Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Page 14
14
DV. MIÐVIKUDAGUR18. ÁGUST1982.
Fóstrur - Þroskaþjátfar
Viljum ráöa eftirtalda starfsmenn:
1. Forstöðumann við dagheimilið Víðivellir
frá 1. okt. nk.
2. Þorskaþjálfa á sama stað.
3. Fóstrur í hálfs og heils dags störf
á dagheimili og leikskóla.
Athygli skal vakin á rétti öryrkja til starfa
samanber 16. grein laga nr. 271970.
Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði.
óskar eftir
umboðsmönnum:
Djúpivogur
Uppl. gefur Sigriður Eiríksdóttir, sími 97-8844
Reyðarfjörður
Uppl. gefur María ölversdóttir, simi 97-4137.
Upplýsingar einnig gefnar á af-
greidslu DV, Þverholti 11, sími 91-
27022.
Lögtök
Aö kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimt-
unnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskuröi,
uppkveðnum 16. þ.m. verða lögtök látin fara fram
fyrir vangreiddum opinberum gjöldum álögöum
skv. 98. gr., sbr. 110. gr. laga nr. 75/1981.
Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur,
lífeyristr.gjald atvr. skv. 20. gr., slysatryggingar-
gj. atvr. skv. 36. gr., kirkjugarösgjald, vinnueftir-
litsgjald, kirkjugjald, sjúkratryggingargjald,
gjald í framkv.sjóð aldraða, útsvar, aöstöðugjald,
atvinnuleysistryggingagjald, iönlánasjóðsgj.,
iðnaðarmálagj., launaskattur, sérst.skattur á
skrst. og verslunarhúsn., slysatrygg. v/heimilis.
Ennfremur nær úrskurðurinn til hverskonar
gjaldhækkana og til skatta, sem innheimta ber
skv. norðurlandasamningi sbr. 1. nr. 111/1972.
Lögtök fyrir framangreindum sköttum og
gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði,
verða látin fram fara að 8 dögum liönum frá
birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að
fullu greidd innan þess tíma.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík
16. ágúst 1982.
BLAÐBURÐARBÖRN
óskast í eftirta/in hverfi:
• Arnarnesl.9.
• Þórsgata 23.8-
• Álftamýri og hluti
AFGREIÐSLA
SÍMI27022.
Menning
Menning
Menning
Cumartónleikar
Sumartónleikar í Skálholtskirkju 15. ógúst.
Flytjendur: Helga Ingóffsdóttir, sembaileikarí
og Hafliði Hallgrímsson, cellóleikarí.
Efnisskrá: Verk eftir Hafliða HaJlgrímsson:
Ströod, sónata fyrir sembal, íslensk þjóðlög
útsett fyrir ceBó og sembal og Solitaire, ein-
leiksverk fyrír ceOó.
Paö var litiö sumarlegt um aö
litast í nágrenni Skálholts sunnudag-
inn sem þau léku þar í dómkirkjunni,
Hafliöi og Helga. Austan beljandinn
haföi séö til þess aö störin var farin
að gulna og ull fifunnar fauk likt og
skafrenningur. Einhvem veginn
virtist náttúran vera aö segja manni
aö úr þessu y rði lítið um þaö, sem viö
leyf um okkur aö kalla sumar.
En svo gengur maður inn í helgi-
dóminn og Helga hefur leikinn með
sembalsónötu Hafliöa, í frumflutn-
ingi, og þá léttir tii, aö minnsta kosti
í sálinni. Sá fyrsti haustblær, sem
örla sást á úti rýkur burt eins og
dögg fyrir sólu.
I tónsmíðum fer Hafliöi sínar eigin
leiöir án þess þó að yfirgefa hiö hefö-
bundna. Hann er eitt af fáum ungum
tónskáldum sem getur af sér frjóa
hugsun án þess aö fara út fyrir
ramma viötekinna forma.
Hve dýrt
má skálda
Svo veröur manni litið á e&iis-
skrána og þykist kenna þar gamla
kunningja. Alla vega haföi Hafliöi
heyrst leika þjóölögin sem hér stóöu
á skránni „útsett” fyrir celló og
Tónlist
Eyjótfur Melsted
píanó. Ekki stytti Hafliöi sér þó leiö
meö þessum útsetningum sínum.
