Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR18. AGUST1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Gaddafi, hinn umdeildi leiðtogi Líbýu, virðist eiga upp á pallborðið hjá Kín- verjum. Kína vingast viö Gaddafi Zhao Ziyang, forsætisráðherra Kína, sem í fyrrakvöld hældi hinum umdeilda leiðtoga Líbýu, Muammar Gaddafi, sagði í gær við fulltrúa líbýsku stjórnarinnar, sem eru nú í heimsókn í Peking að Kína vildi styrkja samband sitt viö þróunar- löndin. Fréttastofa nýja Kína hafði það eftir forsætisráðherranum að ástæðan væri sú að þjóðir þriðja heimsins væru „meginaflið” gegn útþenslustefnu stórveldanna. Við móttökuathöfn fyrir líbýsku sendinefndina í fyrrakvöld lét Zhao í ljósi aödáun á stefnu Gaddafis sem væri óháð og stæði gegn heimsvalda- og nýlendustefnu. Þá sagði Zhao að þjóðimar tvær fylgdu hliðstæðri stefnu í mörgum alþjóðamálum. Tahli, formaður líbýsku sendinefnd- arinnar, sagði að þjóðir þriöja heimsins ættu að vinna saman og standa gegn tilraunum stórveldanna til að gleypa þær og hann bætti því við að Líbýa vildi gjarna efla samstarfið við Kína. Tahli er hæst setti ráðamaður frá Líbýu sem heimsækir Kína síðan þjóðimar tvær tóku upp stjómmála- samband fýrir f jórum ámm. JARUZELSKIKVART- AÐIUNDAN GAGN- BYLTINGARÖFLUM Jaruzelskl, leiðtogi pólsku her- stjómarinnar, kom i gær heim til Varsjár úr tveggja daga heimsókn til Sovétríkjanna. Heimsóknina bar upp á sama tima og öryggissveitir pólsku stjóraarinn- ar voru í viðbragðsstöðu vegna ótta við óeirðir meðal stuðningsmanna Einingar, hinnar óháðu en nú bönn- uðu verkalýðshreyfingar í landinu. Um þessar mundir era liðin tvö ár frá þeim atburðum sem leiddu tU stofnunar Einingar. Jaruzelski tjáði Brésnef, leiðtoga Sovétríkjanna, að tilraunir til að koma Póllandi út úr efnahagslegu og þjóðfélagslegu öngþveiti væru hindraðar af gagnbyltingaröUum. Allt var með kyrrum kjörum í Pól- landi í gær eftir nokkra ókyrrð síð- ustu daga þar sem lögregla hefur bæði beitt táragasi og vatnsslöngum gegn mannf jölda sem safnazt hafði saman i Varsjá, Gdansk og víðar. BYLGJA GYÐINGA- HATURS FER ENN Á NÝ UM EVRÓPU Morðin í veitingahúsi gyöinga í París á dögunum eru aöeins dæmi um bylgju gyðingahaturs sem farið hefur um Evrópu í kjölfar innrásar Israels í Líbanon. Gyðingahatrið hefur verið mest áberandi í Frakklandi og eru at- burðirnir á veitingahúsinu í París auð- vitað alvarlegasta dæmið um þaö. Er það raunar blóöugasta tilræðið við. gyðinga í Frakklandi frá lokum síöari heimsstyrjaldarinnar. Áþreifanleg dæmi um gyðingahatur hafa einnig sézt í Vestur-Þýzkalandi, Sviss, Austurríki og Italíu aö undan- förnu. „I ofnana með gyðingana,” hrópuðu þátttakendur i italskri mótmælagöngu fyrr í sumar er þeir gengu framhjá samkunduhúsi gyðinga í Róm. „öllum gyðingum meinaður aðgang- ur,” mátti lesa á auglýsingaskilti verzlunar einnar í Temi, fyrir norðan Róm, fyrr í þessum mánuði. Kaup- maðurinn gaf lögreglunni þá skýr- ingu á auglýsingunni að hún væri hugsuð sem stuðningsyfirlýsing „við hetjulega baráttu palestínsku þjóðar- innar.” I síðastliðnum mánuði voru blóðug dýrainnyfli skilin eftir við