Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1982, Qupperneq 36
NÝJA
AGFAFILMAN
ÓTRÚLEGA SKÖRP
OG NÆM FYRIR LITUM
ÓDÝRARI FILMASEM
FÆST ALLS STAÐAR
86611 RITSTJÓRN SÍOUMÚLA 12—14
AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR SKRIFSTOFA ÞVERHOLTI 11 27022
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ1982.
Skákmótid íBiel:
Jón L. aftur
á sigurbraut
Jón L. Ámason er aftur á sigurbraut
í opna skákmótinu í Biel í Sviss. I 8.
umferð sem var tefld í gær vann hann
Greenfeld frá Israel og hefur því hlotið
6 vinninga og er í 3. sæti ásamt
nokkrum öðrum af 120 keppendum
sem taka þátt í mótinu.
Jón sagðist hafa teflt Sikileyjarvöm
í gær og fljótlega unniö peö. And-
stæðingur hans taldi sig fá mótspil
sem ekkert reyndist vera. Jón vann
síðan annað peð og þegar biskup
Greenfelds var að falla gafst Israels-
maðurinn upp eftir 32 leiki.
Júgóslavinn Nemet gerði jafntefli í
gær og er enn efstur með 6,5 vinninga.
Jafn honum í 1.-2. sæti er Israels-
maðurinn Gutman sem í gær vann góð-
kunningja Islendinga frá síðasta
Reykjavíkurmóti, Júgóslavann
Sahovic. Þrjár umferðir eru nú eftir af
mótinu.
Margeir Pétursson tekur nú þátt í
alþjóðlegu móti í Kaupmannahöfn og í
1. umferð vann hann sigur á sovézka
alþjóðlegameistaranumKozlov. -GAJ.
„Viðreisn”
á Akranesi
Á bæjarstjórnarfundi á Akranesi í
morgun fékk Ingimundur Sigurpálsson
viðskiptafræðingur í Framkvæmda-
stofnun stuðning 5 bæjarfulltrúa af 9
sem næsti bæjarstjóri. Sjálfstæðis-
flokkur og Alþýöuflokkur studdu hann.
Fulltrúi þriðja meirihlutaflokksins, Al-
þýðubandalags, bar fram tillögu um
Rúnar B. Jóhannsson endurskoöanda,
fulltrúa ríkisins í stjórn Flugleiða hf.
Hann fékk einnig stuðning Framsókn-
arflokksins, alls 4 atkvæði beggja
flokka. 10 sóttu um stöðuna.
Fulltrúi Alþýðubandalagsins kvaðst
ekki taka afstöðu til frekari þátttöku í
meirihlutanum. Það yrði gert á fundi
bandalagsins. B.Á./HERB
Banaslys í
N-Múlasýslu
Ingvar Halldórsson, 78 ára gamall
bóndi á bænum Kóreksstöðum í Hjalta-
staðahreppi í Norður-Múlasýslu, beið
bana í vinnuslysi í fyrradag.
Ingvar heitinn hafði verið að vinna
við heybindivél og lent í henni með
þeim afleiðingum að hann lézt. Hann
hafði haldið í heyskap um morguninn
og þegar hann kom ekki heim í há-
degismat fór ráðskona hana að svipast
um eftir honum og fann hann örendan
við heybindivélina.
Ingvar var ókvæntur og bamlaus.
-GAJ.
LOKI
Það or breht bakið á
Gunnari nú á ári a/draðra.
KONA TYNDIST
VIÐ MÝVATN
— b jörgunarsveit fann hana í nótt
Björgunarsveitin Stefán í
Mývatnssveit var kölluð út um kl.
1.30 í nótt vegna konu sem týndist á
tjaldstæðinu við Reykjahlíö. Konan
fannst þó fljótlega en hún hafði brot-
ið eða týnt gleraugum sír.um og átti
erfitt með gang af þeim sökum.
Konan, sem er islenzk og rétt um
sextugt, hvarf af tjaldstæðinu á milli
kl. 20 og 21. Þar sem hún var ekki
komin aftur er klukkan var að ganga
í tvö haföi eiginmaður hennar sam-
band við Hörð Sigurbjamarson, for-
mann björgunarsveitarinnar. Hann
kallaði svo sveitina út til leitar.
Mættu 19 manns og vora tveir sendir
til leitar í Stórugjá en hinir héldu út
að tjaldstæðunum, rétt við flugvöll-
inn í Reykjahlíð. Þegar björgunar-
sveitarmenn komu út úr bílunum sáu
þeir mannveru á gangi í hrauninu
þar skammt frá. Reyndist þar konan
vera á ferð. Hún hafði farið í kvöld-
göngu en dottið og brotið eða týnt
gleraugunum en án þeirra sér hún
illa. Hélt hún kyrru fyrir lengi vel en
fór síðan af stað aftur og datt þá
nokkrum sinnum. Var hún skrámuð
á hendi og í andliti er björgunar-
sveitarmenn fundu hana en að öðru
leyti við sæmilega heilsu.
-Finnur, Reykjahlið.