Þaö er annars merkileg hógværö hjá
Hafliöa aö nefna þessar hugleiöingar
sínar aöeins útsetningar. En vel á
minnst — aö stytta sér leið. Ætli
Hafliöi Hallgrímsson hafi nokkurn
tíma stytt sér leiö síöan hann arkaöi
úr tíma hjá Einari heitnum Vigfús-
syni og stytti sér leið yfir ísi lagöa
Reykjavíkurtjöm, datt kyllifaltur og
molaöi cellóiö sitt mélinu smærra.
Hvort sem þaö á sér nokkurt sam-
band viö þetta löngu liðna atvik eöa
ekki, þá er það ljóst aö Hafliöi velur
aldrei stystu leiö. I sinni músik velur
hann sér beina, en ekki endilega
stystu, eöa auðveldustu leiö. 1 þess-
um útsetningum sýnir Hafliöi hve
ljúft og dýrt er hægt aö skálda upp úr
einfaldasta húsgangi.
Víst var það
frumflutt
Að lokum Sohtaire, einleiksverk
fyrir celló. Enn eitt dæmiö um hóg-
værö Hafliöa. Hann er sagöur hafa
leikið agnarbrot úr verkinu áöur og
því ekki viljað státa af frumflutningi
nú. En hér var Sohtaire sem sé f rum-
flutt í fullri lengd.
Þetta er verk sem grípur
áheyrandann. Þar nýtur sín til
fullnustu geysimikiU og faUegur tónn
flytjandans og hans fína tækni. Viö
fyrstu áheyrn glepst maöur um of af
frábærum flutningi og gleymist satt
aö segja að hugsa nokkuð um hluti
eins og uppbyggingu og annað mikU-
vægt í samsetningu verksins. En ég
ætla jafnframt aö vona aö mér og
öðrum gefist oft tækifærí og tilefni tU
að spekúlera í þeim hlutum.
Þegar upp var staðiö, í lófataks-
bmdindi SkáUioltskirkju, aö loknum
þessum stórkostlegu tónleikum
fannst mér þaö samt gaUi aö hafa
ekki fengið aö heyra meira af sam-
leik þeirra tveggja frábæru tón-
listarmanna sem þar léku.
EM
Lágkúra Svarthöfða
Svarthöfði froðufeUdi með óUkind-
um i DV síöastUöinn fimmtudag í
garö heiUar starfsstéttar. Tilefnið
voru síöustu ummæU er höfö voru
eftir einum flugumferðarstjóra um
aö ekki væri nein ástæöa tU aö harma
hugsanlega úrsögn Alberts Guö-
mundssonar úr flugráöinu. Viröist
Svarthöföi hafá fengiö sting fyrir
brjóstiö er hann sá umrætt viðtal og
því rokiö tU og dregið fram úr tauga-
strekktu hugarfylgsni sínu þann lág-
kúrulegasta rógburð sem á siðum
DV hefur sést.
Leigupenni umræddra rógskrifa
viröist að einhverju leyti gera sér
grein fyrir aö blaðamennska sín sé á
lágu plani og biðlar því til rannsókn-
arblaöamanna í grein sinni, tU aö
kanna hluta af þeim rógburöi sem
hann slengir fram. Þetta er eini ljósi
punkturinn sem hægt er aö greina í
skrifum Svarthöföa og fagnaði ég
hjartanlega ef hlutlaus aðili færí of-
an í saumana á öUum þeim lyga-
þvættingi sem þar er aö finna. Ef tU
kemur er ég reiðubúinn aö beita mér
fyrir því, að ÖU þau gögn, sem í
vörslu FlF. eru og snerta margnefnd
nemamál, veröi gerö opinber tU að
sýna þá makalausu fyrirgreiðslu-
póUtík sem stunduö er innan stjóm-
kerfisins.
