Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Blaðsíða 37
DV. MIÐVKUDAGUR 15.SEPTEMBER 1982.
37
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
ast miklu lengur og starfa ötullega í
fjöldamörgár.”
— Hvaö ert þú búinn aö starfa
þarna lengi?
„Eg gekk í JC í upphafi árs 1975 og
er þetta því áttunda áriö mitt. Og þaö
get ég sagt þér, aö þessi ár hafa veriö
ótrúlega fljót aö líða.”
— Hófstu strax störf af fullum
þrótti?
„Nei, ég gekk í félagið í febrúar og
var þá aðstoöarkennari hjá Dale
Carnegie, eitt kvöld í viku. Af þeim
sökum mætti ég ekki á einn einasta
JC fund til vors. Síðan tók ég þátt í
alþjóölegu þjálfunamámskeiði sem
haldiö var í Reykjavík haustið 1975
og haföi þaö úrslitaáhrif á mig. Segja
má að þá hafi starf mitt hafist fyrir
alvöru.”
JC félagar
eru eftirsóttir
— Sjáið þiö einhvern árangur af
starfiykkar?
„Já, alveg tvímælalaust. Það er
mikil eftirspurn eftir fólki úr JC í
ýmiss konar stjómunarstörf. Eg
gæti tekið sem dæmi íþróttahreyfing-
una. Margir af okkar bestu mönnum
starfa þar viö stjómunar- og skipu-
lagsstörf meö góöum árangri. Það
kemur okkur ekkert á óvart aö fólk
úr JC skuli vera eftirsótt. Þaö geng-
ur í gegnum góðan skóla og lærir þar
flestar hliöar á mannlegum sam-
skiptum — ræðumennsku, stjórnun,
framkomu og svo framvegis.”
— Hvaö er kosiö til langs tíma í
trúnaöarstörf h já J C?
„Þaðer kosiö til eins árs. Og er það
jafnframt hámarkstími i hverju
embætti. Þannig gefst sem flestum
tækifæri á aö spreyta sig.”
— Hvernig er andinn í þessum fé-
lagsskap?
„Hann er geysilega góöur og þetta
er mjög samhent fólk, enda væri
hreyfingin ekki þaö sem hún er í dag
ef svo væri ekki. Mér finnst eitt
athyglisvert í JC og það er aö ef
maður vinnur verk sitt vel—stendur
sig í einhverju starfi — þá koma fé-
lagamir og hrósa manni og hvetja
mann til frekari dáöa. Þetta tel ég
vera mjög mikilvægt. Því miður
virðist vanta slíka hvatningu í öðrum
félögum og yfirleitt í þjóðfélaginu.”
GunnlaugurS.
Gunnlaugsson
Guðmundur Borgþórsson forseti
JC Reykjavik í ræðustól.
— Er þátttakan í starfinu almennt
góð?
„Virkni hins almenna félags-
manns er mjög góö í JC. Ég myndi
áætla að hún væri svona um 60%. Og
á ég þá viö aö um 60% félagsmanna
starfi þar af þrótti — af fullri alvöru.
Ég held það gerist ekki betra í fé-
lagsmálum.”
Markmiðið er
þjálfun einstaklingsins
— Þiö hafiö verið meö sérstök
landsverkefni hreyfingarinnar í góö-
gerðarskyni, til dæmis í tilefni af ári
aldraöra nú, er þetta góðgerðarfé-
lag?
„Nei, það get ég ekki sagt. Viö get-
um ekki talist til hinna hefðbundu
góögeröarfélaga þrátt fyrir aö við
höfum sinnt verkefnum til styrktar
ákveönum hópum í þjóðfélaginu.
Meginmarkmið JC er aukinn þroski
og þjálfun einstaklingsins.”
— Hvemig er ræöunámskeiðum
ykkar háttaö?
„ Viö emm meö tvenns konar ræöu-
námskeið. Annaö er fyrir byrjendur
og kallast ræöunámskeið eitt. Þaö
stendur yfir í átta kvöld. Nám-
skeiðinu lýkur svo með „litlu ræöu-
keppninni” og keppa þar þriggja
manna lið innan hvers svæöis. Síðan
er ræöunámskeið tvö fyrir þá sem
lengra eru komnir. Þaö samanstend-
ur af sex kennslustundum. Því nám-
skeiöi lýkur svo meö „stóru ræðu-
keppninni”. Þar er keppt á lands-
grundvelli og er hvert ræöuliö skipaö
fimm mönnum. Urslitakeppnin fer
svo fram á hverju Landsþingi JC.”
— Er fariö með einkunnarorö hreyf-
ingarinnar á hver jum félagsfundi?
„Nei, viö förum einungis með þau
viö sérstök tækifæri, eins og þegar
viö tökum inn nýja félaga og svo á
landsþingum. Einkunnaroröin eru í
raun okkar þjóðsöngur. Þannig aö
viö förum sparlega meö þau,” sagði
Ámi Þór Árnason landsforseti JC aö
lokum.
Fundarmenn voru glaðlyndir á
þessum fyrsta fundi starfsársins.
DV-myndir: GVA.
