Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Side 2
_______Græni benzinn við Svínafellsjökul:_ Lík stúlkunnar fannst í farangursgeymslunni Ljóst var aö alvarlegur glæpur hafði veriö framinn í öræfasveit um miðja fyrrinótt. Þá hafði stórslösuð frönsk stúlka fundizt á Skeiðarársandi og skýrtfrá líkamsárás. Arásarmaðurinn væri vopnaður og systir hennar væri í bílhans. Þegar voru gerðar ráðstafanir til að hefja leit að árásarmanninum og stúlk- unni sem talin var gísl hans. Hin stúlk- an var flutt til Hafnar í Hornafirði og beðið um sjúkraflugvél. Fór flugvélin úr Reykjavík um fimmleytið um morguninn. Lögreglustöðvar á Austurlandi og Suðurlandi voru látnar vita um að leit- að væri að grænum Mercedes Benz. Þá fengu bensínstöðvar á suðausturhorni landsins tilmæli um að láta vita ef grænn Benz kæmi þar að. Björgunarsveitir og allt tiltækt lög- reglulið á Suöausturlandi var kallað út. Landhelgisgæzlan var beðin um flugvélar til leitar. Gæzlufokkerinn kom strax um morguninn og minni þyrla Gæzlunnar kom síðar á vettvang. Um tíuleytiö um morguninn fannst græni Benzinn. Fannst hann skammt frá rótum Svínafellsjökuls. I farangursgeymslunni fannst lík stúlk- unnar. Voru á því miklir áverkar og skotsár. Maðurinn fannst hins vegar hvergi. Rif fillinn f annst heldur ekki. Fólk á bæjum í öræfasveit var varað við. Var það beðið um aö kanna útihús og næsta nágrenni. Feröamenn í Skaftafelli voru sömuleiðis aövaraöir og þeim bannaö að halda í gönguferöir um þjóðgarðinn. Sýslumaðurinn á Hö&i í Hornafirði, Friðjón Guðröðarson, stjómaöi aögerðum. Hann hafði nána samvinnu við Rannsóknarlögreglu ríkisins sem strax um morguninn sendi menn austur. Rannsóknarlögreglumennirnir könn- uðu þá staði sem hinir óhugnan- legu atburðir gerðust á. Þeir rann- sökuöu bílinn og lik stúlkunnar, sælu- húsið á Skeiöarársandi og fleira. Síðdegis í gær kom sporhundur austur. Fann hann fljótlega slóð mannsins og rakti hana upp í Svína- fellsjökul. Lík stúlkunnar var flutt til Reykja- víkur síðdegis í gær. Hin stúlkan liggur á Borgarspítalanum. -KMU. LOgreglumaður stöðvar blaðamenn skammt fré þeim staO sem grœni Benzinn fannst i.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.