Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Blaðsíða 13
DV. MIÐVKUDAGUR15.SEPTEMBER1982.
13
um lóöum á byggingarreit Alþingis-
hússins, og mun skrifstofa húsa-
meistara ríkisins eitthvað hafa veriö
aö velta fyrir sér hugmyndum um
nýtísku smáhúsaþyrpingu á lóöunum
vestan Alþingis allt aö Tjamargötu,
milli Kirkjustrætis og Vonarstrætis.
Það er víst hugmyndin að þessar
byggingar geti leyst úr húsnæðis-
vandamálum Alþingis og að það
megi byggja þar smátt og smátt eftir
því sem þörf kerfur.
Neðanjarðarhvelfingar
og annað
jafn stórt þinghús
Nú vill svo vel til að Alþingi hefur
þegar til afnota allt plássið frá Aust-
urvelli og allt suöur til Tjamarinnar
frá Templarasundi að línu sem er
framhald af norðurvegg Alþingis-
garösins, auk Þórshamarshússins,
sem stendur austan Templarasunds.
Á þessu svæði, sunnan Alþingis-
garðsins og út að Tjörainni frá Þórs-
hamri og til vesturs má að öllum lík-
indum byggja neðanjarðarhvelfing-
ar og síðan ofan á þeim hús jafnstórt
núverandi Alþingishúsi. Á hluta
þessa svæðis, á Góðtemplaralóöinni,
sem nú er bílastæði, mætti óefað
byggja hús í sama formi og núver-
andi Alþingishús, hús að Vonar-
stræti.
Ef þetta hús væri svipað að formi
og gamla Alþingishúsið og byggt úr
samskonar höggnu grjóti og það er,
en tengt með lokuöum bogagöngum
Kjallarinh
Ragnar Þórðarson
við núverandi Alþingishús, gæti það
farið m jög vel við umhverfiö.
I þessu húsi væri pláss fyrir sal,
sem gæti rúmað allt að 400 sæti og
því tilvalinn fyrir sameinað Alþingi.
Þá mætti hugsa sér að undir þessum
sal væri ein hæð, sem notuð væri
fyrir skrifstofur Alþingis og annað
athafnasvæði. Bogagöngin, sem
tengdu þetta hús við gamla
Alþingishúsið, mætti hugsa sér að
lægju að vesturhlið Alþingisgarðsins
ogværuskreytt með málverkum eða
höggmyndum af þingskörungum
liðins tíma.
Með þessu móti yrði inngangur
Alþingis áfram við Austurvöll og í
óbreyttu formi. Austurendi götu-
hæðar Alþingishússins, þar sem nú
eru kaffistofur Alþingis og áður var
húsnæöi Háskólans, gæti oröiö for-
dyri bogaganganna, sem yrðu teng-
ing við hinn nýja þingsal sameinaðs
Alþingis og við skrifstofur Alþingis.
Gryfjugarðar
Neðanjarðarhvelfingarnar á þessu
svæði ættu að miklu leyti að geta not-
ið dagsbirtu, bæði frá Tjarnarbakka
og gryfjugörðum. Þetta pláss ætti
því að geta orðið fullnægjandi viöbót-
arathafnasvæði fyrir þingið og skapa
innanhússsamband við Þórshamar,
hús Skúla Thoroddsen, Oddfellowhús
og húsið á tjamarbakkanum sunnan
og vestan Alþingishússins, sem borg-
in notar nú fyrir skrifstofur. En því
væri æskilegt aö Alþingi eignaðist
þau hús og þau gætu verið heppileg
fyrir einkaskrifstofur þingmanna og
aðra starfsemi tengda Alþingi. Með
þessu mætti þrefalda notkunarhús-
næði Alþingis og verður að telja það
nokkuð fullnægjandi um ófyrirsjáan-
legan tíma.
Neðanjarðarbílastæði
Á auðum svæðum frá Alþingishúsi
og að Tjamargötu mætti hugsa sér
að byggja neðanjarðarbílastæðifyrir
Alþingi og nágrenni. En þetta svæði
ofanjarðar væri tilvalið fyrlr íbúðir
aldraðra og eða fyrir stúdentagarða,
• sem væru notaðir sem ferðamanna-
hótelá sumrin.
Á þennan hátt væru framtíðar hús-
næöisþarfir Alþingis leystar án þess
að taka til notkunar nokkrar lóðir
sem ekki eru þegar í notkun Alþing-
is. Meö þessu móti væri hægt aö taka
svæðið vestan Alþingishússins og að
Tjarnargötu til notkunar fyrir al-
menning — fyrir neöanjaröarbíla-
stæði ca 2000 m2 og fyrir td. 60—100
manna elliheimili auk 60—100 manna
stúdentagarðs — sem notaður væri
sem ódýrt ferðamannahótel á sumr-
um.
