Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Blaðsíða 4
4
DV. MIÐVIKUDAGUR15. SEPTEMBER1982.
Guðmundur J. Guðmundsson stjórnar-
þingmaður og formaður Verkamanna-
sambandsins.
Rætt við Guð-
mund J. í út-
varpinu í kvöld
Guömundur J. Guðmundsson al-
þingismaður og formaður Verka-
mannasambandsins ræðir afskipti
ríkisvaldsins af kjarasamningum í
útvarpsþættinum Félagsmál og vinna í
kvöldkl. 20.40.
Umsjónarmaður þáttarins, Skúli
Thoroddsen lögfræðingur, sagði í sam-
tali við DV að Guömundur yrði að
sjálfsögöu spurður um síðustu bráða-
birgöalög en aöallega yrði rætt um
ýmis ríkisafskipti, bæði kjarabætur og
kjaraskerðingar.
Eflaust verður fróðlegt að heyra
þetta spjall við Guðmund þar sem
hann er i þeirri aöstööu aö vera bæði
stjómarþingmaður og verkalýðsfor-
ingi. -gb.
Sinfóníuhljómsveit
íslands:
Sala áskríftar-
miða hafin
I gær hófst sala áskriftarmiða á tón-
leika Sinfóníuhljómsveitar Islands.
Áskriftarmiðar fyrra misseri kosta 800
kr. á 24 fremstu bekkjunum. Sæti í
efstu f jórum bekkjunum kosta í áskrift
670 kr.
Fyrstu tónleikar þessa misseris
verða 7. október. Aðalhljómsveitar-
stjóri veröur sá sami og undanfarin ár,
Frakkinn Jean-Pierre Jacquillat.
Fyrsta verkið á tónleikunum veröur
nýtt íslenskt hljómsveitarverk eftir
Jónas Tómasson, Noctumo nr. 4. Því
næst verður fyrsti píanókonsert
Tschaikowskys fluttur. Einleikari
verður Bandaríkjamaðurinn Peteer
Donohoe. Hann tók þátt í síöustu
Tschaikowsky-keppni og deildi 2. verð-
launum með einum keppinauta sinna.
Engin 1. verðlaun voru veitt í keppn-
inni í þetta skipti.
Siöasta verkið á efnisskránni er sin-
fónía nr. 6 eftir Tschaikowsky.
-gb.
Sáralítið fannst af
þorsk- og ýsuseiðum
Hinni árlegu könnun á fjölda og út-
íárlegri könnun hafrannsóknarskipanna
breiðslu fiskseiöa og ástandi sjávar,
sem gerð hefur verið í
ágúst/sepember, lauk nýlega.
Þessum athugunum er einkum ætlað
að gefa fyrstu vísbendingu um
árgangastærð þorsks, ýsu, loðnu og
karfa. Að venju var verkið unnið á
tveim skipum þannig að R/S Bjarni
Sæmundsson annaðist hinn íslenska
hluta svæðisins en R/S Hafþór
Grænlandshaf, Austur-Grænland- og
Dohrnbankasvæðið. Leiðangurs-
stjórar voru Hjálmar Vilhjálmsson
og Vilhemína Vilhelmsdóttir.
Svalt sumar
Helstu niðurstöður voru sem hér
segir:
Sjórannsóknir sýna fremur svalt
sumar í sjónum við tsland 1982, en þó
ekki eins og var árin 1979 og 1981.1
Grænlandshafi var sjávarhiti í ágúst
í sumar meö lægsta móti og lægri en i
fyrra. Þannig var innstreymi hlý-
sjávar á norðurmið fremur tregt (í
sumar) eins og oft áður á síðast
liðnum árum, og heiti sjórinn í Græn-
landshafi virtist einnig vera óvenju
djúpt undan Austur-Grænlandi.
Kólnandi sjór á fslandsmiðum sl.
