Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Side 36
NYJA AGFAFILMAN ÓTRÚLEGA SKÖRP OG NÆM FYRIR LITUM ÓDÝRARI FILMASEM FÆST ALLS STAÐAR 86611 RITSTJÓRN SÍDUMÚLA 12—14 AUGLÝSINGAR j SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR SKRIFSTOFA ÞVERHOLTI 11 27022 DREGUR TIL ÚRSLITA. Ráðherranefnd og efnahagsmálanefnd stjórnarliðsins komu saman klukkan 9 i morgun tilað reyna að bræða saman tiiiögur stjórnarflokkanna fyrir rikisstjórnarfundinn eftir hádegið. Enn óbrúað bil í ríkisstjórninni „ Tekur kannski nokkra daga enn” - sagðiSvavar Gestsson í morgun Hætt að framleiða blátt ópal „Framleiðsla á bláu ópali hefur verið stöövuð um stundarsakir,” sagði Einar Olafsson, forstjóri Opals hf., í samtali við DV, en þessar pillur hafa verið ófáanlegar um tveggja mánaöa skeiö, mörgum aðdáanda þeirra til armæðu. ,,I bláu ópali var kloroformblanda, sem getur haft slævandi áhrif. Aö vísu var efnið í löglegu magni í ópalinu en í Bretlandi er efnið ekki talið æskilegt í neyzluvörum í því magni sem það hefur verið notað. Framleiösla á efninu minnkaði svo mikið að við höfum ekki fengið það í tvo mánuði og ákváðum að taka ópalið af markaði í núverandi mynd. En auðvitað kemur blátt ópal aftur og ég vona að þaö verði sem líkast því gamla,” sagði Einar aö lokum. 'gö. Stal peningum og bankabók Maður brauzt inn í íbúö í Bústaða- hverfinu um fimmleytið í gærdag. Tókst honum að hafa á brott meö sér bankabók ogpeninga. Maðurinn fór inn um glugga á í- búðinni en í henni býr kona sem maðurinn þekkti frá því er þau höföu verið samtíða á sjúkrahúsi. Þegar konan kom að húsinu sá hún hvar maðurinn var á leið í burtu. Hún uppgötvaði síðar að hann haföi stolið bankabók hennar og um fimmhundruö krónum í peningum. Mikil leit var gerð að manninum í gær en ekki hafði tekizt að finna hann þegar síðast fréttist. -JGH. Kópavogur: Bragi Guð- brandsson ráðinn félagsmáiastjóri Bragi Guöbrandsson hef ur verið ráð- inn félagsmálastjóri Kópavogsbæjar. Bæjarráð Kópavogs ákvaö að ráða Braga á f undi sinum í gærkvöldi. Bragi Guðbrandsson er fæddur 23. septem- ber árið 1953. Hann hefur kennt undan- farin 5 ár viö Menntaskólann í Hamra- hh'ö og var síðustu árin deildarstjóri féiagssviös. Bragi er aö auki kunnur af starf i sínu innan AlþýðubandalagsinsogSamtaka herstöðvaandstæðinga. Meðal annarra umsækjenda um starfið var annar kunnur Alþýðubandalagsmaður, dr. Ingimar Jónsson. BragiGuðbrandsson tekur til starfa um næstu mánaðamót. -ás. LOKI Það er erfítt að vera bœði Alþýðubartdalags- maður og ASÍ forseti þessa dagana. „Það verður engin stjómarkreppa. Þetta getur bara tekið nokkra daga í viðbót,” sagði Svavar Gestsson, for- maður Alþýðubandalagsins, í viðtali við DV í morgun. Svavar sagði að úr- slit í ríkisstjórninni þyrftu ekki endi- lega aö ráðast í dag. „Honumhlýturþá aö verða frestað verði samkomulag ekki komið,” sagði Svavar um fyrir- hugaðan fund stjómarskrárnefndar að Laugarvatni á morgun. „Það hlýtur að ganga til úrslita núna,” sagði Steingrímur Hermanns- son, formaður Framsóknarflokksins, í viðtali við DV í morgun. Steingrímur sagði að „líklega yrði að treysta á yfir- lýsingar forystumanna Alþýðubanda- lagsins um að þeir ætli að vinna að vísi- tölumálunum með þeim hætti sem fram hefði komiö.” Með því gaf Steingrímur í skyn að fara mætti milli- leið í deilunum um oröalag á ákvæðum um verðbótaskerðingu næsta vetur sem gæti orðið um 10%. Framsókn mun hafa slakað til í gær eftir linnu- lausa þingflokksfundi og innbyrðis- deilur. Steingrímur sagði að rangt væri að Framsókn vildi afgreiða vísitölumáliö með bókun í ríkisstjóm. Hann hefði kannað þann möguleika í þingfiokki sínum en stuðningur þar ekki verið nægur. Tillaga kom fram í gær þess efnis að heimildin til skeröingar á verðbótum yrði veitt forsætisráðherra en ekki ríkisstjóminni allri eins og Alþýöu- bandalagið haföi lagt til. Alþýðubanda- lagið mun hafa hafnað þeirri tillögu. Ríkisstjórnarfundi, sem vera átti klukkan 10 í morgun, hefur verið