Fullnýtum hvern
fermetra
Það þarf að fullnýta hvem fer-
metra miðbæjarlóða. Þess vegna má
ekki eyða óhóflegu magni lóða fyrir
neina starfsemi, jafnvel þótt um Al-
þingi sé að ræða.
Við þurfum að finna allri stjóm-
vörslu landsins staö í miðbænum. Þá
þarf einnig að vera fullnægjandi að-
staða fyrir bankastarfsemi og smá-
söluverslun, fyrir veitingahús og
flesta skemmtistaði borgarinnar —
fyrir ferðamannahótel og náms-
mannagaröa svo og fyrir mikiö
magn af íbúðum fyrir einhleypinga
og aldraða, einnig fyrir elliheimili og
sjúkraheimiU — fyrir bilastæöi og
síðast en ekki síst fyrir Ustir og
menningu. Þá þarf að finna Ráðhúsi
Reykjavíkur stað í miðbænum, einn-
ig borgarskrifstofum og annarri
stjómvörslu borgarinnar.
Hér er gert ráð fyrir 9—10.000 m2
aukningu notkunarhúsnæðis á bygg-
ingarreit Alþingishússins, frá
Templarasundi að Tjarnargötu, frá
Alþingi að Tjörninni — auknu hús-
næöi fyrir Alþingi, auknum bíla-
stæðum og töluverðum íbúðarhúsa-
byggingum — fyrir aldraöa og fyrir
námsmenn og ferðamenn.
Ragnar Þórðarson
lögfræðingur.
„Hér er gert ráð fyrir 9—10.000 fermetra
aukningu notkunarhúsnæðis á byggingar-
reit Alþingishússins, frá Templarasundi að
Tjarnargötu, frá Alþingi að Tjörninni — auknu
húsnæði fyrir Alþingi, auknum bílastæðum og
töluverðum íbúðarhúsabyggingum fyrir aldr-
aða og fyrir námsmenn og fyrir ferðamenn.”
, . i
Hannes og Hayek vita betur!
býr við og greiðir fyrir í einkalífi
sínu, er afleiðing af vali hans, en
venjulega þarf hann aö búa við og
bera kostnaðinn af pólitísku vali
annarra.
2. Nákvæm rannsókn á málefnum
stjómmálanna getur reynst
gagnslaus þegar að kosningum
kemur, þar sem hann verður þá
að láta sér nægja pakka af póli-
tískri afstöðu. Þegar einstakl-
ingurinn velur sér bíl getur hann
valið um stærð, sætaáklæði, vélar-
stærð ásamt mörgum öðmm sam-
setningum eiginleika og hann fær
það sem hann vill. Tíminn sem
hann eyðir í að bera saman vai-
kosti skilar sér ríkulega.
Niðurstaðan af þessu er sú að fyrir
kjósandann er þekkingarleysi á val-
kostum stjóramálanna oftast nær
skynsamlegt; tíma hans er betur
varið í að afla sér þekkingar á val-
kostum markaðarins. Á markaðnum
getur einstaklingurinn aukið eða
margfaldað vægi „krónuatkvæða”
sinna með því að afla sér þekkingar
á valkostunum sem standa til boöa.
Slíkt lögmál er vart fyrir hendi þegar
kjósandinn velur milli pólitískra val-
kosta í lýðræðiskosningum.
lýðræöi vesturlanda muni til lengdar
megna að varðveita þau mannrétt-
indi og það einstaklingsfrelsi sem
enn er þar við lýði. Það hefur nefni-
lega sýnt sig, aö stjómmálamenn á
vesturiöndum hafa nýtt þetta ótak-
markaða lýðræði til að færa út vald-
svið sitt yfir æ fleiri athafnasvið al-
mennings. Við þessu hafa sumir
frjálshyggjumenn viljað bregðast
með því að skeröa réttindi stjóm-
málamanna til að auka völd sín, til
dæmis með því að takmarka vald
þeirra endanlega við almenna laga-
setningu.
Fullyröing S. S. gefur til kynna að
fr jálshyggjumenn vilji lýðræðið feigt
og séu í þokkabót hallir undir
einræði, en ekkert er fjær sanni.