20 ár er í samræmi við breytingar á
straumakerfi Norður-Atlantshafs
þessi sömu ár. I raun er ekki
eingöngu um að ræða kólnun í
sjónum sem slíkum, heldur eru það
öllu fremur breytingar eða svipt-
ingar á áhrifasvæðum straumanna
sem segja til sín. Slíkar breytingar
verða sérstaklega áberandi við mót
heitra og kaldra hafstrauma eins og
gerist á Islandsmiðum. Rannsóknir
hafa sýnt að þessar breytingar á haf-
straumum Norður-Atlantshafs
standa í nánu orsakasambandi við
breytingar í lofthjúpnum á stórum
svæðum á norðurhveli jarðar.
Verður sérstaklega fjallað um
þetta efni á ársfundi Alþjóðahaf-
rannsóknáráðsins í Kaupmannahöfn
í haust, svo og áhrif breytinganna á
lífiö í sjónum.
Mjög lítiö var um þorsk- og ýsu-
seiöi og var heildarfjöldi þeirra sá
langminnsti sem mælst hefur frá
upphafi. Þessar tegundir héldu sig
að venju á grunnslóð út af Norður-
landi og Vestfjörðum, en annars
staðar varð þeirra tæpast vart.
Árgangur þorsks og ýsu frá 1982
verður því væntanlega afar lélegur.
Fjöldi loðnuseiöa var einnig hinn
minnsti sem mælst hefur frá
upphafi, en hann hefur dregist jafnt
og þétt saman frá 1976. Loðnuseiði
voru einkum á svæðinu út af Noröur-
landi og Vestfjörðum, eins og venja
er í góðum árum. Otlitið varðandi
1982 árgang loðnu er því slæmt.
Að þessu sinni var mestur hluti
karfaseiðanna í vestanverðu Græn-
landshafi og við Austur-Grænland.
Mót venju var mjög lítið um þau á
Dohrnbankasvæðinu og sáralítið hér
vestanlands. Enda þótt segja megi
að talsvert hafi verið af karfaseiöum
vestast á útbreiðslusvæðinu var
hvergi mikið nema á takmörkuðum
blettum. Þegar á heildina er litið er
f jöldinn með því minnsta sem mælst
hefur og afrakstur gotsins frá í vor
því hlutfallslega lélegur.
Auk ofangreindra tegunda fást
jafnan upplýsingar um seiði ýmissa
annarra fisktegunda. Er þar flest á
sama veg og má t.d. nefna lýsu,
spræling, hrognkelsi og blálöngu
sem voru nánast sjaldséð. Eina
umtalsverða undantekningin voru
grálúðuseiði, sem meira var af en oft
áöur.
Athygli vekur hve seiöafjöldi er
lítill hjá nánast öllum fisktegundum
sem hrygna á eöa í nágrenni við
Islands-Grænlandssvæðið. Nærtæk-
asta skýringin er því illt árferði til
sjávarins í vor og sumar, einkum á
mörkum hlýs og kalds sjávar
vestan- og noröanlands og í Græn-
landshafi. Að því er varðar loðnuna
má auk þess benda á, að samkvæmt
hergmálsmælingum sl. haust og
vetur hrygndi aðeins um þriðjungur
þess sem Hafrannsóknastofnunin
telur eölilegt.
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
Hin fríðhelga áþján einstaklingsins
Sjónvarpsþáttur um upphaf
Einingar í Póllandi rýfur enn einu
sinni þá þögn, sem ríkir um áhrif og
yfirráð Sovétríkjanna yfir löndum
Austur-Evrópu. Þær sættir sem fjöl-
miðlar á Vesturlöndum hafa gert við
kúgun þjóða og áþján einstaklinga
leyfa ekki að rætt sé um lönd Austur-
Evrópu og stjórnarfarið þar, vegna
þess að vinstri menn innan f jölmiðl-
anna vilja ekkert af ófarnaði vita úr
þeirri átt. Þess vegna eru sjónvarps-
þættir, eins og þeir, sem voru gerðir
um vorið í Tékkóslóvakíu og nú þátt-
urinn um upphaf Einingar í Póllandi,
sem búið er að kyrkja, eitt af þeim
fyrirbærum sem kosta svolítið
rifrildi innan fjölmiðlaheimsins en
lítiö annað vegna þess að þeim fylgir
sáralítil upplýsing. Þeir koma eins
og einangruð fyrirbæri og virðast
þar af leiðandi varla rökheldir. Hið
sama er að segja um ástandið í
Afganistan. Þaöan heyrist yfirleitt
ekki neitt.