inngang bandariskra fyrirtækja í Vestur- Þýzkalandi. Á sömu stöðum höfðu verið máluð slagorö til stuönings PLO. Sprenging varð á flugvellinum í Miinchen, nærri afgreiðslu israelska flugfélagsins E1 Al, 21. júlí síðastlið- inn. Sjö manns slösuðust í sprenging- unni og í síðustu viku köstuðu ungling- ar málningardollum að ísraelskum ferðamannarútum í Berlín. Fáeinum dögum eftir innrás Israels í Líbanon sprakk sprengja við heimili hins þekkta gyðings, Símons Wie- senthal, í Vín. Wiesenthal hefur sem kunnugt er haft það að aðalstarfi frá lokum síðari heimsstyrjaldar að leita uppi stríðsglæpamenn nasista og draga þá fyrir rétt. Bæði sendiráð Israels og Bandarikjanna í Ziirich uröu fyrir sprengjuárásum. En við blóðbaðið í París kostaði þessi nýja bylgja gyðingahaturs líf. Mitterrand boðar aðgerðir gegn hryðjuverkum: Begin gagnrýn- ir Mitterrand —vegna ummæla hans um PLO-samtökin í gær Menachem Begin, for- sjónvarpsávarpi franska forsetans í valda gegn hryðjuverkum í Frakk- sætisráöherra Israels, gagnrýndi í gær. Hann sagði þá að árásir hryöju- landi. Hann hafði þá átt fund meö gærkvöldi Frakklandsforseta fyrir verkamanna á gyðinga í Frakklandi vamarmála- og innanríkismála- að segja í sjónvarpsávarpi að fengju hann ekki til að breyta um ráöherrum landsins svo og yfir- Frelsissamtök Palestínumanna stefnuímálefnumMiðausturlanda. mönnum hers og lögreglu um leiðir hefðurétt til að berjast. Begin haföi áður sakað Mitter- tilaðbergjastgegnhryðjuverkum. „Vinur okkar, Mitterrand forseti, rand um aö bera óbeina ábyrgð á Mitterrand sagði þaö skoðun sína þekkir staðreyndirnar. Hann veit tilræðinu við gyðinga í París og aö að Frakkland hefði öðrum fremur hvernig PLO-samtökin berjast, að kynda undir andsemítisma í orðið fyrir barðinu á alþjóðlegri þau myrða saklausar konur og Frakklandimeðþvíaðstyðja PLO. hryðjuverkastarfsemi vegna þeirrar börn,”sagðiBegin. Israelsmenn litu á Mitterrand stefnu stjórnar hans að leita friðar í „Þess vegna varð ég undrandi að sem dyggasta stuðningsmann í Líbanondeilunni. „Eg mun ekki láta forsetinn skyldi ekki koma með nein Evrópu þar til dró úr vináttunni eftir af þeirri stefnu þrátt fyrir hótanir og andmæli gegn því í ummælum innrás Israels 6. júní síðastliðinn. að sjálfsögðu hyggst ég skipuleggja sínum.” I sjónvarpsávarpi sínu í gær hét löggæzluna þannig að hryðjuverka- Sú yfirlýsing Mitterrands sem fór Mitterrand því að gripið yrði til rót- mönnum verði að lokum refsað,” fyrir brjóstið á Begin var hluti af tækra ráða af hálfu franskra yfir- sagði Mitterrand. veitingahúsi gyðinga í París og fjölmargir særðir. Margir tsraelsmenn halda því fram að „áróður” franskra stjóra- valda gegn innrás Israels í Líbanon hafi kynnt undir gyðingahatri í Frakklandi og þannig átt óbeinan þátt í morð- unum. Útvegum með stuttum fyrirvara I J li *• 'v'’ ' ;/« {: . \ 1 »• tu 5 C° J) KÆLI- OG FRYSTIVAGNA 0 0 0 o > ~ KÆLI-OG FRYSTIKLEFA KÆLI- OG FRYSTIGÁMA Einnig er hægt að útvega HRAÐFRYSTIKLEFA og ofantalda vagna fyrir eins fasa rafmagn. Hríngið og biðj'ið um bæk/ing. UppL í síma 85237.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.