Frjálshyggjumenn vilja ekki
lýðræðið feigt, fremur en læknir vill
nema augun brott úr sjúklingi, fyrir
það eitt að hann er nærsýnn. Það
sem frjáishyggjumenn vilja er að
lagfæra þær veilur, sem eru á
lýðræðiskerfinu, svo að það verki al-
menningi sem mest, til góðs. Það er
eitt að vera alfarið á móti lýðræði, en
annað að vilja bæta þaö sem betur
má fara í lýðræðislegri stjórnskipan.
Á þessu tvennu gerir S. S. alls engan
greinarmun.
Hannes og
Hayek vita betur!
önnur málsgrem í grein S. S. er um
margt undarleg en hún hljóöar svo:
„Kjósendur noti ríkið sem tæki til
þess að fullnægja umframeftirspurn
sinni, eftirspum sem þeir fá ekki
fullnægt á markaönum. Almenn-
ingur grafi þannig óafvitandi undan
markaðnum, og þar með einstakl-
ingsfrelsi. Kjósendur vita sem sagt
ekki hvað þeim er fyrir bestu,
Hannes og Hayek vita betur.”
Orðið umframeftirspurn er þama
notað í óvenjulegri merkingu í fyrstu
setningu málsgreinarinnar, alla
vega frá sjónarmiði hagfræðmga,
því neytendur fá allri eftirspurn
sinni fuUnægt á markaðnum séu þeir
tUbúnir að greiða fyrir það nægjan-
legtverð.
Þessa setningu verður í raun að
umorða, svo að það skiljist sem
verið er að reyna að segja. Hljóðaði
hún þá eitthvað á þá leið að kjós-
endur noti ríkið sem tæki tU að flytja
kostnaöinn af neyslu sinni yfir á aðra
(kjósendur?). En jafnvel í þessum
búningi hlyti setningin að valda mis-
skUningi, því að það sem átt er við er
sumir kjósendur noti ríkiö stundum
til að flytja kostnaðinn af neyslu
sinni yfir á aðra. önnur túlkun á
setningunni kemur vart tU greina,
því að öðrum kosti væri hún’augljós-
lega ósönn.
Síöasta setningin í málsgreininni
ætti samkvæmt þessu aö hljóða svo:
Sumir kjósendur vita sem sagt
stundum ekki hvað þeim er fyrir
bestu, Hannes og Hayek vita betur!
Það er varla hægt að segja að þessi
setning sé sannanlega röng, þó ekki
sé hægt að sjá að hún varpi ljósi á
nein áöur óþekkt sannindi. Henni má
reyndar hæglega snúa við og segja
að Hannes og Hayek viti stundum
ekki hvað þeim er fyrir bestu, kjós-
endur vitibetur! Ekkiskilég aðhægt
sé að draga djúpa lærdóma af svo
augljósum sannindum, en and-
stæðingar frjálshyggjumanna
þykjast án efa sjá hulinn fjársjóð í
hverjum forarpytti.
Kjósendur fá ekki
það sem þeir vilja
Hitt gæti læðst að sumum, að með
þessari málsgrein viljiS. S. fullyröa,
að þar sem þeir kumpánamir
Hannes og Hayek halda því fram, að
þar sem kjósendur fái ekki þaö sem
þeim er fyrir bestu í lýðræðiskerfi,
hljóti þeir einnig að telja að kjós-
endur viti ekki hvað þeim er fyrir
bestu. En slík fullyrðing væri að
sjálfsögðumeð öllu fráleit.
Vildi meirihluti kjósenda að Þórs-
hafnartogarinn væri keyptur? Var
það meirihluta kjósenda fyrir bestu?
Taldi meirihluti kjósenda sér það
fyrir bestu að byggja skóla fyrir svín
í Krísuvík? Telur meirihluti kjós-
enda sér það fyrir bestu að Stein-
grímur Hermannsson verði áfram
sjávarútvegsráðherra, þegar honum
hefur tekist að rústa helsta atvinnu-
veg landsmanna á aðeins þremur
ámm, og hleypur svo burt frá öllu í
skemmtanafrí til útlanda þegar mest
er þörfin á aðgerðum af hans hálfu.
Islenskir kjósendur þekkja mýgrút
af sams konar dæmum.
Vísasta leiðin
áþing
Fræðimenn hafa lengi velt vöngum
yfir hverju það sæti að ríkisgeirinn
hefur farið sívaxandi á vesturlönd-
um undanfama áratugi og skatt-
heimtan með. Það skyldi þó aldrei
vera að Stefán hafi ratað á lausnina
á þessari gátu, því í næstu málsgrein
fullyrðir hann: „Visasta leiðin til að
komast á þing er að lofa skatta-
lækkunum, besta leiðin til endur-
kjörs er að framkvæma þær. ”
Eða er kannske nærtækara aö ætla
að við mættum búast við skattalækk-
unum ef þessi fullyrðing reyndist
sönn? Og ber okkur ekki að álykta af
þessu að fullyrðingin sé fráleitari en
svo að það taki því að ræða hana.
