Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1982, Qupperneq 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER1982. Auglýsing um sérstök /án tilað bæta aðbúnað, hoHustuhætti og öryggi á vinnustöðum I lögum nr. 46/1980 um aöbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöð- um er kveðið á um sérstakar lánveitingar til fyrirtækja sem starfandi voru við gildistöku laganna hinn 1. janúar 1981. Lánin verða eingöngu veitt til framkvæmda sem ætlaö er að bæta vinnuaðstöðu starfsfólks eöa bæta aðbúnaö, hollustuhætti eða öryggi á vinnustöðum að öðru leyti. Samkomulag hefir verið gert milli Framkvæmdastofnunar ríkisins og félagsmálaráðuneytisins um að lán þessi verði veitt úr Byggðasjóði af sérstöku fé, sem aflað veröur í þessu skyni. Lán þessi veröa óháð öðrum lánum Byggðasjóðs og skiptir aðsetur fyrirtækis ekki máli við mat á lánshæfni. Umsóknir um lán þessi skulu sendar Byggðasjóöi, Rauöarárstíg 25, Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum sem fá má hjá Framkvæmda- stofnun ríkisins og hjá Vinnueftirliti ríkisins. Umsóknarfrestur vegna lánveitinga á árinu 1982 er til 25. október n.k. Framkvæmdastofnun ríkisins Nauðungaruppboð sem auglýst var í 4., 8. og 12. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eign- inni Breiðvangur 66, e.h., Hafnarfirði, þingl. eign Friðriks Guðjónsson- ar, fer fram eftir kröfu Hafnarf jarðarbæjar á eigninni sjálfri f östudag- inn 8. október 1982 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 100., 102. og 105. töiublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Hjallabraut 62, Hafnarfirði, þingl eign Gests B. Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri f östudaginn 8. október 1982 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 38., 42. og 45. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Hringbraut 4, Hafnarfirði, þingl. eign Grensáss hf., fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl., Gjaldheimtunar í Reykjavík og Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri f östudaginn 8. október 1982 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Brattakinn 23, Hafnarfirði, þingl. eign Guðnýjar Árnadóttur, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 8. októ- ber 1982 ki. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 67., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í Fífu- seli 7, tal. eign Elínar Þorvaldsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 7. október 1982, kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 67., 72. og 75. tbi. Lögbirtingablaðs 1982 á Fífuseli 23, þingl. eign Guðlaugs Karlssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 7. október 1982, kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem augiýst var í 44., 47. og 50. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í Gyðufeili 6, þingl. eign Onundar Björnssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og Gjaldbeimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 7. október 1982, kl. 13.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 43., 46. og 48. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í Fálkagötu 5, þingl. eign Jens A. Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 7. október 1982, kl. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Beðið í viku ð legunni við Vismar. Austan tjalds Eru viðskipti okkar við kommúnista- ríkin austan tjalds hagstæö eða óhagstæð? Það fer ekki hjá því að spurningar um þetta vakni þegar leikmaður kynnist afgreiðsluháttum í t.d. Sovét- ríkjunum eða Austur-Þýskalandi. Vissulega hljóta mörg atriði að koma til greina ef svara skal þessari spurn- ingu, en eitt atriði þekkja íslenskir sjómenn semhlýturaðveramjögþýð- ingarmikið og vega þungt í viðskiptum við austantjaldsmenn. Þetta atriði er biðin eftir afgreiöslu í höf num þessara landa. um fjórtán daga fyrir skipið. Lestun tekur um 6 til 8 klst. og heimsigling 5 daga og losun tvo daga. Ef ekki væri þessi óstjórn og bið hefði aðeins þurft að greiða sjö daga fyrir skipiö vegna umrædds farms en varð í þess stað fjórtán dagareða helmingi meira. Nú er ljóst að viðkomandi skipafélag hlýtur að fá greitt fyrir alla dagana og það hlýtur einnig að vera svo að selj- andi farmsins tapar öllum eða nær öilum hagnaöi af farminum ef hann greiðir biðtíma sldpsins. Þess vegna vaknar sú spuming, em það íslenskir neytendur landbúnaðar- vara sem greiða fyrir trassaskap, slen eða skipulagsleysi Austur-Þjóðverja? Ef svo er þá virðast okkar menn hafa staðið illa aö samningum við komm- ana. Svar við þessu gæti orðið fróðlegt og væri þakksamlega þegið. önnur sigling Ein sigling Kjallarinn Sem dæmi skal tekin ein ferð farskips til Austur-Þýskalands. Farmur er tekinn úti á ströndinni, t.d. til Svíþjóðar eða Danmerkur, þessi farmur greiðir ferð skipsins utan og væntanlega nokkurra daga siglingu í viðbót. I þessu tilfelli er hugsanlega um sólarhrings sigling að höfn í Austur- Þýskalandi og ætti því farmurinn út og sá hluti feröarinnar að hafa skilað hagnaði. Nú gerist þaö hinsvegar að við Vismar í Austur-Þýskalandi er skipið látið bíöa í viku eða lengur eftir áburðarfarmi heim. Sé reiknað með viku, sem er mjög algengur biðtími, þá verður þessi áburöarfarmur aö greiöa Krístinn Snsland Flutningaskip fer til Arkangelsk i Sovétríkjunum. Þaö siglir tómt frá Kaupmannahöfn og er um sex daga til Arkangelsk. Þetta skip hefur veriö afgreitt með fullfermi af timbri í Arkangelsk á tveimur dögum. Heimsigling tekur um sjö daga og sá dagafjöldi sem þessi umræddi farmur þyrfti því að greiða gæti þá orðið um fimmtán dagar en væri reiknað með því aö farmurinn til Kaupmanna- hafnar hefði greitt helming siglingar- innar til Arkangelsk, þá ætti timbur- farmurinn að greiða um tólf daga. Ekki er samt óeðlilegt að reikna með því að timburfarmurinn greiöi um fimmtán daga. I þetta skiptið var legið í Arkangelsk í átján daga og tók þannig feröin samtals 31 dag. Ef skipiö hefði verið afgreitt með eðlilegum hætti hefði túrinn tekið fimmtán daga en tók þess í stað þrjátíu og einn dag. Möppudýr Aðeins tekur6 til8klst. að lesta skipið 6þessum óhrjálega og sóðalega stað. Það skal skýrt tekið fram aö hinn sovéski eða austur-þýski verkamaöur eða kona sem vinnur beint að fermingu eða affermingu vinnur vel og ekki bara vel, þau vinna fljótt og greini- ’lega af trúmennsku. Þeir sem bera ábyrgðina á þeirri óstjórn sem einkennir afgreiöslu skip- anna eru möppudýrin úr flokknum sem starfa í landi. Af möppudýrum allra landa virðast kommúnísk möppu- dýrlélegustallra. Eru það íslenskir neytendur sem verða að greiða þessum lélegu möppu- dýrumlaun meðhærra verðiááburði, timbri eða öðrum vörum frá austan- tjaldsríkjunum? Það skal loks tekið fram að siglingar íslenskra kaupskipa eru flestar meö þessum hætti til kommúnistaríkjanna. Það er fremur undantekning ef skipin eru afgreidd samstundis. Þetta þekkja íslenskir farmenn. Hitt vitum við ekki, hver greiðir ósómann ?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.