Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Page 9
snet K^fTOT-HoKTroAom.nfTn<i '<n DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Skammvinn ástar- sæla greifans Brúðarpariö sem brosir svo blítt bér á myndinni eru danski greifinn Oluf af Rosenborg og Lis Wolf-Jiirgensen, fasteignasali. Er greifinn bróðir Caroline- Mathilde erf ðaprinsessu. En því miður dugði hamingjan skammt. Eftir 10 daga hjónaband sótti brúðurin um skilnað frá manni sinum og er þetta þar með stysta hjónaband sem um getur í sögu dönsku kóngafjölskyldunnar. Frúin þvemeitar að gefa nokkra skýringu á skilnaðarbeiðninni en sver samt og sárt við leggur að bún hafi ekki gifst greifanum til að krækja sér í titil. Þau hjúin höfðu áður þekkst í 10 ár svo varia er hægt að segja að þau hafi ekki þekkst nógu vel er þau ákváðu að ganga í hjónaband. Kodak framleiöir nyia litfilmu Fyrirtækið Eastman Kodak kunn- gerði í gær að það hefði búið til nýja litfibnu sem gerði kl-eift að taka gæðaljósmyndir flash-laust við nær hvaöa birtuskilyröi sem væru. Segja menn hjá fyrirtækinu að þessi nýja 35 mm filma séu stærstu framfarirnar í silfur-halide-tækninni sem orðið hafa í meir en 50 ár. Hún ku vera 1000 ASA, en hraðasta filma Kodaks til þessa var 400 ASA. Filman verður sett í sölu á næsta ári og er hægt að framkalla hana með sama hætti og aðrar litfilmur í dag. Hún er gerð fyrir myndatöku með dagsbirtuna eina til lýsingar, en nota má rafblossabúnaða og bláar blossaperur. Eru sagöar koma ágætis myndir með henni við nær hvaða birtuskilyrði eða lýsingu sem vera vill. Frambretti, húdd, stuðarar, svuntur, afturljós o.fl. í margar gerðir Datsun bifreiða. C.Ó5KARI50ÍI. SKEIFUNNI 5 SIMI 335IO OG 34504 REYKJflVIK Er yfirstjóm dönsku lögregl- unnar duglaus? — Þekktur danskur sérlákur segir lögregluforingjum til syndanna Þórir Guðmundsson f réttaritari DV í Kböfn: Lögreglumaöur, sem þekktur er fyrir góðan árangur við að upplýsa eiturlyfjamál, hefur sagt danskri lögreglustjórn stríð á hendur með því að segja að þau séu svo ódugleg að þaö nálgist spillingu. I viðtali í einum vinsæiasta sjón- varpsþættinum hér í Danmörku sakaði Truels Windfeld lögreglustjórana um að hylma yfir og þagga niður eiturlyfja- mál sem afsönnuöu rósamynd þá er stjórarnir drægju upp af eiturlyfja- ástandinu í Danmörku. Hann sagði að í sumum tilfellum reyndi lögreglu- stjómin að setja lögreglumönnum stól- inn fyrir dyrnar er þeir ynnu að málum sem lögreglustjórum kæmi verr að upplýstust. Nefndi hann sérstaklega eitt tilvik þar sem hann og annar lögreglumaður unnuað þvíaðsnaraVesturbro-glæpa- manninn „Snotten”. — „Yfirmenn- irnir gáfu okkur fyrst 5 vikur, síöar fengum við 14 daga til þess að rann- saka mál sem ekki haföi verið unnt aö upplýsa í fimm eða sex ár.” Þegar málið breiddi úr sér og við vorum komnir með um 40 handtökur, þá var fækkað í liðinu sem vann að rannsókn málsins, hætt aö lána okkur bila og okkur skipað að skila skýrslum um framgang rannsóknarinnar þriðja hvem dag. Eftir vom þá tveir lögreglumenn með 40 fangelsanir. Hvernig var unnt að ætlast til þess að við kæmumst eitthvaö áleiðis,” spurði Windfeld. Hann sagði einnig að lögregluyfir- völd létu sér nægja að ná í smákarl- ana, en stórlaxamir slyppu yfirleitt. Þeir litlu feng ju átta til tíu ára fangelsi og „þá vom allir sælir.” I sjónvarpinu tilkynnti Windfeld að hann hefði sagt upp starfi sínu. Þótt hann hafði ekki nefnt nein nöfn er talið víst að gagnrýni hans hafi aðal- lega beinst að Ole Nörgaard, vara- lögreglustjóra. Svar frá honum var heldur ekki lengi að koma. — „Stað- hæfingar Windfelds eru hreinar vit- leysur,” sagði Nörgaard. Ebba Strange þingmaður hefur krafist þess að dómsmálaráðherra láti fram fara rannsókn á máiinu. I margs konar möguleikum ísJenzb fr«untel9el« Khúsgagna-i vai SMIÐJUVIGI 30 SIMI 72870 hillusamstæður með Royal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.