ÖU afskipti stéttarfélags flugum-
feröarstjóra af nemamálum hafa
miðast viö aö reyna aö tryggja, aö
reglum samgöngumálaráöuneytis-
ins um nám og þjálfun værí fylgt og ■
að nemendum sé ekki mismunaö
vegna ættemis eða af öömm orsök-
um. Mér er mætavel kunnugt um aö
Albert Guömundsson hefur margoft
rétt aöstööulausum þegnum þessa
þjóöfélags hjálparhönd og er þar
margt vel gert. Það er trú mín aö Al-
Kjallarinn
Þórdur Adolfsson
bert hafi að þessu sinni verið blekkt-
ur af óvönduðum mönnum, til lið-
sinnis málstaö, sem hann heföi
aldrei stutt ef allur sannleikurinn og
ekkert nema sannleikurinn hefði ver-
iöhonumsagöur.
Hvaö viövíkur yfiriýsingu um aö
ákveðinn nemandi hafi veriö í átt-
unda sæti samkvæmt einkunnum, er
þaö einhver sú misheppnaðasta
reiknibrelia sem sett hefur veriö
fram. Til aö koma viökomandi aðila
úr 12. sæti upp í það áttunda þarf aö
líta framhjá 75% af því námsefni,
sem yfir var farið á hinum breska
flugumferöarstjóraskóla. Vil ég taka
fram að námsnefnd sú er raðaði
nemendum í ákveöna valröð er
skipuð fjórum mönnum og þar af aö-
eins einum frá félagi flugumferöar-
stjóra. Nefndin fór í alla staöi eftir
gildandi reglum um val til fram-
haldsnáms og voru öll gögn um nem-
endur merkt dulnefnum aö ósk
„Flugumferðarstjórar hafa ekki lagt nið-
^ ur störf hérlendis einn einasta dag á síð-
ustu 35 árum.”
nefndarmanna, þar sem ekki var
fyrirhugaö að ráöa nema 10 af þeim
12 sem lokið höfðu grunnnámi í Bret-
landi. Rógburður Svarthöföa um aö
stéttarfélag flugumferöarstjóra sé
að reyna að bola ákveðnum nemend-
um frá frekara námi er þar með al-
gjöriega úr iausu lofti gripinn. Fé-
lagið hefur engar athugasemdir gert
við valröð námsnefndarinnar og er
reyndar í engri aöstööu til þess. Þaö
eru aðrir sem skipa sér í öndvegi og
vilja breyta samdóma áliti nefndar-
manna til aö bæta hlut eins nemanda
ákostnaöannars.
Rógburður, sem snýr beint að mér
undirrituöum, er aö látið er aö því
liggja aö ég hafi fengið starf sem
flugumferðarstjóri vegna þrýstings
frá ákveðnum öflum. Bendi ég þeim
sem vilja kynna sér tilhögun þeirrar
ráöningar á gögn loftferðaeftirlitsins
varöandi grunnnámskeið í flugum-
feröartjórn haustiö 1974 þar sem ein-
kunnir skipuöu mönnum í valröö á
sama hátt og nú.
Hvað viö kemur ööru því slúðri sem
sullað er undan feldi Svarthöföa þá
liggur ljóst fyrir, að því er ætlað það
hlutverk aö sverta stétt flugumferö-
arstjóra íaugum almennings og gera
þá tortryggilega, til að létta þeim
róöurinn sem vilja ráðskast meö
stöður hjá hinu opinbera framhjá öll-
um lögum og reglum.
Má öllum vera ljóst aö stétt manna
sem vinnur störf sín af samvisku-
semi og einurö við mun lakari aö-
stæður og kjör en erlendir starfs-
bræður, tekur því ekki með þögninni
þegar svo gróflega er vegið aö henni.
Vil ég benda á þessu til stuðnings aö
flugumferöarstjórar hafa ekki lagt
niöur störf hérlendis einn einasta
dag sl. 35 ár, og hafa þurft aö
leggja hart að sér viö að knýja á um
öflun nauösynlegs tækjabúnaöar til
aö tryggja lágmarksöryggi þeirra
sem fljúga. Hinn nafnlausi penni
sem atar stétt flugumferðarstjóra út
meö lygaþvættingi hefur opinberaö
botninn í íslenskri blaöamennsku,
meö skrifum sem eiga sér enga stoö í
raunveruleikanum.
Þórður Adolfsson
flugumferöarstjórí.