Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Side 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982.
5
Áslaug Jensdóttír gaf nýjum togara Dýrfiröinga nafniö „Slóttanes". Á
myndinni er Áslaug ásamt eiginmanni sinum, Valdimar Kristínssyni, t.v.
stjórnarformanni Fáfnis hf., og Vilhelm Annassyni, sem verður skipstjóri á
Sléttanesinu. DV-mynd: GS/Akureyri.
Hvaða snyrtimenni
fékk miða 3752?
— Pylsuvagninn í Austurstræti býður viðkomandi
að borða í Lúxemborg
Ekkert tísku-
svartnættishjal
— sagði Sigurður Kristjánsson, kaupfélagsstjóri Dýrfirðinga,
við sjósetningu nýja togarns
„Þaö er fjarri okkur aö taka tísku-
svartnættishjal um endalok fiskveiöa
landsmanna okkur í munn. Viö verðum
að leyfa okkur þá bjartsýni, eöa
raunsæi, aö þjóðin muni um okkar
daga — og síðan um langa framtíö —
byggja afkomu sína á fiskveiðum og
viö fylgjum þeirri stefnu aö endurnýja
gömul skip meö nýjum. Viö viljum efla
okkar byggöarlag og sýna í verki kosti
samvinnunnar til úrlausnar stórra
viðfangsefna.”
Þannig talaöi Siguröur Kristjáns-
son framkvæmdastjóri Kaupfélags
Dýrfiröinga viö sjósetningu á nýjum
skuttogara hjá Slippstöðinni á Akur-
eyri á laugardaginn. Áslaug Jensdóttir
gaf skipinu nafnið „Sléttanes”, en þaö
hefur fengiö einkennisstafina IS 808.
Eigandi er Fáfnir hf. á Þingeyri, en
aðaleigandi þess er Kaupfélag Dýr-
firðinga. Skipstjóri veröur Vilhelm
Annasson, en framkvæmdastjóri út-
geröarinnar er Bjami Einarsson.
Stjórnarformaöur Fáfnis hf. er
Valdimar Kristinsson. Sléttanesiö er
búið til veiða meö botn- og flotvörpu og
er meö fullkominn búnaö til vinnslu og
geymslu á fiski í ís. Einnig er gert ráð
fyrir búnaöi til saltfiskvinnslu í skip-
inu. Ibúöir eru í skipinu fyrir 18 manna
áhöfn, í eins og tveggja manna klefum.
Er allur aöbúnaöur góöur fyrir
áhöfnina, m.a. er í skipinu gufubaðs-
klefi og önnur þægindi. Skipiö verður
afhent eigendum upp úr áramótum og
má þá búast við aö kaupverðiö veröi
farið að slaga hátt í 100 milljónir kr., ef
verðlagsþróunin veröur svipuð og
verið hefur. Fyrir síðustu gengisfell-
ingu var áætlað að skipiö fullbúiö
kostaði 76 milljónir kr.
Gunnar Ragnars, framkvæmda-
stjóri Slippstöðvarinnar, var þung-
orður í garð stjórnvalda í ræöu sem
hann flutti viö sjósetninguna. Sagöi
hann m.a. aö stjórnvöld yröu aö taka
stefnumarkandi ákvöröun varöandi
framtíö skipasmíöaiönaöarins á næstu
vikum. Ella yröi þessi iðnaður settur
niöur á hnén sem gæti haft ófyrirsjáan-
legarafleiðingar.
Þá gat Gunnar þess aö Sléttanesiö
væri síöasti skuttogarinn frá Slipp-
stööinni aö sinni. Þaö væri slæmt þar
sem starfsmenn stöðvarinnar væru
orönú- þjálfaöir í smíöi slíkra skipa.
Þaö heföi best komið fram í auknum
afköstum frá skipi til skips sem leitt
hafi til lækkunar á smíöakostnaöi. Þaö
væri því súrt í broti aö þurfa aö hverfa
aö öðrum verkefnum þegar sérhæfni í
togarasmíöi væri náö. Sérstaklega
væri þetta sláandi vegna þeirrar
staðreyndar að flotinn þarf endur-
nýjunar viö og innlendar skipasmíöa-
stöövar anna ekki nema um þriöjungi
af þeirri endurnýjunarþörf, miöað viö
óbreytta afkastagetu, jafnvel þó aö
gert sé ráö fyrir aö flotinn minnki um
25%,” sagöiGunnarRagnars.
-GS/Akureyri.
Sá viðskiptavinur pylsuvagnsins í
Austurstræti sem fékk miöa númer
3752 fyrir aö henda ekki rusli í göngu-
götuna hefur unniö til ókeypis máls-
verðar á veitingastaðnum Cockpit Inn
í Lúxemborg. Flugfar fram og til baka
fylgirmeð.
Leikur þessi var liöur í hausthrein-
gerningu pylsuvagnsins. Þeir
viðskiptavinir sem hentu rusli í rusla-
körfur viö pylsuvagninn, en ekki í
götuna, fengu fyrir snyrtimennskuna
afhentan númeraöan miöa. Sá
hreinlegi maöur sem er handhafi fyrr-
greinds miöa hefur sem sagt unnið
vegleg verölaun. Alls fengu á fimmta
þúsund manns miöa í pylsuvagninum.
-KMU.
Áreksturvið
Tunguveg
og Sogaveg
Geysiharöur árekstur varö á gatna-
mótum Tunguvegar og Sogavegar um
níuleytiö á laugardagskvöld. Lentu þar
saman tvær fólksbifreiöar, Lancer og
Mazda. Þrír farþegar í Lancemum
voru fluttir á slysadeild, en munu ekki
hafa slasast alvarlega.
Atvik voru þau aö Lancerinn kom
eftir Tunguveginum en virti ekki
biöskyldu sem þar er og ók í veg fyrir
Mözduna. Ökumaður Lancersins slapp
ómeiddur en þrír f arþegar í bílnum h já
honum slösuðust og voru fluttir á
slysadeild. Enginn þeirra slasaöist
alvarlega. Engan sakaði í Mözdunni.
Báöir bílarnir ero mjög illa famir.
-JGH.
-... ....
Smáauglýsingadeildin er
íÞverholtill
og siminn þar er27022
Opið alla virtta daga frá kl. 9—22
Laugardaga Irá kl. 9—14
Sunnudagafrákl. 18-22
'tWtWggRh
STORSPARNAÐUR
í SÖGUFERÐ
TIL AMSTERDAM
5 DAGAR.
Verð frá kr. 4.900.
1 VIKA.
Verð fiá kr. 6.200.
(Gengi 1. sept.)
Allar nánari upplýsingar og verð á
skrifstofu okkar.
Feröaskrifstofan Laugavegi 66,
101 Reykjavik, Simi: 28633
ÚRVALS
innihurðir
Allar hurðir enn á gamla verðinu
ef pantað er strax.
LÆGSTA VERÐ Á LANDINU.
Útsölustaðir í Reykjavík og Kópavogi:
Iðnverk, Nóatúni 17, sími: 25945
Axel Eyjólfsson, Smiðjuvegi 9, sími: 43577
TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR Iðavöllum 6 Keflavík SÍMI: 92-3320