Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Blaðsíða 33
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. JtJLl 1982. Sviðsljósið Sviðsljósið 33 Sviðsljósið Morgunsigfíng um Amsterdams/kin. Á myndinni oru Magnús Odds- son, Hrafnhildur KonráOsdóttir og Halldór Sigurðsson söiustjóri Arnarflugs. !■«■ |«Si £riiil S&.S5&] 8f ■■■! gfMB! ■1 JÉl- fPáf/j | Iðandi mannfíf* braMgötum borgarínnar. FLEIRA EN TÚLÍPANAR í AMSTERDAM Blóm eöa demantar, söfn, sigllngar, iðandi mannlíf, góður matur í glæstum sölum eða vingjam- legum krám. Eitthvað af þessu eða kannski allt laðar ferðalanga til Amsterdam. Fyrr í þessum mánuði flaug Amarflug — sem er eins og þeir segja í auglýsingunni, flugfélag með ferskan blæ — sitt fyrsta áætlunarflug til Amsterdam. Sviðsljósinu hefur verið beint að samgönguráöherra undanfarna daga vegna einhliða skiptingar á millilandafluginu á milli Amarflugs og Flugleiða. Við leggjum ekki orð í þann belg en beinum sviðsljósinu að Amsterdam og gestum sem voru þar á dögunum á vegum Arnarflugs. Feneyjar norðursins er borgin stundum nefnd, síkín, brýmar, bát- arnir og mannlífiö minna óneitan- lega mikið á Feneyjar. I Amsterdam er markaðslíf fjömgt og viðskipti blómleg. Rembrandt og Van Gogh arfleiddu þjóðina að dýrindis lista- verkum og í fótsporum gömlu meist- aranna dafna nýlistamenn og aðrir listamenn. Yfir fjörutiu söfn i Amsterdam bera vott um grósku í listum frá fomu fari til dagsins í dag. Sólarhringsdvöl í Amsterdam með góðum gestgjöfum gaf mynd af þvi sem borgin býöur ferðamönnum upp á. Fjölbreytnin er mikil, en of mikið í fang færzt að telja það allt upp. Hvemig svo sem ferðamaður kýs að ver ja sínum tíma, virðist borgin hafa eitthvað fyrir alla. Fyrir böm er dýragarður, vaxmyndasafh, siglingar og skemmtigarðar. Fyrir hjólreiðamanninn er landið dásam- lega flatt og auövelt yfirferöar og ódýrt að leigja hjól. Sömuleiðis eru bílaleigubílar leigðir með góðum kjörum og frá Amsterdam eru margir ferðamöguleikar. Sjón er sögu ríkari og það á við myndimar. Þær sýna feröafólk við komuna til Amsterdam, mannlíf á götunum, gesti og gestgjafa. +q. Samgönguráóherra Steingrimur Hermannsson, kona hans Bddm Guömundsdóttir, Birgir Guðjónsson i samgönguráðuneytinu, Am- grimur Jónsson yfírfíugstjóri Amarfíugs, blaðamaðurinn Guðjón Am- grimsson og Axei Gisiason stjómarmaður Amarfíugs (snýr baki að Ijós- myndaranum) öfí niðursokkin. Hvað það er sem þau grannskoða ar akki vitað. Kannski 'er það „grundvöllurinn" margumræddi eða fíug- Mðaskiptingar? DV-myndir: Þórunn Gestsdóttir. Margarþröngargamlar verziunargötur eru iAmsterdam. bar er spilað og sungið utan dyra sem innan. Rttstjóramir Binar Kari Haraldsson og Blías Snæland Jónsson (i miðjunni) ésamt Hauki Bjömssyni stjómarformanni Amarfíugs og ingibjörgu Kristinsdóttur sem starfar * skrifstofu Arnarfíugs i Amsterdam. Flugstjórinn í fyrsta áætíunarflugi Arnarfiugs tii Amsterdam Ómar Ólafsson. Hór sóst hann i fíugstjórnarkiefanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.