún endisemfyrst. Það er varla hægt að hrósa nokkrum hlut í þessari kvik- mynd, slík endemis vitleysa er hún, en fagurt og hrikalegt landslagiö í MiklagiU stendur fyrir sínu og í smá- aukahlutverki kemur fram Henry Fonda, og var það í eina skiptiö sem lifnaði yfir mér, því að hefði ég ekki þekkt röddina, þá hefði mér sést yfir hver þar var á ferð, enda ekki aug- lýsturmeðmyndinni. PeterFonda er enginn stórleikari eða mikiU leikstjóri og frá hans hendi á varla eftir að koma mikiö listaverk, en hann reynir þó, eins og undanfarin ár, og mun sjálfsagt reyna aftur, en einhverju verður hann að breyta ef hann ætlar að fá fólk til að sjá myndir sínar. Brooke Shields á greinilega að vera stjama mynd- arinnar, en henni tekst aldrei að verða sannfærandi sem bráðþroska krakki, handrit myndarinnar er þviUkur ruglingur, að stelpugreyið veit aldrei hvernig hún á að vera. HUmar Karlsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Höfðabakkabrúin í notkun innan skamms Höföabakkabrúin, sem á að tengja saman Breiðholt og Ártúnshöfða og Vesturlandsveg, hefur verið meira og minna opin undanfarið ár, en vegarspottarnir beggja megin við hana hafa þó verið ófrágengnir. Nýlega var mal- bikaöur vegurinn noröan við brúna og tengingar við Ár- bæjarhverfi og Árbæjarsafn. I byrjun næsta mánaðar verður malbikaður vegurinn sunnan við brúna, sem tengir hana við Stekkjarbakka og verður hún þá opin fyrir allri umferð. DV-mynd Þó.G. OlTERA HjóHö sem er eins og eilífðarvél, það endist og endist og endist... ITERA er sterkara og endingarbetra en öll önnur reiðhjól. Það er framleitt úr efni sem notað er m.a. I eldflaugar, gervihnetti og þotur. Það þolir regn, frost og slæma meðferð, það ryðgar aldrei né flagnar. Kauptu ITERA og þú eignast ævilangan vin. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200 Akurvík Akureyri !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.