Hún var Ijót aðkoman að fjörunni útí A Granda i gær aftír að vörubílstjóri hafði sturtað þar fiskúrgangi.
Svartbakurinn lók að visu á als oddi en mannskepnan var ekki eins ánægð með verknað bíistjórans. Var
lögreglan kölluð tíl og kom þá i Ijós að biistjórinn hafði sturtað úrganginum í fjöruborðið i óþökk vinnu-
veitenda sinna. Hefur biistjórinn ekki sáð ástæðu til að framfylgja fyrirmælum þeirra. enda mun hann
hafa verið að fiýta sórí sund.
DV-mynd: S
Kjarasamningar
farmanna:
„Lokatilraun
gerðámorgun”
„Þetta gengur voða erfiðlega,”
sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkis-
sáttasemjari þegar samningafundi
farmanna og útgeröa lauk klukkan
átta í morgun eftir samfellda setu í 22
tíma. „Við gerum lokatilraun eftir há-
degi á morgun. Ef hún ber ekki
árangur, verður bara að skella á
verkfall,” sagði Guðlaugur
ennfremur.
Það eru ýmis atriði sem virðast
illleysanleg í þessum samningum. Þar
á meðal eru lífeyrismál og tilhögun
vinnutíma.
Að óbreyttu veröur allsherjar-
verkfall á kaupskipaflotanum hér
heima 3. og 4. ágúst að undangengnu
staðbundnu yfirvinnubanni. Farmenn
hafa ekki ákveðið frekari verkfalls-
aðgerðir enn. -HERB.
Ríkissáttasemjari
færenga hvfld:
Fundir með
BSRB hefj-
ast í dag
„Það er engin miskunn, ég skauzt
heim til þess að búa mig undir næstu
lotu og núna með BSRB og viðsemjend-
um,” sagði ríkissáttasemjari,
Guðlaugur Þorvaldsson, þegar DV
ræddi við hann árla í morgun. Þá var
hann nýkominn af farmannafundinum
sem stóð frá því í gærmorgun.
Guðlaugur bjóst við talsverðum
fundi í dag, því á morgun verður hald-
inn fundur með fulltrúum starfs-
mannafélaga sveitarfélaganna og
viðsemjendum. Þar verða rædd mál
sem leysa þarf í samhengi við BSRB-
samningana. Og eftir þann fund á
morgun ætlar Guðlaugur að halda
áfram þreif ingum í farmannadeilunni.
Með meginkröfum BSRB er launa-
jöfnuður við starfsmenn á almennum
vinnumarkaði og 8 þúsund króna lág-
markslaun á mánuði. Þá er þess kraf-
izt að nýr og réttur vísitölugrunnur
verði tekinn upp og verðbætur verði
greiddar óskertar á laun.
HERB.
ÞÓRSMERKURGESTIR GRQÐA
GJALDIÐ MEÐ GLÖDU GEÐI
— Björgunarsveitin til aðstoðar um helgina
„Með tilliti til góðrar reynslu af
störfum björgunarsveitarinnar Dag-
renningar í Þórsmörk undanfamar
helgar höfum við ákveðið að hafa
gæzlu þar um næstu helgi. Björg-
unarsveitin hefur staöið sig með
prýði og veitt mörgum ferðamannin-
um aðstoð og leiöbeiningu,” sagði
Valgeir Guðmundsson lögregluþjónn
á Hvolsvelli í samtali við DV.
Hann sagði einnig aö fólk heföi
verið mjög fúst að greiða það gjald
sem björgunarmenn innheimta af
ferðamönnum fyrir inngöngu í Mörk-
ina. Ekki heföi komið til neinna
árekstra vegna innheimtunnar.
Eins og greint var frá í DV kom til
ágreinings um gjaldtökuna þegar
rúta frá Ferðafélaginu fór í Þórs-
mörk fyrir tveimur helgum. Neitaði
Ámar i Þórsmörk hafa oft reynzt ferðamönnum þungar i skautí.
Björgunarsveitín Dagrennlng á Hvolsvelli hefur undanfarið haldið uppi
gæziu á svæðinu. Ákveðið hefur verið að svo verði einnig um næstu
helgi, með tíllití tí! góðrar reynslu.
þá einn farþeganna fyrir hönd hinna
að gjaldið yrði greitt. Var það látið
átölulaust.
,,Fólk hefur flest skilning á því aö
mikla nauðsyn ber til þess aö gæzla
sé þama á staönum. Ámar geta
verið hættulegar, eins og margoft
hefur sýnt sig. Á föstudagskvöldið
síöasta festust tvær rútur i Krossá i
Langadal, sem oít hefur reynzt
ferðamönnum þung í skauti.
Viö búumst við miklum mannsöfn-
uöi í Þórsmörk um verzlunarmanna-
helgina og teljum því brýna nauösyn
á að björgunarsveitin verði á svæð-
inu. Það er gott fyrir fólk að geta leit-
að til kunnugra, ef eitthvað bjátar
á,” sagöi Valgeir að lokum.
-GSG.