Andrés Sigurðsson, aiþjóðlegur varaforseti JC, ávarpar fundarmenn hjá JC Reykjavik
íslenska hreyfingin
nýtur mikils trausts
segir Andrés Sigurðsson alþjóðlegur varaforseti JC International
JC-hreyfingin var stofnuð í St.
Louis í Missouri í Bandaríkjunum
árið 1915. Stofnandinn var Henry
Giessenbier. Hugmyndin aö stofnun
félagsins breiddist um veröldina og
1944 komu fulltrúar átta þjóöa sam-
an í Mexíkó og stofnuðu alþjóðasam-
tök JC (JC-Intemational).
Nú eru JC félög frá 75 þjóðum
fullgildir aðilar aö alþjóöa-
hreyfingunni og eru félagsmenn
samtals um hálf milljón.
Æösti embættismaður hreyfing-
arinnar er heimsforseti og er þaö nú
Bandaríkjamaður að nafni Barry L.
Kennedy. Kom hann hingað til lands
í siöustu viku og hélt námskeið.
Síöan koma fimm framkvæmdafor-
setar og fyrir neðan þá 16 alþjóðlegir
varaforsetar.
Einn Islendingur gegnir stöðu
alþjóölegs varaforseta nú. Er þaö
Andrés B. Sigurösson viöskipta-
fræöingur. Viö trufluðum hann viö
störf sín í Vörumarkaðnum og
fengum hann til aö skýra f rá störf um
sínum á alþ jóöavettvangi.
„Þessir 16 alþjóöa-varaforsetar
skipta með sér heiminum og heíur
hver ákveðiö svæði til umsjónar.
Eg hef á minni könnu sjö ríki í
Afríku. Þau eru Suður-Afríka,
Kenya, Zimbabwe, Malawi, Zambía,
Seychelles-eyjar og Nígeria. Allar
þessar þjóðir eru enskumælandi.
Síðan er annar varaforseti með hin
Afríkuríkin.
Eg fór til allra þessara ríkja og
dvaldi þar í 37 daga. Þaö var alveg
ógleymanleg ferö.”
Miðlum þekkingu
og reynslu
— I hverju er starf alþjóðlegs
varaforseta fólgið?
„Sem stjómarmaður í alþjóöa-
hreyfingu JC er hlutverk mitt að
stuðla að eflingu félaganna í þess-
um ríkjum. Við miðlum þekkingu
okkar og reynslu og hvetjum þá í
störfum sinum. Þeir eru vitaskuld
komnir skemmra á veg en ríki hins
vestrænaheims.”
— Láta stjórnvöld þessara rikja
hreyfinguna afskiptalausa ?
„Já, það hafa þau gert. Við höfum
átt mjög vinsamleg samskipti viö
stjómir sumra þeirra og þær veriö
hreyfingunni hliðhollar. Eg
heimsótti til dæmis á ferö minni
nokkra borgarstjóra.”
— Þú hefur væntanlega verið
spurður mikiö um Island í ferðinni?
„Menn spurðu mikið um landið og
var mjög misjafnt hvaða hugmyndir
þeir höfðu um það. Sumir héldu að
þetta væri einn jökull og ætluðu ekki
aö trúa því aö einhver gróöur þrifist
hér. Annars er töluvert af
Islendingum starfandi í Afríku. Til
dæmis er siglingamálastjórinn í
Mala wi íslenskur. Hann hóf störf þar
sem tæknilegur ráðunautur á vegum
Samein uðu þ jóðanna. ’ ’
— Hvemig er að ferðast um
Afríku?
„Það er mjög dýrt. Til dæmis er
hótelkostnaöur miklu hærri en í
Evrópu. Hitinn var náttúrulega mjög
mikill og hreinlætið var víöa mjög
bágborið.”
Framboð til fram-
kvæmdavaraforseta
— Eg hef heyrt að þú hafir boðið
þig fram til framkvæmdavarafor-
seta JC-Intemational?
„Jú, þaö er rétt. Kosningin fer fram
á heimsþinginu, sem haldiö verður í
nóvember í Seoul í Kóreu. Það er
töluverö vinna sem fer í kosninga-
starfiö. Þaögefa t.d. allir útkynning-
arbæklinga. Kosnir verða fimm
framkvæmdavaraforsetar og tíu eru
í framboði. Ég hætti nú sem varafor-
setiendabúinnaöveraíeitt ár, sem
er hámarkstími í öllum trúnaöar-
störfumJC.”
— Hafa fleiri Islendingar gegnt
starfi alþjóðlegs varaforseta ?
„Já, Olafur Þ. Stephensen var
kjörinn í þetta, en fleiri erum við
ekki. Islenska hreyfingin nýtur
mikilstrausts innan J C International.
Enda erum við þeir einu, sem .
höfum alitaf verið í vexti hvað
félagaf jölda varðar.
Yfirleitt er það svo að það skipt-
ast á skin og skúrir hjá félögunum.
En við höfum alltaf verið í sókn,”
sagði Andrés aö lokum.
Við óskum honum góös gengis í
kosningabaráttunni.