Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Síða 32
32
DV. IvOÐVIKUDAGUR 28. JUU1982.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
KARÚLINA SKEMMTIR SÉR KONUNGLEGA
EN GRACE FINNST ÞETTA EKKERT FYNDIÐ
Foreldrar Karólínu prinsessu af
Mónakó eru alveg í rusli þessa dagana
út af ástarævintýrum hennar og
argentínsku tennisstjömunnar Guill-
ermo Vilas.
Grace flutti fyrir nokkrum árum til
Parísar til þess-' aö geta fylgzt betur
meö hinum óstýrilátu dætrum sínum.
Rainer fursti tekur þessu þó rólegar
og heldur kyrru fyrir í dvergríki sínu
Mónakó.
Grace er ákaflega áhyggjufuU út af
því hversu hátt Karólína lifir þessa
dagana. Hún er á stanzlausu djammi
með Vilas og þá hafa birzt af henni
myndir þar sem daman er ákaflega fá-
klædd.
Á daginn flatmagar Karólína í lúxus-
íbúö móöur sinnar í Paris en á
næturaar læðist hún í nærliggjandi
íbúö þar sem Vilas býr.
Mónakóhjónin hafa líka átt í vand-
ræöum meö örverpið sitt hana Stefan-
iu, sem nú er orðin 17 ára.
Hún var rekin úr virtum ríkisbubba-
skóla vegna þess aö hún var löt og
reykti eins og strompur. Hiö kaþólska
hjarta mömmu hennar titrar af kvöl og
angist.
Helztu slúöurlúöar Parísar segja
aö enginn vafi leiki á því aö hjóna-
band Rainers og Grace sé lítiö oröiö
annaö en nafnið tómt sökum þessarar
erfiöleika.
Sagt er að Rainer hafi ofdekraö
Karólinu en Grace hafi veriö alltof
ströng viö hana. Stelpan viti ekkert í
hvora fótinn hún eigi aö stíga.
Eftir aö Grace flutti sig yfir til París-
ar sér hún ekki kallinn sinn nema á
hálfsmánaðar fresti og er þetta orðið
algerlega óviðunandi ástand fyrir
Rainer. Þó hefur hann ekkert kvartaö
opinberlega sjálfur þannig aö lítið er
vitað hvað hæft er í þessum sögusögn-
um.
„Sally Hay er saklaus
og ung stúlka"
— segir gamli glamúrgæinn um ný/ustu
kærustu sína.
Richard Burton og Sally Hay
gengu hönd í hönd í London á dögun-
um. Hann leit ástúðlega til hennar og
segir „okkar sambanderafarnáið.”
Þau voru á leiðinni út í einkaflugvél
kappans sem beiö þeirra á Heathrow
flugvelli.
Vinir hans velta því nú fyrir sér
hvort Sally veröi næsta eiginkona
hans. Svar Burtons viö þessu er:
„hún er svo ung og saklaus. En ef ég
giftist aftur þá veröur það Sally
Þau hittust í Feneyjum þegar
veriö var aö filma myndina „ Wagner
í Vin” en í þeirri mynd leikur Burton
aðalhlutverkið.
Sally Hay sem er 34 ára gömul er,
afar ástfangin af Burton kallinum og
segir aö hann sé allt öðruvísi en fólk
haldi aö hann sé. Hvað svo sem það
þýðir! Því verður og ekki neitað að
Sally Hay svipar mikið í útliti til
Elisabetar Taylor þegar hún var upp
ásittbezta.
Britt Ekland hefur haldið sig við
sama gæjann í næstum eitt ár. Sá heit-
ir Da vid Morris, 33 ára og er sagður al-
veg ægilega ástfanginn af Britt. En
það tók hann langan tíma til þess að ná
ástum hennar, hún leit ekki við
kappanum fyrst í stað. Nú geta þau
ekki fengið nóg hvort af ööru. Síöast
sáust þau í sumarfríi á Ibiza og Britt
sem heldur sér í góöu formi meö þvi aö
iöka jassballett og likamsrækt er enn
fallegri en áður.
Britt segir aö þaö sé allt David aö
þakka aö hún skyldi komast yfir það að
missa Rod Stewart. Og nú segist hún
gjörsamlega vera hætt sinni fyrri iðju
aö daöra við unga ríkisbubba. Enn-
0 >MX' I
fremur segist hún ætla að skrifa nokk-
urs konar framhald af ævisögu sinni
„Hin sanna Britt”. En sú bók olli því
aö peningaveski Britt þykknaöi til
muna.
I haust verður Britt 40 ára en
hún segist nú ekki hafa miklar áhyggj-
ur af því. Enda viröist lífiö blasa viö
Britt Ekland um þessar mundir.
DEMANTS
BRÚÐKAUP
Hjónin Björn Björasson og frú Hulda
Björnsson áttu demantsbrúökaup (60
ára hjúskaparafmæli) í gær, þriðju-
daginn 27. júlí. Þau hjón eru mörgum
kunn, en hafa búið um árabil í Eng-
landi og þar eru dætur þeirra einnig.
Meðfylgjandi mynd er af þeim
hjónum Bimi og Huldu ásamt dætrum
þeirra tveimur, Ingunni (til vinstri)|og
Kristínu(til hægri).
FORSETI
KIWANIS
Á ÍSLANDI
Hörður Helgason á Hvolsvelli var
nýlega kjörinn forseti Kiwanisklúbbs-
ins á Islandi. Þessi atburöur átti sér
staö á Kiwanisráöstefnu sem haldin
var í Minneapolis í Bandaríkjunum í
júní sl.
Forseti Kiwanisfélaga um heim
allan Mr. John T. Roberts kunngeröi
þessi úrslit á ráöstefnunni. Ámyndinni
má sjá Mr. Roberts þar sem hann
afhendir Herði umboösskjal Kiwanis-
hreyfingarinnar. Með þeim á mynd-
inni eru eiginkonur þeirra Mrs. Patsy
Roberts og Maria Helgason.