Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Blaðsíða 30
30 DV. MEÐVIICUDAGUR15. SEPTEMBER1982. Sigriöur Gróa Þorsteinsdóttir lést 7. september. Hún var fædd í Reykjavík 31. ágúst 1891. Sigríöur giftist Gunnari Benediktssyni og eignuðust þau 3 syni. Síöar er leiðir þeirra Gunnars höfðu skilið varö hún eiginkona Tryggva Helgasonar og settust þau að á Akur- eyri og bjuggu þar alla tíð síðan. Sig- ríður var um margra ára skeið í stjórn verkakvennafélagsins Einingar og þá ýmist ritari eða varaformaður, og var hún kjörin heiðursfélagi Einingar á aðalfundi félagsins áriö 1973. Sigríður gegndi ýmsum öðrum trúnaöarstörf- um. Otför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag kl. 13.30. Agnes Gisladóttir lést 6. september. Hún var fædd á Hæðarenda í Gríms- nesi 12. júní 1905. Hún var dóttir hjón- anna Ásbjargar Þorkelsdóttur og Gísla Gíslasonar. Árið 1940 giftist Agnes Magnúsi Pálssyni en hann lést árið 1941. Eignuðust þau eina dóttur. Otför Agnesar verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 13.30. Brynjólfur Sveinsson, fyrrverandi yfirkennari við Menntaskólann á Akur- eyri, Hagamel 52 Reykjavík, lést 14. september. Eggert Amórsson, fyrrverandi skrif- stofustjóri, Blönduhlíð 29, lést 8. sept- ember. Hann veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. septemberkl. 13.30. Kristín Pétursdóttir, Stóra- Vatnsskarði, er látin. Minningarathöfn verður í Fossvogskirkju í dag, mið- vikudaginn 15. september kl. 15. Jarð- sett verður frá Víðimýrarkirkju laug- ardaginn 18. septemberkl. 14. Andlát Smáauglýsingadeildin er íÞverholti 11 og síminn þar er27022 Æthugið! Opið alla virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 18-22 Verzlunarskóli Islands STARFSNÁM V.í. starfsnám Verslunarskóla íslands stendur nú yfir. Umsóknarfrestur rennur út 17. september. Kenntverður: Ensk verslunarbréf Þýsk verslunarbréf Bókfærsla I Reksturshagfræði I Verslunarréttur Tölvufræði I Vélritun I Umsóknareyðublöð og upplýsingar fást á skrifstofu skólans og í síma 13550. Verslunarskóli íslands. Innritun í Sveindís Hansdóttir, Egilsgötu 28 Reykjavík, lést í Borgarspítalanum að morgni 13. september. Jóna Anna Bjömsdóttir frá Stykkis- hólmi lést í Borgarspítalanum 13. sept- ember. Engilbert Óskarsson, fyrrverandi bif- reiðarstjóri, frá Skagaströnd lést mánudaginn 13. september. Jón Gislason, Sólheimum 27, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. september kl. 10.30 árdegis. Auðbjörg Jónsdóttir frá Skeiði, Skipa- sundi 33, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 16. septemberkl. 13.30. Jakob Magnússon húsgagnasmíöa- meistari, Hringbraut 99, verður jarö- sunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 16. september kl. 15. Gestur Sigurösson skipstjóri frá tsa- firði, Brekkustíg 3a Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 8. þ.m. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 20. þ.m. kl. 13.30. Tapað -fundið Tapað. Hvítur bamaskór nr. 20 fannst á pósthúsinu viö Hlemm í fyrradag og getur eigandinn vitjað hans þar. Tilkynningar Ferð fyrir aldraða Fimmtudaginn 16. september verður farið til Þingvalla; kaffi drukkið í Valhöll, sóknar- prestur sýnir staöinn. Verð kr. 100. Lagt verð- ur af stað frá Hallgrímskirkju kl. 13.30 og komið heim milli 18 og 19. Þátttaka tilkynnist í sima 39965 eða 10745. Fótaaðgerð á vegum Kvenfélags Hallgrímskirkju fyrir elli- og lífeyrisþega er byrjuð og verður hvern þriðjudag á milli kl. 13 og 16 í vetur (inngangur í norðurálmu kirkjunnar). Upplýsingar og timapantanir í sima 39965. Frá félagsmálaráðuneytinu 1 samræmi við yfirlýsingar ríkisst jórnarinnar og