En sé það rétt að kjósendur telji
sér það fyrir bestu að skattar lækki,
hvernig stendur þá á því að þeir fara
síhækkandi?
Hér erum við einmitt komnir aö
kjarna málsins og þeim megingalla
ótakmarkaðs meirihlutaræðis
lýðræöisþjóðfélaga vesturlanda, sem
lýðræöissinnuðum andstæðingum
frjálshyggjunnar eins og Stefáni
Snævarr og Vilmundi Gylfasyni
virðist með öllu fyrirmunað aö koma
auga á. Þekking kjósandans á því
hvað sé honum fyrir bestu, er engin
trygging fyrir þvi, að hann hljóti það
sem er honum fyrir bestu í lýðræðis-
legum kosningum. Kjósandinn hefur
aöeins eitt atkvæði af f jöldamörgum,
og þaö skiptir ekki máli hvað hann
eyðir miklum tíma og fjármunum í
að afla sér þekkingar á því hvaö sé
honum fyrir bestu af þeim gæðum
sem kosningar standa um, því
meirihluti atkvæða ákveður hver
hlýtur þau og meirihlutmn þarf ekki
að vera sammála hinum einstaka
kjósanda hver sem þekking hans er á
eiginvelferö.
Skynsamlegt
þekkingarleysi
Þetta þýðir ekkert annað í raun en
þaö, að það svarar ekki kostnaði
fyrir kjósandann að afla sér þekk-
ingar um hina ýmsu valkosti sem
standa honum til boða í lýðræðis-
kosningum, nema hann komi til með
að njóta verulegra gæða fyrir þá fórn
mælda í tíma og erfiöi, sem þekk-
ingaröflun krefst. Af þessum sökum
borgar sig oftast betur aö eyða tíma
og erfiði í að velja sér bíl skynsam-
lega en að velja sér þmgmann
skynsamlega. Hver klukkutími sem
fer í þekkingaröflunina, skilar meiru
til einstaklingsins, ef hann eyðir
honum í ákvörðunina um bílakaupin.
En hvemig má þetta vera þegar til
þess er litið, að þingmenn ráöa yfir
stærri hluta af tekjum okkar en bíla-
seljendur.
Fyrir þessu má finna tvær megin
ástæður.
1. „Krónuatkvæði” einstaklingsins
ræöur alltaf úrslitum (hann fær
það sem hann borgar fyrir) en
kosningaatkvæði hans ræður mjög
sjaldan úrslitum. Það sem hann
Glundroðinn eykst
Þetta er meðal annars skýringin á
því, að eftir því sem vald st jórnmála-
manna verður víðtækara og þeim
tekst að sölsa undir sig dreifingu á
fleiri og fleiri gæðum, sem
markaðurinn dreifði áður óheftur,
eykst glundroöinn í þjóðfélaginu að
sama skapi, því að í raun er með
þessu verið að setja þekkingarleysi í
konungssæti yfir allri dreifingu og
sköpun verðmæta í þjóðfélaginu. En
þetta er auðvitað engin uppljóstmn
fyrir þá sem hafa fylgst með gangi
mála á Islandi framsóknaráratug-
inn, sem frægur verður talinn að
endemum, þegar fram líða stundir.
Þessi grein er þegar orðrn lengri en
hóflegt er, og hef ég þó ekki komist
yfir nema f jórðung af þeim hugsana-
villum sem ég taldi mig finna í grein
S. S. og glöggir lesendur hafa tekiö
eftir því að'aðeins þrjár fyrstu máls-
greinarnar í grein S.S. hafa verið
teknar til umfjöllunar. Og ekki bætir
það úr skák, að ég var ekki fyrr byrj-
aður að rita þessa grein en Stefáni
þóknaðist að birta aðra grein, og
mátti vart á milli sjá hvor greinin
geymdi fleiri rökvillur sú fyrri eða sú
síðari.
Eg þykist vita það að hvorki Stefán
né lesendur DV gætu fyrirgefiö mér
það að ég léti þeim firrum sem í
gremunum báðum er að finna
ósvarað. En þar sem þessi grein er
þegar orðin í það lengsta, verð ég að
lofa lesendum annarri svargrein
innan skamms og hlýt að treysta á
biðlund þeirra þangað til.
Ámi Thoroddsen