frestað fram yfir hádegi, svo þraut- reyna megi hvort samkomulag næst í ráðherranefndinni um efnahagsmálin. Ráðherranefndin kom saman klukkan 9. Hnúturinn er í vísitölumálinu og talið að stjórnarliðið geti fremur auðveldlega samið um aðra hluti. -HH Rafiðnaðar- menn og hús- gagnasmiðir sömdu í nótt I nótt tókust samningar milli Sveinafélags húsgagnasmiöa og við- semjenda þeirra og var því aflýst áöur boðuðu verkfalli sem hefjast átti á miðnætti. Einnig tókust samningar hjá Rafiönaðarsambandi Islands. Húsgagnasmiöir munu ganga inn í samning Sambands byggingar- manna og Meistarasambandsins sem gerður var í júlí sl. en samningurinn var ekki undirritaöur, heldur var deilan leyst með bókun- um hjá ríkissáttasemjara. Hall- grimur Guðmundsson, formaður Sveinafélags húsgagnasmiða, sagði að Vinnuveitendasambandið hefði ekki viljað undirrita samninginn en bókunin sem gerð hefði veriö væri fullnægjandi fyrir félagiö. Samning- ur Rafiðnaöarsambandsins er með svipuðu sniði og samningur ASI og VSI. -ÖEF. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, leggur áherzlu á að: Verðbótum á laun verði ekki breytt „Það er erfitt að gefa stjómmála- flokkunum einkunnir fyrir þær hug- ■myndir sem þeir eru að leggja fram eða að segja nokkuð um þessi mál fyrr en niðurstöður liggja fyrir. Eg hef þó lagt á þaö áherzlu í þeim viðræðum sem ég hef átt við stjóm- arliða að verðbætur á laun verði ekki skertar,” sagði Asmundur Stefánsson, forseti ASI, er hann var inntur álits á þeim hugmyndum sem verið er að ræða innan rikisstjórn- arinnar um skeröingu verðbóta á laun. Hefur Alþýðubandalagið lagt til að verðbætur 1. desember verði lækkaöar umhelming. Ásmundur sagði að Alþýðusam- bandinu hefði ekki verið kynntar þær hugmyndir um efnahagsráðstafánir sem ríkisstjórnin hefði til umræðu. A samráðsfundi stjómarinnar og verkalýðshreyfingarinnar hefði Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra neitaö að ræða hugsanlegar efnahagsráðstafanir, en einungis hefðu verið lögð fram gögn frá Þjóðhagsstofiiun um efnahagsá- standið. „Það er heimild til þess í okkar samningi að segja honum upp með eins mánaðar fyrirvara ef sett verða lög sem breyta ákvæðum um greiðslu verðbóta á laun,” sagði Asmundur Stefánsson,” en þaö era enn engar forsendur til þess að meta hver verða viðbrögð okkar við efna- hagsráðstöfunum ríkisstjómar- innar.” -ÖEF. Innbrot í bæjarskrif- stofurnaríKópavogi Innbrot var framið í bæjarskrif- stofurnar í Kópavogi í gærkvöldi. Svo virðist sem engu hafi verið stoliö. Innbrotið uppgötvaðist þegar skúringarfólk kom á skrifstofurnar rétt fyrir miðnættið. Málið er í rann- sókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Enginn hefur verið handtekinn enn vegna þessa innbrots. -JGH Gúmbátur með tveim mömum fannst á reki Gúmmibjörgunarbátur meö tveimur mönnum fannst á reki átján sjómílur vestur af öndverðamesi um hálftíuleytið í morgun. Ekki er vitað hverjir mennirnir em. Það var rúmlega níu í morgun sem Flugleiðavél á leið frá Reykjavík til Patreksfjarðar tilkynnti um að hún heyrði í neyðarsendi frá gímmí- björgunarbáti. Var hún þá stödd yfir Fróðárheiði. Heyrðist merkið sterk- ast yfir miðjum Breiðafirði. Strax var haft samband við flugvél Flug- málastjórnar sem var á þessum slóð- um og er meö miðunartæki um borð. Hún fann svo bátinn á reki um átján s jómílur vestur af öndverðarnesi. Um borð í gúmíbátnum vom tveir menn. Þeir veifuðu báðir til flugmanna Flugmálastjórnarvél- arinnar. Ekki er vitað til að fleiri séu um borð. Ekki er heldur vitað hvaða menn eru þama á ferðinni eða hvað hafi raunverulega gerzt. Þegar þetta er skrifað skömmu fyrir hádegi, er þyrla vamarliösins að updirbúa flugtak til að bjarga mönnunum. Einnig em nærliggjandi skip, sem eru mörg, á leið á staöinn. Þá er Fokkervél Landhelgisgæzl- unnar aö fara í loftið til að leysa vél Flugmálastjórnar af. -JGH. I ■ ■ ■ 6 I I I E 1 I I I I I I I I I I I | I I I I I | I I I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.