Alþýðusambands Islands frá 30. júní 1982 hefur félagsmálaráðuneytið skipað samráðs- nefnd ASI, hagsmunasamtaka fatlaðra og ríkisvaldsins þar sem hagsmunamál fatlaðra verði til stöðugrar endurskoðunar og umfjöll- unar. Nefndin skal m.a. fjalla um atvinnumál fatlaðra, uppbyggingu verndaðra vinnustaða og réttindi til lífeyrissjóða, svo og vera um- sagnaraðili um lög og reglugerðir sem snerta málefni fatlaðra. Eftirtaldir aðilar hafa verið skipaöir í nefndina; Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri í fé- lagsmáiaráðuneytinu, formaður, Tryggvi Þór Aðalsteinsson, fulitrúi ASI, Halldór Rafnar, fulltrúi öryrkjabandalagsins, Theodór A. Jónsson, fulltrúi Sjálfsbjargar, Jón Sævar Alfonsson, fulltrúi Þroskahjálpar og Arnór Pétursson, fulltrúi BSRB. Blómasýning á Akureyri 17.—19. september Blómamiðstöðin h/f sem hefur aðsetur í Reykjavík, hefur ákveðið að gangast fyrir blómasýningu á Akureyri dagana 17.—19. september til kynningar á framleiðslu blóma- bænda. Blómamiðstöðin er í eigu blómabænda en fyrirtækið dreifir og selur blóm til verslana um allt land. Hefur verið lögð rík áhersla á að þjóna landsbyggðinni hvað þetta snertir. Framleiðsla blómabænda Blómamiðstöðvar- innar er fjölbreytt, bæði hvað varðar afskorin blóm og pottaplöntur. Til sýningarhaldsins hafa bæjaryfirvöld Akureyrar góðfúslega veitt Blómamiðstöð- inni afnot af húsnæöi i salarkynnum innan anddyris hinnar nýju og glæsilegu svsðis- íþróttahallar við Þórunnarstræti. Sömuleiðis mun garðyrkjustjóri Akureyrar og hans starfslið veita aðstoð við undirbúning sýning- arinnar. Vakin skal athygli á, að hér verður um að ræða fyrstu sýningu á inniblómaframleiöslu garðyrkjubænda sem haldin er á Norður- landi. Þótti Akureyrarbær sjálfskjörinn í þessu skyni, enda hefur ræktunarmenning verið h vað lengst þar við lýði og til f yrirmynd- ar. Blómamiðstöðin væntir þess að bæði Akureyringar og íbúar nágrannabyggðanna kunni að meta þetta framtak blómabænda og fjölmenni á sýninguna til að §já og kynnast þeim gróðri sem er ómissandi liður í allri híbýlaprýði. Blómasýningin í íþróttahöllinni verður opin almenningi frá kl. 15—22 á föstudag 17. sept. og frá kl. 10—22 laugardaginn 18. sept. og sunnudag 19. sept. IMýjungar í rússnesku- kennslu hjá MÍR Eins og undanfarin ár, efnir félagiö MlR, Menningartengsl Islands og Ráöstjórnarríkj- anna, í vetur til námskeiöa 1 rússneskri tungu fyrir almenning. Námskeiðin hefjast síöar í þessum mánuöi og fer kennslan aö mestu fram á kvöldin í húsakynnum Háskóla Islands. Kennarar veröa hinir sömu og í fyrra, hjónin Olga og Sergei Alisjonok frá Moskvu. Kennslan er bæöi ætluð byrjendum og framhaldsnemend- um, en í fyrra sóttu rússneskunámskeiö MlR alls um 40 nemendur á öllum aldri. I vetur verður efnt til tveggja sérnám- skeiöa, ef þátttaka fæst, til aö auðvelda áhugamönnum lestur á rússneskum ritum um stæröfræði eða eðlisfræöi, svo og skák. Bréfaskóli er önnur nýjung í rússnesku- kennslu MlR; áhugasamir nemendur sem ekki geta sótt reglulega námstíma í háskólan- um eiga þess kost aö fá námsefni sent heim, kennslubækur og hljómplötur eöa snældur. Heimaverkefni veröa send nemendum reglu- lega og auk þess munu kennaramir hafa sér- staka viöræðu- og leiöbeiningafundi fyrir nemendur bréfaskólans. Nánari upplýsingar um rússneskunámskeiö MlR veröa gefnar í skrifstofu MlR, Lindar- götu 48, 2. hæö, sími 17928, næstu daga, virka daga kl. 17—19 og laugardaga og sunnudaga kl. 14-16. Handknattleiksdeild Vals. Handknattleiksfólk VALS! Athugiö aö æfingataflan fyrir veturinn er komin upp í Valsheimilinu og tekur gildi þann 19. sept. 1982. Hafið samband við húsvörðinn í síma 11134. Eflum handknattleiksstarfið í vetur. Stjórnin. Mikil sala á áskriftarkortum Þjóðleikhússins. Mikil og góð sala hefur verið á áskriftar- kortum Þjóðleikhússins undanfariö og eru kortin á 2. 