Hægt er að bera fyrir sig, að engar
daglegar fréttir sé að hafa úr þessum
heimshlutum. Annað gilti um átökin í
Victnam, þegar ekkert dugði minna
en ganga í Mao-fötum inni á rit-
stjórnarskrifstofum Dagens
Nyheter, svo dæmi sé tekið. Og
annað gildir um átökin fyrir botni
Miðjarðarhafs. Þar Iiggja allar
upplýsingar á lausu, og þar liggja
líka á lausu mislýsingar, „disin-
firmations”, sem þykja hagkvæmar
í baráttunni um mannssálina. Það er
auðvitað ágætt að eiga greiðan að-
gang að stöðum þar sem atburðir
eru að gerast. En þar sem stór hluti
heimsbyggðarinnar er lokaður
fréttamönnum ætti það að vera þeim
hvöt til að linna aldrei leit að upp-
lýsingum. Þessu nenna þeir tak-
markað.
Þátturinn um Lech Walesa og
Einingu sýnlr ótvírætt hvað þögnin
um stjórnarfarið í Póllandi hefur
verið geigvænleg á undanförnum
áratugum. Vesturlandabúum er lítt
skiljanlegur sá mikli ótti sem íþyngir
verkfallsmönnum og raunar erfitt að
segja hann allan í kvikmynd. Það er
þó reynt með því að leggja áherslu á
kröfuna um minnismerki yfir fallna
verkamenn við innganginn að Lenín-
skipasmíðastöðinni. Það er nefnilega
ljóst að hópurinn sem bíður og semur
á endanum er öðrum þræði að bíða
eftir að verða skotinn. Þetta mikil-
vægasta atriði allrar baráttu í
Austur-Evrópu kemst yfirleitt ákaf-
lega illa til skila hér á Vesturlöndum,
vegna þess að bér hafa menn skil-
yrðalausan verkfallsrétt og hafa
notað hann ótæpilega. í sjálfum
„dýrðarríkjum” verkalýðsins fyrir-
finnst enginn slíkur réttur, og þótt
Eining næði honum í orði, er hann
lítilsvirði nú og Walesa og félagar í
fangelsi og verður ekki sleppt laus-
um í bráð. Eining er orðið nafnið
tómt.
Um fimmtán prósent íslensku
þjóðarinnar fylgja þeim stefnumið-
um í meginatriöum sem stjórnarfar-
'ið í Póllandi byggist á. Forustulið
þessara 15% getur verið að vafstra í
borgaralegum ríkisstjórnum en í
stefnuskrá þeirra stendur að ná megi
völdum með byltingu, fáist þau ekki
öðruvísi. Hvenær heppilegt er að
gera slika byltingu ræðst af ástandi á
Atlantshafi og upplausn hér innan-
lands. Hefðu byltingartækifærið gef-
ist 1946 væri hér pólskt ástand. Þau
fimmtán prósent sem fallast á
kenningu um byltingu væru þá
reynslunni ríkari. Það dugar
auðvitað lítið að sjá fyrirbærið í kvik-
mynd.
Engu að síður skyldu menn gera
sér grein fyrir því að einber íhalds-
stefna er svona álíka afturhald og
fyrirfinnst í Póllandi að frádreginni
lífshættunni. í viðureigninni viö hana
hefur þurft ströng meðul á Vestur-
löndum, og þau væru ólíkt skemmra
á veg komin í mannfrelsisátt ef engr-
ar róttækni hefði gætt. Allt leitar
jafnvægis að miðju í pólitik. En slikt
jafnvægi mun ekki fyrirfinnast í
PóUandi í bráð. Walesa er maöur
hins æskUega jafnvægis. Hann átti í
efiöleikum við sér harðari samherja,
en úrsUtum réði að stjórnvöld þoldu
ekkert múður. Þess vegna situr hann
inni. Þess vegna er Eining dauð.
Svarthöfði.