Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Qupperneq 2
gúmmístígvéI
cherrox
LAUGAVEGI 1- S/M/ 1-65-84
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982.
NáttúruvemdamefndÓlafsfjaröarlæturísérheyra:
„Æskilegt að
hefta mslfok
frá haugunum”
„Æskilegt væri aö reyna aö hefta
ruslfok frá haugunum, t.d. með net-
giröingu, einkum þó að sunnan, þar
sem rusliö frá haugunum lýtir mjög
gilið fyrir sunnan þá.” Þessi tilvitnun
er úr bókun náttúruverndarnefndar
Olafsfjaröar sem gerö var að loknum
„vettvangsferðum” um byggöarlagið.
Þarna er veriö aö ræöa um rusla-
hauga Olafsfirðinga og eflaust geta
flestir tekið undir þessi orö nefndar-
manna. Ruslahaugamir eru fyrstu
merki þess aö mannabústaður sé í
nánd þegar komið er fyrir Múlann á
leiö til Oiafsfjaröar. Eru haugarnir
rétt við veginn og sómakærum Olafs-
firöingum til lítillar uppheföar.
En nefndarmenn sáu fleira á ferð
sinni. Þeir skoöuöu framkvæmdir við
lengingu flugbrautarinnar í Os-
brekkulandi og höföu ekkert viö þæir
framkvæmdir aö athuga en hins vegar
þótti þeim umgengni hvergi nógu góö
viö sumarbústaðalandið á Reykjum.
Leggja nefndarmenn til aö þar verði
framfylgt skipulags- og umgengnis-
reglum til aö koma í veg fyrir óþarfa
jarörask og landskemmdir.
Síðan segir í fundargerð nefnd-
arinnar: „Nefndin ítrekar fyrri á-
skoranir um aö gengiö veröi sem fyrst
frá vegaköntum og sár meöfram
veginum (Austurvegi) verði grædd
upp. Nefndarmönnum er ekki kunnugt
um neinn staö á landinu þar sem frá-
gangur nýlagðra vega er jafnslæmur
oghér.”
Síðan er fjallaö um landskemmdir
eftir kaldavatnslögn sem séu mjög á-
berandi í fjallshlíöinni fyrir sunnan og
ofan bæinn. Sé því ástæða til aö flýta
þar fyrir uppgræðslu meö sáningu á
fræiogáburöi.
Um grjótnám í Olafsfirði segja
nefndarmenn: „Náttúruvemdamefnd
harmar aö forsvarsmenn grjót-
námsins höföu ekki samband viö
nefndina áöur en grjótnám var hafiö á
nýjum staö.
Verkstjóri hafnargerðar hefur aö
vísu gefið nefndinni munnlegt loforð
um aö vel verði gengið frá námunni og
umhverfi hennar þegar grjótnámi
lýkur í þetta sinn. Sé grjótnámi hætt í
gömlu námunni ætti aö færa bílhræin
og annað drasl er þar hefur safnast
saman á þann staö þar sem minnst ber
á því í námunni, uns því verður
fundinn betri staöur. Þá er löngu tíma-
bært aö snyrta umhverfi námunnar
og græöa upp þau landsspjöll, sem
, uröu viö síöasta grjótnám þar. ”
I lokin fjalla nefndarmenn um
Olafsfjaröarvatn og segja: „Þar sem
vatnið er mikil prýöi í firðinum ber aö
leggja áherslu á að vernda þaö fyrir
hvers kyns mengun og spjöllum.
Náttúruverndamefnd telur að banna
eigi alla umferð vélbáta um vatnið,
nema þá sem nauðsynleg er vegna
fiskiræktar og rannsókna.”
Undir fundargeröina skrifa Hreinn
Bemharösson, Stefán B. Olafsson og
Sigmundur J ónsson.
-GS/Akureyri.
/ síöustu viku voru að hefjast framkvæmdir við lagningu oiiumaiar á
nokkrar götur i Óiafsvik. Er þaö fyrlrtmkið Loftorka som sór um fram-
kvæmdirnar. Flestar götur bæjarins eru með varanlegu slitlagi en þser
götur sem nú i að ieggja oliumöl 6 eru inýju hverfi ibænum.
GSG/DV-mynd: Einar Óiason.
BlBlBlBlSBlBlElslElSSBlBlElBlelBlBlBlBlQlBlBlBlBlBlBlBlBlB
B/aðburðarbörn
NÚ ER VERIP AÐ RÁÐA FYRIR
VETURINN
Látið skrifa ykkur á biðlista
BLAÐBERAR ÓSKAST í EFTIRTALIN HVERFI STRAX
• Eiriksgötu
• Haga II
• Hofteig
• Laugateig
• Skúlagötu
• Arnarnes.
AFGREIÐSLAN
ÞVERHOLT111
SÍMI27022
@|a|a|a@|a|a|a@|a@|a|aia|a|a@|aiaia^ia@iaiaiaiaiaiaiaia
Bláfjallanefnd vill
reisa stóla-
lyftu í Suðurgili
Stööugt er unnið aö því aö bæta
aðstööu skíöafólks I Bláfjöllum og er
Manfreö Vilhjálmsson arkitekt aö
vinna aö framtíöarskipulagi fyrir Blá-
f jallasvæðiö. Þar veröur meöal annars
ákveðin staösetning skála sem félaga-
samtök og sveitarfélög hyggjast reisa.
Iþróttafélagiö Fram hefur heimild Blá-
f jallanefndar til aö byggja skíöaskála í
Eldborgargili. Lokiö er hönnun skál-
ans en f ramkvæmdir ekki hafnar.
Breiðablik á skiöaskála í Bláfjöllum
og hefur heimild til aö stækka hann
fyrir salernisaöstööu. Ármann hefur
einnig skála og talið líklegt aö í fram-
tíðinni komi félagiö öörum þar upp .
Meðal sumra sveitarfélaganna sjö
sem standa aö uppbyggingu
skíðalandsins í Bláfjöllum eru uppi
hugmyndir um byggingu skála. Blá-
fjallanefnd hefur til dæmis veitt
Garðabæ leyfi til skálabyggingar en
framkvæmdir geta þó ekki byrjað fyrr
en heildarskipulagið liggur fyrir.
Af hálfu Bláfjallanefndar hefur
nýlega verið leitaö eftir heimild sveit-
arfélaganna til aö b jóða út vinnu viö aö
reisa stólalyftu í Suðurgili á næsta ári.
Stefán Kristjánsson framkvæmda-
stjóri Bláfjallanefndar sagði i samtali
viö DV að nefndarmenn væru bjart-
sýnir á að veitt yröi fé til verksins svo
hægt væri aö hef jast handa sem fyrst.
-JBH.
HÁRGREIÐSLUSVEIIMN
ÖSKAST NÚ ÞEGAR
Uppl. í símum 36775 og 85517.
Hárgreiðslustofan Edda,
Sólheimum 1.