3. og 4. sýningu nú uppseld og fá kort eftir á 5. og 6. sýningu, en nú hefur verið bætt við kortum á 7. og 8. sýningu. Verður kortasölunni haldið áfram fram í næstu viku, eða þar til farið verður að selja miða á fyrstu sýningamar á GARÐVEISLU eftir Guðmund Steinsson. Þess ber að geta að þó að kort séu uppseld á einhverja sýningu, þá er ekki uppselt á sýninguna sjálfa, þar eð aðeins hluti sæta er seldur þannig. Verð aðgangskortanna er kr. 600, — ef keypt er í almenn sæti, en kr. 620, — ef keypt er á fyrsta bekk á neðri svölum. Kynningarfundur hjá Mál- freyjum í Hafnarfirði Nú eru íslenskar Málfreyjur um það bil að hefja sitt vetrarstarf. Málfreyjur eru aðilar að alþjóðasamtökum kvenna, sem á ensku heita Intemational Toastmistress Clubs og í eru 26.000 félags- menn. Markmið þessara samtaka er að efla með einstaklingum sjálfsþroska og hæfni til að tjá sig. Fyrsta íslenska Málfreyjudeildin var stofn- uð í Keflavík árið 1975 og í dag eru alls 10 starfandi deiidir hér á landi. Næstkomandi laugardag, 18. sept., ætlar Málfreyjudeildin Iris í Hafnarfirði að halda kynningarfund í Hraunprýöi, húsi Slysavam- arfélagsins, að Hjallabraut 9 kl. 2 e.h. Tilkynning Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3—5 s. 41577. Opið mán.—föst. kl. 11—21, laugard. (okt.— apr.) kl. 14—17. Sögustundir fyrir böm 3—6 ára föstud. kl. 10—11. Badminton — íþróttahús Fellaskóla Tímar lausir þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Upplýsmgar í sima 72359 kl. 18.30-21. Iþróttafélagið Leiknir. Minningarspjöld Minningarkort Sjálfsbjargar. Reykjavík: Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16. Garðs Apótek, Sogavegi 108 Verslunin Búðargerði 10 Bókabúðin, Alfheimum 6 Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ v. Bústaðarveg. Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10. Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58—60 Innrömmun og Hannyrðir, Leirubakka 12. Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Valtýr Guðmundsson, öldugötu 9. Kópavogur: Pósthúsið. Mosfellssveit: Bókaverslunin Snerra, Þverholti. Minningarkort fást einnig á skrifstofu félagsins Hátúni 12, simi 17868. Við vekjum athygli á síma þjónustu í sam- bandi við minningarkort og sendum gird- seðla, ef óskað er, fyrir þeirri upphæð sem á að renna í minningasjóð Sjálfsbjargar. Ferðalög Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudaginn 19. sept.: 1. kl. 09 Skjaldbreiður (1060 m). Ekinn línu- vegurinn og gengið á fjallið að norðan. Verð 2. Alftavatn — Torfahlaup — Stórkonufell (945 m). Brottför í þessar ferðir er kl. 20.00 föstudag. 3. Þórsmörk — haustlitaferð. Gist í húsi. Brottför kl. 08.00, laugardag. Farmiðasala og allar upplýsingar á skrif- stofunni, öldugötu 3. Ferðafélag Islands. kr. 250.00. 2 kl. 13 Þingvellir — haustlitir. Verð kr 200.00. Njótiö haustsins á Þingvöllum, Utadýrðin aldrei fegurri. Brottför frá Umferðamiðstöð- inni austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd f uUorðinna. Helgarferðir 17.—19. sept.: 1. Landmannalaugar — HerbjamarfeU (945 m). Gistíhúsi. Útivistarferðir Helgarferð 17.—19. sept.: Haustferð á Kjöl. HveraveUir, Beinahóll, GrettisheUir, Strýtur. Gist í húsi. Fararstjóri: Kristján M. Baldursson. Uppl. og fars. á skrifst. Lækjarg. 6a, sími (sUnsvari utan skrifstofutíma): 14606. SJAUMST! Munið kræklingaferöina á sunnudaginn. Ferðafélagið Otivist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.